Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 B FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
____________________________DAGLEGT LÍF__________________________
•Hún eyðir kvíða og streitu*Hún veitir frelsi frá reiði *Hún er andstæða
hefndarinnar • Aðdragandi hennar er langur »Hún krefst styrks og visku •
Hún er á valdi þolandans •Hún er undirstaða vellíðunar og nýs og betra lífs
F yrir gefning
FYRIRGEFNING er ekki bara
handa prestum og syndugum trú-
mönnum. Fyrirgefning er handa
smáum og stórum, auðugum og
fátækum og fijálsum og ófrjálsum.
Hugtakið hefur vakið áhuga ráð-
gjafa innan félagsvísindanna og afl
hennar er að öðlast viðurkenningu
sem mikilvægur þáttur í meðferð.
Nýleg rannsókn varpar nokkm
Ijósi á gildi fyrirgefningar. Robert
Enright og Suzanne Freedman
doktorar tóku viðtöl við konur sem
þurftu að líða sifjaspell. Enginn í
hópnum virtist hafa vilja til að fyrir-
gefa þeim sem glæpinn framdi.
Hálfur hópurinn fór síðan í gegnum
fyrirgefningarnámskeið og ári síðar
voru helmingarnir bornir saman.
Munurinn var áberandi mikill.
Það var eins og þungu fargi hefði
verið létt af þeim sem fyrirgáfu og
mældist minni kvíði og þunglyndi
með þeim en hinum sem fóru ekki
á námskeiðið. En hvað er fyrirgefn-
ing?
Fyrirgefning kostar þjáningu
Misgerðarmaður iðrast og biður
um fyrirgefningu, og það er á valdi
þess sem hlaut skaða að veita hana.
Ef fórnarlambið getur fyrirgefíð í
hjarta sínu og misgerðarmaðurinn
tekið við henni virðist það hafa líkn-
andi áhrif á báða.
Gera þarf skýran greinarmun á
afsökun og fyrirgefningu. Óvita-
skap þarf ekki að fyrirgefa, tilvilj-
un, það sem á sér gildar ástæður,
misskilning og það sem gert er sök-
um skorts á upplýsingum, þarf held-
ur ekki að fyrirgefa. Afsökun dugir.
Fyrirgefa má á hinn bóginn það
sem gert er vísvitandi og þegar
þeir sem þekkja siðareglurnar
bijóta þær. Breytni gegn betri vit-
und má fyrirgefa. En enginn getur
upplifað fyrirgefningu nema hann
iðrist gjörða sinna.
Fyrirgefning felst í að láta af
hatri sínu og reiði gagnvart ódæð-
ismanninum, og losna undan gremj-
unni og nagandi kvíða. Iðrandi
syndari þráir ekkert meira en fyrir-
gefningu fórnarlambsins. Honum
er sama um refsingu laganna og
finnst hún jafnvel réttlát. Ekkert
er honum meira virði en andleg
fýrirgefning þess sem hann skaðaði
og aðeins eftir það getur hann tek-
ist á við lífið.
Fyrirgefning gengur ekki kaup-
um og sölum og hún liggur ekki á
lausu. Það getur kostað þjáningu
að gefa hana og að meðtaka hana,
en hún er veitt vegna þess að hún
er sem lyf gegn hatri og reiði. Nið-
urstaða hennar er gleði beggja. Hún
er sem þíðandi sólarljós á klaka-
böndin milli mannanna. Sennilega
á hún rætur að rekja til samúðar-
kenndarinnar gagnvart illa stödd-
um.
Hefndin f dagdraumum
Hatur sem brýst út sem hefnd
er andstæða fyrirgefningarinnar,
og má oftlega sjá í ákveðinni kvik-
myndalínu frá Hollywood: „Góðu
gæjarnir hefna ódæða með ofbeldi,
tilgangurinn helgar meðalið og
góðu gæjarnir eru jafnmiklir ef
ekki meiri ofbeldisseggir og vondu
gæjarnir."
Þessar myndir eru byggðar á
dagdraumum en hefnd í raunveru-
leikanum gerir aðeins illt verra:
Flækir málin enn frekar og skapar
ekki rósemd hjartans. Galdurinn á
bak við fyrirgefninguna er að gera
eins og Agústínus kirkjufaðir ráð-
lagði: „Hataðu syndina en ekki
syndarann."
Ekki er hægt að ganga að fyrir-
gefningunni sem vísri. Hún er aldr-
ei sjálfsögð og ekki hægt að
„syndga upp á náðina" eins og séra
Þorvaldur Karl Helgason bendir á.
Hún er ævinlega á valdi þess sem
brotið var á og hann einn getur
fyrirgefið.
Hin ódýra og hin dýra
fyrirgefning
„Hjá okkur birtist fyrirgefningin
vegna brota í mannlegum samskipt-
um,“ segir Þorvaldur Karl Helgson
hjá Fjölskylduráðgjöf kirkjunnar.
