Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 25. OKT’ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF EDDA ARSÆLSDOTTIR starfsmaður Setbergsskóla Hafnarfírði Dúkkan mín Maðurinn í bílnum sagðist ætla að gefa mér dúkku EDDA Ársælsdóttir á enn mörg af gömlu leikföngunum sínum. Brúðan Þorgerður, kölluð Gerða, vekur þó upp sterkustu minningarnar, enda upphafið af kynnum Eddu við föður sinn. „Eg er ekki hjónabandsbarn og hafði aldrei séð föður minn. Vissi bara að hann héti Ársæll og byggi í Hafnarfirði eins og ég. Eg man að ég glápti mikið á ókunnuga karla á líklegum aldri og velti fyrir mér hvort þessi eða hinn gæti verið pabbi minn. Þessum vangaveltum lauk þegar ég var fimm ára og pabbi kynnti sig fyrir mér með óvæntum hætti. Ég var ein á gangi, nýbúin að fylgja myrkfælinni vinkonu minni heim til sín, þegar kallað er á mig með nafni. Ég sá ---------------- krinu en bílnum sem mér heyrðist kallað úr. í honum sátu nokkrir karlmenn og einn sagðist vera pabbi minn. Mér fannst þetta afskaplega merkilegt og enn merkilegra þegar hann sagð- ist ætla að gefa mér dúkku.“ Edda segist hafa hlaupið í loft- köstum heim til sín og tjáð heimilis- fólki sínu tíðindin. Hún man lítið hvernig því var tekið, en sjálf beið hún brúðunnar með mikilli eftir- væntingu. „Skömmu síðar bankaði pabbi upp á heima og færði mér forkunn- arfagra brúðu frá Þýskalandi. Mér fannst skjaldbökumerkið á bakinu á Edda henni afar mikils virði, því slíkt þótti Arsælsdóttir okkur stelpunum gæðamerki í þá daga. Brúðan var ákaflega fögur, með síðar gular fléttur og blágræn augu. Ég hafði mikið dálæti á henni, spásseraði með hana í dúkkukerrunni minni og fékk móðursystur mína til að sauma á hana föt.“ Fegurð Gerðu hefur svolítið fölnað í v^*** áranna rás. Blá- Wl(J , 7 grænu augun, lítið í myr- var forvitin gekk að Ekki merkileg, en ætli ég kaupi hana ekki samt AÁ UPPVAXTARÁRUM sínum var hann kall- aður Palli book. Viðurnefnið þótti vel við hæfí enda drengurinn mikill bókagrúskari. Ef honum áskotnuðust peningar keypti hann bækur og var, eins og nú rúmri hálfri öld síðar, tíður gestur í bókaverslunum og fombókaverslun- um borgarinnar. „Sú gamla vísnabók eftir Guðbrand biskup, sem gefín var út að Hólum í Hjaltadal árið .1748, er líklega sú bók sem einna lengst hefur fylgt mér. Allir í hverfínu mínu vissu hversu sólginn ég var í bækur og því rak slíkt góss stundum á fjörur mínar eftir tiltekt í geymslum og kjöllurum í nærliggjandi húsum. Þegar ég var sextán ára var ég ágætlega að mér um bækur, vissi hveijar voru verðmætar og hvetjar ekki. Ég man enn hvernig mér fannst hjartað í mér stöðvast um stund, þeg- ar einn jafnaldri minn bauð mér Þá gömlu vísna- bók til kaups. Sjálfur hafði hann ekkert vit á bókum og ég háði harða glímu við samviskuna áður en ég sagði eins kæruleysislega og ég gat: „Þetta er bara gömul guðsorðabók og ekkert sér- staklega merkileg, en ætli ég kaupi hana ekki samt.