Morgunblaðið - 06.11.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1996 C 5
Innleiða þarf svokallaða
tvíflöggun fyrir fiskiskip
AÐALFUNDUR LJU lagðist gegn því
að samningur okkar við Norðmenn um
loðnuveiðar yrði endurnýjaður. Fundar-
menn samþykktu ályktun þess efnis að
stjórnvöld ynnu að því með útvegsmönn-
um að stuðlað yrði að áframhaldandi jákvæðri þróun úthafsveiða.
Ályktanir fundarins fara hér á eftir að undanskilinni ályktun um efna-
hagsmál, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag:
Ályktanir frá
aðalfundi LÍÚ
SNÆBJÖRN Ólafsson skipstjóri á Sigurborginni
með skipið og hlerana í baksýn.
J. Hiiiriksson kynnir
nýja gerð toghlera
Aðalfundur LÍÚ 1996 óskar eftir
því við stjórnvöld að þau vinni að
því með útvegsmönnum að stuðla
að áframhaldandi jákvæðri þróun
úthafsveiða. Markmið samstarfsins
verði að auka líkur á að íslensk
skip og sjómenn sæki verkefni er-
lendis. Það sem m.a. þarf að huga
að eru frekari verkefni, öflun verk-
þekkingar og samvinna við hlutað-
eigandi aðila.
Aðalfundur LÍÚ 1996 skorar á
stjórnvöld að endurnýja ekki loðnu-
samninginn við Norðmenn þegar
hann rennur út árið 1998, enda
hefur engin loðna gengið í norska
lösögu við Jan Mayen í 10 ár. í ljósi
þessa hafnar fundurinn þeirri leið
til lausnar deilum um veiðar í Bar-
entshafi að rýmka rétt Norðmanna
til loðnuveiða í íslenskri efnahags-
lögsögu gegn viðurkenningu þeirra
á veiðirétti Islendinga í Barentshafi.
Aðalfundur LÍÚ 1996 telur eðli-
legt að sá hluti norsk-íslenska sfld-
arstofnsins er ísland átti rétt á að
veiða 1996 og ekki náðist, verði
geymdur milli ára og megi íslend-
ingar því bæta því sem ekki veidd-
ist í ár við heildarafla þann sem í
hlut íslands kemur árið 1997.
Aðalfundur LÍÚ 1996 skorar á
stjórnvöld að liðka fyrir þeim út-
vegsmönnum sem hyggjast senda
skip í tímabundin verkefni erlendis.
í því felst m.a. að áunninn réttur
á íslandi við úthafsveiðar tapist
ekki þótt skip séu skráð tímabundið
í öðrum löndum. Huga þarf einnig
að því að íslenskir sjómenn tapi
ekki réttindum við tímabundin störf
erlendis svo sem sjómannaafslætti
eða í tryggingakerfinu. Einnig þarf
að innleiða svokallaða tvíflöggun
sem heimilar skipum að halda ís-
lenskri skráningu þótt þau séu
skráð undir öðru flaggi samtímis
vegna tímabundinna verkefna. Það
mundi lækka verulega allan kostn-
að og auka líkur á að íslensk skip
og sjómenn sæki verkefni erlendis.
Hægt er að horfa til Færeyja í þessu
sambandi en þarlend stjórnvöld
hafa innleitt slíkt fyrirkomulag.
Aðalfundur LÍÚ 1996 samþykkir
að ef til úthlutunar á aflaheimildum
utan lögsögu kæmi og að ákvæði
um afsal aflaheimilda kæmi til, þá
hefðu menn val um hvort þeir af-
sali heimildum innan eða utan lög-
sögu.
Aðalfundur LÍÚ 1996 telur eðli-
legt að í lögum um fiskveiðar utan
lögsögu íslands verði það tryggt
að við úthlutun aflaheimilda komi
frátafir vegna bilana eða af öðrum
óviðráðanlegum orsökum ekki niður
á varanlegri aflahlutdeild viðkom-
andi skipa.
