Morgunblaðið - 06.11.1996, Page 6

Morgunblaðið - 06.11.1996, Page 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Jl__ 11— Alls fóru 54,Óöanh af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 12,3 tonn á 85,21 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 0,9 tonn á 84,39 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 40,9 tonn á 115,47 kr./kg. Af karfa voru seld 38,9 tonn. í Hafnarfirði á 61,07 kr. (1,91), á 403,00 kr. (0,11) á Faxamarkaði og á 67,23 kr. (36,91) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 91,6 tonn. í Hafnarfirði á 54,95 kr. (36,41), á Faxagarði á 29,00 kr. (0,11) og á 63,49 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (55,21). Af ýsu voru seld 63,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 95,99 kr./kg. Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 355,8 tonn á 145,69 kr./kg. Þarafvoru 110,8 tonn af þorski seld á 148,97 kr./kg. Af ýsu voru seld 128,0 tonná 132,04 kr./kg, 24,6 tonn af kola á 205,89 kr./kg og 29,3 tonn af karfa á 96,87 kr./kg. Þorskur <= Karfi Ufsi Ekkert bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Veiðar dragast saman og verð liækkar á túnfiskinum Búist við að verðið dragi úr eftirspum TÚNFISKUR er einn verðmæt- asti fiskur, sem dreginn ér úr sjó, og ásóknin í hann er því mikil. Eru flestir túnfiskstofnar nú þegar fullnýttir eða ofnýttir og veiðin dregst saman ár frá ári. Á síðustu mánuðum hefur veiðin verið óvenju léleg á helstu veiðisvæðunum og verðið þess vegna rokið upp úr öllu valdi. Verð á niðursoðnum túnfiski hefur trúlega aldrei verið hærra í Evrópu en í september sl. og því er búist við, að draga muni úr eftirspurn eftir honum á næstunni. Það mun svo síðar segja til sín á markaðnum. t * Veiðin á öllum helstu tún- fiskmiðunum hefur verið lítil á þessu ári og sem dæmi má nefna, að á Indlandshafi er samdrátturinn 40% milli ára. Það sama var uppi á teningnum í Vestur-Kyrrahafi. í Austur-Kyrrahafi þar sem veið- arnar fóru vel af stað í upphafi árs duttu þær niður þegar á leið. Heildarveiðin á þessu hafsvæði er þó svipuð og í fyrra. í Atlantshafi er einnig um að ræða samdrátt en þar eru það aðallega Frakkar og Spánveijar, sem veiðarnar stunda. Verð á niðursoðnum tún- fiski af öllum tegundum hefur því hækkað verulega og sér ekki fyrir endann á því enn. Miklu landað í Mexíkó felli af matareitrun í Japan og urðu þau til að draga úr eftirspurn eftir svokölluðu sashimi en í það er notaður hrár fiskur, meðal ann- ars túnfiskur. Það hafði þó ekki áhrif á heildareftirspumina eftir túnfiski því að hún jókst á móti mikið í niðursoðna fiskinum. Innflutningur á túnfiski til Jap- ans minnkaði á fyrri helmingi þessa árs, fór úr 177.000 1995 í 166.000 tonn nú, en langstærstir Evrópusambandið í honum eru Tævanar og hafa lengi verið. Túnfiskbirgðir í Japan hafa því minnkað töluvert og eru nú 25% minni en um mitt síðasta Minna flutt til Bandaríkjanna Innflutningur á niðursoðnum túnfiski til Bandaríkjanna heldur áfram að minnka. Var hann 47.000 tonn á fyrra misseri þessa árs en 52.000 tonn á sama tíma fyrir ári. Kemur hann að stærstum hluta frá Tælandi en hann minnk- ar þó ár frá ári vegna erfiðleik- anna, sem vaxandi hráefnisskort- ur veldur niðurlagningariðnaðin- um þar í landi. Af þessum sökum hefur verð á niðursoðnum túnfiski á Bandaríkjamarkaði hækkað töluvert. Innflutningur á niðursoðnum túnfiski til Bretlands dróst saman í Austur-Kyrrahafi var heildar- túnfiskaflinn á fyrstu átta mánuð- um þessa árs 260.000 tonn og var langmestu landað í Mexíkó eða 108.000 tonnum. 