Morgunblaðið - 22.10.1996, Side 5

Morgunblaðið - 22.10.1996, Side 5
4 C ÞRIÐJURDAGUR 22. OKTÓBER 1996 KNATTSPYRIMA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 C 5 + KNATTSPYRIMA Stærsta tap Manchester United í tólf ár LEIKMENN Manchester Un- ited voru kjöldregnir á St. Jam- es’ Park, þar sem leikmenn Newcastle fóru á kostum og unnu stórsigur, 5:0. Þetta var stærsti ósigur Man. Utd. ítólf ár, eða síðan liðið tapaði fyrir Everton 27. október 1984,0:5. Darren Peacock, David Ginola, Les Ferdinand, Alan Shearer og Philippe Albert skoruðu mörkin og þá átti Shearer skot sem hafn- aði í stöng. Þetta var stærsti sigur Newcastle á Manchester United síðan 1929 og „Rauðu djöflarnir" hafa ekki þurft að hirða knöttinn úr netinu hjá sér fimm sinnum síð- an Manchester City skellti United 5:1 í september 1989. Þess má geta að þegar Man. Utd. og Newc- astle léku um Góðgerðarskjöldinn á Wembley í ágúst, lauk viðureign- inni með stórsigri United, 4:0. Leikmenn Newcastle fóru á kost- um og á tólftu mín. skoruðu þeir fyrsta markið. Peter Beardsley tók þá homspyrnu og sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Shearer skallaði knöttinn til Peacock, sem skallaði - Denis Irwin reyndi að bjarga, en knötturinn var kominn inn fyrir marklínu þegar hann spyrnti honum frá. Dómari leiksins var ekki viss, en annar línuvörður- inn var vel á verði og gaf dómaran- um merki um að knötturinn hefði farið inn fyrir marklínu. Ginola skoraði annað markið, sem var glæsilegt - fékk knöttinn yst í vítateignum vinstra megin, snéri sér snöggt við og þrumaði honum í hliðametið fjær, óveijandi fyrir Peter Schmeichel. Ferdinand skoraði þriðja markið með skalla, eftir sendingu frá Shearer - knött- urinn hafnaði á þverslánni og síðan í netinu. Shearer skoraði fjórða markið eftir að Schmeichel hafði varið tvisvar - fyrst skot frá Be- ardsley og síðan frá Ferdinand. Belgíumaðurinn Albert skoraði fimmta markið og var það afar glæsilegt - hann lék að marki og þegar hann sá að Schmeichel var kominn langt út úr markinu, vipp- aði hann knettinum af 25 m færi yfir hann í netið. „Þetta var sætur sigur. Þrátt fyrir mótlætið gáfust ieikmenn United ekki upp,“ sagði Alan Shearer. „Ég trúi þessu varla,“ sagði Albert. Það var nokkur hiti í leikmönnum og vom sex áminntir. Arsenal náði ekki að skora Arsenal var á toppnum í sólar- hring, eftir að leikmenn liðsins urðu að sætta sig við jafntefli við Co- ventry á Highbury, 0:0. Steve Ogrizovic, markvörður Coventry, nefbrotnaði fimm mín. fyrir leiks- lok, þegar hann kastaði sér niður til að góma knöttinn um leið og Ian Wright reyndi að spyrna knettinum í netið - spyrnti í andlit Ogrizovic. Coventry lék sterkan varnarleik og átti Ogrizovic mjög góðan leik í markinu. Mótspyrnan fór greini- lega í taugarnar á leikmönnum Arsenal, þrír þeirra voru bókaðir - Wright, Martin Keown og John Hartson, sem hefur verið áminntur sjö sinnum á keppnistímabilinu. Wimbledon gefur ekkert eftir Leikmenn Wimbledon, sem töp- uðu þremur fyrstu leikjum sínum, héldu áfram sigurgöngu sinni á Stamford Bridge í London, þar sem þeir unnu Chelsea örugglega, 2:4 - sjöundi sigur þeirra í röð. „Ég er mjög hrifinn af leik Wimbledon, leikmenn liðsins leika mjög vel og skynsamlega. Þeir leika knettinum vel á milli sín, eru fljótir og vinna vel saman,“ sagði Ruud Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea, sem kom inná sem varamaður, lék sinn fyrsta leik eftir hnéuppskurð. Wimbledon lék mjög vel og skoruðu þeir Robbie Erle, eftir