Aðalfundur LÍÚ 1996 felur stjórn
LÍÚ að fara vandlega yfir frumvarp
um veiðar utan íslenskrar lögsögu
í umsögn sinni um frumvarpið. Leit-
ast verði við að sameina umsögn
stjómar LÍÚ umsögnum einstakra
útvegsmannafélaga.
Endurnýjun fiskiskipa.
Aðalfundur LÍÚ haldinn 31.
október og 1. nóvember 1996 skor-
ar á stjórnvöld að taka stefnumót-
andi ákvörðun um að afnema úreld-
ingarreglur fiskiskipa í áföngum á
næstu tveimur árum. Að þeim tíma
liðnum er útgerðarmönnum í sjálfs-
vald sett hversu stóram skipum er
beitt við veiðar á aflaheimildum
viðkomandi útgerðar. Kröfur um
betri meðferð hráefnis, aðbúnað sjó-
manna og opinbert eftirlit kalla á
stærri og rúmmeiri skip miðað við
sama afla en núverandi reglur vinna
á móti þessari þróun. Sérstaklega
skal bent á að vertíðar loðnu- og
síldarflotinn er orðinn gamall og
úreltur.
Slysa- og veikindakaup. Aðal-
fundur LÍÚ ályktar að unnið verði
áfram að því að lögum verði breytt
þannig að í frítímaslysum og veik-
indum verði greidd kauptrygging í
ákveðinn mánaðafjölda í stað stað-
gengilskaups eins og nú er.
Fiskveiðasjóður. Aðalfundur
LÍÚ ályktar að skora á stjórnvöld
að setja til hliðar tillögur um sam-
einingu Fiskveiðasjóðs við aðra
sjóði, heldur yrði kannaður sá
möguleiki að sjóðnum verði breytt
í hlutafélag.
Samkeppnisstaða bátaflotans.
Aðalfundur LÍÚ ályktar að stjórn
LÍÚ verði falið að leita leiða til að
rétta samkeppnisstöðu bátaflotans,
þ.e. skipa að 300 tonnum og vinna
að úrbótum til að gera þennan flokk
skipa rekstrarhæfan. M.a. með því
að fara yfir skiptaprósentu fyrir
næstu kjarasamninga þannig að
fækkun eða fjölgun í áhöfn þýði
ekki aukin launaútgjöld, fara yfir
þak og lágmark greiðslu í hina
ýmsu sjóði o.fl. o.fl.
Samkeppnisstaða ísl. sjávarút-
vegs. Aðalfundur LÍÚ ályktar að
stjórn LÍÚ standi fyrir ítarlegri
rannsókn á rekstrar- og samkeppn-
isstöðu íslensks sjávarútvegs við
samkeppnislöndin.
Millifærsla á kvóta. Aðalfundur
LÍÚ ályktar að stjórn LÍÚ beiti sér
fyrir því við sjávarútvegsráðherra,
að lögum um stjórn fiskveiða verði
breytt þannig að útgerðarmönnum
verði heimilt að færa kvóta á milli
skipa í 7-10 daga eftir að fiskveiði-
ári lýkur.
„Eftirlitsiðnaðurinn
Aðalfundur LÍÚ haldinn 31.
október og 1. nóvember 1996 skor-
ar á sjávarútvegsráðherra að beita
sér fyrir því að Fiskistofu verði
sett ráðgefandi stjórn líkt og Haf-
rannsóknastofnun og aðrar stofn-
anir sjávarútvegsins sem heyra þó
formlega undir sjávarútvegsráðu-
neytið og hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi eigi aðild að þeirri stjórn.
Telst það eðlilegt þar sem rekstur
Fiskistofu er kostaður beint af sjáv-
arútveginum.
