Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 C ÞRIÐJURDAGUR 22. OKTÓBER 1996
ÍÞRÓTTIR
Stærstu sigrar íslenskra liða
í Evrópukeppni í handknattleik
Stjarnan
gegn
Birkenhead
Englandi, 1986
Stjarnan
gegn
Yago
írlandi, 1987
Stjarnan
gegn
Yago
irlandi, 1987
gegn
Liverpool
Englandi, 1987
gegn
Maccabi
ísrael, 1983
Valur
gegn
Brentwood
Englandi, 1979
Haukar
gegn
Martve
Georgíu, 1996
■ SIGFÚS Thorarenson, kylfing-
ur úr Nesklúbbi gerði sér lítið fyrir
í síðustu viku og fór holu í höggi.
Þetta gerðist í golfferð með Úrvali-
Útsýn í Portúgal, nánar til tekið á
sjöundu braut á Villemora II vellin-
um. Sigfús mun hafa notað trékylfu
númer fimm í draumahöggið.
■ ERNIE EIs, kylfíngurinn snjalli
frá Suður-Afriku náði frábærum
árangri á föstudaginn í heimsmeist-
arakeppninni í holukeppni. Hann lék
þá við Steve Stricker og var sex
holum undir eftir 18 holur, en tókst
að sigra á síðustu holunni, þeirri 36.
Enginn hefur leikið slíkt eftir síðan
árið 1982 er Sandy Lyle gerði þetta
og vann Nick Faldo. Það besta sem
menn hafa gert við svona aðstæður
í holukeppninni var árið 1965, í ann-
að sinn sem mótið var haldið. Þá
vann landi Els, Gary Player banda-
ríska kylfínginn Tony Lema á 37.
holunni eftir að hafa verið sjö undir
eftir nítján holur.
■ DOMINIQUE Wilkins, gerði á
dögunum samning við Spurs í NBA-
deildinni, en getur þó ekki byijað að
leika með liðinu alveg strax. Astæðan
er að Panathinaikos í Grikklandi
telur hann enn samningsbundinn fé-
laginu og ekki fæstu úr ágreiningi
þessum skorið fyrr en eftir rúma viku.
FOLK
■ SPÆNSKI hjólreiðamaðurinn
Jose Antonio Espinosa lést á
sunnudaginn af meiðslum sem hann
hlaut á laugardag þegar hann hjól-
aði á starfsmann í hjólreiðakeppni á
Spáni. Espinosa, sem var 26 ára
gamall, var að æfa þegar slysið varð
og var hann á um 50 kílómetra hraða
er hann lenti á 56 ára gömlum starfs-
manni mótsins. Viðkomandi er alvar-
lega slasaður.
■ NÍGERÍSKI knattspymumað-
urinn Daniel Amokachi slapp
ómeiddur fyrir helgina þegar hann
ók á tré. Bæði framdekkin sprungu
með þeim afleiðingum að Amokac-
hi, sem leikur með Besiktas í Tyrk-
landi missti stjórn á bíl sínum.
■ THOMAS Svenson, landsliðs-
markvörður Svía í handknattleik
hefur ákveðið að taka sér þriggja
ára hlé frá landsliðinu til þess að
einbeita sér að atvinnumennskunni,
en hann leikur á Spáni. Hann segist
þó tilbúinn að koma aftur í liðið eft-
ir þijú ár og vera með í undirbún-
ingnum fyrir næstu Ólympíuleika.
■ ÞÝSKA íþróttablaðið Kicker vel-
ur jafnan mann helgarinnar og nær
undantekningarlaust er það einhver
íþróttamaður. Nú brá hins vegar svo
við að, Aust, dómari í leik Freiburg
og St. Pauli var valinn maður helg-
arinnar. Hann rak leikmann Freiburg
útaf fyrir brot, en aðstoðardómari
hans var búinn að veifa á rangstæðu
og eftir að hafa rætt við hann kall-
aði dómarinn leikmanninn inná aftur
og dæmdi rangstæðu.
■ SVO gæti farið að í næstu viku
yrðu þrír þjálfarar hjá þýska liðinu
Liibeck. Félagið rak þjálfarann í síð-
ustu viku og réði Heins Höher í
hans stað. Hann fékk hjartaslag á
fyrstu æfingu en segist verða mætt-
ur til starfa á ný eftir rúma viku.
