Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1996, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 D 3 URSLIT IÞROTTIR IÞROTTIR Knattspyrna UEFA-bikarkeppnin Önnur umferð, seinni leikir: Trabzon, Tyrklandi: Trabzonspor - Schalke.............3:3 Sota Aveladze (55.), Hami Mandirali 2 (65., 70.) - Johan de Kock 2 (33., 38.), Martin Max (75.). 25.000. • Schalke áfram 4:3. Makva, Rússlandi: Spartak Moskva — Hamburger........2:2 Alexei Meleshin (10.), Andrei Tikhonov (42.) - Markus Schupp (29.), Jiirgen Hart- mann (73.). 7.000. • Hamburger áfram 5:2. Mónakó: Mónakó - Mönchengladbach..........0:1 - Michael Klinkert (70.). 12.000. •Mónakó áfram 4:3. Kapfenberg, Austurríki: Casino Graz - Inter Mílanó........1:0 Herfried Sabitzer (35.). 10.500. •Jafnt 1:1. Inter vann í vítaspyrnukeppni 5:3 og komst áfram. Búkarest, Rúmeníu: National - FC Briigge.............1:1 Radu Niculescu (63.) - Gert Verheyen (62.). 18.000. •FC Briigge áfram 3:1. Kaupmannahöfn, Danmörku: Bröndby - Aberdeen................0:0 12.005. •Bröndby áfram 2:0. ístanbúl, Tyrklæandi: Besiktas - Legia Varsjá...........2:1 Daniel Amokachi (14.), Zlatko Yankov (78.) - Kucharski (37.). 30.000. •Besiktas vann 3:2. Neuchatel, Sviss: Neuchatei - Helsingborg...........1:1 Thierry Bonalair (51. - vítasp.) - Mattias Jonsson (43.). 7.200. •Helsingborg áfram 3:1. Briissel, Belgíu: Anderlecht - Guimaraes (Port.)....0:0 •Jafnt 1:1. Anderlecht áfram á marki skor- uðu á útivelli. Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - EspanyolO:l - Arteaga (9.). 30.000. •Feyenoord áfram 3:1. Róm, Ótalfu: Roma - Karlsruhe..................2:1 Abel Balbo 2 (21., 26.) - Marc Keller (83.). 46.439. •Karlsruhe áfram 4:2. Newcastle, Englandi: Newcastle - Ferencvaros...........4:0 Faustino Asprilla 2 (42., 58.), David Ginola (65.), Les Ferdinand (90.). 35.740. •Newcastle áfram 6:3. Valencia, Spáni: Valencia -Slavia Prag.............0:0 37.000. •Valencia áfram 1:0. Lissabon, Portúgal: Sporting Lissbon - Metz...........2:1 Ricardo Sa Pinto 2 (73., 83.) - Frederic Arpinon (17.). 30.000. •Metz áfram 3:2. Porto, Portúgal: Boavista - Dynamo Tbilisi.........5:0 Russel Latapy 2 (3., 67.), Jerrel Jimmy 2 (25., 55.), Jose Tavares (89.). 8.000. •Boavista áfram 5:1. Tenerife, Spáni: Tenerife - Lazíó..................5:3 Nesta (15. - sjálfsm.), Meho Kodro (26.), Juanele Castanos 2 (39., 62.), Slavisa Jok- anovic (48.) - Pavel Nedved (13.), Diego Fuser (29.), Pierluigi Casiraghi (47.). 21.000. •Tenerife áfram 5:4. England 1. deild: Bolton - Reading..................2:1 Bradford - Crystal Palace.........0:4 Grimsby - Oldham .................0:3 Oxford - Stoke....................4:1 PortVale-Barnsley.................1:3 Portsmouth - Birmingham...........1:1 Southend - Manchester City .......2:3 Tranmere - Charlton...............4:0 Handknattleikur 1. deild kvenna: Fram-KR.........................21:13 Mörk Fram: Þórunn Garðarsdóttir 4, Þuríð- ur Hjartardóttir 4, Sigurbjörg Kristjánsdótt- ir 3, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Sveinunn Tómasdóttir 2, Helga Kristjánsdóttir 2, Arna Steinsen 2. Mörk KR: Edda Kristjánsdóttir 6, Brynja Jónsdóttir 2, Eva B. Hlöðversdóttir 2, Sæ- unn Stefánsdóttir 1, Valdís Fjölnisdóttir 1, Brynja Steinsen 1. 