fjórar mínút- Reuter ALAN Shearer, númer 9, átti stórleik með Newcastle gegn Manchester United. Hér er hann í baráttu um knöttinn við Nicky Butt og myndln táknræn fyrir leikinn; Newcastle hafði mikla yfirburði. ur, Neil Ardley (16.), Marcus Ga- yle (64.) og Efan Ekoku (78.) mörkin. Scott Minto skoraði fyrra mark Chelsea, hans fyrsta mark fyrir liðið, á níundu mín. og Gianluca Vialli skoraði það seinna úr vítaspyrnu. Aston Villa, sem hafði ekki fagn- að sigri í sjö leikjum, vann Leeds, 2:0, með mörkum Dwight Yorke og Tommy Johnson, sem tók' stöðu Júgóslavans Savo Milosevic. Tony Coton, markvörður Sunderland, meiddist eftir samstuð við Norðmanninn Egil Ostenstad á 29. mín. og varð að fara af lei- kvelli. „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, þar sem Coton verður frá keppni í mánuð,“ sagði Peter Reid, knattspyrnustjóri Sunder- land, sem tapaði 0:3 fyrir Sout- hampton á The Dell. Teddy Sheringham skoraði tvö mörk og Ruel Fox eitt, þegar Tott- enham vann Middlesbrough á úti- velli, 0:3. Gerðu upp skuld við stuðningsmenn KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, var ánægður eftir sigurinn á Manchester Un- ited. „Ég minnti mína menn á það fyrir leik- inn, að við skulduðum stuðningsmönnum okk- ar, eftir að þeir mættu á Wembley og sáu okkur tapa fyrir United í leiknum um Góð- gerðarskjöldinn 0:4. Leikmenn mínir gerðu svo sannarlega upp við stuðningsmennina, því ég trúi því ekki að United eigi eftir að tapa svona stórt á næstunni," sagði Keegan. Þetta var fyrsti sigur hans á Manchester United í deildinni eftir að hann tók við stjóm Newcastle. En hann var jarðbundinn sem endra- nær og lagði áherslu á að leikmenn hans og stuðningsmenn félagsins héldu sig á jörðinni: „Við höfum ekki unnið neina titla ennþá. Þessi sigur gefur okkur ekkert meira en þijú stig. Juventus tætti Inter í sig Mm FOLK ■ ÞORVALDUR Örlygsson skor- aði mark Oldham gegn Reading úr vítaspymu, er liðin gerðu jafn- tefli 1:1 í ensku 1. deildarkeppn- inni. ■ RONALD Waterreus, mark- vörður Eindhoven, og fyrirliðinn Arthur Numan leika ekki með lið- inu seinni Evrópuleikinn gegn Brann, þar sem þeir verða í leik- banni. ■ PATRICK Kluivert lék á ný með Ajax þegar liðið gerði jafn- tefli við Volendam, 1:1 á nýja Arena-leikvellinum. ■ PAUL Gascoigne skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspymu, þegar Glasgow Rangers gerði jafntefli við Aberdeen, 2:2. ■ JÖRGEN Kohler segist vilja framlengja samningi sinum við Dortmund til ársins 2000; segist vera í góðri æfingu og tilbúinn til að halda áfram. ■ TRAPATONI, þjálfari Bayern Miinchen er sagður vilja fá fleiri ítalska leikmenn til liðsins og nýj- asta nafnið sem nefnt hefur verið er Roberto Baggio. ■ GREGORIO Perez, þjálfari Cagliari á Ítalíu, var rekinn í gær eftir slæmt gengi liðsins. Cagliari tapaið fyrir Lazíó á sunnudaginn, en þess má geta að Lazíó lék nær allan leikinn með aðeins tíu menn, eða eftir að markvörðurinn Luca Marchegiani var rekinn af leikvelli eftir fimm mín. fýrir að handleika knöttinn fyrir utan vítateig. ■ ROY Keane mun koma á ný í lið Manchester Utd., þegar liðið leikur við Swindon í deildarbikar- keppninni á morgun á Old Traf- ford. ■ KEANE lék síðast Evrópuleik gegn austurríska liðinu Rapid Vín 25. september. Hann hefur verið meiddur á fæti. ■ PHILIP Neville, sem hefur ekki leikið með Man. Utd. síðan í ág- úst, vegna meiðsla á ökkla, er orð- inn góður og tilbúinn í slaginn. ■ ÞÁ er Ryan Giggs, sem lék ekki með Evrópuleikinn gegn