Forráðamenn félagsins hafa hins
vegar í hyggju að ráða nýjan þjálf-
ara, telja Höher ekki nógu hraustan
til að gegna starfinu. Fyrsti þjálfar-
inn neitar að fara og hefur mætt á
æfingar þó hann hafí verið rekinn
og því gætu þjálfararnir orðið þrír
áður en langt um líður.
SKEMMTUN
Iþróttirnar eru þess eðlis að
ekki geta allir fagnað sigri
en reynslan sýnir að íslenskt
íþróttafólk úr mismunandi fé-
lögum á mikla samleið og
skemmtir sér saman
í lok keppnistímabils
burtséð frá árangri.
Reynslan sýnir líka
að best hefur tekist
til þegar íþróttafólk-
ið hefur haft veg og
vanda af skemmtiatriðunum án
utanaðkomandi skemmtikrafta.
Fyrir helgi var hefðbundið
lokahóf knattspyrnumanna og
féll atriði aðkeyptra tvímenn-
inga i grýttan jarðveg. Einkum
var vegið að þjálfara IA og varð
það til þess að Skagamenn yf-
irgáfu salinn. Reyndar virðist
landlægt að reyna stöðugt að
finna eitthvað neikvætt við þá
sem skara framúr og i því sam-
bandi er vert að rifja upp um-
mæli þjálfara ÍA í samtali við
MorgunblaðW eftir að Skaga-
menn urðu íslandsmeistarar í
fimmta sinn á fimm árum.
„Þessar kjaftasögur og þetta
bull og blaður sem hefur tröllrið-
ið nánast öllu var sett á svið til
að reyna að bijóta okkur niður
innanfrá, þvi ekki gátu þeir það
á fótboltavellinum...Allur þessi
kjaftagangur gerði eitt að lokum
sem menn hafa ekki áttað sig
á. Gerði það sem þurfti - þjapp-
aði okkur enn meira saman. Við
vorum ákveðnir í að láta þetta
ekki verða til _þess að slá okkur
út af laginu. Ófund er því miður
of mikil í hugskotum margra.
Ég held að þeir ættu að vinna
vinnuna sína og einbeita sér að
sínum verkum og gagnrýna aðra
ekki of hart.“
Þetta með öfundina er kapít-
uli útaf fyrir sig en þegar til
lengdar lætur eru baktalið og
niðið sem bjúgverpill - kemur
upphafsmanni sjálfum í koll. Því
er íþróttafólki og þeim sem þvi
tengjast á einn eða annan hátt
alfarsælast að halda sig frá
slíkri iðju og einbeita sér frekar
æ meira að því sem málið snýst
um, umgjörð, æfíngum og
keppni, með það í huga að mað-
urinn er það sem hann gerir best.
Rógburður á ekkert sameig-
inlegt með skemmtiatriðum en
því miður virðist hætta á því að
fólk bjóði hættunni heim með því
að fá menn utan úr bæ til að
sjá um skemmtiatriði. Svonefndir
skemmtikraftar geta ekki gert
að því hvemig þeir eru eða hvem-
ig þeir em innrættir. Það sem
kann að þykja sniðugt í þröngra
manna hópi þarf ekki að eiga
upp á pallborðið hjá fjöldanum.
Og þegar á reynir virðist íþrótta-
fólk oft vera viðkvæmara en
aðrir hópar samfélagsins.
Félagsskapurinn er oft ef ekki
oftast nefndur þegar spurt er
hvers vegna viðkomandi er í
íþróttum. Menn æfa saman að
settu marki, keppa saman,
fagna sætum sigmm saman og
tapa saman. Og að tímabili
loknu skemmta þeir sér saman.
Uppskemhátíð er hjá hverju fé-
lagi burtséð frá árangri og al-
gengast er að félagsmenn sjái
sjálfir um skemmtiatriði. Á því
sviði leynist margur snillingur-
inn og þegar allt kemur til alls
em íþróttamennimir bestu
skemmtikraftamir. Ekki síst
knattspymumennirnir.
Steinþór
Guðbjartsson
Knattspyrnumennimir
eru sjálfir bestu
skemmtikraftarnir
Ætlar markakóngurinn RÍKHARÐUR DAÐASOIM úrKRað bæta metið að ári?