2. deild karla Breiðablik - Armann.. ..36:15 Ágúst ekki með Brann gegn Eindhoven? ÁGÚST Gylfason, knattspyrnu- maður hjá Brann í Noregi, meiddist í æfingaleik gegn Ros- enborg á fimmtudaginn var og hefur ekkert getað æft síðan. „Ég hélt að þetta væri tognun í kálfa en læknir liðsins heldur að þetta geti verið eitthvað meira. Ég skokkaði á æf ingu í dag en get ekki leikið eins og er,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Brann leikur síðari leikinn við PSV Eindhoven í Evrópu- keppni bikarhafa á morgun og verður leikið í Hollandi. Brann sigraði 2:1 í fyrri leiknum og sagði Ágúst hug í leikmönnum Brann að standa sig og helst komast áfram. Birkir Kristins- son, landsliðsmarkvörður, verður í marki Rrann annað kvöld. Ágúst endurnýjaði á dögun- um samning sinn við Brann. „Ég kann mjög vel við mig hér og það á bara eftir að ákveða hvort samningurinn verður til eins eða tveggja ára,“ sagði Ágúst í gær. Fj. leikja u j T Mörk Stig HAUKAR 3 3 0 0 83: 50 6 STJARNAN 4 3 0 1 95: 76 6 KR 4 3 0 1 76: 74 6 VIKINGUR 4 2 1 1 67: 65 5 IBV 4 2 0 2 69: 82 4 FRAM 3 1 1 1 58: 54 3 FH 3 1 1 1 50: 48 3 VALUR 5 1 0 4 73: 85 2 IBA 2 0 1 1 36: 38 1 FYLKIR 4 O 0 4 66: 101 0 Íshokkí NHL-deildin Montreal - Phoenix............4:5 ■Eftir framlengdan leik Colorado - Washington.........1:0 Newcastle ekki ívandræðum með Ferencvaros Ginolameð glæsimark Þrjú þýsk lið komin áfram. Tenerife lagði Lazio. Vítaspyrnu- keppni í Graz. Ince og Zubizarreta báðir reknir útaf NEWCASTLE lék mjög vel í gær og vann Ferencvaros 4:0 og komst þar með íþriðju umferð UEFA-keppninnar íknatt- spyrnu. Tvö lið frá Skandinavíu komust einnig áfram, Bröndby frá Danmörku og Helsingborg frá Svíðjóð. Danirnir gerðu markalaust jafntefli við Aberdeen og Svíarnir 1:1 jafntefli við Neuchatel í Sviss. Inter komst áfram eftir sigur á Graz f víta- spyrnukeppni og þrjú þýsk lið tryggðu sér rétt til áframhaid- andi keppni, HSV, Schalke og Karlsruhe. Tenerife vann fræk- inn sigur á Lazio, 5:3 og komst áfram. Leikmenn hjá Dortmund sektaðir fyrir gagnrýni Tveir leikmenn þýska meist- araliðsins Dortmund hafa verið sektaðir af stjórn félagsins fyrir að gagnrýna lækni félagsins opinberlega. Leikmennirnir sem eiga í hlut er Matthias Sammer og Rene Schneider. „Það er ekki þolað í okkar herbúðum að leikmenn gagnrýni starfsmenn félagsins á opinber- um vettvangi," sagði Ottmar Hitzfeld þjálfari, en hann vildi ekki nefna hversu háa upphæð leikmennirnir hefðu verið sektað- ir um. Umræddur læknir, Achim Buescher, hætti síðastliðinn föstudag eftir að Schneider sagði í viðtali við íþróttablað í Þýska- landi að blindur maður gæti greint meiðsli hans í ökkla og fór í kjölfarið á fund læknis lands- liðsins og fékk hann til að greina meiðsli sín. Ómar tekur við Þór Omar Torfason, fyrrum lands- liðsmaður úr Fram, Víkingi og svissnesku liðunum Luzern og Olt- en, mun þjálfa lið Þórs frá Akur- eyri í 2. deildinni næsta ár. Aðeins á eftir að skrifa undir samninginn og það verður gert í dag ef Ómar kemst norður. Peter Jones, formað- ur knattspyrnudeildar Þórs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að