Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 1
Keane med Irum JT gegn Islandi KIMATTSPYRNA: RONALDO MED GLÆSILEGA EINKASÝNINGU Á NOU CAMP / D4 Mick McCarthy, landsliðsþjálf- ari írlands, hefur valið Roy Keane, miðvallarspilara hjá Man- chester United, á ný í landslið sitt, fyrir leikinn gegn íslendingum á Lansdowne Road í Dublin 10. nóv- ember. Keane, 25 ára, hefur aðeins leikið einn landsleik síðan McCarthy tók við starfi Jack Charlton. Paul McGrath, Derby, og Gary Kelly, Leeds, sem léku ekki með írum gegn Makedóníu, 3:0, á dög- unum, eru ekki með og þá geta miðherjinn Niall Quinn og miðvall- arspilarinn Ray Houghton ekki leik- ið með; vegna meiðsla. Landsliðs- hópur Ira er þannig skipaður: Markverðir: Alan Kelly (Sheffíeld Un- ited), Shay Given (Blackburn) Varnarmenn: Denis Irwin (Man. Utd.), Phil Babb (Liverpool), Jeff Kenna (Blackburn), Curtis Fleming (Middl- esbrough), Gary Breen (Birmingham), Ian Harte (Leeds), Kenny Cunningham (Wimbledon), Steve Staunton (Aston Villa) Miðjumenn: Andy Townsend (Aston Villa), Roy Keane (Man. Utd.), Alan McLoughlin (Portsmouth), Jason McAteer (Liverpool), Liam O’Brien (Tranmere) Sóknarleikmenn: Keith O’Neill (Norwich), John Aldridge (Tranmere), Tony Cascarino (Marseille), Alan Moore (Middlesbrough), David Kelly (Sunder- land). jnpvtttut^iA^Uk 1996 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER BLAD Roberts hættur með KFÍ EUAN Roberts, sem leikið hef- ur með KFÍ í úrvalsdeildinni í körfuknattleik f haust, er hætt- iír að leika með félaginu. Rob- erts hefur verið meiddur á hné í haust og varð að samkomu- lagi milli hans og KFÍ að hann hætti að leika með ísfirðingum. Til að fylla skarð hans hefur KFÍ gert samning við annan Bandaríkjamann, Derrick Bry- ant, og er hann væntanlegur til Isafjarðar í dag. Bryant, sem er frá Norfolk í Virginíu, er 195 sentimetra hár alhliða leik- maður og leikur með KFÍ gegn Grindvíkingum á föstudags- kvöldið. Barmby til Everton EVERTON krækti í gær í hinn 22 ára sóknarmann Nick Barmby frá Middlesbrough og var kaupverðið rúmar 603 millj- ónir króna. Middlesbrough keypti Barmby frá Tottenham fyrir rétt rúmu ári fyrir um 550 iniiyónir. Barmby hefur aðeins gert eitt mark fyrir lið sitt í haust og hefur ekki átt fast sæti í liðinu enda hefur Bryan Robson, þjálfari Boro, sagt að hann geti ekki bæði haft Barmby og Juninho í sama Iiði, til þess séu þeir of líkir. Dehoopvan Gudjohnsen I 'jb, nu is het weer tijd voor eon prijs In StaSBÖÖtíÍSjl Eindhoven. Of telt het verkoi t ervccr vnfloUoftJ FYRIRSÖGNIN á greininni um Elndhoven, sem segir að EIAur Smárl sér framtíðarvon liðsins. Eiður Smári Guðjohnsen er metinn á 400 milljónir ísl. kr. Framtídarvon PSV Eindhoven EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er talinn framtíðarvon hollenska liðsins PSV Eindhoven og er hann nú þegar metinn á 400 milljónir ísl. kr, sem er sama upphæð og Eindhoven fékk fyrir Romario, þegar hann var seidur til Barcelona á sínum tíma. Hollenskt blað gerði úttekt á Eindhoven á dögunum og kom fram að Eið- ur Smári er talinn arftaki Brasili'umannsins Ronaldos, sem Eindhoven seldi til Barcelona sl. sumar á 1,36 milljarða fsl. kr. Eindhoven hefur þénað mikið á að selja leikmenn og hefur lið- ið selt leikmenn fyrir 5,45 milljarða ísl. kr. á Síðustu sex árum og er sagt að ánægðasti maður félagsins sé sá sem heldur utan um pening- ana, Harrie van Raaij, og ennfrem- ur að hann eigi eftir að brosa mik- ið á næstu árum. Gott dæmi um gróða Eindhoven eru kaup og sölur á eftirtöldum leik- mönnum. • Gullit kostaði liðið 36 milljónir, var seldur til AC Milan á 680 millj- ónir. • Romario kostaði 224 milljónir, var seldur til Barcelona á 400 milljónir. • Koeman kostaði 56 millj- ónir, var seldur til Barcel- ona á 500 milljónir. • Popescu kostaði 140 milljónir, var seldur til Tott- enham á 284 milljónir. • Ronaldo kostaði 508 milljónir, var seldur til Barcelona á 1,36 milljarða. Gróði af þessum fimm leikmönnum er 3,26 millj- arðar króna. Eiður Smári metinn á 400 milljónir Sagt er frá því í grein- inni að Eiður Smári sé ung- ur að árum, en hann sé nú þegar orðinn framtíðarvon- in hjá PSV Eindhoven. „Hann er fljótur, leikinn og skorar auðveldlega mörk, er sterkur líkamlega, með góða skallatækni og afar jákvæð persóna. Eiður Smári er næmur að þefa uppi marktækifæri og fer yfirleitt stystu leið að marki. Þá er hann fljótur að finna veikleika andstæð- inganna í vörn,“ segir blað- ið og þá er sagt að þjálfar- inn Advocaat hafi fengið góðan tíma til að þroska Eið Smára, sem er metinn á 400 milljónir ísl. kr. Einn af félögum Eiðs Smára segir að hann sé betri fyrir liðsheildina en Ronaldo var. Sagt er frá því að Eind- hoven hafi leikið betur í vetur og leikmenn eins og Eijkelkamp, Nilis, Degryse, Petrovic, Zenden og Vink hafa allir hækkað í verði, þannig að peningamaður- inn Harrie van Raaij geti brosað breitt. Eiður Smári hefur ekkert leikið á keppnistímabilinu vegna meiðsla, en hann er byijaður að æfa og reiknað er með að hann verði kom- inn á fulla ferð eftir áramót. EIÐUR Smári Guðjohnsen Skrifstofa Wenger brann SKRIFSTOFA Arsene Wenger, hins nýja knattspyrnustjóra Arsenal, eyðilagðist í eldi aðfaranótt þriðjudagsins. Skrifstofan var í byggingu við æfingasvæði félagsins sem er um 30 kílómetra frá Highbury, leikvangi félagsins. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá þvottavél og er tjónið talið nema um einni milljón króna, en verið var að meta skemmdirnar í gær. Það tók um þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins, en mikið hvassviðri var í Lundúnum í fyrri- nótt. Leikmenn Arsenal æfðu á Highbury í gær og talið er líklegt að félagið verði að útvega liðinu bráðabirgða æfingaaðstöðu á meðan verið er að gera við skemmdirnar. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D - Íþróttir (30.10.1996)
https://timarit.is/issue/128951

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D - Íþróttir (30.10.1996)

Aðgerðir: