Morgunblaðið - 06.11.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 C 3
FRÉTTIR
Gislason Fish Selling Ltd.
selur bæði rækju og jarðýtur
BALDVIN Gíslason í
Gislason Fish Selling
Ltd. flutti til Hull fyrir
rúmum 10 árum. Hann
býr þar ásamt eiginkonu
sinni, Helenu Sigtryggsdóttur, og 12 ára gömlum syni, Hlyni Fannari.
Tvö uppkomin börn þeirra hjóna búa á íslandi.
Baldvin Gíslason hefur
verið áratug í Hull
„Ég vann í sjávarútvegsráðu-
neytinu þegar fyrirtækið J. Marr,
hér í Hull, auglýsti snemma árs
1986 í Morgunblaðinu eftir manni.
Það sóttu 50-60 manns um og ég
var ráðinn," segir Baldvin um til-
drög þess að hann lenti á Humber-
svæðinu. Verkefni hans hjá J.
Marr var að annast umsjón og
afgreiðslu íslenskra fiskiskipa pg
innflutning á ísuðum fiski frá Is-
landi. Ari síðar var stofnað sam-
eignarfélagið Gislason & Marr Ltd.
um íslandsfiskinn með jafnri hlut-
deild Baldvins og J. Marr. Þegar
framboð af ísfiski minnkaði seldi
hann J. Marr sinn hlut og hefur
starfað sjálfstætt um þriggja ára
skeið.
„Ég fæst aðallega við _að selja
rækju og frosinn fisk frá íslandi,“
segir Baldvin. „Einnig hef ég selt
rússafisk til Spánar og Portúgal.
Ég hef iíka selt þangað á hveiju
ári nokkra gáma af saltfiski sem
ég hef keypt hér á svæðinu."
Baldvin hefur_ selt rækju fyrir
aðila á borð við íslenskt marfang,
Bakka hf. í Hnífsdal, Hafex og
fleiri. Hann segir að rækjumarkað-
urinn hafi verið erfiður um skeið
og verð lækkað vikulega. „Ég
stefni að því að gera betur í sölu
á íslenskri rækju og frosnum fiski,“
segir Baldvin. „Maður er orðinn
það sjóaður í þessu og ég hef góð
sambönd. Maður getur selt þeim
sem maður þekkir og veit að eru
öruggir kaupendur."
Þrátt fyrir áföll í rækjunni hefur
reksturinn gengið vel - eiginlega
of vel. Umfangið varð meira en
Baldvin hafði ætlað svo hann
stofnaði hiutafélag um reksturinn.
Undanfarin þijú ár hefur ársveltan
hjá honum verið frá 1,2 milljónum
punda (um 130 millj. kr.) upp í
1,7 milljónir punda (184 millj. kr.).
Mörg ár í þróunarhjálp
Baldvin einskorðar sig ekki við
sjávarafla heldur hefur hann einn-
ig útvegað tækjabúnað af ýmsu
tagi, til dæmis frystivélar og
þungavinnuvélar til malamnnslu,
og selt til íslands og Afríku. Hann
hefur keypt þungavinnuvélarnar
af breska varnarmálaráðuneytinu
Morgunblaðið/Guðni
BALDVIN Gíslason hefur
búið á ellefta ár í Hull. Hann
hefur bæði selt rækju, fisk,
frystivélar og jarðýtur.
og segir þær oft lítið sem ekkert
notaðar. Þá hefur hann selt marga
vörubíla og jeppa til Kenýa. En
hvers vegna selur hann til Afríku?
„Ég var fyrsti fasti starfsmaður
Þróunarsamvinnustofnunar ís-
lands og þekki vel til í Afríku,“
segir Baldvin. Hann var sendur til
Grænhöfðaeyja 1977 og lagði
grundvöll að verkefni sem íslend-
ingar unnu þar. Þá stjórnaði hann
fiskveiðiverkefni og var skipstjóri
í Kenýa 1978-82, eins kenndi hann
Kenýamönnum siglingafræði.
Einnig var hann tvö ár skipstjóri
á rannsóknaskipi í Jemen á vegum
FAO.