Aðalfundur LÍÚ haldinn 31.
október og 1. nóvember 1996 skor-
ar á samgönguráðherra að beita sér
fyrir því að Siglingastofnun íslands
f.h. samgönguráðuneytis veiti
flokkunarfélögum nú þegar heimild
til að annast allar lögbundnar skoð-
anir fiskiskipa f.h. stjórnvalda, með
sama hætti og samningur milli Sigl-
ingamálastofnunar og flokkunarfé-
laga, sem tók gildi 1. september
1996, gerir ráð fyrir varðandi lög-
bundnar skoðanir kaupskipa.
Menntun og réttindi vélstjóra
og skipstjóra
Aðalfundur LÍÚ haldinn 31. okt.
og 1. nóv. 1996 lýsir yfir áhyggjum
sínum af stöðugt meiri vandkvæðum
á að manna fískiskipaflotann vél-
stjóram með tilskilin starfsréttindi.
Fundurinn hvetur menntamála-
ráðherra til að láta nú þegar fara
fram endurskoðun á reglugerð um
vélstjórnamám, hvað varðar náms-
tilhögun, námskrá og lengd náms
með hliðsjón af þörfum atvinnuveg-
anna, alþjóðasamþykktinni um
þjálfun, skírteini og vaktstöðu sjó-
manna frá 1978, (s.n. STCW-sam-
þykkt), svo og hliðstæðu réttinda-
námi í nágrannalöndum okkar,
t.a.m. Færeyjum og Danmörk.
Aðalfundurinn beinir þeim til-
mælum til samgönguráðherra að
lögum um atvinnuréttindi vélfræð-
inga, vélstjóra og vélavarða á ís-
lenskum skipum, hvað varðar rétt-
indi sem hin mismunandi stig vél-
stjómamáms veita, verði breytt til
samræmis við alþjóðasamþykkt um
þjálfun, skírteini og vaktstöðu sjó-
manna frá 1978, (s.n. STCW-sam-
þykkt), og hliðstætt réttindanám í
nágrannalöndum okkar, t.a.m.
Færeyjum og Danmörk.
Aðalfundurinn beinir því til
stjórnar samtakanna að vinna að
því að koma á viðurkenndum lærl-
ingastöðum fyrir vélstjóra í 20 til
30 skipum, að því tilskildu að fram-
angreindar ályktanir gangi eftir.
Aðalfundurinn telur nauðsynlegt
að kröfur þær sem gerðar era í
starfsreglum Undanþágunefndar,
verði aðlagaðar að þörfum atvinnu-
lífsins, þegar ljóst liggur fyrir að
skortur er á yfirmönnum með full-
nægjandi starfsréttindi til starfa á
fiskiskipum, án þess þó að slakað
verði á öryggiskröfum.
Aðalfundurinn hvetur mennta-
málaráðherra til að beita sér fyrir
því að eðlisfræði verði gerð að
skyldufagi í grunnskólum og enn-
fremur að kennsla í eðlisfræði verði
gerð eins „lifandi“ og kostur er.
Eðlisfræði er undirstaða alls verk-
legs náms, því er mjög mikilvægt
að henni verði meiri gaumur gefinn
til að vekja áhuga nemenda á verk-
legu námi.
Aðalfundurinn hvetur mennta-
málaráðherra til að beita sér fyrir
því að þeim skólum sem annast
vélstjórnarkennslu verði gert kleift
að mæta þeim kröfum um kennslu-
tælqabúnað sem nauðsynlegur er
vegna sérstöðu vélstjóramenntun-
arinnar og hraðfara tækniþróunar.
Aðalfundurinn lýsir sig mótfall-
inn framkomnum tillögum að breyt-
ingum á skipan skipstjórnarnáms.
Fundurinn telur að þær muni leiða
til enn frekari fækkunar þeirra sem
sækja nám í skipstjórnarfræðum.
Aðalfundurinn fer fram á endur-
skoðun á kröfum til réttinda II.
stýrimanns á fiskiskipum.
„Skjótast strax út
og taka skverinn“
en við hönnun þeirra var að mestu
leika Poly-Ice hleranna.