„Guðfræðingur hefur greint fyrir-
gefninguna í tvennt, hina ódýru
fyrirgefningu sem felst í að telja
að málin séu afgreidd um leið og
búið sé að biðjast fyrirgefningar.
Einnig að treysta á hana sem sjálf-
sagðan hlut. En fyrirgefningin er
ekki einföld f.óttaleið eða tækifæri
til að geta syndgað upp á náðina.
Hin dýra fyrirgefning byggir hins
vegar á iðrun og á eftir henni fylg-
ir breytt hátterni. Þorvaldur nefnir
að í syndajátningunni segi: „Guð
fyrirgefi yður allar syndir.“ „Þá er
væntanlega mikilvægt að menn játi
syndir sínar, og líka að leiða saman
gerandann og þolandann."
Hann segir að það geti reynst
sumum erfitt að þiggja fyrirgefn-
ingu. Að minnsta kosti tvær ástæð-
ur geta verið fyrir því, annars veg-
ar tregðan að viðurkenna sekt sína
og hins vegar tilhneigingin að telja
sig eiga hana skilið. „Sumir hugsa:
„Eg hef brotið svo hroðalega af
mér að ég á ekki rétt á þessari
fyrirgefningu." Og eiga meðal ann-
ars af þessum ástæðum erfitt með
að ganga til altaris í kirkjum."
Þorvaldur Karl segir fyrirgefn-
inguna ávallt undirliggjandi og í
henni felist mikil lækning og frelsi.
En hins vegar sé það valdníðsla að
krefjast fyrirgefningar. ■
Gunnar Hersveinn
Ásta Kristrún Ólafsdóttir
Hrefna Ólafsdóttir
Fyrirgefning er ekki Er kynferðisleg misnotkun
staðfesting á ósigri fyrirgefanleg?
ÉG HEF orðið vör við að fólk ruglar
stundum fyrirgefningunni við annað,
eins og að leggja blessun sínayfir
ákveðna hegðun," segirÁsta Kristrún
Ólafsdóttir, ráðgjafi fyrirfíkla og að-
standendur þeirra.
„Það er rétt að reiðast,“ segir hún,
„því reiðin er merki um að til dæmis
ofbeldi sé rangt.“ Ásta segir suma
trega til að fyrirgef a vegna þess að
þeir telji rétt að halda í reiðina. Ef
dragi úr reiðinni halda þeir að hætt
verði að taka mark á þeim.
„Þetta er hugsanaskekkja," segir Ásta,
„því reiðin breytir ekki fortíðinni. Ég heyrði
einu sinni sagt: „Að fyrirgefa er að gefa upp
vonina um betri fortíð.“ Og það er rétt.“
Fyrirgefningin léttir
lífiA og veitir frelsi
Ásta segir að þýðingarlaust sé að reyna
endalaust að upplifa atvikið sem veidur reið-
inni og hugsa um möguleikana sem voru
fyrir hendi. Endurupplifunin kallar fram
beiskju, hatur og biturð og ekkert breytist
til betri vegar.
„Að fyrirgefa er að sætta sig við fortíð-
ina,“ segir hún, „og viðurkenna að lífið var
sem helvíti. Fyrirgefningin er svo gjöf sem
maður gefur sjálfum sér.“
Fólk sem heldur reiðinni logandi innra með
sér, er að mati Ástu að leyfa misgerðarmönn-
unum að taka sér bólfestu í huganum. „Það
er eins og að hafa leigjendur í huganum sem
borga ekki Jeiguna. Fyrirgefningin er að segja
þeim upp húsnæðinu," segir hún.
„Fyrirgefningin er ekki staðfesting á ósigri
eins og sumir telja sér trú um. Einhver sagði:
„Af hveiju á ég að fyrirgefa ef mér gefst
kostur á að hefna mín?“ Ásta segir hefndina
þunga byrði sem skapi reiði og ánauð.
Fyrirgefningin á hinn bóginn gerir
menn létta og veitir þeim frelsi. „Að
hefna er eins og að leika guð,“ segir
hún og vitnar í fullyrðingu aðstand-
enda alkóhólista: „Annaðhvort verð
ég hamingjusöm eða hef rétt fyrir
mér.“
Viljinn til að langa að fyrirgefa
Hefndin og langvarandi reiði eru
byggð á misskildu stolti að mati Ástu. „En
ef við fyrirgefum ekki, höldum við áfram að
vera fórnarlömb.“ Fyrirgefningin er nauðsyn-
leg til að stíga upp úr hlutverki þolandans,
og Ásta leggur áherslu á að vegurinn að
henni geti verið langur og torfarinn, enda
þarf fyrst að bera sigurorð af reiðinni.
„Fyrirgefningin er æskileg þótt fólki langi
jafnvel ekki til að gefa hana,“ segir Ásta.
Sumir vilja fyrirgefa en finna samt ekki nógu
sterka löngun. Það er eitt að vilja og annað
að langa. „Löngunin getur látið bíða eftir sér
þótt viljinn sé fyrir hendi,“ segir Ásta, „fyrir-
gefning verður aldrei þvinguð fram, og því
þarf oft að hjálpa fólki til að vinna að henni
og sýna þeim réttu verkfærin."
