Morgunblaðið - 06.11.1996, Page 8

Morgunblaðið - 06.11.1996, Page 8
illillilíl FOLK f SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1996 Morgunblaðið/Guðni HÖSKULDUR Ásgeirsson er framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Englandi. Metár í framleiðslu og sölu Iceland Seafood Ltd. FYRSTU tíu mánuði ársins Selt fyrir 7 milljarða fyrstu 10 mánuði ársins seldu sölufyrirtæki Islenskra sjávarafurða (Iceland Sea- food) í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi sjávarafurðir fyrir 64,3 milljónir punda (7 milljarða ÍKR) og er það sölumet í sögu fyrirtækis- ins. Á sama tímabili í fyrra seldu sömu fyrirtæki fyrir 58,8 milljónir punda (6,4 jinilljarða ÍKR) og er söluaukningingin um tæp 10% milli ára. Mikil framleiðsluaukning hefur verið hjá íslenskum sjávarafurðum á al- þjóðavísu á þessu ári. Allt árið í fyrra voru framleidd 65.700 tonn af frystum sjávarafurðum en í lok september síð- astliðins var framleiðslan komin í 105.200 tonn eftir 9 mánaða rekstur. Rúmlega helmingurinn, eða 50,4%, kemur frá Rússlandi og Namibíu. Ala- skaufsinn sem framleiddur eru í Rúss- landi er ekki eins verðmætur og þorsk- ur og ýsa svo heildarverðmætið eykst ekki í réttu hlutfalli við magnið. Verð- mætisaukning er um 60% á milli ára. Besta söluárið - Höskuldur Ásgeirsson er fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Hessle, rétt utan við Hull í Englandi og heyra sölufyrirtæki ÍS í Hamborg, Þýskalandi og Bologne-sur-Mer, Frakklandi undir skrifstofu hans. Á skrifstofunum þremur vinna um 20 starfsmenn, þar af helmingurinn ís- lendingar. Höskuldur segir að í framleiðslu- aukningunni hjá ÍS muni mest um frosnar sjávarafurðir frá UTRF í Kamt- sjatka í Rússlandi. Auk Alaskaufsa hefur einnig orðið aukning í frosnum pjávarafla frá íslandi og Namibíu. Hös- kuldur nefnir til dæmis að viðskipti með frysta síld frá íslandi hafi aukist veru- lega inn á öll markaðssvæði. Um 10% söluaukning, í magni og verðmætum, hefur orðið á milli ára í ýmissi sérvöru sem er framleidd beint inn á neytendamarkaði í Evrópu. Þá hefur orðið um 30% söluaukning að magni í rækju á þessu ári, og þrátt fyrir verðlækkun er veltan í rækjunni 6% meiri í fyrra. „Það stefnir í að árið 1996 verði besta söluár í sögu þessa félags," segir Höskuldur. Nýtt sölufélag á Spáni Höskuldur er á förum heim ásamt konu sinni Elsu Þórisdóttur og börnum eftir 10 ára útivist. Hann tekur við íslenskar sjávarafurðir: Framleiðsla á frystum sjávarafurðum 1990-96 I Rússlandi í Namibíu Landfryst heims | Sjófryst 1990 '91 '92 '93 ’94 ’95 '96 starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs íslenskra sjávarafurða hf. í byrjun nýs árs. „Ég er búinn að vera úti frá 1986,“ segir Höskuldur. „Fyrst var ég í hér í námi. Árið 1988 fór ég til Frakklands, setti þar upp skrifstofu Iceland Seafood og vann þar i fjögur ár. Ég hef verið hér í Hull frá seinnihluta árs 1992.