Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 C 5 Unnur Skúladóttir Gunnar Stefánsson Þótt ekki sé unnt að merkja vísbendingar um að alfriða þurfi rækju- stofninn á Flæmingja- grunni, virðist ljóst að varúðar er þörf, að mati Unnar Skúla- dóttur og Gunnars Stefánssonar. RÆKJUVEIÐAR íslenskra skipa á Flæmingjagrunni hófust um mitt ár 1993 eða stuttu eftir að Kanada- menn höfðu sýnt fram á að veiðan- leg rækja væri í verulegu magni á svæðinu. Aflinn varð um 28 þúsund tonn árið 1993 (sjá töflu 1) og stefnir í að verða á bilinu 45-50 þúsund tonn á þessu ári með þátttöku 14 þjóða. Veiðum á Flæmingjagrunni er stjórnað í sam- vinnu þjóða á vett- vangi Norðvestur- Atlantshafsfisk- veiðiráðsins (NAFO) og ákvað ráðið í september 1995 að koma á sóknarstýringu veiðanna, sem miðaðist við að aðild- arlönd fengju í sinn hlut fjölda veiðidaga árið 1996 sem jafngilti mestum fjölda veiðidaga árin 1993, 1994 og 1995 (jan.-ág.). íslending- ar mótmæltu þessu fyrirkomulagi formlega þar sem talið var að stjórnun veiða með aflamarki væri skynsamlegri leið. Þetta gerði ís- lenska flotann óbundinn sóknar- stýringunni og leiddi til þreföldunar aflans það sem af er árinu 1996 miðað við sömu mánuði árið 1995. Það er vísindanefnd NAFO sem veitir ráðgjöf um nýtingu rækju og annarra stofna á þessu hafsvæði. í vísindanefndinni er fjallað um öll tiltæk gögn um ástand rækju- stofnsins, m.a. öll þau gögn sem safnaö hefur verið um borð í ís- lenskum skipum á síðastliðnum árum. í september sl. lagði vísinda- nefnd NAFO til að dregið yrði eins mikið úr sókn í rækjustofninn og unnt væri. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir því helsta sem lá til grundvallar ráð- gjöf nefndarinnar, en höfundar sóttu síðasta fund hennar. Líffræöi rækju Hið óvenjulega í lífsferli rækj- unnar er að hún byijar líf sitt sem ókynþroska karldýr en skiptir síðan um kyn og verður kvendýr. Karldýr eru með gadda á neðanverðum halanum og sama á við um ókyn- þroska kvendýr. Þegar kvendýrið hrygnir í fyrsta sinn hverfa gadd- arnir. Þetta einkenni er notað til að skilja á milli kvendýra, sem nýlega hafa skipt um kyn, og eldri kvendýra. Talið er að rækjan við Flæmingjagrunn skipti um kyn við 3-5 ára aldur. Lengdardreifing rækju í þremur kynjaflokkum, þ.e. karldýr, ókyn- þroska kvendýr (millistig meðtalin) og kynþroska kvendýr, er sýnd eft- ir mánuðum á 1. mynd. Þessi lengd- ardreifing er unnin eftir mælingum og kyngreiningu veiðieftirlits- manna á Flæmingjagrunni árið LOÐNUBA TAR Varúðar þörf við veiðar á Flæmingjagrunninu 1996, en eins og kunnugt er þá er nú skylda að hafa eftirlitsmann á hveiju skipi á Flæmingjagrunni. Þetta hefur skilað sér í mjög víð- tækri og góðri sýnasöfnun fyrir Hafrannsóknastofnun. Á myndinni sést að karldýr eru mest áberandi í öllum mánuðum. Þetta er aðallega talinn vera 1993 árgangurinn (um 19 mm að skjaldarlengd í janúar), en 1994 árgangurinn er að byija koma í ljós lengst til vinstri í mars, skjaldarlengd um 12 mm. Lengdar- dreifing ókynþroska kvendýra er oftast tvítoppa og bendir til að þar séu tveir árgangar á ferðinni, þ.e. smáhluti af 1993 árganginum og stærri hluti sem er 1992 árgangur- Sú mæling var gerð