Morgunblaðið - 06.11.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1996 C 7
Hugleiðing um frelsi
UM HAGFRÆÐI
líffræðinnar: Þau ár
sem ég hef fengist við
að hugleiða eðli há-
fijósamra cannib-
alískra fiskistofna hef-
ur oft vakið mér furðu
hve margt er líkt með
lífkerfum og hagkerf-
um. íslenski þorsk-
stofninn sem byggir
fæðuval sitt mjög lík-
lega nær eingöngu á
lögmálum framboðs
og eftirspurnar á
hentugri magafylli
virðist vera á margan
annan hátt líkur hinu
vestræna hagkerfi. Það að þorsk-
urinn skuli ekki undanskilja sína
eigin tegund þegar hann velur sér
fæðu veldur því að hann verður
mjög virkur þátttakandi í nátt-
úruvali eigin tegundar.
Þetta gerist þannig að þegar
markaðslögmálin leiða stofninn
inn í skeið mikils cannibalisma
verða það hinir hæfari sem draga
úr viðgangi hinna vanhæfari og
nýta þá jafnframt sem fæðu. I
slíku ástandi ræktar stofninn sig
mjög hratt vegna þess að hinir
fijósamari eiga meiri möguleika
en hinir ófijósömu og þeir hrað-
vaxnari eiga meiri möguleika en
þeir hægvaxta. Þetta þýðir svo að
fijósemi og vaxtarhraði vex í
stofninum og hann verður því fljót-
ari að aðlaga sig breyttum mark-
aðsskilyrðum.
Alvarleg mistök
Þegar menn skilja þetta hljóta
þeir að sjá hve alvarleg mistök það
eru að meðhöndla þorskstofninn
eins og um innstæðu í banka væri
að ræða. Miklu rökréttara væri
að umgangast hann sem sveiflu-
jöfnunarsjóð þar sem eðli hans
gerir hann að mjög fullkomnum
dempara í þeim hluta lífríkisins
sem honum tengist. Þó er brýnt
að hafa í huga að það er eðli hans
og form sem ákvarðar getu hans
til sveiflujöfnunar.
Líffræði hagfræðinnar
Um nokkurt skeið hefur íslensk-
ur sjávarútvegur verið látinn
ganga í gegnum mjög mikið nátt-
úruval. Þetta gerðist þannig að
frelsið til að veiða, vinna og ráð-
stafa var fært til eignar og gert
að framseljanlegri vöru. Sé horft
fram hjá mannlegum og félagsleg-
um afleiðingum þessa fyrirkomu-
lags verða samt eftir tvö atriði sem
fullvissa mig um að enn séu hag-
fræðingarnir heimskari en þorsk-
urinn hvað sem síðar kann að
verða. Fyrra atriðið er sú stað-
reynd að tekjur fyrirtækjanna ráð-
ast ekki eingöngu af
því hversu hæf þau
eru til að leysa við-
fangsefnið sem er að
veiða, vinna og ráð-
stafa heldur fá sum
þeirra aukatekjur af
því að leigja öðrum
frelsið til að veiða,
vinna og ráðstafa.
Þetta þýðir að fyrir-
tæki sem tapar á raun-
verulegu viðfangsefni
sínu getur stórgrætt á
því að leigja frelsi en
fyrirtæki sem græðir
á viðfangsefni sínu
getur stórtapað á því
að kaupa sér frelsi. Þannig velur
fyrirkomulagið ekki endilega þá
hæfustu og reyndar er líklegt að
þeir sem hafa dijúgar tekjur af
„Hitt atriðið er að þegar
þorskurinn gengur í
gegnum hratt náttúru
val eykur hann frjósemi
sína,“ skrifar Svein-
björn Jónsson og held-
ur svo áfram: „Hann
virðist skilja að þegar
hinn minnsti (eða van-
hæfasti) hættir að
verða til verður sá sem
áður var næstminnstur
minnstur og svo koll
af kolli þar til enginn
er eftir.“
því að leigja frelsi leysi önnur við-
fangsefni sín ekki eins vel og hin-
ir sem samt eru dæmdir til að
deyja vegna hagkvæmninnar.
Hitt atriðið er að þegar þorskur-
inn gengur í gegnum hratt nátt-
úruval eykur hann fijósemi sína.
Hann virðist skilja að þegar hinn
minnsti (eða vanhæfasti) hættir
að verða til verður sá sem áður
var næstminnstur minnstur og svo
koll af kolli þar til enginn er eftir.
Nú er nýsköpun í hagkerfum nán-
ast það sama og fijósemi í lífkerf-
um og þar sem hönnuðir
aflamarkskerfisins virðast ekki
telja þörf á neinni nýsköpun samf-
ara miklu náttúruvali verð ég að
álykta sem svo að enn sé þorskur-
inn gáfaðri hvað sem síðar kann
að verða.
