Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 B 7 DAGLEGT LÍF HALLDÓR Áskell með snák. BANEITRUÐ Kóbra. TARANTELLA könguló. ingarinnar að nýta sér það. Jörundur Guðmundsson sam- starfsmaður Finnanna segir að ár sé liðið frá því að undirbúningur sýningarinnar hófst og hafi bæði yfirdýralæknir í Finnlandi og á Is- landi gengið úr skugga um að allt væri með felldu og veitt leyfi. Antti Niinisalo sýningarstjóri seg- ir dýrin ekki veidd heldur keypt af búgörðum og vera afkvæmi annarra dýra sem eigi búrin sem heimili. Auk lifandi dýra á sýningunni er stórt safn frumskógarfiðrilda, skordýra og flugna sem upprunnin eru í Austurlöndum ijær. ■ GH irtækið er lít- ið, en meðal viðskiptavina eru heims- þekktir leikarar og fyrirsætur. Fanny segir að það SYNISHORN af húðsnyrtivör um frá Chicet. m olíu þess. SELJENDUR Chicet bera saman bækur sínar um vöruna. ; - „Chic- et segist hundleið á að sjá viðskipta- vini tælda til þess að kaupa dýrar snyrtivörur í fallegum umbúðum sem innihaldi fátt gagnlegt fyrir húð og hár og oft á tíðum sé hreinlega um villandi upplýsingar að ræða. Eina leiðin sé að lesa innihald- slýsingu vörunnar, ekki freist- andi upphrópanir í auglýsing- um eða fram á umbúðunum. Allt of margir láti slíkar inni- haldslýsingar fram hjá sér fara,“ segir Fanný. Chichet Natural European Skin Care Products var form- lega sett á laggirnar 1981 og áætlaðar heildartekjur fyrir- tækisins á þessu ári eru fimm hundruð þúsund dollarar eða rúmar 33 milljónir króna. Fyr- ANDLITSMASKI borinn á með óvenjulegum hætti. Að sögn Fannýjar Jðnmundsdóttur, er maskinn harður og því þarf að hita hann áður en hann er borinn á andlit, annað hvort í vatnsbaði eða með því að setja glasið í örbylgjuofn. henti ekki að selja vöruna í gegnum snyrtistofur. „Chicet getur ekki keppt á þeim markaði vegna þess að varan er dýr í framleiðslu. Þess í stað er varan seld beint til viðskipta- vina í gegnum póst og það hefur gefist mjög vel. Viðskiptavinir geta síðan fengið ráðgjöf í gegn- um síma. Þá er varan lítið aug- lýst í fjölmiðl- um, hún er látin kynna sig sjálf.“ Eftirspurn Húðsnyrti- vörur frá Chicet fást í Hagkaupi í Kringlunni og í Arerobic Sport í Skeifunni. Að sögn Fannýjar er um að ræða fullkomna förð- unar- og hreinsunarlínu. Þá segir Fanný að stutt sé í að hársnyrtivöru- lína Chicet fáist á íslandi. „Þetta er ekki stórt fyrirtæki og það er rétt að þau anni eft- irspurn. Þess vegna hefur tekið töluvert langan tíma að fá vöruna hing- að til lands, en nú er þetta allt að koma.“ ■ Með augum landans V elmegun og vísindi María Elínborg Ingvadóttir býr í Moskvu þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Utflutningsráðs Islands. A HAUSTIÐ er yndis- ' legur tími, haustsólin . lágt á lofti og gulari, jafnvel rauðari á lit- >inn, eins og hún vilji undirstrika að hún er hluti af samspilandi listaverki náttúrunn- I j ar. Haustlaufin í allri sinni litadýrð, sum t T i þeirra þegar orðin þreytt eftir sumarið og láta sig falla til Y § \ jarðar, þeirra tími er ÍS l kominn, þau verða hluti af gróðurkeðj- Ounni og fæða fallegra blóma og tijáa næsta árs. Haustinu fylgir svo undarleg kyrrð, húsin fá á sig rólynd- isblæ og það er næst- um eins og þau vaggi sér ljúflega í takt við söng fuglanna sem hoppa á milli fallinna laufa og trítla léttfættir um döggvotar grasflatir. Moskva er falleg á haustin, mannlífíð tekur á sig svip náttúrunnar, það hef- ur kólnað í lofti, treflarnir komn- ir á sinn stað, jafnvel æðandi umferðin fer sér aðeins hægar. Hrifnir af íslandi Ég er á leiðinni heim til ís- lands með nokkra áhugasama félaga um umhverfísvæna orku- framleiðslu okkar íslendinga. Úr þessu fallega haustveðri í rigninguna og rokið heima og ég búin að segja