Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 B 3
DAGLEGT LÍF
Misþroska
þarf að greina sem fyrst
GUÐRÚN er nýbyijuð í sex
ára bekk. Þar fær hún að
teikna og lita og lærir líka
að draga til stafs. Guðrún
finnur þó fljótt að hún er eft-
irbátur hinna krakkanna í
bekknum. Hún nær ekki að
klippa eftir línum og litar allt-
af út fyrir. Auk þess á hún
í erfiðleikum með að læra að
lesa. Hún getur ekki setið
kyrr, ráfar um bekkinn og
truflar þvi hina krakkana.
Henni fer að leiðast í skólanum og
hún hættir að reyna að vanda sig.
Kennarinn er sífellt að áminna hana
vegna kjaftagangs og hávaða og skil-
ur ekkert í því að svona skýr stúlka
geti ekki lært einföldustu hluti.
Þessi lýsing á Guðrúnu er dæmi-
gerð fýrir barn með misþroskavanda-
mál, en misþroski er íslenska heitið
yfír það sem á ensku hefur verið
nefnt DAMP (Defícits in Attention,
motor Control and Perception). Talið
er að misþroski eigi sér taugafræði-
legar skýringar, en hann veldur því
að ýmsir þroskaþættir einstaklings-
ins, eins og hreyfí-, mál- og félags-
þroski, komi mishratt og misvel til
skila. Engin ein orsök er talin ástæða
misþroskans. Sumir benda á að erfð-
ir séu líkleg skýring, en stundum eru
erfiðleikar í meðgöngu og/eða fæð-
ingu sennileg orsök.
Samkvæmt norrænum
rannsóknum hafa um 10-15%
bama einkenni misþroska og
má því gera ráð fyrir að 2-3
böm í hverjum 20 manna
bekk hafí þessi einkenni hér
á landi. Þá er almennt talið
að fleiri drengir séu mis-
þroska en stúlkur.
„Einkennin geta verið
margs konar, til dæmis trafl-
un á hreyfíþroska, einbeit-
ingu, félagslegri aðlögun og mál-
þroska. Þetta getur komið fram í því
að bömum gengur ekki alveg eins
vel og jafnöldram sínum við ýmsa
hluti, til dæmis að klæða sig, reima
skóna, að halda á skeið og borða,“
segir Anna Sigríður Jónsdóttir, iðju-
þjálfí hjá Styrktarfélagi lamaðra og
fatlaðra. „Sum böm hafa mörg þess-
ara einkenna á meðan önnur hafa
mjög væg og fá einkenni. Það sem
misþroska börn hafa þó sameiginlegt
er að einkennin eru í það miklum
mæli að þau hafa truflandi áhrif á
líf þeirra, leiki og nám.“
Meðferð sem fyrst
Misjafnt er á hvaða aldri börn eru
greind misþroska, en það fer gjarnan
eftir því hvað foreldrar og kennarar
em athugulir á hegðun eða þroska
bamsins. „Það uppgötvast oft um
fjögurra ára aldur eða þegar böm
fara á leikskóla, en þó er algengara
að erfíðleikarnir komi ekki í ljós fyrr
en börn eru byrjuð í skóla um sex
ára aldur. Þá eru mörg böm ekki
greind fyrr en um tíu ára aldur þeg-
ar skólanámið fer að þyngjast," seg-
ir Anna Sigríður og nefnir einnig að
því fyrr sem börn fái greiningu og
tekist sé á við vandann, því betra.
Þegar grunur leikur á að bam sé
misþroska er fyrst leitað til bama-
læknis, þar sem læknisfræðileg
greining fer fram. Síðan er barninu
yfirleitt vísað til annarra sérfræðinga
eins og talmeinafræðinga, sálfræð-
inga og iðjuþjálfa. Þeir síðastnefndu
hafa undanfarin fímmtán ár, boðið
upp á þjálfun sem er sniðin að þörf-
um þessara barna. „Markmið iðju-
þjálfunar er að ýta undir skyn- og
hreyfíþroska bamanna og auka
þannig færni þeirra í hinu daglega
lífí,“ segir Anna Sigríður.
„Iðjuþjálfar byggja mikið á með-
ferð sem heitir „Sensory Integration
Therapy" eða skynheildunarþjálfun,
sem gengur út á að örva grunnþætt-
ina í miðtaugakerfínu, sem eru jafn-
vægis-, snerti-, og stöðu-hreyfiskyn.