með 40 mm möskvastærð í poka miðað við 35 mm hin árin. Því er eðlilegt að túlka stofnmælinguna þannig að stofnstærðin hafi verið nánast stöð- ug árin 1993-1996. Samkvæmt mælingunum var árgangurinn frá 1988 uppistaða stofnsins allt til ársins 1994. Ár- gangurinn frá 1993 kom hins veg- ar inn í stofninn 1995 og varð aðal- uppistaðan í veiðinni að fjölda til árið 1996. Þær upplýsingar sem stofnmælingin veitir benda til þess að 1988 og 1993 árgangarnir hafí verið svipaðir að stærð við þriggja ára aldur, þ.e. í júlí 1991 og 1996. Um helmingur 1988 árgangsins oft stuðst við athuganir á afla- brögðum frá ári til árs eða afla á sóknareiningu (togtíma). Mikil- vægt er þá að fyrirliggjandi gögn endurspegli veiðarnar og að aðferð- in sé sambærileg, t.d. veiðarfæri þau sömu og einnig árstími. Niður- stöður athugana á afla á togtíma íslenskra skipa (miðað við 2.900 möskva vörpu og tímabilið janúar- júlí) sýna að aflabrögð voru best árið 1993 en þá var komið að óveiddum stofni á Flæmingja- grunni. Aðrar úrvinnsluaðferðir gefa sambærilega niðurstöðu, t.d. þegar tekið er tillit til tíma sólar- hrings. Einnig er unnt að skipta afla á sterkur í stofnmælingu og karldýr af 1988 árgangi voru sem þriggja ára rækja í júlí 1991. Ljóst er að stofninn var lítill fram til ársins 1991, en þá stækkaði hann mjög mikið til ársins 1993 er veiðar hófust. Kvendýrastofninn virðist nú hafa minnkað niður í 35% af stærðinni 1993. Veiðarnar úr 1988 árganginum hófust þegar hann var 5 ára gamall. Veiðar úr 1993 árganginum hófust hins veg- ar þegar hann var tveggja ára. Erfitt er að meta samband hlut- fallslegrar stærðar árganga, afla- magns og veiðiþols, þegar veiðar hafa verið stundaðar í svo fá ár sem hér um ræðir. Þegar veidd Afli (tonn) 14 þjóða á Flæmingjagrunni Tafla 1: 1993 1994 1995 1996 (tii Kanada 3.724 1.041 970 920 Danmörk 800 400 200 Portúgal 150 Spánn 240 300 158 50 Eistland 1.081 2.092 1.166 Færeyjar 8.545 6.567 5.987 6.452 Grænland 3.788 2.276 2.403 1.067 (SLAND 2.243 2.300 7.623 16.017 Lettland 300 350 1.362 Litháen 1.225 675 1.489 Noregur 7.183 8.460 9.534 L323j Russland 300 300 2.838 : 2.715 Honduras 1.265 St Vincent 75 Alls 28.088 24.325 32.980 32.561 Mai 1996 Febrúar 1996. Fjöldi: 18.162 Fiöldi pkarldýr I Fjöldi: 22.498 Fjöldi 13.000 Vísitala stofnstærðar Afli, kg/klst 2.000 1.500 1.000 500 0 - urxyupiuo A ~~j- kynþrc - ókynþroska kvendýr þroska kvendýr 22 3.000 1988'89 '90 ’91 '92 ’93 ’94 '95 ’96 Mynd 2: Vísitala stofnstærðar rækju í stofnmælingum Spánverja 1988-96. Árið 1988 er sett sem 1. Agúst 1996. Fjöldi: 13.254 Skjaldarlengd í mm ■OtA/N. 1993 1994 1995 1996 Mynd 3: Afli, kg/klst, af kynþroska kvenrækju og allri rækju 1993-96. Árið 1994 ersettseml. Kynþroska kvendýr eru eru hér metin út frá öllum sýnum í mánuðunum janúar til júlí frá kanadískum sýnum árin 1993 og 1995, en frá íslenskum sýnum árin 1994 og 1996. 