„Enn á ný leituðum við til Verk-
fræðideildar Háskóla íslands og
gerðum tilraunir með straumflæðið
á mörgum mismunandi útfærslum.
Þegar allir voru orðnir ánægðir var
farið með líkan af hleranum í til-
raunatank þar sem eiginleikar hans
voru skoðaðir," segir Atli Jósafats-
son starfsmaður J. Hinrikssonar.
Hlerarnir eru hannaðir á sama
grundvelli og Poly-Ice hlerar að því
undanskildu að Poly-Ice „V“ hler-
arnir eru með liðbrakketi sem auð-
veldar mjög köstun hleranna.
Prófanir á Lómnum
Farið var með fyrsta parið, 6,0
m2 og 1.800 kg hlera á rækjuveiðar
með Lómnum þar sem þeir vora
reyndir við 2.300 möskva Bastard
troli.
„Árangurinn var góður og frá-
bærir eiginleikar hleranna komu
strax í ljós þegar þeim var kastað.
Þeir hreinlega skutust út frá skip-
inu og voru komnir í fullan „skver“
á nokkram föðmum.
Við lok tilrauna á Lómnum voru
hlerarnir settir í land á Hvamms-
FISKNEYSLA í Þýskalandi minnkaði
nokkuð á síðasta ári eða úr 14,2 kg
á mann árið 1994 í 13,8 kg. í fiskiðn-
aðinum þar í landi hafa menn þó litl-
ar áhyggjur af þessu, kalla tölumar
bara gáru á annars sléttum sjó, og
minna á, að frá 1983 hefur fiskneysl-
an á mann aukist um þijú kg.
Niðursoðinn og maríneraður fisk-
ur hefur enn forystu á markaðnum
með 32% en síðan kemur frosinn
fiskur, 28%, og skelfiskur í þriðja
sæti með 15%. í langan tima hefur
síldin verið vinsælasta fisktegundin
í Þýskalandi en nú hefur stöðu
hennar verið ógnað í fyrsta sinn.
Féll hlutur síldarinnar á mark-
aðnum úr 27,5% 1994 í 24,4% 1995
TOGHLERAFRAMLEIÐAND-
INN J. Hinriksson ehf. í Reykja-
vík er nú að kynna nýja útgáfu
af Poly-Ice toghlerum. Hér er
um að ræða svokallaða V-hlera,
stuðst við hönnun, hæfni og eigin-
tanga þar sem til stóð að senda þá
suður til okkar. Snæbjörn Ólafsson
skipstjóri á Sigurborginni sá þá á
bryggjunni á Hvammstanga og bað
um að fá að reyna þá við grálúðu-
veiðar sem þeir voru að byrja á.
Það leyfí var auðfengið og eftir tvo
túra er Snæbjörn það ánægður með
hlerana að hann neitar að skila
þeim og hefur fengið leyfi til að
reyna þá við aðrar veiðar,“ segir
Atli.
Bjartsýnir á vinsældir
„Þetta era frábærir hlerar,“ seg-
ir Snæbjörn. „Með eldri hleranum
höldum við í til að þeir taki „skver-
inn“ með þetta létta botntroll, en
þessi Poly-Ice V-hlerar skjótast
strax út og taka „skverinn“. Hler-
arnir era eins og hugur manns,
gott að kasta þeim og léttir í drætti
og upphífingu."
„Miðað við þessar góðu viðtökur
sem fyrsta V-hleraparið okkar fær,
eram við mjög bjartsýnir á að þeir
eigi eftir að njóta mikilla vinsælda
og þá sérstaklega meðal rækjuskip-
stjórnarmanna," segir Atli.
en Alaskaufsinn fór á sama tíma
úr 18,3% í 23,5%. Eru vinsældir
síldarinnar um áratugaskeið eink-
um raktar til þess hve afurðimar
úr henni en fjölbreyttar. Smásölu-
verð á fiski í Þýskalandi hækkaði
aðeins lítið á síðasta ári og er tölu-
vert fyrir neðan meðalverð á mat-
vælum.