““ Páll skammaðist sín svolítið, en réttlætti athæf- HULDA BJORGVINSDOTTIR laganemi 'S Klukkan mín Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORGERÐUR með Ijósu flétturnar tvær. sem hún gat deplað, eru horfín en í stað þeirra komin önnur brún. Edda segist hafa verið orðin nokkuð stálpuð þegar Gerða skemmdist. „Gerða var vanrækt í mörg ár, en loks tók ég mig til og fór með hana í brúðuviðgerð. Þar fékk hún smáandlitslyftingu, sem þó tókst ekki betur til en svo að nú getur hún ekki deplað augunum.“ ARNI IBSEN leikritahöfundur Fólk fyfj^ihlutir Ef vel er að gáð eiga flestir fullorðnir einhvem hlut frá æskuárunum - fylgíhlut. Þótt hluturinn sé ef til vill ómerkilegur í augum annarra kann eigandan- um að finnast hann hinn mesti dúrgripur. Valgerð- ur Þ. Jónsdóttir forvitnaðist um minningamar að baki nokkurra slíkra hluta. Tifar svo fallega og vekur á einkar viðfeldinn hátt Ljósmynd/Ámi Böðvarsson SÆLL og glaður í stólnum sínum Stóllinn minn Einstaklega hentugur þegar ég fór í fýlu Morgunblaðið/Kristinn PALL Sigurðsson gluggar í „þá gömlu“. Íð með því að strákur hefði áreiðanlega selt ein- hveijum öðrum bókina og trúlega ekki fengið réttmætt verð. „Þarna fannst mér brýna nauðsyn bera til að vera svolítið óheiðarlegur ella hefði ég misst af bókinni. Ég hef engum sagt frá þessu fyrr og vona að uppljóstrunin eigi ekki eftir að sverta mannorð mitt svona á gamals aldri.“ Sökum plássleysis hefur Páll þurft að selja sumar bækur sínar. Hann á þó enn ógrynni bóka og aldrei hefur hvarflað að honum að láta Þá gömlu vísnabók frá sér. „Mér þykir vænt um all- ar bækur og sérstaklega um þá gömlu. Hún er orðin nokkuð lúin og snjáð en mér er svo annt um hana að ég þori ekki að láta hana í viðgerð.“ Núna er Páll í hlutastarfi sem bókavörður í bókasafni Rannsóknarstofu HÍ í Landspítalanum. Eftir vinnu röltir hann um miðbæinn, kíkir við hjá fornbókasölunum, rabbar við þá um bækur, skoðar úrvalið og freistast við og við til að kaupa sér eina og eina „. . . en ég reyni aldrei að beita brögðum eins og þegar ég eignaðist þá görnlu," ÞEGAR Ámi Ibsen var tólf ára passaði hann ekki lengur í gamla körfustólinn, sem hafði fylgt honum fjögurra ára frá Stykk- ishólmi til Akraness og ailar götur síðan. Stóllinn hefur komið víða við en þó segist Ámi hafa treyst móður sinni til að passa hann þegar hann bjó í útlöndum á fullorðinsárum. „Ég man að ég dröslaðist með stólinn úr einu herbergi í annað og fannst ekkert annað sæti nógu gott fyrir mig. Mér þótti einstaklega hentugt að setjast í hann þegar ég fór í fýlu. Þá sneri ég baki í heimilis- fólkið og fannst að öllum hlyti að verða ljóst að ég væri beittur hróp- legu óréttiæti, en gæti engu að síður lýst vanþóknun minni yfir á ábúð- armikinn og virðulegan hátt.“ Árni segir að amma sín og afi hafí gefið sér stólinn og hann sé smækkuð út- gáfa af stól sem þau áttu. „Ég hlýt að hafa verið mjög ungur því áklæðið bar þess fljótlega merki að ég hafí ekki ómakað mig upp úr stóln- um þegar mér varð brátt.