10 15 20 25 30 35 10 15 20 25 30 35J 10 15 20 25 30 35 Mynd 1: Lengdardreifingar rækju á Flæmingjagrunni í þrem mánuðum árið 1996. inn (4 ára). Þessarar rækju gætir svo ekki í ágúst, enda hún komin í flokk kynþroska kvenrækju. Rækjan er þá búin að missa gadd- ana af halanum og hefur hrygnt í fyrsta sinn. í lengdardreifingu kyn- þroska kvendýra má sjá í a.m.k. tvo toppa t janúar, en erfítt er að áætla aldursflokka kynþroska kvenrækju frá og með apríl. At- hyglisvert er hversu mjög gengur á fjölda kvendýra eftir því sem líð- ur á árið og meira er veitt. Stofnmæling Á Flæmingjagrunni fer fram árleg stofnmæling Spánveija á fiski og rækju. Þessi stofnmæling er þeim annmörkum háð að við hana er notuð fiskibotnvarpa þannig að mat á minnstu rækjunni er mjög ónákvæmt. Þótt varpan sé með rækjuriðli að hluta til, er ljóst að sú stofnstærð sem þarna er mæld nær ekki til alls veiði- stofnsins. Þannig fékkst mjög lítið af 1993 árganginum í stofnmæl- ingunni 1995 en í ljós kom á þessu ári að það var vanmat á þeim ár- gangi. Samkvæmt niðurstöðum stofn- mælinga stækkaði stofninn mjög mikið til ársins 1992 (2. mynd), en minnkaði umtalsvert upp úr því. Mælitalan fyrir 1994 er lægst. hrygndi 3 ára í fyrsta sinn en að- eins lítill vottur af 1993 árgangin- um. Afli og sókn Heildarafli þeirra 14 þjóða, sem veitt hafa rækju á Flæmingja- grunni, er sýndur í töflu 1. Hann var 28 þús. tonn árið 1993, lækk- aði í 24 þús. tonn árið 1994, jókst í 33 þús. tonn árið 1995 og er nú þegar orðinn 33 þús. tonn. Reiknað er með að aflinn verði 45-50 þús. tonn í árslok 1996 með sama áframhaldi. Sú aflaaukning sem þannig eru horfur á að verði, er fyrst og fremst vegna aukinna veiða íslendinga, þó þess sé að gæta að við úthlutun sóknardaga var NAFO ríkjum gert kleift að auka sóknina um allt að 30% vegna ofangreindra viðmiðana. Einnig er sennilegt að Norðmenn eigi eftir töluverðar veiðar en þeir hafa verið með mestan afla undanfarin ár (7,1-9,5 þús. tonn) og áunnið sér dijúgan hlut í úthlutaðri sókn fyrir árið 1996. Sem stendur hafa Norð- menn einungis tilkynnt 1.323 tonna afla en samkvæmt kanadískum eft- irlitsmönnum var afli Norðmanna orðinn a.m.k. 2.200 tonn í septem- ber. Til þess að áætla hlutfallslegar breytingar á stofnstærð rækju er Nafn StarA Affll SJóf. Löndunarst. ! KAP V£ 4 402 868 1 Vestmannaeyjar í VÍKINGUR AK 1OO 950 1283 1 Vestmannaeyjar ! HÁBERG GK 299 366 1300 3 Grindavík JÓN SIGURÐSSON GK 62 1013 824 1 Grindavík ELUÐIGK445 731 865 2 Akranes SVANUR RE 45 334 852 3 Bolungarvík [ ANTARES VE 18 480 1019 1 Siglufjörður BIÁRNI OLAFSSON AK 7Ó 556 1025 1 Siglufjöröur BJÖRG JÓNSDÓTTIR ÞH 321 499 790 1 SiaHlfjörður FAXI RE 2 41 331 632 1 Siglufjöröur [ GRINDVlKINGUR GK 606 577 1023 1 SÍglufjöröur | SIGHVATUR’ BJÁRNÁSÖN VE 81 666 210 1 Siglufjörður \ PÓRÐUR JÓNASSON £A 360 324 689 1 Siglufjoröur SUNNUBERG GK 199 385 634 1 Vopnafjöröur 1 JON KJARTANSSON SU 111 775 1074 1 E8kifjöröur 1 SÍLDARBÁ TAR Nafn Staaró Aftl SJÓf. Löndunarat. f GULLBERG VE 292 446 |«S|| 2' Vestmannaeyjar | ÍSLEIFUR VE 63 513 439 1 Vestmannaeyjar ARNPÖR EA 16 \ 316 630 3 Seyöisfjöröur J KROSSEY SF 26 108 59 1 Eskifjörður : ODDEYRIN EA 210 336 665 4 Eskifjöröur i JULLI DAN GK 197 243 47 1 Fáskrúösfjöröur ! SÓLFELL VE 840 370 588 4 Fóakniösfjöröur í HUNAFÖST 5F 550 338 469 3 Hornafjörður JÓNA EÐVALDS SF 20 336 444 a' Homafjörður sóknareiningu í aldurs- eða kynja- flokka. Samkvæmt útreikningum á afla og sókn íslendinga öll árin janúar-júlí var hægt að