stefna Þórs væri að byggja upp og ætlunin væri að vera með sterkt lið í fyrstu deild eftir tvö til þrjú ár. Reuter FAUSTINO Asprilla lék mjög vel með Newcastle í gær er liðiö slgraðl Ferencvaros 4:0. Hann gerði tvö mörk og Ginola gerði gullfallegt mark, „eitt af þeim fallegri sem ég hef gert", eins og hann orðaði það. og mun hann stýra liðinu i 4. deildinni í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Nói er ekki ókunnur í herbúðuðm Magna, þjálf- aði liðið árin 1992-1994 í 3. og 4. deild. Hann tekur við starfinu af fyrrum félaga sínum úr Þór, Sigurbimi Viðarssyni, sem tók við liðinu af Nóa og hefur stýrt því sl. tvö ár. Nói hefur þjálfað lið Þórs í 2. deildinni sl. tvö ár, auk þess sem hann tók við Þórs- liðinu seirini part sumars 1994, eftir að Sigurði Lárussyni var sagt upp störfum. Newcastele sigraði Ferencvaros 4:0 á St. James’ Park í gær- kvöldi og er komið í þriðju umferð UEFA keppninnar, en ungverska liðið sigraði 3:2 í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Newc- astle í upphafi og á 40. mínútu misnotaði Peter Beardsley víta- spyrnu. Kólombíumaðurinn Faust- ino Asprilla átti mjög góðan leik og var allt í öllu í sókninni. Hann gerði fyrstu tvö mörk Newcastle, eitt í hvorum hálfleik en Frakkinn David Ginola gerði þriðja markið. Og hvíiíkt mark. Hann fékk bolt- ann rétt utan vítateigs, tók hann niður á hægra lærið, lyfti honum síðan örlítið innanfótar með hægri fæti og þrumaði knettinum síðan með þeim vinstri efst í hægra markhornið. Það var síðan Les Ferdinand sem gerði fjórða mark Newcastle. „Þetta er með fallegri mörkum sem ég hef gert,“ viður- kenndi Frakkinn eftir leikinn. Ince sá rautt Tíu leikmenn Inter Mílanó tryggðu sér rétt til að leika í 16- liða úrslitunum með því að leggja Casino Graz 5:3 í vítaspyrnu- keppni, eftir að hafa þurft að sætta sig við tap, 0:1, í framlengd- um leik. Enski miðvallarleikmað- urinn Paul Ince var rekinn af lei- kvelli í byijun framlengingar, á 95. mín., þegar hann fékk sitt annað gula spjald - fyrir gróft brot á Dieter Ramusch, áður hafði hann fengið áminningu fyrir að þrasa við dómara leiksins, Gilles Veissierer frá Frakklandi. Það var markvörðurinn Gianluca Pagliuca sem bjargaði Ince frá leiðindum, með því að vera yfirvegaður og vetja víta- spyrnu frá Erwin Dampfhofer. Það var svo Salvatore Fresi sem tryggði Inter sigur í vítaspyrnu- keppninni, 5:3. Eins og í fyrri leiknum áttu leik- menn Inter í miklum erfiðleikum með að koma knettinum fram hjá hinum nítján ára markverði Graz, Alexander Manninger, sem átti frábæran leik. Feyenoord tapaði, en áfram Feyenoord, sem lék án vaj-nar- mannsins Ronaid Koeman og mið- vallarspilarans Jean-Paul van Gastel, náði sér aldrei á strik gegn Espanyol frá Spáni og mátti þola tap heima, 0:1. Það kom ekki að sök, þar sem Feyenoord vann í Barcelona 3:0. Arie Haan, þjálfari Feyenoord, var ekki yfir sig ánægður eftir leikinn: „Við getum aðeins verið ánægðir með, að við erum komnir áfram. Við lékum vel í Barcelona, en illa hér í Rott- erdam.