“ Nýja áklæðið breytti ásýnd stólsins nokkuð, en Árni kippti sér ekki upp við slíka smámuni. Smávægilegar útlitsbreytingar breyttu engu um væntumþykjuna, enda var Árni, þótt ungur væri, búinn að ganga í gegnum miklar raunir með dúkkuna sína og þáverandi rekkjunaut. „Vesal- ingurinn þurfti að fá nýtt höfuð og nýjar hend- ur, en ég hafði hana samt upp í hjá mér þar til HULDA Björgvinsdóttir flutti að heiman fyrir ári og tók fátt eitt með sér af gömlu dóti. Hún segist hafa verið dugleg að henda og meira að segja dúkkan og bangsinn, sem til skamms tíma voru rekkjunautar hennar, fóru í glatkistuna. „Gamla vekjaraklukkan mín, sem hefur fylgt mér gegnum súrt og sætt, trónir þó alltaf á náttborðinu mínu. Mamma keypti klukkuna í pínulítilli klukkubúð í Vichy í Frakk- landi. Hún sagði mér að eigandi búðarinnar hafi verið afar upprifinn þegar hann frétti að níu ára stelpa á Islandi ætti að fá klukkuna og hann hefði pakkað henni inn af ein- stakri kostgæfni. Þótt ég hafi feng- ið fullt af fötum og alls konar dót þegar mamma og pabbi komu heim fannst mér mest til um klukkuna. Hún er svo glaðleg og skemmtileg á að líta, tifar svo fallega og á morgnana vekur hún mig á einkar viðfeldinn hátt.“ Hulda gerði rafmagnsklukku, sem kærastinn kom með í búið, brottræka úr svefnherberginu. Hún segir að hann hafi maldað í móinn, en Hulda Björgvinsdóttir ekki komist upp með neitt múður. „Klukkan mín fór með mér í sveit- ina þegar ég var lítil, ég hef tekið hana með mér hvert sem ég hef farið og ég ætla ekki að láta hana víkja fyrir forljótri rafmagns- klukku." Hulda segir að klukkan hafi aldr- ei brugðist sér. Nú orðið skeiki henni þó stundum um tíu mínútur eða svo. Slíkt finnst Huldu ekki alvarlegur galli, enda kann hún lagið á klukkunni sinni. „Hún hefur gert sitt gagn og gerir enn. Ég gleymi mér ennþá við að horfa á hana; parísarhjólið, sem snýst í hringi og myndina af skemmtigarð- inum í baksýn. Þótt ég hafi ein- staka sinnum verið úrill á morgn- ana hef ég aldrei látið það bitna á klukkunni. Því komst ég nýverið í mikla geðshræringu þegar ég fann hana á gólfinu og parísarhjólið dottið af. Áður en ég næði að hugsa illt til kærastans eða kattarins komst ég sem betur fer að því að klukkan tifaði áfram eins og ekk- ert hefði í skorist og lítið mál var að festa parísarhjólið á hana.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg . . svo glaðleg og skemmtileg á að líta.“ Bókin er orðin nokkuð lúin og snjáð en mér er svo annt um hana að ég þorí ekki að láta hana í viðgerð Smávægilegar útlitsbreytingar á stólnum breyttu engu um væntumþykjuna Ég hafði mikið dálæti á henni, spásseraði með hana í dúkkukerrunni minni og fékk móðursystur mína til að sauma á hana föt. Eg á bæði góðar og slæmar minningar um píanóið. Gamla vekjaraklukkan mín, sem hefur fylgt mér gegnum súrt og sætt, trónir þó alltaf á nátt- borðinu mínu. # Morgunblaðið/Golli ARNI Ibsen í stóra stólnum úr búi afa og Ömmu og smækkuðu útgáfunni. ég var fimm til sex ára. Þótt skömm sé frá að segja veit ég ekkert hvað varð um hana eftir það.