Fen- erbahce og hinn sögufræga leik gegn Newcastle, að verða góður af meiðslum á kálfa. ■ STEVE Ogrizovic, markvörður Coventry, hefur hug á að kæra miðheija Arsenal, Ian Wright, fyr- ir brot, sem varð til þess að Ogrizovic nefbrotnaði. Hann telur að Wright hafí brotið viljandi á sér. ■ SAVO Milosevic, miðheiji hjá Aston ViIIa, er líklega á förum til Italíu. Perugia hefur áhuga að fá hann. Brian Little, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, keypti Júgósla- vann fyrir fimmtán mánuðum á 3,5 millj. pund, eftir að hafa séð upptök- ur af leikjum sem Milosevic lék. Hann hefur aðeins skorað sextán mörk í 57 leikjum fyrir Villa. ■ ASTON Villa hefur áhuga á að fá Stan Collymore frá Liverpool. Parma hafði áhuga á að kaupa Milosevic áður en Aston Villa keypti hann og þá hafði Roma einn- ig áhuga. JUVENTUS hafði sætaskipti við Inter Milan og fór á toppinn, eftir öruggan sigur á Inter á heima- velli, 2:0. Juventus hefur eins stigs forskot á Ítalíu. Frakkinn Zinedine Zidane og Júgóslavinn Vladimir Jugovic skoruðu mörkin. Inter hafði ekki tapað leik síðan í maí í deildarkeppninni en leikmenn liðsins réðu ekki við Juvenus. Leiksins ■■■I var beðið með mikilli Frá eftirvætningu, enda EinariLoga fyrsti risaslagurinn í áTaHu'H' haust, og ekki síst var beðið eftir einvígi „franska kvartettsins" Zidane og Deschamps hjá Juve og Djorkaeff og Angloma hjá Inter. Skemmst er frá því að segja að þeir tveir fyrrnefndu áttu stórleik og réðu gangi leiksins á miðju vallarins algerlega, vel studdir af Jugovic og Di Livio. Miðja Inter var afar slök og saknaði Paul Ince til að vinna boltann en hann var í leikbanni. Juventus náði forystu með þrumu- skoti frá Jugovic skömmu fyrir hálf- leik eftir að hafa þjarmað hressilega að marki Inter og var Alen Boksic þar iðulega að verki. I síðari hálfleik gerði síðan Zinedine Zidane út um leikinn með stórkostlegu marki, tók boltann viðstöðulaust með vinstri og þrumaði honum eftir í markhornið af 20 metra færi framhjá Pagliuca. Yfír- burðir Juve voru algerir, Montero átti skalla í stöng, Ferrara skot í slá og Boksic var síógnandi, besti maður vallarins, en náði ekki að setja mark. „Sáuð þið Zidane?" spurði Lippi þjálfari Juve kátur eftir leikinn. „Hann getur hluti sem mjög fáir knattspyrnumenn í heiminum eru færir um, en það verður að gefa hon- um tíma. Ef ég hefði látið hann leika í Evrópukeppninni í vikunni eins og blöðin heimtuðu hefði hann ekki verið í jafn glimrandi formi í dag.“ Um- berto Agnelli forseti Juventus var einnig ánægður með sína menn: „Zid- ane á eftir að verða enn betri og Boksic er búinn að vera hreint stór- kostlegur í haust, með sama áfram- haldi verður vart gengið framhjá hon- um þegar kemur að kosningu knatt- spymumanns ársins.“ George Weah skoraði tvö mörk og Roberto Baggio eitt þegar AC Milan vann Napolí 3:1 á San Siro-leikvanginum í Mílanó. Marco Simone kom aftur inn í lið Milan eftir meiðsli. Samvinna hans og Weah er rómuð og hún skilaði fallegasta marki leiksins; Simone lék glæsilega á hvern varnarmanna Na- polí á fætur öðrum áður en hann lagði boltann hárfínt fyrir fætur meistara Weah sem þrumaði honum umsvifa- laust í markið utan við teig. Hann er nú markahæstur í deildinni með 7 mörk. Nokkuð er um meiðsli hjá Milan, Desailly leikur í vörninni í fjarveru Baresis og leysir hinn ungi Ambrosini hann af á miðjunni og við hlið hans gegn Napoli var Coco, sem kom inná eftir að Albertini meiddist snemma í leiknum. Berlusconi forseti Milan var afar ánægður með þá félaga: „í þess- um leik sáum við framtíð Milan í tvennum skilningi. Annars vegar nán- ustu framtíð - ég held að liðið sé að jafna sig eftir skrykkjótta byijun — og hins vegar ef litið er til lengri tíma erum við með sannkallaðan gullforða í þeim Ambrosini og Coco.