Undanfarin ár hefur Baldvin
veitt ráðgjöf varðandi sókn á fjar-
læg mið. Hann fór til Viktoríuvatns
á vegum indversks fyrirtækis og í
vetur til Kólumbíu að kanna mögu-
leika á veiðum fyrir íslenska út-
gerð. Næst heldur hann til Eritreu.
Hann var á vegum FAO í Eritreu
þegar mestu óeirðirnar gengu þar
yfir. Baldvin telur Eritreu áhuga-
vert svæði fyrir smærri og meðal-
stóra báta frá íslandi. Hann segir
að þar séu góð rækjumið og fiskim-
ið ofantil í köntunum í Rauðahafi
vestanverðu.
Sardínan
sést ekki
við Namibíu
• HELDUR illa áraði fyrir
sjávarútvegfinum í Namibíu á
fyrra misseri þessa árs. Þá
var til dæmis tap á fyrirtæk-
inu Namibian Sea Products
og einnig og mikiu meira á
samstarfsfyrirtækinu Namib-
ian fishing Industries. Á
sama tíma í fyrra var nokkur
hagnaðar á báðum fyrirtækj-
unum.
Meginástæðan fyrir þess-
um umskiptum er, að sardín-
an hefur ekki látið sjá sig við
Namibíu að þessu sinni og
hafði engri verið landað 31.
ágúst þegar vertíðinni iauk.
Veiðar á öðrum bræðsiufiski
eru þó svipaðar og i fyrra.
Fyrirtækið Seaflower
Whitefish, sem er að hiuta til
í eigu íslenzkra sjávarafurða,
byggir afkomu sína á veiðum
á lýsingi og öðrum bolfiski.
Því hefur sardínuhvarfið
ekki sömu áhrif á rekstur
þess.
Sama sagan í Angóla
Við Angóla er iíka afla-
brestur og fiskifræðingar
kunna ekki skýringar á því
hvers vegna ekkert er um
sardinu og Iítið um annan
fisk.
Verulegir möguleikar í útgerð á fjarlægum slóðum um víða veröld
Afla þarf víðtækari
þekkingar og reynslu
ÍSLENDINGAR þurfa að afla sér
mun víðtækari reynslu og þekk-
ingar til að geta stundað útgerð
og veiðar á fjarlægum miðum. Er
þar bæði átt við beinar úthafsveið-
ar og veiðar í lögsögu annarra
ríkja í fjarlægum heimsálfum. ís-
lenskir skipstjórar þurfa að öðlast
meiri reynslu meðal annars í því
að starfa með framandi þjóðum í
framandi umhverfi og útgerðar-
menn þurfa að setja sér langtíma-
markmið og stefna að þátttöku í
fyrirtækjum í þessum fjarlægu
löndum til þess að fá nýja mögu-
leika fyrir skip sín. Þetta segja
þeir Jens Valdimarsson hjá ísbú
og Sigurbjörn Svavarsson hjá
Granda í samtali við Morgunblaðið
þegar þeir eru spurðir um mögu-
eika íslendinga á fiskveiðum á
fjarlægum miðum. Umfjöllunin og
upplýsingarnar á kortinu byggjast
á samtölum við þá.
Fram kom á ráðstefnu um út-
hafsveiðar Islendinga sem nýlega
var haldin að þær skila kringum
10 milljörðum í þjóðarbúið á þessu
ári. Veiðarnar standa misjafnlega
lengi eftir því hvert svæðið er og
hvaða tegund er um að ræða og
eru allt frá 20 til 60 skip að veið-
um í senn. Sé úthald þeirra reikn-
að saman skapa veiðarnar nærri
30 togurum verkefni árið um
kring. Utlit er fyrir nokkurn sam-
drátt á næsta ári og er það talið
samsvara úthaldi 40 til 50 togara
í tvo mánuði eða 8 til 10 togara
í heilt ár. Gert er ráð fyrir heldur
minni tekjum af veiðum á íjarlæg-
um miðum á næsta ári eða um
8,3 milljörðum króna. En hvaða
möguleika hafa íslenskir útgerðar-
menn til að mæta slíkum sain-
drætti?