áætla heildarfjökla og þyngd í aldurs- flokkum. í ljós kom að tveggja ára karldýr eru nú mjög veikur árgang- ur með aðeins 2 kg/klst. Þriggja ára rækja (1993 árgangurinn) er hins vegar mest áberandi af öllum árgöngum með 88 kg/klst. Ár- gangurinn frá 1993 er mun sterk- ari en sést hefur undanfarin þijú ár. Þessi rækja mun skipta um kyn nú í lok ársins 1996, verða ókyn- þroska kvenrækja fyrri part ársins 1997 og hrygna loks í ágúst sama ár. Ókynþroska kvenrækja er nú aðeins helmingur af því sem hún var árið 1993 en kynþroska kven- rækja hefur minnkað niður í 35% frá árinu 1993. Þessi þróun þykir fiskifræðingum varhugaverð og hefur einkum valdið því að talið er nauðsynlegt að draga verulega úr veiðunum, þó ekki sé enn ástæða til að tala um viðkomubrest. Á 3. mynd er sýndur afli á sóknarein- ingu (kg/klst.) fyrir kynþroska rækju þar sem árið 1994 er notað sem viðmiðun og sett sem 1. Á sömu mynd er staðlaður afli íslend- inga á togtíma (allir aldursflokk- ar). Staðlaður afli á togtíma féll mest frá árinu 1993, en hefur ver- ið nokkuð jafn síðan. Ástæða þessa er tilfærsla á sókn úr stórri rækju í smærri dýr, einkum úr hinum sterka 1993 árgangi. Lokaorð Árgangurinn frá 1988 virðist hafa verið mjög sterkur og einnig árgangurinn frá 1993. Þessi sterki árgangur sást ekki í könnun Spán- veija fyrr en árið 1996 sem þriggja ára rækja. Hins vegar sást hann greinilega í veiðunum sem tveggja ára árið 1995. Ef litið er á karldýr- in af þriggja ára rækju í júlí 1996 virðist 1993 árgangurinn vera álíka voru 28 þús. tonn af rækju á ári minnkaði lífmassi kvendýra um 30% frá 1993 til 1994. Þær veiðar hófust eftir að aðalárgangurinn var orðinn kynþroska kvendýr. Veidd voru 100 þús. tonn úr stofninum á meðan 1988 árgangurinn var uppi- staða aflans (mest 4-5 ára). Búið er nú að veiða 50 þús. tonn síðan 1993 árgangurinn fór að vera hátt aflahlutfall í fjölda. Rökrétt er að álykta að 50 þús. tonna viðbótar- afli sé ofmat á veiðiþoli stofnsins meðan 1993 árgangurinn er uppi- staða veiðanna. Þessi afli svarar til þess að 25 þús. tonn séu tekin á ári tvö næstu árin í samanburði við þau 45-50 þúsund tonn sem áætlað er að veidd verði árið 1996. Þetta er meginástæða þess að þeg- ar vísindanefnd NAFO var spurð hvort óhætt væri að veiða 33 þús. tonn á næsta ári var svarið að mikil hætta væri á að slíkur afli leiddi til áframhaldandi minnkunar stofnsins. Þótt ekki sé unnt að merkja vís- bendingar um að alfriða þurfi rækjustofninn á Flæmingjagrunni, virðist ljóst að varúðar er þörf. Veruleg minnkun sóknar frá árinu 1996 er nauðsynleg til að tryggja að 1993-árgangurin nái að verða kvendýr í einhveijum mæli. Því sjónarmiði hefur verið haldið fram að þessi niðurstaða sé ekki nægi- lega studd vísindalegum upplýsing- um og að óhætt hljóti að vera að halda uppi sama sóknarþunga og undanfarið. Rétt er að töluvert skortir á að þekkingin sé næg. Hins vegar samrýmist þetta sjónar- mið ekki nútímalegum vinnubrögð- um í ráðgjöf um stjórnun veiða, enda dæmin óteljandi í heiminum sem sýna að of þung sókn skaðar fískstofnana, ekki síst þegar slíkt er gert í skjóli þekkingarskorts. Höfundar eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.