Þegar börnin bæta árangur sinn á
þessu sviði, fer þeim að líða betur
og eru betur undir það búin að tak-
ast á við önnur verkefni í hinu dag-
lega lífí,“ segir Anna Sigríður.
Skllningur umhverfis
„Misþroska börn hafa eðlilega
greind þrátt fyrir erfiðleika með lík-
amlegar hreyfingar og klaufaskap,"
segir Anna Sigríður. „Það skiptir
mikiu að finna út á hvaða sviði þau
eiga í erfíðleikum og byggja meðferð-
ina síðan á því. Einnig er mikilvægt
að benda þeim á sínar sterku hliðar
til að auka sjálfstraust þeirra. Aðstoð
við börnin getur einnig falist í því
að breyta umhverfinu, þannig að það
verði skilningsríkara gagnvart erfið-
leikunum og geri kröfur til barnanna
í samræmi við getu þeirra."
Anna Sigríður segir að Iðjuþjálfa-
félagið sé að vinna að því að koma
iðjuþjálfum inn í skólana. „Á þann
■ hátt ættu leikskóla- og grannskóla-
kennarar greiðari aðgang að iðju-
þjálfun og ráðgjöf fýrir misþroska
börn. Við gætum þannig greint mis-
þroskann mun fyrr og ennfremur náð
til þeirra bama sem era með vægari
einkenni. Þeim væri til dæmis hægt
að hjálpa heilmikið í samstarfi við
kennara og aðra sérfræðinga í skól-
Mikilvægt að iðjuþjálfar
starfi innan skólakerfisins
Anna
Sigríður
Jónsdóttir
Fljótur að ná
árangri enda
jákvæður og
áhugasamur
RAGNAR Þór Harðarson er nú sex
ára gamall, en hann var greindur
misþroska þegar hann var fjögurra
ára. Móðir hans, Ólöf Þórólfsdóttir,
fór með hann snemma í greiningu
til bamalæknis á Landakotsspítala,
vegna þess hve hann var seinn til
máls og handar. „Mig hafði reyndar
lengi granað að eitthvað gæti verið
að, því meðgangan og fæðingin var
mjög erfið. Og þrátt fyrir að ég færi
gætilega og lægi fyrir nær alla með-
gönguna, kom Ragnar i heiminn
mánuði fyrir tímann,“ segir Ólöf.
Eftir að Ragnar hafði verið greind-
ur misþroska þurfti hann að bíða í
rúmt ár eftir að komast í meðferð
hjá iðjuþjálfa, en þangað til gerði
Olöf ýmsar æfingar með honum
heima. í febrúar sl. byijaði hann svo
í markvissri
þjálfun, tvisvar í
viku, rúman
hálftíma í senn.
„Hann var mjög
fljótur að ná ár-
angri, enda var
hann jákvæður
og áhugasam-
ur,“ segir Ólöf.
„Hann varð
fljótt mun stöð-
ugri í hreyfing-
um og átti til að
mynda mun auð-
veldara með að
sitja kyrr en
áður. Og um leið
og hann varð
öruggari með allar hreyfingar fór
honum að ganga betur á andlega
sviðinu og málþroskanum miðaði
áfram. I ágúst síðastliðnum var hann
kominn með eðlilegar hreyfingar og
hreyfigetu á við jafnaldra sína, en
hann var rúmu ári á eftir þegar hann
byijaði í iðjuþjálfuninni."
Ragnar byijaði í sex ára bekk í
haust og gengur mjög vel. „Hann
er að vísu í sérdeild út af málþroskan-
um, en þess utan er hann samferða
jafnöldranum, enn sem komið er.“
Ólöf er ein af stofnendum Félags
aðstandenda bama með sérþarfír í
Hafnarfírði, en félagið hefur að und-
anfömu unnið að því, ásamt iðjuþjálf-
um, að fá iðjuþjálfa til starfa í leik-
skólum og grunnskólum bæjarins.