“ Weah skoraði fyrstu tvö mörkin áður en Brasilíumaðurinn Andre Cruz skoraði fyrir gestina með góðu skoti af 20 m færi. Það var svo Baggio sem gulltryggði sigur AC Milan með skoti úr vítateig. Parma tapaði sínum fyrsta heima- leik í vetur, þegar Perugia kom í heim- sókn, 1:2. Gestirnir skoruðu mörkin sín á fjórum mín. - fyrst Federico Giunti á 21. mín. og þá Cármine Gautieri með skalla á 25. mín. Enrico Chiesa skoraði fyrir heimamenn á síð- ustu mín. leiksins. Veróna vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu og leikmenn Róma máttu sætta sig við annan ósigur sinn á viku, 1:2. Salvatore Giunta skoraði fyrst fyrir Veróna, Marco Delvecchio náði að jafna á 51. mín. Pierluigi Orlandini var hetja Veróna, skoraði sigurmarkið á 80. mín. Leikmenn Fiorentína fögnuðu sigri á nágrönnunum hjá Bologna, 0:2. Gabriel Batistuta skoraði fyrra mark- ið með langskoti af 30 m færi. Við ætlum ekki að fara að fagna neinu, það er langur vegur framund- an. Við lærðum mikið síðastliðið keppnistímabil, þegar við misstum niður tólf stiga forskot og meistara- titilinn til United,“ sagði Keegan. „Leikmenn United brotna ekki þrátt fyrir þetta tap,“ sagði Keegan, en hann og fleiri muna hvemig lið United brást við stórtapi gegn Tott- enham á Nýársdag á þessu ári; í kjölfarið fýlgdi aðeins eitt tap í 33 leikjum í deildinni og bikarkeppninni og United sigraði í báðum mótum. Keegan sagði leikinn á sunnudag þann besta hjá liðinu síðan hann tók við stjóminni. „Það er pening- anna virði að borga sig inn á leiki okkar,“ sagði hann, en Keegan hef- ur lengi lagt áherslu á að leika sókn- arknattspyrnu, þó það sé á kostnað varnarinnar, til að skemmta áhorf- endum en segja má að það hafi komið honum í koll í fýrra þegar Newcastle missti niður 12 stiga forskot og Manchester United fagn- aði meistaratitlinum. Hristo Stoichkov og Brasilíu- mennirnir Ronaldo og Gio- vanni voru í essinu sínu þegar Barcelona vann stórsigur á Logro- nes, 8:0 í spænsku 1. deildinni. Þeir félagar skoruðu tvö mörk hver í leiknum. Leikmenn Logrones átti aldrei möguleika á Nou Camp og undir lokin léku þeir með aðeins níu leikmenn, þar sem tveimur var vísað af leikvelli. Barcelona er á toppnum á Spáni, tevimru sigum á undan Real Madrid. Eitt af mörkum Barcelona var sjálfsmark og þá skoraði Juan Pizzi. Barcelona hefur ekki unnið með svo miklum mun síðan 1968. Sigurinn gat hæglega orðið stærri, en frábær markvarsla Andoni Kios frábær gegn Bayem Snilldartaktar hjá markverði Dortmund, Stefan Klos, ein- um minnsta markverðinum (1,82 m) í þýsku 1. deildarkeppninni, kom í veg fyrir að leikmenn Bay- ern Múnchen skoruðu á Ólympíu- leikvanginum í Múnchen, þar sem liðin gerðu stórmeistarajafntefli 0:0. Klos varði hvað eftir annað glæsilega. Bæjarar réðu gangi leiksins, en náðu ekki að koma knettinum framhjá Klos - þar var Júrgen Klinsmann fremstur í flokki, fékk mörg góð tækifæri sem hann nýtti ekki. „Við ætluðum okkur að sigur, sem hefði verið gott vegarnesti í meistarabarátt- unni,“ sagði Klinsmann. „Klos hefur verið að leika mjög vel að undanförnu, sýnt mark- vörslu á heimsmælikvarða. Ég vona að hann fái tækifæri með landsliðinu,“ sagði Andy Möller, félagi Klos, sem átti góðan leik og hefur náð sér fullkomlega eftir meiðslum á fæti. „Við getum ekki annað en verið ánægðir með úrslit- in hér.