Fiskframboð á þýska markaðn-
um 1995 var 1,13 milljónir tonna
og af innflutningsríkjum var Noreg-
ur efst á blaði með 22% en síðan
Danir með 19%. Hollendingar voru
með 8%, Tæland 6% og ísland og
Pólland með 5%. Þá juku Rússar
sinn hlut úr 2% í 4%.
Fiskveiðistefnu mótmælt
Ufsinn á toppinn
1 LOÐNUBATAR
Nafn Staerð Afll 8j«f. Lóndunarst.
! kap vi: 4 402 863 1 VestmennaByjar
" VÍKÍNGÚR ÁK 100 950 1283 1 Vestmannaeyjar
HÁBERG GK S9& 366 1300 3 Grjndavík
JÓN SIGURÐSSON GK 62 1013 824 1 Grindavík
$£LUÐI GK 445 731 865 2 Akranes
SVANUR RE 45 334 852 3 Bolungarvík
ANTARES VE 18 430 1019 1 Siglufjörður 1
BJARNI ÓLAFSSON AK 70 '556 1025 1 Siglufjöriáur
'• aöRG lóNsoónw þh m 499 790 1 Siglufjörður :
FAXI RE 241 331 632 1 Siglufjöröur
r GRINDVlKINGUR GK 6OS 577 1023 1 Siglufjörðtir
SIGHVATUR BJARNASON VE 81 666 210 1 Siglufjörður
ÞÓRDUR JÓNASSON £A 300 j 324 689 1 Siglufjöröur ]
SUNNUBERG GK 199 385 634 1 Vopnafjörður
I JÓN KJARTANSSON SU 111 ' 775 1074 I Eskifjöröur j
SKELFISKBA TAR
Nafn Staarð Afli SJÓf. Lfindunarst.
j FARSÆLL SH 30 178 56 6 Grundar^örður i|
HAUKABERG SH 20 104 51 6 Grundarfjörður
GRETTIR SH 104 148 51 5 Stykkishólmur 1
GlSLI GUNNARSSON II SH Bi 18 23 4 Stykkishóimur
HRÖNNBA33S 41 51 5 Stykkishólmur f|
KRISTINN FRIÐRÍkSSÖN SH í 104 55 5 Stykkishólmur
SVANUR SH1U 138 58 5 Stykkishólmur
ÁRSÆLL SH 88 101 49 5 Stykkishólmur
ÞÓRSNES II SH 109 146 59 5 Stykkishólmur
AÐALFUNDUR Sjómannafélags
Reykjavíkur, haldinn 25. október
1996, skorar á útgerðarmenn að
huga betur að öryggismálum sjó-
manna. Alltof algengt er að þau
tæki sem sjómenn þurfa að vinna
við séu ekki í lagi. Og þrátt fyrir
ábendingar um betrumbætur drag-
ast framkvæmdir von úr viti.
Fundurinn bendir á langar fjar-
vistir sjómanna á fiskvinnsluskipum
og þau mörgu vandamál sem fylgja
í kjölfarið. Brýnt er að leita lausna
á þessum málum hið fyrsta.
Fundurinn mótmælir harðlega
þeirri þróun sem orðið hefur í fisk-
veiðistefnu landsmanna. Fiskveiði-
kvótinn, sem talinn er eign allra
landsmanna, hefur færst yfir á
fárra manna hendur. Hagnaður af
sölu og braski með kvótann hefur
að miklu leyti verið varið til kaupa
á erlendum fyrirtækjum en ekki
nýttur til að efla íslenskt atvinnu-
líf og skapa fleiri mönnum vinnu.
Einnig á þetta við um farskipaút-
gerðirnar sem í ríkari mæli eru
farnar að manna skipin erlendum
sjómönnum á smánarlaunum sem
hefur orðið þess valdandi að ís-
lenskir farmenn hafa misst störf-
sín.