Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 1

Morgunblaðið - 10.11.1996, Page 1
I sérmerktum bolum á fótboltalandsleik merki borgarinnar og kveðja til íra, en ætlast er til þess að íslensku gestirnir gefi írskum áhorfendum bolina að leik loknum með góðri kveðju frá Reykjavíkurborg sem vill þannig minna á vaxandi samskipti landanna tveggja. Boeing 747 þota Atlanta fór á fimmtudag og föstudag sérstakar ferðir til Dyflinnar vegna leiksins. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, með bolinn sem gefa á Irum. Með Ingibjörgu eru frá vinstri Helgi Pétursson markaðssljóri SL, Helgi Jóhannsson, framkvæmdasljóri SL og Gunnar Rafn Birgisson, deildarsljóri innanlandsdeildar. ÞAÐ má búast við því að hátt í ijögur hundr- uð íslendingar, sem verða á áhorfendapöllun- um á landsleik írlands og íslands í knatt- spyrnu, sem fram fer í Dyflinm á sunnudag, muni skera sig úr íjöldanum. Islendingarnir verða allir í sérmerktum bolum sem atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkur og Samvinnu- Morgunbiaðið/Jón Svavarsson ferðir-Landsýn hafa látið úbúa. A bolunum er SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER1996 BLAÐ C Lítið framboð ó skipulögðum hópferðum til erlendra stórborga um óramótin Alltaf fleiri áramóta- gestir f rá útlöndum UM 150 íslendingar fara á vegum Ferðaskrifstof- unnar Úrvals/Útsýnar í skipulagða fjögurra nátta áramótaferð í beinu leiguflugi til Berlínar 28. desember. Að sögn Goða Sveinssonar markaðs- stjóra er ferðin í samvinnu við þýska ferðaskrif- stofu, sem flytur jafnmarga Þjóðveija til og frá íslandi þar sem þeir hyggjast fagna nýju ári. Goði segir æ algengara að íslendingar dvelji í útlöndum um jól og áramót, t.d. á Kanaríeyjum, en minna hafi verið um skipulagðar hópferðir til erlendra stórborga á þessum tíma. „Við eigum enn nokkur sæti laus til Berlínar, sem ásamt gist- ingu verða seld á 29 þúsund krónur miðað við einn í tvíbýli. Allur „pakkinn" er á tæpar 50 þúsund krónur, en þá er innifalinn áramótafagn- aður með veisluborði, skemmtiatriðum, danstónl- ist og flugeldasýningu og íslensk fararstjórn." Skiptiflug Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. býður 153 sæti í leiguflugi til Zurich í Sviss að- faranótt 29. desember, og til baka að morgni 2. janúar. Von er á jafnmörgum Svisslendingum hingað til lands á vegum nokkurra svissneskra ferðaskrifstofa. „Við köllum þetta skiptiflug," segir Emil Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri utanlandsdeildar. Hann segir að ferðin til Zurich sé ekki skipulögð hópferð, en einstaklingar og hópar geti snúið sér til ferðaskrifstofunnar og keypt flug og gistingu eða flug og bíl. Sem dæmi um verð segir hann að flug og bíll kosti 28.700 á mann mið- að við tvo í bíl í C-flokki. „Flestir fara út fyrir borgina; á skíði eða í heim- sókn til vina og ættingja á nærliggj- andi slóðum, enda ekkert sérstakt um að vera í Zurieh um áramótin." n f 11 Aukin eftirspurn Urval/Utsýn býður f jögurra nótta skipu- lagöa hópferð til Berlínar um áramót. Áramótaferðir til íslands verða sífeilt vinsælli. Morgunblaðið/Þorkeii lands, sem sölu- skrifstofur Flug- leiða erlendis ™ • bjóði, njóti auk- inna vinsælda. Hún segir að í fyrra hafi 364 keypt siíkar ferðir en nú stefni allt í að fjöldinn fari yfir 400. „Þetta er nokkurra daga skipulögð hópferð um áramót. Innifalið í verði áramótafagnaður, Eftir því sem næst var komist bjóða aðrar ferðaskrifstofur ekki upp á skipulagðar hópferðir til stórborga um áramót. Hins vegar segja talsmenn nokkurra ferðaskrifstofa að alltaf sé eitthvað um skipulagðar einstaklingsferðir til einhverrar borgarinnar á þessum tíma. Laufey Jóhannsdótti!1, framkvæmdastjóri Plúsferða, seg- ist merkja aukna eftirspurn í slíkar ferðir og því sé ekki útilokað að ferðaskrifstofan bjóði upp á skipulagða áramótahópferð áramótin 1997/98. í sama streng tekur íslaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, en hún segir meira um bókanir í nokkurra daga ferðir til London og Amsterdam um áramótin en oft áður. „Fyrir nokkrum árum buðum við upp á skipulagðar hópferðir þangað um áramót, en hættum vegna minnk- andi eftirspurnar. Mér virðist áhuginn aftur vera að glæðast og við erum að kanna hvort grundvöllur sé fyrir að bjóða slíkar ferðir aftur núna,“ segir íslaug. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýs- ingar að enn væri ekki mikið um bókan- ir í stuttar áramótaferðir til stórborga. Þeir sem hyggðu á slíkar ferðir virtust helst hafa augastað á London en flestir sem væru á ferð og flugi um þetta leyti væru að heim- sækja vini og vandamenn í útlöndum. Útlendingar á íslandi Dóra Magnúsdóttir í upplýs? ingadeild Flugleiða segir áber- andi að áramótaferðir til ís- er brennuferð, kynnisferðir að Gullfossi og Geysi og sitt- hvað fleira. Bæði Flugleiða- hótelin eru fullbókuð sem þýð- ir að 600 gestir dvelja þar um áramótin. Bandaríkjamönnum og Þjþðverjum virðist einkum þykja Island fýsilegur kostur til að fagna nýju ári,“ segir Dóra. Göngu- skíða- keppni á Grænlandi ► ARTIC Circle Race ’97 skíðagöngukeppni fer fram í fyrsta skipti á Grænlandi 7.-14. apríl nk. Til stóð að keppnin yrði haldin í apríl á þessu ári, en þá þurfti að af- lýsa henni vegna óvenju milds vetrar. Keppendur ganga 160 km á þremur dögum, frá inn- landsísnum til vesturstrandar- innar yfir áhrifaríkt, ósnert landslag. í frétt frá Græn- lenska ferðamálaráðinu kemur fram að Artic Circle Race muni hafa alla burði til að verða ein stærsta gönguskíða- keppnin. Keppnin er ætluð reyndum gönguskíðamönnum sem þurfa að vera í mjöggóðu formi. Leið- in er merkt, en liggur um óbyggðir og keppendur munu gista í tvær nætur í tjaldbúð- um. Farangur verður fluttur á hundasleðum eða snjó- sleðum, en sérstakir að- stoðarmenn úr röðum hagvanra, grænlenskra veiðimanna, munu fylgja keppendum eftir á sleðum alla ieiðina. Veðurfar í apríl er meðal þess sem best gerist á Grænlandi. Þá sést sólin í 18 tima á dag og meðalhiti er um -10 C. Upplýsingar um keppnina fæst hjá Grænlenska ferða- málaráðinu: Greenland Tour- ism a/s, PO Box 1139, Pi- lestræde 52 DK-1010 Copen- hagen K - Denmark. Póstfang er greenfo@inet.imi-c.dk. Einnig er hægt að finna upp- lýsingar á alnetinu á slóðinni: http://www.gre- eniand-guide.dk. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. febrúar 1997. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.