“ Karlsruhe varð að sætta sig við tap fyrir Werder Bremen á heima- velli, 1:3. Thomas Hássler skoraði fyrst fyrir heimamenn, en Bruno Labbadia og Austurríkismennirnir Heimo Pfeifenberger og Andreas Herzog svöruðu fyrir Bremen. „Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fóru mín- ir menn á kostum,“ sagði Hans- Júrgen Doerner, þjálfari Bremen. Hollenski þjálfarinn Huub Ste- vens fagnaði sínum fyrsta sigri með Schalke, síðan hann tók við liðinu fyrir mánuði - fórnarlömbin voru leikmenn Hamburger og úr- slitin 2:0. „Þó að við hefðum leikið allan daginn, er ég viss um að við hefðum ekki náð að skora,“ sagði Felix Magath hjá Hamburger. Borussia Mönchengladbach vann Hansa Rostock, 2:0. Thomas Kasternmaeier skoraði fyrra mark- ið eftir mikinn einleik á 57. mín. og síðan bætti Marco Villa marki með skalla við. Bernd Krauss, þjálfari Mönchengladbach, sem hefur verið undir pressu eftir tapið í Evrópukeppninni gegn Mónakó, 2:4, var mjög ánægður með fram- göngu hins 18 ára Villa. „Þó svo að hann hafi ekki skorað, lék Villa mjög vel. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna,“ sagði Krauss. Cedrun kom í veg fyrir það. Króat- inn Davor Suker skoraði þijú mörk þegar Real Madrid vann stórsigur á Real Sociedad, 6:1. Júgóslavinn Predrag Mijatovic skoraði tvö mörk, hann lagði upp eitt mark fyrir Suker og fiskaði vítaspyrnu, sem Suker skoraði úr. Deportivo La Coruna vann Espanyol, 2:0. Brasilíumaðurinn Rivaldo skoraði fyrra markið og Frakkinn Mikael Madar bætti marki við. Leikmenn Zaragoza, sem hafa ekki náð að fagna sigri þegar sjö umferðir eru búnar, máttu þola tap fyrir nýliðinum hjá Extremadura, 1:2. Victor Fernandez, þjálari Zaragoza, er orðinn valtur í sessi. Stórskotahríð KÖRFUKIMATTLEIKUR Atta úrvalsdeildarlið áfram ÁTTA úrvalsdeildarlið eru kom- in áfram í Lengjubikarkeppn- inni í körfuknattleik og átta liða úrslitin verða ieikin 7. til 10. nóvember. Grindvíkingar mæta þá Tindastóli, Haukar og KR mætast, Njarðvíkingar og Skallagrímsmenn og Keflvík- ingar og iR-ingar. FVrst er leik- ið á heimavelli liðsins sem nefnt er á undan en samanlögð úrslit í tveimur leikjum ræður því hvort kemst áfram. Undanúr- slitaleikir keppninnar verða síð- an í LaugardalshÖllinni fimmtu- daginn 21. nóvember og úrslita- leikurinn á sama stað laugar- daginn 23. nóvember. Morgunblaðið/Golli JONATAN Bow, leikmaður KR, skorar gegn Akurneslngum. Hann fékk fimmtu villuna nokkrum mínútum fyrlr leikslok en félagar hans héldu uppi merkinu og komust áfram í keppninnl. Oruggt hjá Borg- nesingum KR-ingar höfðuþað KR-ingar unnu Akurnesinga í síðari leik liðanna i Lengju- bikarkeppninni í körfuknattleik á laugardaginn, 82:79 og þar sem ■■■■■ fyrri leik liðanna Skúli Unnar lyktaði með jafntefli Sveinsson komast KR-ingar skrifar áfram. Leikurinn var jafn og spenn- andi svo til allan tímann, rétt í upphafi síðari hálfleik virtist sem KR ætlaði að stinga af en Skga- menn náðu að bita frá sér og kom- ast yfir. Lokamínúturnar voru spennandi. Skaginn hafði þriggja stiga for- ystu, 69:72, er fimm mínútur voru eftir, en KR jafnaði og Bow fékk sína fimmtu villu. Er rúmar tvær mínútur voru eftir hafði ÍA enn forystu, 74:76 en þá setti Ingvar þriggja stiga skot niður, náði siðan boltanum af Bayless og kom KR í 79:76. Sigurður Elvar lék sem leik- stjórnandi síðustu mínúturnar hjá ÍA og honum voru mislagðar hend- ur, sendi boltann útaf og Ingvar þakkaði fyrir með tveimur stigum og þar með var björninn unninn. Öruggt hjá ÍR Leikmenn ÍR tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikar- keppninnar með öruggum sigri, H2-87, á Þór frá Arnaldur Akureyri í Selja- Loftsson skóla á sunnudag- skrifar inn. ÍR-ingar sigr- uðu í fyrri leiknum á Akureyri með 6 stiga mun svo ljóst var að róðurinn yrði Þórsurum þungur. ÍR-ingar byijuðu leikinn af mikl- um krafti og voru komnir með 10 stiga forskot eftir sex mín. leik. Mest náðu þeir 17 stiga forskoti í hálfleiknum, 38:21, og spiluðu þá mjög vel. Boltinn gekk hratt manna á milli í sókninni, varnarleikurinn var grimmur og hraðaupphlaupin vel útfærð. Þórsarar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö stig, 45:43, þegar ein mín. var eftir af hálfleiknum. Þá tók Tito Baker til sinna ráða og skoraði tíu stig með frábærum leikkafla en alls skoraði hann 20 stig í fyrri hálfleik. ÍR-ingar geta þakkað hon- um að þeir höfðu 12 stiga forskot í hálfleik, 55:43. Segja má að vonir Þórsara hafi endanlega slökknað þegar Fred Williams, þjálfari og besti leikmað- ur Þórs, fékk sína fimmtu villu á 4. mín. seinni hálfleiks en þá hafði hann skorað 21 stig og verið lan- gatkvæðamestur sinna manna. ÍR- ingar juku forskotið jafnt og þétt og þurftu engan stjörnuleik til að vinna 25 stiga sigur. Tito Baker var yfirburðarmaður á vellinum, hitti úr 14 af 19 skotum og skoraði alls 36 stig í öllum regn- bogans litum. Herbert hitti illa fyr- ir utan teig en skoraði samt 19 stig og átti 11 stoðsendingar. Eirík- ur Onundarson var Þórsurum einn- ig erfíður; stal boltanum sjö sinnum og skoraði 17 stig. Þórsarar áttu aldrei möguleika eftir að Fred Williams fór útaf. Þeir voru miklir klaufar í sókninni og töpuðu boltanum hvorki meira né minna en 31 sinni. Auk Williams var Hafsteinn Lúðvíksson atkvæða- mestur með 18 stig og 14 fráköst. Liðsmenn Skallagríms unnu ísfirð- inga örugglega 93:75 í síðari leik liðanna í Lengjubikarkeppninni en leikið var í Borg- Theodór arnesi. ísfirðingar Þórðarson sigruðu 72:69 í fyrri skrifarfrá leiknum en á sunnu- Borgarnesi daginn tryggðu Borgnesingar sér sæti í 8-liða úrslit- unum. Þjálfari Skallagríms, Terry Robert Upshaw, var mjög ánægður með leik sinna manna, sérstaklega í síðari hálfleik. „Ég ræddi við mína menn í leikhléi og lagði mikla áherslu á að ná upp hraðanum og það gekk eftir,“ sagði hann. Guðni Guðnason, þjálfari KFÍ, sagði að Borgnesingar hefðu komið sterkir til leiks eftir hlé. „Vömin hjá þeim var feikna sterk og við réðum ekki við hana,“ sagði Guðni. Gestirnir voru öruggari með sig í fyrri hálfleiknum, sem var annars jafn, og höfðu 43:40 yfír í leikhléi. Það var eins og nýtt lið kæmi inná hjá heimamönnum eftir hlé. Vörninni var lokað og hraðinn aukinn í sókn- inni. Tómas Holton fór þar fremstur í flokki og átti stórgóðan leik. Segja má að allt, sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik hjá Skallagrími, hafi gegnið upp hjá eftir hlé. KFÍ átti ekkert svar við eldmóði heimamanna og náðu ekki að komast inn í ieikinn á ný. Skallagrímur koms yfir og jók forskot sitt jafnt og þétt. Tómas Holton, Bragi Magnússon, Curtis Raymond og Wayne Mulgrave voru bestu menn Skallagríms en hjá KFÍ var Guðni þjálfari mjög góður og einnig léku Andrew Valcjo og Friðrik Stefánsson vel. Áhorfendur voru 358 og aþr af um 50 gallharðir stuðningsmenn KFÍ sem létu sig ekki muna um að koma með rútu alla leið frá ísafírði til að styðja sína menn. ■ I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.