“ Iceland Seafood Ltd. í Englandi var stofnað 1980 og er skráð sem hlutafé- lag í Bretlandi. Um áramótin verða stofnuð hlutafélög um skrifstofurnar í Þýskalandi og Frakklandi og eignar- haldi félagsins í Englandi breytt. Fram- leiðendur innan íslenskra sjávarafurða hafa átt um 40% hlut í Iceland Sea- food Ltd.. Nú færist félagið alveg í eigu IS en framleiðendurnir fá í stað eignarhluta síns hlutabréf í móðurfé- laginu á íslandi. Sami háttur verður hafður á varðandi eignarhluta fram- leiðenda í Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. íslenskar sjávarafurðir hafa nýlega opnað söluskrifstofu í Tokyo í Japan og ráðgert er að opna nýja skrifstofu á Spáni á næsta ári. Sú mun einbeita sér að Suður-Evrópumarkaðnum. „Við ætlum að styrkja stöðu okkkar á íberíuskaganum. Það er engin launung að Spánn er mjög sterkur markaður og mikil neysla á sjávarafurðum þar. Við erum að selja lýsing frá Namibíu og stærsti markaðurinn fyrir hann er á Spáni. Það er grundvallaratriði að vera eins nálægt markaðnum og kostur er,“ segir Höskuldur. Verkefni munu aukast „Það er ljóst að þessi erlendu verk- efni munu aukast,“ sagði Höskuldur. „Við höfum öðlast reynslu á þessu sviði og getum óhikað farið í frekari verkefni. Ég held að orðsporið sem við höfum skapað okkur í þessum löndum muni leiða til þess að aðrir leiti eftir þjónustu samtaka okkar. Það eru ekki mörg fyrirtæki í sjávarafurðageiranum á heimsvísu sem eru með söluskrifstof- ur á öllum helstu markaðssvæðum heims, eins og íslensku sölufyrirtækin eru með. Við getum boðið þeim sem eru að framleiða frystan fisk aðgang að öllum helstu mörkuðum heimsins. Þetta gerir fyrirtæki eins og íslenskum sjávarafurðum kleift að fjárfesta enn frekar í sölu- og markaðsstarfsemi.“ Kristpán endurkjöriim Kristján Ingimar Ragnarsson Halldórsson formaður LIU • KRISTJÁN Ragnarsson var einróma endurkjörinn for- maður LÍÚ á aðalfundi lands- sambandsins sem nýlokið er. Kristján er jafnframt fram- kvæmdastjóri LÍÚ. Sam- kvæmt reglum LÍÚ um stjórn- arkjör skal kjósa 15 manns í stjórn og 14 til vara. Formaður er kjörinn til eins árs í senn, en aðrir stjórnarmenn til þriggja ára, þannig að fimm stjórnarmenn ganga úr stjórn tvö ár í röð, en fjórir hið þriðja. Skal þess ávallt gætt að út- vegsmannafélagi sem hefur innan sinna vébanda að minnsta kosti 10% af heildar- rúmlestatölu skipa í eigu fé- lagsmanna sé tryggður einn maður í aðalstjórn. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjórn LÍÚ þau Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði, Gísli Jón Her- mannsson, Reykjavík, Guð- rún Lárusdóttir, Hafnar- firði, og Haraldur Stur- laugsson, Akranesi, sem kjörin voru til þriggja ára 1993. Auk þess átti Eggert Jónsson, Isafirði, að ganga úr stjórninni, en hann var kjör- inn til eins árs á aðalfundinum í fyrra. Þau fjögur fyrstnefndu voru endurkjörin, en í stað Eggerts kom Ingimar Hall- dórsson, Súðavík, inn í stjórnina á ný. Eggert var síð- an kjörinn í varastjórn til eins árs í stað Þorleifs Pálssonar, Isafirði, sem óskaði eftir því að hætta setu í varastjórn. Varamenn til næstu þriggja ára voru kjörnir Adolf Guð- mundsson, Seyðisfirði, Hilmar Magnússon, Kefla- vík, Jón Ægir Ólafsson, Garðabæ, Sigurður Einars- son, Vestmannaeyjum, og Sigurbjörn Svavarsson, Reykjavík. Fyrir í stjórn