Sameign í stað kvóta
Þar sem líklegt má telja að sam-
ið verði um veiðar í Barentshafi
og komið verði á stjórn á veiðum
á Flæmska hattinum fækkar
nokkuð möguleikum íslenskra
skipa til raunverulegra úthafs-
veiða. í framhaldi af því horfa
útgerðarmenn til veiða í lögsögu
annarra ríkja. Fram til þessa hefur
verið unnt að semja um kvóta við
mörg strandríki og þannig hafa
t.d. Rússar og Spánveijar fengið
kvóta hjá ríkjum í Afríku og Suð-
ur-Ameríku. Þessir möguleikar
eru nú að þrengjast því ríkin vilja
ekki lengur semja um kvóta heldur
fá beina þátttöku í útgerð og jafn-
vel fiskvinnslu. Þar liggja mögu-
leikar íslendinga og þegar hafa
verið numin lönd á þennan hátt í
Chile, á Falklandseyjum, Indlandi,
Namibíu, Mexíkó og Kamtsjatka.
Getur verið um að ræða að kaupa
hlut í fyrirtækjum sem þegar eru
starfandi, stofna ný með sameigin-
legu eignarhaldi eða jafnvel að
taka þátt í eins konar þróunar-
verkefni sem styrkt er af þriðja
aðila, t.d. FAO.
verður á svæðisbundinni fiskveiði-
stjórn, skipaðar sérstakar nefndir
til að koma stjórn á veiðar á
ákveðnum svæðum. Ljóst er að
íslendingar geta tekið þátt í störf-
um slíkra nefnda ef þeir hafa þeg-
ar aflað sér reynslu og þekkingar
á viðkomandi svæði á sama hátt
og Japanir hafa aflað sér reynslu
af túnfiskveiðum og Færeyingar
af veiðum á búra, m.a. suður und-
ir Azoreyjar. Ný reynsla íslend-
inga er aðallega af Barentshafinu,
Flæmska hattinum og Reykjanes-
hrygg og telja þeir útgerðarmenn
sem hafa áhuga á þessum fjarlægu
veiðum að afla verði reynslu sunn-
ar úr Atlantshafi. Hafa t.d. Rússar
einnig mikla reynslu af þessum
svæðum og hafa stundað það
rannsóknir og spurning hvort ná
mætti samvinnu við þá.
Aðrar tegundir - ný mið
Möguleikarnir felast m.a. í því
að sækja í aðrar tegundir en nú
þegar eru veiddar við þessi lönd.
Getur(Sæði þurft að sækja á ný
mið vegna ofveiði eða vegna þess
að menn hafa ekki haft tæknilega
möguleika eða áhuga á að sækja
lengra út og er oft talað um 50 m
dýptarmörk sem viðmiðun í þessu
sambandi. Þá getur nýr hugsunar-
háttur sem kemur með nýjum
skipstjórum opnað nýja mögu-
leika, t.d. þar sem íbúar hafa van-
ist því að veiða aðeins á daginn
og finnst fráleitt að hægt sé að
stunda veiðar á vöktum allan sól-
arhringinn. En það getur líka ver-
ið snúið að benda á þessa mögu-
leika og þess vegna rekast menn
á ýmsar hindranir þegar hefjast
skal handa í fjarlægum löndum
og framandi í allt öðru umhverfi
og hugsunarhætti en menn eru
vanir hér norður frá.
Lykilatriði í þessum efnum er
að undirbúningur. Kanna þarf
hvaða möguleikar eru fyrir hendi,
hvaða tegundir, hvers konar fyrir-
komulag á útgerð, hvaða sam-
starfsaðilar gætu komið til og
hversu mikil fjárfesting. Einnig
þarf að kanna hvaða breytingar
þarf hugsanlega að gera á skipun-
um. Ljóst er til dæmis að eigi að
veiða á svæðum nálægt miðbaug
þar sem hiti er mikill verður að
útbúa bæði íbúðir, vélar og fiski-
geymslur með sérstökum kælibún-
aði. Þar sem samvinna um útgerð
og/eð_a fiskvinnslu hefur tekist
með íslendingum og fyrirtækjum
hjá öðrum þjóðum hafa annars
konar viðskipti siglt í kjölfarið.
Má þar nefna sala á veiðarfærum,
fiskvinnslutækjum og öðrum bún-
aði.
Þá er einnig ljóst að víða komið