Forgjöfin
ekkiskráð
RIKHARÐUR Daðason hefur upplifað óvanalegt ár; snemma
sumars kom knattspyrnumaðurinn heim sem hagfræðingur
eftir nám í Bandaríkjunum, hóf að spila með KR-ingum eftir
að hafa ávallt leikið með Fram, varð markakóngur f 1. deild
í fyrsta sinn og í kjölfarið var honum boðið að æfa með belg-
íska félaginu RTSC Liege. Hann kom heim í gær eftir 10 daga
frumraun hjá erlendu félagi og á næstunni ræðst hvort hann
leikur erlendis í vetur eða undirbýr sig með KR-ingum fyrir
næsta keppnistímabil á Islandi.
Ríkharður er 24 ára, ólofaður
og bamlaus. Auk fyrr-
nefndra tímamóta var hann í byij-
■■■■■ unarliði íslenska
Eftir landsliðsins í síð-
Steinþór sumarsleikjunum
Guðbjartsson eftjr nokkuj-fa ára
hlé en hann sá
fyrst gullskóinn, sem hann fékk
fyrir að vera markakóngur, á
heimili sínu í gær.
„Ég kom inn í KR-liðið í 6.
umferð og með það í huga átti
ég ekki von á að verða marka-
kóngur. En mér gekk vel að skora
í fyrstu leikjunum og var fljótlega
í hópi markahæstu manna. Þá
áttaði ég mig á því að ég gæti
orðið markakóngur en það var
aldrei markmið í sjálfu sér.“
Hvaða þýðingu hefur þetta fyr-
ir þig?
„Markakóngar vekja óneitan-
lega meiri athygli en aðrir. I mínu
tilfelli á það ekki aðeins við um
íjölmiðla heldur hefur athyglin
náð út fyrir landstemana þó ég
hafi leikið betur en í sumar. Ég
hef heyrt af áhuga liða í Þýska-
landi og á Norðurlöndum en ekk-
ert þeirra hefur reyndar haft sam-
band við mig sjálfan. Þessi stutta
reynsla í Belgíu er ekki marktæk
en hún er svipuð og ég átti von
á. Hins vegar er rúm vika of stutt-
ur tími til að komast inn í málin,
að ég tali ekki um málið en ég
tala ekki orð í frönsku þó ég
hafí verið farinn að hlæja með
strákunum eftir tvo eða þrjá
daga.“
Hvað langar þig til að gera?
„Mig langar til að hafa atvinnu
af því að spila knattspyrnu og
Morgunblaðið/Ámí Sæberg
RÍKHARÐUR Daðason var markakóngur 1. deildar og gull-
skórlnn beið hans viö heimkomuna frá Beigíu í gærkvöldi.
eiga þannig möguleika á að bæta
mig í íþróttinni. Hitt er annað
mál hvort nú sé rétti tíminn.
Annað hnéð hefur aðeins verið
að angra mig og ég finn fyrir
meiri þreytu en í júlí og ágúst.
Ég kom ekki jafnvel undirbúinn
til keppni og samhetjar mínir í
KR og með þetta í huga getur
verið best fyrir mig að byggja
mig upp með þeim í vetur fyrir
næsta tímabil, að vinna vel í
skrokknum fyrir komandi átök.
Hins vegar er ekki víst að ég fái
annað tækifæri til atvinnu-
mennsku og þess vegna þarf ég
að athuga minn gang mjög vel.
Ég á eftir ár af samningi mínum
við KR og þarf að ráðfæra mig
við þjálfara minn, lækna og fleiri
um hvað best sé að gera í stöð-
unni.“
Kemst ekkert annað að en fót-
boltinn?
„Ég reyni að grípa í golf þegar
tækifæri gefst til sem er samt
alltof sjaldan því golfið hentar
ágætlega með fótboltanum. Ég
er ekki með skráða forgjöf því
ég er ekkert að spila enda tekur
fótboltinn allan tímann. Þar hef
ég áhuga á að gera betur og það
að vera valinn í landsliðið, að
spila fyrir land og þjóð, ýtir und-
ir að gera enn betur á þeim vett-
vangi. Þó mér hafi gengið vel að
skora í sumar hefði ég átt að
gera fleiri mörk og spila betur.
Stefnan er að reyna að bæta mig
og ekki sakar að gera fleiri mörk
en aðalatriðið er að liðið verði
einu sæti ofar.“