“ Mónakó áf ram þrátt fyrir tap Franska liðið Mónakó átti aldrei í vandræðum er það mætti þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í Frakklandi í gær. Þjóðveijarnir sigruðu 1:0 en þar sem Mónakó vann 4:2 í fyrri leiknum í Þýska- landi dugði það þýskum skammt. Leikur iiðanna þótti einstaklega daufur og leiðinlegur. Heimamenn vörðust vel og Þjóðveijar ógnuðu þeim ekki teljandi þrátt fyrir linnu- litla sókn framan af leik. Nígeríu- maðurinn Victor Ikpeba skoraði fyrir heimamenn mínútu fyrir leik- hlé eftir stórkostlega sendingu frá Brasilíumanninum Anderson. Markið var dæmt af vegna rang- stöðu og var það rangur dómur Reuter INTER MILAN sigraði Graz frá Austuríkl 5:3 eftir vítaspyrnukeppni í gærkvöldi og hér fagna, frá vinstri, Gianluca Pagliuga, Nicola Berti, Ciriaco Sforza og Ivan Zamorano. að flestra mati. Mónakó slakaði aðeins á í vörninni eftir hlé og á 70. mínútu komust gestirnir yfir með glæsimarki frá Michael Klinkert. Skotinn John Coll- ins verður ekki með Mónakó í næstu umferð þar sem iiann var bókaður öðru sinni í gær. Þjóðverjar ánægðir Þijú þýsk lið tryggðu sér rétt til áfram- haldandi keppni. HSV gerði 2:2 jafntefli við Spörtu í Moskvu en sigraði 3:0 í fyrri leiknum og komst því auðveldlega áfram. Schalke komst einnig áfram en það gekk ekki eins auðveldlega og hjá HSV. Schalke mætti Trabzonspor í Tyrklandi og náði 3:3 jafntefli en komst áfram þar sem liðið sigraði 1:0 í fyrri leiknum. Hollendingurinn Johan de Kock kom Schalke í 2:0, skoraði með skalla með fimm mínútna millibili. Heimamenn komust síðan í 3:2 þegar 20 mínútur voru eftir og sóttu mikið, en Martin Max, sem gerði eina markið í leik lið- anna í Þýskalandi, jafnaði er stundar- fjórðungur var eftir. Karlsruhe átti trúlega erfiðasta leik- inn þó svo liðið hafi sigraði Roma 3:0 í fyrri leiknum, en þá lék ítalska liðíð mjög illa. Carlos Bianchi, þjálfari Roma, gerði miklar breytingar á liði sínu, lét þrjá leikmenn í framlínuna og liðið sótti og sótti. Uppskeran var góð, tvö mörk í fyrri hálfleik. Sókn Roma hélt áfram í þeim síðari og Bianchi bætti fjórða manninum í sóknina og heimamenn voru óheppnir að gera ekki nokkur mörk. En sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Marc Keller og þar við sat. Zubizarreta rekinn út af Valencia tókst að hanga á marka- lausu jafntefli er liðið tók á móti Slavia Prag, en Spánveijar unnu 1:0 í fyrri leiknum. Markvörðurinn Andoni Zubiz- arreta var rekinn af velli í upphafi síð- ari hálfleiks fyrir að handleika knöttinn utan teigs og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem hann fær að líta rauða spjaldið. íttímw FOLK ■ ROMARIO lék um helgina fyrsta leik sinn með Flamengo eft- ir að hann sneri heim að lokinni stuttri veru hjá Valencia á Spáni. Romario gat ekki lokið leiknum um helgian því sökum meiðsla varð hann að yfirgefa leikvanginn rétt fyrir leikhlé. ■ BEBETO félagi Romario hjá Flamengo er nú undir smásjánni hjá forráðamönnum Sevilla. Hann vill koma á ný til Spánar og það ætti að skýrast fyrir vikulokin hvort hann kemur til okkar,“ sagði einn forráðamanna félagsins í gær. Sem kunnugt er lék Bebeto um tíma með La Coruna á Spáni. Einnig herma freknir að enska félagið Blackburn hafi borið víurnar í Bebeto og voni að með kaupum á honum nái félagið að rétta sig af eftir ágjafir haustsins. ■ JOSE Míiriu Bakero fyrrum landsliðsmaður