45.000 tonn komu á land í Venesúela og 40.000 tonn í Ekvador. Hefur bandarísk- um veiðiskipum verið að fjölga á þessum slóðum og var afli þeirra alls 22.500 tonn á fyrstu átta mánuðunum. Verulega dró úr túnfisklöndun- um í 51 helstu höfninni í Japan á fyrra helmingi ársins. Voru þær i samtals 160.000 tonn, 15% minni en í fyrra og þær minnstu, sem um getur. Eins og kunnugt er af fréttum hafa komið upp skæð til- Krefjast rannsókna á „svörtum“ löndunum TVEIR hollenskir þingmenn á Evrópuþinginu hafa skorað á Evr- ópusambandið að hefja rannsókn á fréttum og fullyrðingum um, að stór hluti fiskiandana, um 40%, í Bretlandi sé „svartur“. Hollensku þingmennirnir hvetja einnig til þess, að Bretar taki upp hollenska kerfið við fiskveiðistjórn en það felst í því, að ákveð- inn bátafjöldi er saman um kvóta og sjómennirnir fylgjast síðan með því sjálfir, að enginn komist upp með ólöglegar landanir. Samtök fiskkaupmanna í Skotlandi hafa skorað á hagsmunasam- tök í breskum sjávarútvegi að binda enda á veiðar Iangtumfram kvóta og segja, að að öðrum kosti komi til þess, að lokað verði fyrir allar fiskveiðar í Norðursjó. Hefur einn fiskkaupmaðurinn kært þetta framferði til samkeppnisstofnunar og krefst hann þess, að ríkisvaldið taki alla sljórn fiskveiðamála í sínar hendur þar sem samtök framleiðenda hafi brugðist. um 11% á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á fyrra misseri 1995 var um að ræða metinnflutning eða 37.600 tonn. Hafa erfiðleik- arnir í tælenska niðursuðuiðnaðin- um sagt til sín í minni innflutningi til Bretlands en á móti hafa Filippseyingar aukið sinn innflutn- ing þangað. Innflutningur þeirra er þó enn aðeins þriðjungur af innflutningi Tælendinga. Auk þess flytja Indónesar töluvert til Bret- lands. Minni innflutningur til Bret- lands olli því, að þar var skortur á niðursoðnum túnfiski og undir haustið voru birgðirnar aðeins til eins mánaðar. í Suður-Evrópu var minni sala í niðursoðnum túnfiski í sumar en í fyrra og er ástæðan ekki sú, að íbúarnir sjálfir hafi neytt minna af honum, heldur er skýringin minni ferðamanna- straumur vegna þess hve veðrið var oft óhagstætt. Eftir því sem minna veiðist af túnfískinum, því dýrara verður hráefnið og það mun skila sér alla leið til neytandans að lokum. Verð- hækkunin á því eftir að verða meiri en hún er þegar orðin og innflutningur til helstu markaðs- landanna, sem eru Bandaríkin, Bretland og Þýskaland, mun fara minnkandi. Á móti þessu vegur þó í Banda- ríkjunum, að innflutningur frá ýmsum ríkjum, sem hefur verið bannaður vegna mikils höfrunga- dráps við veiðarnar, verður leyfð- ur aftur. Þar er um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kólombíu, Ekvador, Cpsta Rica, Panama, Venesúela, Ítalíu og Japan. Er innflutningurinn háður því, að sérstakir eftirlitsmenn um borð í skipunum votti, að höfrungar hafi ekki verið drepnir um leið og túnfiskurinn. Yfirlit yfir markaðsverð á varanlegum kvóta frá 15. sept. 1995 til 15. sept. 1996 Oagsetn. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Skarkoli Rækja Síld Loðna, 1% Humar 15. sept. 1995 460 kr./kg 115 kr./kg 58 kr./kg 110 kr./kg 160 kr./kg 122 kr./kg 320 kr./kg 20 kr./kg 55 millj. 1.700 kr./kg 30. sept. 460 kr./kg 110 kr./kg 55 kr./kg 120 kr./kg 160 kr./kg 115 kr./kg 320 kr./kg 22 kr./kg 60 millj. 1.700 kr./kg 31. okt. 460 kr./kg 115 kr./kg 55 kt./kg 140 kr./kg 160 kr./kg 125 kr./kg 320 kr./kg 23 ktjkg 60 millj. 1.800 kr./kg 30. nóv. 470 kr./kg 115 kr./kg 60 kr./kg 160 kr./kg 160 kr./kg 120 kr./kg 320 kr./kg 25 kr./kg 60 millj. 2.150 kr./kg 31. ies. 500 kr./kg 120 kr./kg 60 kr./kg 160 kr./kg 165 kr./kg 122 kr./kg 340 kr./kg 28 kr./kg eOmillj. 2.100 kr./kg 31. jan. 1995 520 kr./kg 120 kr./kg 60 kr./kg 160 kr./kg 165 kr./kg 125 kr./kg 340 kr./kg 28 kr./kg 65 millj. 2.100 kr./kg 28. feb. 540 kr./kg 125 kr./kg 60 kr./kg 160 kr./kg 165 kr./kg 125 kr./kg 350 kr./kg 32 kr./kg 70millj. 2.100 kr./kg 31. mars 550 kr./kg 125 kr./kg 60 kr./kg 160 kr./kg 165 kr./kg 125 kr./kg 360 kr./kg 34 kr./kg 70 millj. 2.100 kr./kg 30. april 560 kr./kg 125 kr./kg 60 kr./kg 160 kr./kg 165 kr./kg 130 kr./kg 370 kr./kg 40 kr./kg 70 millj. 2.100 kr./kg 31. mai 600 kr./kg 125 kr./kg 60 kr./kg 165 kr./kg 170 kr./kg 130 kr./kg 380 kr./kg 50 kr./kg 70 millj. 2.100 kr./kg 30. júní 600 kr./kg 125 kr./kg 60 kr./kg 165 kr./kg 170 kr./kg 130 kr./kg 380 kr./kg 55 kr./kg 75 milij. 2.100 kr./kg 31. júlí 600 kr./kg 125 kr./kg 60 kr./kg 170 kr./kg 175 kr./kg 130 kr./kg 400 kr./kg 60 kr./kg 80 millj. 2.100 kr./kg 15. ágúsl 600 kt./kg 130 kr./kg 60 kr./kg 170 kr./kg 180 kr./kg 130 kr./kg 400 kr./kg 60 kr./kg SOmillj. 2.100 kr./kg 15. sept. 1996 680 kr./kg 180 kr./kg 70 kr./kg 190 kr./kg 200 kr./kg 130 kr./kg 400 kr./kg 70 kr./kg 85 millj. 2.100 kr./kg Þróun verðs á ísfiski ÍSDR, 1986-1996 Vísitölur, 1986 = 100 — Þorsk ur , — Ýsa i inf !n 1986 1990 1996 Sveiflur á ísfiskverðinu VERÐ á ísfiski mælt í SDR síð- ustu 10 ár hefur verið mjög sveiflukennt. Á síðari hluta síð- asta áratugar var jafnvægi reyndar mun meira en á þessum áratug. Sé aðeins litið á þorsk og ýsu, náði verðið hámarki á árinu 1991. Síðan hefur verðið farið lækkandi, en verið mjög misjafnt, sveiflazt upp og niður um tugi prósenta. Þorskverðið hefur verið heldur hærra en verð á ýsu, en svo virðist sem eftir- spurn á helztu mörkuðunum, í Hull og Grimsby í Bretlandi, fari stöðugt minnkandi og verðið lækki í samræmi við það. Útflutn- ingur héðan hefur einnig fallið gífurlega þessi síðustu ár, enda hefur innlendum mörkuðum vax- ið fiskur um hrygg. Freðfiskur Próun verðs á freðfiski ÍSDR, 1986-1996 Vísitölur, 1986 = 100 200 200 ~i—i—i—rp—i—i—i—r; 1986 1990 1996 VERÐ á frystum fiski hefur ekki lækkað eins mikið og á ísfiski frá því toppnum var náð á árunum 1992 og 1993. Sé litið 10 ár aftur í tímann kemur í ljós að verð á landfrystum fiski er um 20% hærra nú, en verð á sjófrystum fiski hefur hækkað miklu meira eða allt að 80%. Verð á sjófryst- um fiski hefur heldur hækkað á þessu ári, en verð á landfrystum fiski nánast staðið í stað. Fyrir vikið er afkoma landfrystingar afar bág um þessar mundir, en hún er talin rekin með allt. að 12% halla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.