„Eins og fyrirkomulagið er núna tek-
ur mjög langan tíma að koma barni
í iðjuþjálfun eftir greiningu, en bið-
tíminn getur verið hátt í tvö ár,“
segir hún. „Ef iðjuþjálfar væra í leik-
skólum og grannskólum, gætu þeir
leiðbeint kennurum um hvemig
þjálfa megi misþroska böm og tekið
þau böm út sem væra með slæm
einkenni og sett í sérþjálfun. Þannig
væri hægt að ná fyrr til barna sem
væra með þroskafrávik." ■
AS
vandamál?
Silical er náftárjieíp hætiMni
ftftm vinnur o,c-'ir> óþ&gmdum i
maga 'A) f.t/rkir Lanrívefi
Ukíirnan'. og bt-in.
Silicol /órkar geqn brJÞtsvíða,
nébit, /æqurfi rn -/ ij ■■■ <•!n'lurn
‘síndgnn'ji, uppþfsmbv
og bæði niðurgangi og harðlífi.
Silicol hentar öllum!
Silicol hjálpar
Vinsælasta heilsuefnið í Þýskalandi, Svíþjóð
og Bretlandi!
Silicol er hrein nóttúruafurð ón hliðarverkana.
ANITA Bundy, iðjuþjálfi og
prófessor við háskólann í
Fort Collins í Colorado-fylki
í Bandaríkjunum, hefur
margra ára starfsreynslu í
iðjuþjálfun bama og fullorð-
inna með misþroska. Hún er
einn af höfundum bókarinnar
„Sensory Integration Theory
and Practice“ sem fjallar
meðal annars um þátegund
þjálfunar sem hefur verið
nefnd skynheildun á íslandi, en hún
hefur verið iðkuð í áratugi af iðju-
þjálfum um allan heim.
Anita segir í samtali við Daglegt
líf að misþroska megi lýsa á þann
hátt að líkaminn geri ekki það sem
heilinn segi honum að gera. „Mis-
þroska börn eru oft mjög vel gefin
en vegna ákveðins misbrests á sam-
spili skynboða, tekst þeim ekki alltaf
að stjórna líkamanum svo vel sé.
Þessi böm gera sér yfírleitt grein
fyrir fötlun sinni og það eykur á
vanlíðan þeirra; sjálfstraustið verður
minna og þau draga sig annaðhvort
í hlé frá umhverfi sínu eða láta kjána-
lega til að fela veikleika sína.“
Anita segir ennfremur að þessi
börn eyði mun meiri orku en venjuleg
börn, því þau þurfí að leggja meira
á sig til að allt gangi upp. „Þegar
misþroska bam er til dæmis
að skrifa, þarf það samtímis
að einbeita sér að því að halda
rétt á blýantinum og að hlusta
á kennarann, en það krefst
mikillar orku hjá slíku barni.
Venjulegt bam getur gert
báða þessa hluti án þess að
hafa mikið fyrir því.“
Iðjuþjálfar í skólum
Anita kom til íslands í
haust til að halda námskeið fyrir
iðjuþjálfa, en leikskólakennurum,
þroska-og sjúkraþjálfum var einnig
boðið á hluta námskeiðsins. Nám-
skeiðið, sem var einkar vel sótt, fjall-
aði meðal annars um örvun á skyn-,
og hreyfiþroska, en þar voru líka
kynnt úrræði sem hægt væri að nýta
í skólum og leikskólum til að mæta
þörfum misþroska barna.
Anita segir að þrátt fyrir gott starf
iðjuþjálfa hér á landi sé augljóst að
misþroski barna uppgötvist oft of
seint og því sé nauðsynlegt að iðju-
þjálfar starfi innan skólakerfísins,
en það hafi gefíð góða raun í Banda-
ríkjunum. „Það er mikilvægt að iðju-
þjálfar vinni í nánu samstarfi við
kennara og aðra sérfræðinga, eins
og til dæmis á skólaskrifstofum,*1
segir hún að lokum. ■
Anita Bundy
Arna Schram
Fæst í apótekum.
Hættu að raka á
þér fótleggina!
Samkvæmistíminn erfram undan
One Touch kremin
eyða hárunum sársaukalaust!
Svo einfalt er það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið
og strjúkið pað síðan af með
rökum pvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður mjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Útsölustaðir:
Sensitive
,fynr
iðkvæma
húð
legular
fyrir
enjulega
Bikini
fyrir
„bikini"
svæði
Flestar snyrtivöruverslanir, apóték og snyrtivörudeildir Hagkaupa.