þeim allt um íslenska náttúrufegurð, tign fjalla og tærleika loftsins. Eg reyndi að undirbúa þá, veðrið nokkuð breytilegt, öruggara að hafa með sér góðar úlpur og almennilega gönguskó og auð- vitað húfu og trefíl. Kvíði minn var ástæðulaus, veðrið lék við okkur alla vikuna, svolítið kalt til að undirstrika ferskleika loftsins, en sól og aðeins smá- andvari hér og þar. í þeirra aug- um er ísland Paradís, Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Bláa lónið ævintýri líkast og fallvötnin og heita vatnið ótrúlegt. Við heimsóttum helstu orku- stofnanirnar, þar var ekki ein- göngu um að ræða glæsileg og falleg húsakynni, en hugvitið, þekkingin og fagleg leit að úr- lausnum hreif rússnesku vini mína gjörsamlega upp úr skón- um. í upphafi ferðar fræddi ég þá svolítið um land og þjóð, hverjir væru aðalatvinnuvegir og helstu útflutningsvörur. Eftir heimsóknir til orkufyrirtækj- anna, verkfræðideild Háskólans og upp í Gufunes, þar sem við litum augum nýju vetnisvélina, vildu þeir fá að leiðrétta mig, hvað varðaði mikilvægustu út- flutningsafurð okkar íslendinga, „það er ekki fiskurinn, auðvitað er það þekkingin, hugvitið, þið eigið stórkostlega vísindamenn og sérfræðingasveit." Umræður hófust um mennta- kerfið okkar, það hlyti að vera gott, hvort ekki væri góður skilningur á mikilvægi rann- sókna og tilrauna, vel búið að vísindamönnum sem gæfu af sér svo stórkostlegar niðurstöður og afurðir. Næst snerist umræðan um heilbrigðiskerfíð, ég sagði þeim frá almennri heilbrigðis- þjónustu og eftirliti, sérfræðing- um á heimsmælikvarða, sjúkra- stofnunum með nýjustu rann- sóknartækjum, benti þeim á fal- legar byggingar, þar sem fólk á efri árum hefur komið sér fyrir { glæsilegum íbúðum, en ég sleppti öllu sem við kom niður- skurði og lokuðum deildum. Lögregluþjónar óþarfir í Paradís Þeir sáu engan lögregluþjón og engan lögreglubíl, héldu að slíkt væri óþarfi S þessari Para- dís, en þegar við ókum niður Laugaveginn, kom ég auga á lögregluþjón á rölti og benti þeim á, þeir hrópuðu upp yfir sig, að þarna væri íslenski lög- regluþjónninn, sá eini sanni. Eg kom aðeins inn á ýmis vandamál sem gerðu lögreglu og eftirlit mjög svo nauðsynlegt, en þeir lögðu ekki eyru við slíku, töldu ótrúlegt að nokkur vandamál þrifust í þessu tæra lofti. Þegar við ókum Reykjanes- brautina á leið okkar að Svarts- engi, blasti ein brotajárnshrúg- an við, við Stálverksmiðjuna, ég benti þeim á bláma hafsins á hægri hönd og fallega liti mosavaxins hraunsins, hélt at- hygli þeirra fanginni þar til ósköpin voru að baki. Bláa lónið er lítill ævintýraheimur, sem fær ímyndunaraflið á flug og að sitja við glugga veitinga- hússins þar eftir góða kvöld- máltíð og sjá sólina setjast, lit- brigðin dansa um hraunið og gufustrókana, ógnandi og dularfulla, lætur tímann stöðv- ast, rétt eins og augnablikið ætli að vara að eilífu, slíkar stundir geymast vel í minning- askjóðunni. Niðurstaða þessara ágætu gesta, eftir þeirra fyrstu heim- sókn til íslands og vonandi ekki þeirrar síðustu, var reyndar sú, að í þessu stórbrotna, fallega landi, byggi dugmikil þjóð sem hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir, að undirstaða velmegunar er heilbrigt fólkt, vel menntað, rannsóknir og tilraunir og upp- skeran er framleiðsla með hátt gæðastig, framfarir, umhverfís- væn orka og mikil virðing fyrir náttúrunni og auðlindunum. Vonandi hefur Moskva tekið vel á móti þeim, vonandi hefur þetta litla tækifæri til að skyggnast um í undraheimi okk- ar Islendinga, fært þeim nýjar hugmyndir, sem allar stefna á eitt, hvar sem er í heiminum, að byggja upp fallegra og betra mannlíf, með virðingu fyrir land- inu og auðlyndum þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.