Spánar hefur í hyggju að yfirgefa Barcelona og leika með mexíkóska félagsliðinu Veracruz. Bakero sem er 33 ára gamall og hefur skorað 136 mörk í 479 deildarlekjum í heimalandi sínu hefur ekki verið inn í mynd- inni hjá Bobby Robson þjálfara Barcelona síðan hann tók við stjórnvölunum. Landar Bakeros, Emilio Butragueno og Michel Gonzalez, leika báðir í Mexíkó, með Atletico Gonzalez. ■ HRISTO Stoichkov var í vik- unni valinn í búlgarska landsliðið vegna tveggja vináttulandsleikja við Sádi-Arabíu og Tæland í byrj- un næsta mánaðar. Báðir leikir eru undirbúningur fyrir leik í undan- keppni HM gegn Kýpur í byrjun desember. Stoichkov hefur ekkert leikið með landsliðinu síðan í Evr- ópukeppninni í sumar sökum þess að hann er ósáttur við þjálfara liðs- íns, en hefur nú gefið eftir. Að duga eða drep- ast fyrir AC Milan FJÓRÐA umferð meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Ítalíu- meistarar AC Milan eru í óvenjulegri stöðu, hafa tapað tveimur leikjum og verða að sigra Gautaborg í Svíþjóð til að eiga mögu- leika á að komast áfram. „Þessi leikur skiptir öllu máli,“ sagði króatíski miðjumaðurinn Zvonimir Boban. „Við verðum að sigra til að komast upp úr riðlakeppninni." George Weah, miðheiji liðsins frá Líberíu, sagði að vanda- mál liðsins fælust í andlegu hiið- inni. „í fyrra unnum við leiki 1:0 eða náðum markalausu jafntefli. Ef við náum forystu núna sigla mótheijarnir yfir okkur og ef staðan er markalaus töpum við. Þetta er spurning um hugarfar, einbeitni. Við verðum að vera ákveðnari og gæta þess að sofna ekki á verðin- um.“ Miðjumaðurinn Demetrio Albert- ini verður sennilega í byrjunarliði AC Milan á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla en sú er raunin með Dejan Savicevic og fyrirliðann Franco Baresi. Albertini verður á miðjunni með Boban en.Hollending- urinn Edgar Davids verður á vinstri kantinum og Tomas Locatelli eða Stefano Eranio hægra megin. Weah og Marco Simone verða í fremstu röð sem þýðir að Roberto Baggio situr á varamannabekknum. Marcel Desailly fer af miðjunni í vörnina fyrir Baresi og við hlið hans verður Alessandro Costacurta. Gautaborg varð meistari í Svíþjóð ijórða árið í röð. Jesper Blomqvist, sem er 22 ára og hefur vakið mikla athygli margra liða, undirritaði nýj- an samning við félagið um helgina og verður á miðjunni ásamt Niclas Alexandersson, Magnus Erling- mark og Stefan Lindqvist. Andreas Andersson, sem var markahæstur í sænsku deildinni með 19 mörk, verður frammi með Stefan Petters- son, fyrrum leikmanni Ajax. Rangers varia hindrun Ajax er efst í a-riðli með sex stig og sækir Glasgow Rangers heim sem er án stiga. Ajax vann 4:1 í fyrri leik liðanna fyrir hálfum mánuði og Walter Smith, knatt- spyrnustjóri Rangers, á ekki von á kraftaverki. „Við vitum að á brattan er að sækja og möguleikar á að komast áfram eru hverfandi en við gefumst ekki upp meðan enn er von,“ sagði hann. Fjórir leikmenn Rangers verða í banni í kvöld, Paul Gasco- igne, fyrirliðinn Richard Gough og varnarmennirnir Alex Cleland og Craig Moore. Ekki bætir úr skák að markvörðurinn Andy Goram, varnarmaðurinn Alan McLaren, miðjumaðurinn Stuart McCall og miðheijarnir Gordon Durie, Ian Ferguson og