LÍÚ voru Brynjólfur Bjarnason, Reykjavík, Eiríkur Tómas- son, Grindavík, Guðmundur Kristjánsson, Rifi, Hermann Guðmundsson, Árskógs- strönd, Magnús Kristinsson, Vestmannaeyjum, Magnús Magnússon, Akureyri, Sig- urður Bjarnason, Þorláks- höfn, Valdimar Bragason, Dalvík, og Þorsteinn Erl- ingsson, Keflavík. yaramenn þeirra eru Ármann Ármans- son, Reykjavík, Emil Thor- arensen, Eskifirði, Guð- mundur Þorsteinsson, Grindavík, Hannes Sigurðs- son, Þorlákshöfn, Hilmar Rósmundsson, Vestmanna- eyjum, Gunnar I. Hafsteins- son, Reykjavík, Jón Gunnar Helgason, Höfn í Horna- firði, og Kristján Ásgeirs- son, Húsavík. Félagslegir endurskoðendur voru endur- kjörnir, þeir Benedikt Thor- arensen, Þorlákshöfn, og Guðmundur Jónsson, Hafn- arfirði. I trúnaðarráð LÍÚ voru kjörnir Jón Erlingsson, Sandgerði, og Einar Sig- urðsson, Þorlákshöfn, sem kom í stað Benedikts Thorar- ensen, Kristján Jóhannsson, Isafirði, Guðjón Indriðason, Tálknafirði, Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri, Gunnar Sigvaldason, Ólafs- firði, Freysteinn Bjarnason, Neskaupstað, Halldóra B. Jónsdóttir, Höfn í Horna- firði, Runólfur Hallfreðsson, Akranesi, og Ingimundur Ingimundarson, Reykjavík. Varamennj trúnaðarráð eru Matthías Óskarsson, Vest- mannaeyjum, Sigurður Vig- gósson, Patreksfirði, Hreið- ar Valtýsson, Akureyri, Friðrik Guðmundsson, Vopnafirði og Jón Guð- mundsson, Hafnarfirði. Svíar fá kvóta í Noregi • SAMKVÆMTsamningum, sem Evrópusambandið hefur gert við Norðmenn, fá sænsk fiskiskip veiðiheimildir innan norskrar lögsögu. Er um að ræða 2.560 tonn af þorski, ufsa, lý og lýsingi, 840 tonn af síld, 240 tonn af makríl og 150 tonn af rækju. Verða veið- arnar stundaðar fyrir sunnan 62. breiddargráðu. Svíar og Norðmenn hafa haft með sér tvíhliða samning um fiskveiðar allt frá árinu 1976 en með inn- göngu þeirra fyrrnefndu í Evr- ópusambandið varð að semja um þær aftur. Hafa samning- arnir tekið langan tíma vegna kröfu Norðmanna um veruleg- an niðurskurð á þeim. Rækjusmáréttur fyrir einhleypa UPPSKRIFTIR eru yfirleitt ekki gefnar upp fyrir einn, en hér er ein slík sem einhleypingar ættu að eiga auð- rsBnMMnaB velt með að notfæra sér á fljótlegan hátt. Réttur þessi er ættaður frá spænska ferðamannabænum Torremolinos, en þangað eru islenskir sólarunnendur nú farnir að streyma að nýju eftir að þarlendir eru búnir að taka til heima hjá sér svo um munar. Hjónin Terry og Juan, sem verið hafa m.a. fararstgórar íslendinga á Kanaríeyjum, Spáni og Portúgal, eiga heimili nærri Torremolinos og reka þar einnig veitingahús, þaðan sem uppskriftin kemur. Réttinn kalla þau á frummálinu Gambas pil-pil, en í hann þarf: 10 úthafsrækjur 1 hvítlauksrif fersk steinselju þurrkað chili salt */4 tsk. saffran xh glas ólifuolíu Seljið rækjumar í lítið eldfast mót ásamt smátt söxuðum hvitlauknum og um það bil einni tsk. af steinselju og annarri af chili. Hellið ólífuolíunni yfir og kryddið með salti og saffran. Setjið því næst eidfasta mótið á heita hellu og látið krauma i stutta stund. Borið fram með heitu snittubrauði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.