Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 25. OKT’ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ISLENSKA lopapeysan var vel kynnt á tískusýningunni. Morgunblaðið/Halldór KEPPENDUR í fötum eftir Sigríði Sunnevu. Karlar keppa um fyrirsætustörf Fyrirsætukeppnin „Herra Model Look ’96“ var haldin fyrir viku á vegum skóla John Casablancas á íslandi og skipuðu fulltrúar þriggja erlendra umboðsskrifstofa dómnefndina. Arna Schram fylgdist með keppninni, ræddi við keppendur og dómnefndarmeðlimi. ANDRÚMSLOFTIÐ var þrungið spennu, þáttagerðarmenn frá sjón- varpsstöðinni BBC stilltu upptöku- vélina og þrjátíu og tveir keppend- ur komu sér fyrir undir sviðinu. En einhverra hluta vegna varð töf á því að sýningin hæfist. Jú, Kol- brún Aðalsteinsdóttir, hjá skóla John Casablancas á Islandi, kom á sviðið og sagði að beðið væri eftir dómnefndarmönnunum þremur, þeim John Spaulding, Jaques Donel og Nathalie Bemie. Þau eru fulltrúar umboðsskrifstof- anna Boss í Lundúnum, Success í París og Next í New York og voru hingað komin til að velja karlfyrir- sætur úr fríðum hópi keppenda. Hvert sem litið var í Tunglinu þetta kvöld mátti sjá óþreyjufullar glanspíur- og gæja. Stutt hvít pils, þykkbotna skór, gylltir varalitir og gerviaugnahár. Inn á milli gaf að líta eldra fólk sem stakk svolítið í stúf við umhverfíð. Við nánari at- hugun kom í ljós að þar voru á ferðinni foreldrar keppendanna og svei mér þá ef ein amman hafði ekki látið sig hafa það að mæta á svæðið. „Jú, auðvitað erum við spennt,“ sagði ein mamman og ekki laust við að örlítils stolts gætti í röddinni. Dómnefndin sá sér loks fært að mæta á sinn stað og ekk- ert því lengur til fyrirstöðu að sýn- ingin hæfíst. „Þau eru víst þegar búin að velja þijá pilta úr hópn- um,“ heyrðist einhver segja, en fyrr um daginn höfðu dómnefndar- meðlimir rætt við piltana og skoðað þá betur. Ekki gafst tími til að ræða fyrrnefnda fullyrðingu nánar, Kolla birtist á sviðinu og sýningin var um það bil að hefjast. Persónuleikinn skiptir líka máli Ljóskösturum var beint að svið- inu og drungalegir tónar fylltu salarkynnin. Keppendur stigu fram íklæddir yfírhöfnum eftir íslenska fatahönnuðinn Sigríði Sunnevu. Kynning á lopapeysum, gallabux- um og öðrum fatnaði fylgdi í kjöl- farið. Sýningin leið áfram; skemmtileg blanda af tískusýningu og leikrænni tjáningu. Eftir sýninguna báru dóm- nefndarmenn saman stigin sín, en létu í veðri vaka að endanleg ákvörðun um það hveijir hlytu samning yrði ekki tekin fyrr en eftir nokkra daga. Aðspurð hvað hefði áhrif á val þeirra sögðu þau að fyrstu kynni skiptu miklu máli. „Það að viðkomandi sé heillandi við fyrstu sýn, hefur mikið að segja. Einnig er mikilvægt að við- komandi myndist vel, hafi góðan persónuleika og hafí andlit sem auðvelt er að breyta með förðun, til dæmis frá töffara yfir í sakleys- ingja,“ sögðu þau og voru þar með rokin í viðtal hjá BBC. Árleg keppni hér eftir Að sögn Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur skólastjóra skóla John Casablancas er ætlunin að keppni sem þessi verði haldin árlega hér eftir. „Tilgangurinn er aðallega að fá hingað fulltrúa frá erlendum umboðsskrifstofum sem gætu þannig fundið íslenskar karlfyrir- sætur. Þeir sem kepptu nú voru valdir úr fjölmennum hópi karla og má því segja að á einn eða annan hátt séu þeir allir sigurveg- arar sem sýndu hér í kvöld,“ segir hún að lokum. Leikfimi í skólastofunni „HIN síðari ár hafa sífellt fieiri gert sér grein fyrir því hvað hreyf- ing er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega líðan mannsins. Að okkar mati hefur skólanum ekki tekist að mæta þessum breyttu þjóðfélagsaðstæðum sem skyldi." Þetta eru m.a. inngangsorð í lokaverkefni Védísar Grönvold og Kristínar Einarsdóttur frá KHÍ í fyrra. Verkefnið heitir Nám og hreyfing - Skólastofuleikfimi og er annars vegar snælda með tón- list og leiðbeiningum um æfíngar fyrir skólabörn og hins vegar mappa með nánari útskýringum fyrir kennara í máli og myndum. Vettlingar meðal hjálpartækja Þær stöllur áttu samleið í námi, fyrst í íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni og síðar í KHÍ. Eftir útskrift skildust leiðir, Védís varð kennari í Setbergsskóla í Hafnarfirði og Kristín í grunn- skólanum í Fellabæ. Þær segja að í fyrstu hafí þær hugsað sér að kennarar og nemendur nýttu frímínútumar til léttra líkamsæf- inga við skemmtilega tónlist og leiðbeiningar þeirra á snældunni. „Þegar við hófum kennslu sjálf- ar, komumst við þó að raun um að kennarar vilja frekar nota frí- mínúturnar til að slaka aðeins á frá nemendum sínum og öfugt.“ Védís og Kristín miðuðu æfing- arnar við rýmið í skólastofunni og hjálpargögn, sem yfírleitt eru ekki langt undan, t.d. geta nem- endur notað samanbrotna vettl- inga til þess að skora í mark, gengið með námsbækur á höfðinu og hoppað yfír reglustikur. „Áður en við ákváðum að gefa verkefnið út fengum við nokkra kennara til að prófa það á nemendum sínum auk þess sem við kynntum fyrir- ætlanir okkar á námskeiðum fyrir kennara. Við fengum alls staðar jákvæðar undirtektir og hófumst því handa án þess að vita í rauninni hversu mikil vinna lægi að baki slíkri útgáfu. Við þurftum að fá teiknara, vinna með hljómlistarmanní í hljóðveri og sitthvað fleira sem okkur var framandi." Ekkl nóg aö þjálfa flngurna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á EFRI myndinni eru Védís Grönvold og nemendur hennar í morgunleikfimi. Mappan er til leiðbeiningar fyrir kenn- ara, en nemendur hlusta á snælduna. Kennarasamband íslands styrkti Védísi og Kristínu til að fullvinna verkið en þær fjármögnuðu útgáfuna sjálfar. „Skólabörn hafa bæði gagn og gaman af fimm mínútna líkamsþjálfun áður en þau kúra sig yfir námsbækurnar og kennararnir einnig,“ segja þær og bæta við að leikir barna nú til dags, tölvuleikir og þess háttar, örvi ekki aðra vöðva líkamans en fingravöðvana. Védís og Kristín segja að útskriftarverkefni þeirra sé nú notað í mörgum grunnskólum og geti kennarar og skólastjórnendur nálgast það í Bóksölu KHÍ. ■ vþj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.