Ally McCoist eru meiddir auk þess sem hollenski framhetjinn Peter van Vossen er tæpur. Dortmund án lykilmanna Dortmund er nær öruggt með að komast áfram, er með níu stig eftir þijá leiki, en verður án margra lykilmanna þegar það tekur á móti Atletico Madrid. Sjö leikmenn eru meiddir og tveir í banni, Júrgen Kohler og Jörg Heinrich. Norðmaðurinn Steinar Petersen leikur fyrsta leik sinn í meistara- deildinni og verður í vörninni í stað- inn fyrir Martiii Kree, sem er meidd- ur. Engu að síður vantar mikið í vörnina þegar Kohler, Matthias Sammer og Wolfgang Feiersinger eru fjarverandi. Atletico vonast til að geta teflt fram leikstjórnandanum Jose Luis Caminero en án hans hefur liðinu ekki gengið vel að undanförnu. Barátta í Zurich Grasshopper tekur á móti Aux- erre en bæði lið eru með sex stig eins og Ajax í a-riðli. Franska liðið vann 1:0 fyrir hálfum mánuði en svissneska liðið hefur verið á hraðri siglingu að undanförnu og sigrað í þremur deildarleikjum í röð á sann- færandi hátt. Thomas Deniaud, sem gerði tvö mörk á móti Rangers og sigurmark- ið í fyrri viðureigninni við Grasshopper, leikur ekki með Aux- erre vegna meiðsla. United taplaust heima Manchester United hefur ekki tapað leik í Evrópukeppni á heima- velli í 40 ár en liðið tekur á móti Fenerbache. United vann tyrkneska liðið 2:0 fyrir hálfum mánuði og á mikla möguleika á að verða fyrsta enska liðið til að komast í átta liða úrslit meistaradeildarinnar en tveir síðustu deildarleikir hafa ekki skilið mikið eftir sig, 5:0 tap í Newcastle og 6:3 tap í Southampton. Gary Pallister og Nicky Butt meiddust í Southampton um helgina og verða varla með en talið er að norski varnarmaðurinn Ronny Johnsen taki stöðu Pallisters. „Út- litið er ekki bjart með Pallister og staðan er lítið skárri hjá Butt,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United. Hann bætti við að Pallister þyrfti að fá tvær vikur til að jafna sig en liðið þyrfti líka á honum að halda í eins mikilvægum leik og viðureign kvöldsins. MARTIN Dahlin. Dahlin aftur á leið til Gladbach MARTIN Dahlin, sænski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, sem gekk til liðs við Roma á Ítalíu í sumar, er lík- lega á förum frá félaginu en hann hefur ekki komist í leik- mannahópinn hjá Rómverjum það sem af er leiktíðinni. Allt bendir til þess að hann hverfi á ný til liðs við Borussia Mönchengladbach þar sem hann var áður en hann hélt sunnar á bóginn. Hann hafði áður afþakkað boð um að leika með Rangers í Skot- landi. „Mér þykja þessi málalok leiðinleg því ég hafði gert mér vonir um að leika með Roma en þjálfarinn er ekki á þeim buxunum að gefa mér tækifæri og þá er ekkert ann- að að gera en leita á önnur mið,“ sagði Dahlin í gær og reiknar með að gengið verði frá sínum málum fljótlega. Fjögurra leikja bann fyrir að hrækja GIUSEPPE Pancaro, varnar- maður Cagliari á Ítalíu, sem var rekinn af leikvelli fyrir að hrækja á andlit Gianluca Pagliuca, markvarðar Inter Mílanó, var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann. Pancaro var einnig rekinn af leikvelli á dögunum, þegar hann lenti í átökum við leik- mann Pagliuca í bikarleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.