Sumir geta talið sig hafa fyrirgefið og
sagt: „Ég er löngu búinn að fyrirgefa þessu
pakki.“ „En í raun hefur það aðeins afneitað
stöðunni og lokað á eigin tilfinningar," segir
Ásta.
„Það þarf persónulegan styrk og visku til
að fyrirgefa," segir hún. „í rnínum huga er
fyrirgefning um frelsi, að vera fijáls frá for-
tíðinni og fólki sem henni tilheyrir. Það er
rétt að segja: „Ég á það skilið að fyrirgefa
og ég geri það til að mér líði betur.“ Aftur
á móti er það meinloka að fyrirgefning merki
samþykki ákveðinnar hegðunar. ■
„FYRIRGEFNINGIN er mjögtíma-
frekt ferli,“ segir Hrefna Ólafsdóttir,
félagsráðgjafi með sérmenntun í
barna-, unglinga- og Ijölskyldumeð-
ferð frá Bandaríkjunum. Hún starfar
á Barna- og unglingageðdeiidinni,
Dalbraut 12 í Reykjavík, og vinnur
meðal annars með börn sem hafa
þurft að þola kynferðislegt ofbeldi á
heimilum sínum. Hun er einnig sjálf-
stætt starfandi ráðgjafi.
Hrefna segir algeng fyrstu viðbrögð
gerenda vera að biðjast fyrirgefningar strax
og lofa að gera þetta aldrei aftur. Þolandinn
sem er kúgaður af gerandanum segir svo ef
til vill: „Já, alltílagi."
„En þetta er engin alvöru fyrirgefning,"
segir Hrefna, „hún er langt langt ferli sem
þarf að fara í gegnum áður en fólk getur
lifað með atburðinum án þess að vera þjakað
af erfiðum tilfinningum.
Fyrst þarf þolandinn að glíma við tilfinn-
ingar eins og reiði, sárindi og sorg, áður en
hann getur átt fund með fjölskyldunni þar
sem málið er rætt í hreinskilni, og viðurkenn-
ing verður á að atburðurinn hafi átt sér stað,“
segir Hrefna. Viðurkenningin er nauðsynleg
til að fjölskyldan geti breytt samskipta-
mynstri sínu.
Gerandinn er einnig búinn undir að mæta
þolandanum með fjölskyldunni. Hann þarf
að hafa gengist við afbrotinu og ábyrgð sinni
á því, iðrast og beðist fyrirgefningar.
Fyrirgefning þolandans er ekki einföld eða
auðfengin. Kynferðisleg misnotkun verður
nefnilega aldrei léttvæg fundin. Aldrei verður
um fyrirgefningu að ræða, að mati Hrefnu,
sem þurrkar út misgjörðina, eins og stundum
er túlkað í guðfræði. Hún snýst um annað.
Fyrirgefning felst í að vinna bug á erfiðum
tilfinningum sem standa hamingjunni
fyrir þrifum. Þolanda kynferðislegs
ofbeldis er líka mikilvægt að gerand-
inn viðurkenni sekt sína og afneiti
henni ekki. „Þolendurnir þrá alls ekki
hefnd,“ segir Hrefna, „heldur að ger-
andinn horfist í augu við brot sitt.“
Börn sem verða fyrir þessu vilja að
gerendur taki út sína refsingu vegna
þess að það er staðfesting á að þeim
sé trúað að annað gerði rangt: „Full-
orðna fólkið trúir mér, dómskerfið
trúir mér, allir trúa mér.“
Hrefna segir geranda eiga oft erfitt með
að viðurkenna ábyrgð sína á brotinu. Hann
þarf að standa auglitis til auglitis við þoland-
ann og aðra í ljölskyldunni. Hann þarf líka
að setja sig í spor þolandans og að gera sér
grein fyrir að hann vann annarri manneskju
óafmáanlegt tjón.
Láta ekki glæpinn eitra og
stjórna Iff I sínu
Fyrirgefningin og sáttin verður ekki nema
eftir þennan aðdraganda vegna þess að kyn-
ferðisleg misnotkun á börnum er svo alvarleg-
ur verknaður.
„Þolendur sem aftur á móti vinna ekki bug
á reiðinni og hefndartilfinningunni," segir
Hrefna, „láta verknaðinn stjórna lífi sínu og
eitra.“ Hinum sem tekst að ganga í gegnum
fyrirgefningarferlið líður betur. Sárið er gró-
ið og örið stendur eftir.
„Fyrirgefningin hefur oft meira gildi fyrir
þolandann en gerandann," segir Hrefna og
hún kostar oft mikið. Gerandinn þarf svo
hinsvegar að axla ábyrgðina, því ekki er
hægt að svíkja barn meira en á þennan hátt.
Refsingarnar eru svo til að leggja áherslu á
hversu alvarlegur verknaðurinn er. ■
Ásta Kr.
Ólafsdóttir
Hrefna
Ólafsdóttir