Hagfræöi og líffræði
þekkingarinnar
Nú vill svo til að heimur þekk-
ingarinnar er að eðli og uppbygg-
ingu mjög líkur íslenska þorsk-
stofninum og ber einnig svip af
hinu vestræna hagkerfi. Þetta sést
vel ef menn byija að hugsa út frá
frumeiningunum sem eru annars
vegar hrogn en hins vegar hug-
myndir. Þar sem mjög ólíklegt er
að maðurinn hafi búið til þorsk-
stofninn og jafn ólíklegt verður
að teljast að þorskurinn hafi búið
til þekkingarheim mannsins verð-
um við að álykta að bæði kerfin
liafi orðið til fyrir tilstuðlan utan
aðkomandi afls eða afla og að
skyldleika þeirra megi skýra sem
afleiðingu af eðli þessa afls eða
afla.
Frelsi
Þar sem ég er ekki tilbúinn að
færa umræðuna út fyrir ystu mörk
mannlegrar þekkingar og geri mér
jafnframt grein fyrir að heimurinn
er óendanlega stór, óendanlega
smár og þar af leiðandi óendanlega
fyölbreytilegur leyfi ég mér að
stinga upp á að menn reyni að
geca sér grein fyrir hvaða afl eða
öfl eru hér á ferðinni.
Fyrsta tillaga mín er að menn
reyni að skilja hugtakið frelsi sem
náttúruafl en ekki sem hag-
stjórnartæki eða tæki stjórnmála-
manna til múgæsingar. Rökstuðn-
ingur minn fyrir þessari tillögu er
sá að valið hafi verið til á undan
þekkingunni og þar af leiðandi sé
frelsi mannsins til að velja og
hafna út frá þekkingarlegum for-
sendum og öðru aðeins ein tegund
af frelsi meðal margra. Ef tilgáta
mín um að frelsið sé náttúruafl
er rétt má ljóst vera að við verðum
að umgangast það með að minnsta
kosti jafn mikilli virðingu og
þyngdaraflið annars geta afleið-
ingarnar orðið hörmulegar. Það
hlýtur því að vera skynsamlegt
af mönnunum að líta á öll afskipti
sín af öðrum mönnum og reyndar
lífverum sem málamiðlun við frels-
ið og vera tilbúnir að breyta þeirri
málamiðlun þegar annmarkarnir
koma í ljós.
Full ástæða er til að vantreysta
allri þekkingu án þess þó að hafna
henni. Þekkingin breytist eins og
önnur form lífheimsins og þó það
veki vissulega ugg að frysta við-
fangsefnið sem hún virðist vera
fær um að leysa algjörlega og
endanlega sé að útrýma öllu lífi á
jörðinni verðum við að vona að
málamiðlun takist um að gera það
ekki.
Höfundur er smábátasjómaður á
Suðureyri.
Sveinbjörn Jónsson
SMHmMJB
Örbylgjutalstöð
RS 8300
IK
| ✓ INNBYGGÐUR LEITARI
| ✓ ÖFLUG TALSTÖÐ
| ✓ HAGSTÆTT VERÐ
mmmiLámsm
FiSKISLÓÐ 90, REYKJAVÍK I
SÍMI 552 2111 !
........ l-l
Mm i nfja oMI
Cleopatra Fisherman 38F — Nýr, hraðgengur bátur, hannaður
til að mæta kröfum atvinnusjómanna varðandi afl, hraða, styrk og sjóhæfni.
Hentar til neta- og línuveiða. Einnig er möguleiki að útbúa hann til rækju-
eða togveiða. Fiskilest er 13 rúmm. ætluð fyrir kör.
Tæknilegar upplýsingar:
Stærð: 13.8 brt. • Lengd: 11.7 m.
Eldsneyti: 2.800 L • FiskHest: 13.5 rúmm.
Vatn: 400 L • Ganghraði 24 hnútar.
Leitið upplýsinga
TxcÆjar
Hjallahrauni 2, Hafh,
s.555 1027.
SÓLBAKUR EA Á HALANUM
Morgunblaðið/Muggur
BÁTAR-SKIP
Steinunn SF-10
Til sölu er Steinunn SF-10, sem er 147 BT
stálbátur, byggður í Noregi 1968, með 425
hestafla Caterpillar aðalvél, árg. 1982. Bátur-
inn selst með veiðileyfi en án aflahlutdeilda.
Rauðinúpur ÞH-160
Til sölu er Rauðinúpur ÞH-160, sem er 641
BT skuttogari, smíðaður í Japan 1973. Skipið
er með 2000 hestafla MaK aðalvél, árg.
1982, sem sett var í það 1993. Skipinu hefur
verið haldið vel við og á síðustu árum hefur
m.a. verið skipt um grandaraspil og flest
tæki í brú, millidekk endurnýjað og skipið
vatns- og sandblásið. í skipinu er saltfisk-
lína, hausari og Baader-flatningsvél. Skipið
selst með veiðileyfi en án aflahlutdeilda.
LM skipamiðlun,
Friðrik J. Arngrímsson hdl.,
löggiltur skipasaii,
Skólavörðustíg 12, Reykjavik.
Simi 562-1018.
KVlílTABANKINN
Vantar þorsk til leigu.
Þorskur til sölu (aflahlutdeild).
Karfi til leigu.
Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson.
ÝMISLEGT
Fiskiðjusamlag Húsavfkur
óskar eftir að komast í viðskipti við kolabáta
eða framleiðanda á kolaflökum.
Kvóti til staðar.
Upplýsingar gefur rekstrarstjóri í síma
464 1388.