“ Körfustóllinn hefur hins vegar hímt fótbrotinn í bflskúmum í tuttugu ár eftir að fullorðin mann- eskja vanmat þyngd sína og stærð og tyllti sér í hann. „Mér verður oft hugsað til stólsins og er alltaf á leiðinni að gera við hann. Ég skammast mín svolítið fyrir vanræksluna, því þetta er hinn mesti kjörgripur." Aðspurður sagði Ámi að sér hefði aldrei dottið í hug að gefa einhveiju af bömunum sínum stól- inn góða. „Ég leyfði þeim þó að setjast í hann stöku sinnum þegar þau voru lítil . . .“ ÞORUNN VALDIMARSDOTTIR rithöfundur og sagnfræóingur Píanóið mitt . ... Langamma sagði að þar byggi stór svört könguló AÆSKUHEIMILI Þórunnar Valdimarsdóttur var píanóið altari heimilisins. Ef gesti bar að garði var jafnan tekið lagið við undir- leik móður hennar og Þórunni er einkar minnis- stætt hve vestfirsku frænkurnar sungu hátt og snjallt. „Afi keypti píanóið handa mömmu þegar hún flutti að heiman og síðan gaf mamma mér það þegar ég fór úr foreldrahúsum. Utan nokkurra bóka er píanóið eini gripurinn sem ég hafði með mér þaðan og fylgir mér enn. Ég á bæði góðar og slæmar minningar um píanóið. Þótt mér væri harðbannað að opna það að neðan og spila á hörpuna lét ég ekki segjast fyrr en lang- amma, sem greinilega vissi lítið um síðari tíma uppeldisaðferðir, tók til sinna ráða. Hún sagði að í píanóinu byggi stór, svört könguló og í hvert skipti sem ég óhlýðnaðist stækkaði hún. Ég var vitaskuld dauðhrædd við ófreskjuna og þorði ekki annað en hlýða, enda sá ég fyrir mér kónguló á stærð við sjálfa mig ef ekki stærri. Orð langömmu sátu lengi í mér, ég held ég hafi verið um ellefu ára þegar ég hætti að trúa henni.“ Píanóið er enn í miklu uppáhaldi hjá Þórunni þótt ekki gegni það jafnveigamiklu hlutverki í heimilislífinu og á æskuheimiii hennar. „Ætli sjónvarpið, myndbandið, tölvurnar og alnetið séu ekki altarið á mínum bæ,“ segir hún með trega í röddinni. Þótt Þórunn tryði sögunni um köngulóna ógeðslegu, hóf hún sjö ára, eins og systkini hennar, nám í píanóleik. Til að kenna þeim var , Morgunblaðið/Kristinn ÞORUNN Valdimarsdóttir þæg og prúð við píanóið. fenginn einkakennari. „Ég var slökust, spilaði bara eftir eyranu en hafði gaman af. Ég móðgað- ist óskaplega þegar kennarinn spurði hvort ég kynni að lesa bækur og enn meira þegar hann sagði að ég væri lélegasti nemandi, sem hann hefði nokkurn tíma haft. Ég jafnaði mig um síðir þegar ég frétti að hann hafði sagt það sama við fleiri nemendur." Píanónámi Þórunnar lauk þegar hún var þrett- án ára. Hún segist spila afar lítið í seinni tíð en þó komi það fyrir. „Þá ímynda ég mér að ég sé. fín hefðarkona . . . Sonur minn, ijórtán ára, spiiar töluvert, og píanóið mun örugglega fylgja honum þegar hann flytur að heiman." B-SUPER Öflugra B-Vítamín B-Súper inniheldur 11 náttúruleg B-vítamín í hámarksstyrkleika. Þau eru mikilvæg fyrir efnaskipti líkamans, heilbrigða starfsemi margra líffæra, tauganna og húðarinnar. Einnig nauðsynleg fyrir heilbrigðan hárvöxt og til blóðmyndunar. B-Súper er sterk blanda ailra B-vítamína Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh< lEilsuhúsið Kringluntii & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.