Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sigupöun Snæbepg, stapísmaöup Kvikmyndaskoðunap Tólf ára aldurstakmark Ingvi Matthías Apnason, fjóptan ára: i i Mér finnst Quake ekki eilt- livað sem banna eig’i öllmn ungnienmnn, nenta hann breytist til ntuna :i efri stig- uni. Ég komst ekkert ýkja langt í leiknunt, var yfirleitt drepinn í homun sneinnia Grafíkin í leiknum er það af- stæð og teiknimyndaleg' að niér finnst ólíklegt að lnín get i talist skaðleg ungntenn- uni. I víðara sanihengi geng- ur leiknrinn út á að drepa eða verða drepinn, mikið er unt blóðslettur og álíka og að því gefnu að átökin versni eftir því.sent lengra er komist ntyndi ég mæla með tólf ára aldurstakmarki, en ekki nteira. Það hefur staðið til að leikir verði skoðaðir á líkan liátt og kvikmyndii' og var meðal annars sett í lög' síðastliðið haust, en framkvæmdin á því er erfið, því það þarf slyngan til að skoða leiki; svívirðileg- ustu atburðirnir eru ekki endilega á fyrsta borði og' þeir sem ekki eru góðir í þessu komast ekki lengra en í fyrsta borð. Ég hekl það sé full ástæða til að fylgjast með leikjum, ekki síst eftir því sem framleiðend- ur liafa farið þá leið að breyta kvikmyndum í leiki til að gera þá sem raunverulegasta. Eins og ég sagði er fram- kvæmdin óljósari. Sjálfur hef ég takniarkaðan tíma til að skoða leiki og takniarkaðan álniga á leikjum, eins og sést ;i því að ég drapst alltaf í fyrsta borði, cn hef reyndar gaman að leikjiini sem reyna ;i luigann l'rekar en viðbragð" Fljúgandi líkamshlutar “QUAKE er leikur frá fyrirtækinu „IIJ Software", en fyrsta shareware-útgáfan kom út 22. júní 1996. Vegna þeirrar útgáfu voru svo niikl- ar væntingar um leikinu að verslanir önnuðu ekki eftirspurn þegar hann kom í húðir. I livert skipti sem maðui' leit í blað, leit stórt skrímsli, skjótandi eldflaugum, á niann upp á móti og þar er kominn skýring á því að ég varð að kaupa leikinn. Þegar ég fór fyrst í Quake hélt ég að ég vissi nákvæmlega við hverju ætti að búast, ég bjóst við enn einni Doóm-eftii'herniunni með alveg eins grafík, aðeins öðruvísi tónlist og liljóðum, kannski öðruvísi byssum. Þegar ég stóð upp frá tölvunni fjórum klukku- tínium síðar var ég búinn að fatta að kannski var Doom ekkert svo rosalega góður leikur eftir allt saman! Maður byrjai' með exi og haglabyssu, getur valið iim netleik eða einleik (ég inæli með net- leik) og valið uni „easyO, „medium“ eða „hard“. Ég byrjaði auðvitað í „mediuni" eftir fjórar mis- heppnaöar tilraunir til þess að lioppa yfir liraiin- ið í „hard.“ Það fyrsta sem ég sá í leiknnni var langur gangur með óvenju góöri grafík sem gerði þetta þó svolítiö ólíkt Dooni. Eg sagði þó sjálfum mér að það þyrfti meira en góða grafik til Jiess aö gera góðan leik. Eg gekk inn í herbergi og sá ])á að það var lyfta, ég gekk út úr lyftunni og sá tvær verur sem hreyfðust í fjarska, ég var ekki viss livað þetta var, en um leið og gell og liagla- byssuskothríð byrjuðu skaut ég öllutu ínínuni skotuin en datt síðan ofaní vatn. Ég hélt áfram í vatninu en þá byrjadi ég að sökkva og gefa frá mér hikstnhljóð. Ég hlustaði ekkert á hljóðin en gei'ði mér síðan grein fyrir því að ég væri drukkuaður þegar skilaboðin „Player Sleeps witli the Fishes" koniu á skjáinn. Þegar ég komst lengra kom (röll með vélsög í stað handar og handsprengjuvörpii í liinni hendinni og sprengdi mig í littla bita. Eftir það hyrjaði ég aftur og náði tvílileypuiini sem hefur þann eiginleika að skrnnslin verða að blóðúða og líkanishlutarnir fljúga út uin allt. Ég spilaði leikinn í einhverja klukkutima, komst yfir fyrsta og annað borð og fór síðan að sofa og hlakkaði til, eða var það kannski kviði, að fara í leikinn daginn eftir. Mitt mat á Quake er að þetta sé besti Doom- leikur sem liefur nokkurn tíinann verið gerðnr og nú ætti að fara að kalla álíka leiki Quake- leiki.“ J J _ * i Tölvuleikir verða sífellt raunverulegri og margir ægilegri um leið. Einn vinsælasti leikur seinni tíma heitir Quake og gengur út á það eitt að drepa eða verða drepinn. Arni Matthíasson komst að því að það má gleyma sér við hjaðningavígin. INGVI Matthías Árnason bregður sér í Quake. Morgunblaðið/Golli TOLVULEIKIR verða sífellt tamm fullkomnari og framleiðendur *£ keppast um að gera þá sem ■■■ líkasta raunveruleikanum. 111 Mikið hefur verið um að gera ■J leiki uppúr kvikmyndum, þ.e. JJJJ kvikmynd er gerð með öllu því ^ sem henni fylgir og síðan notuð í tölvuleik, myndskeið úr mynd- inni nýtt í leikinn og sá sem ■W situr við tölvuna getur þannig |™ stjórnað persónum úr myndinni að vild. Samhliða þessu hefur myndvinnslu ieikja fleygt fram og þrívíddarleikir þar sem tekist er á við ófreskjur og ýmislegar viðbjóðs- legar verur verða sífellt óhugnan- legri og vinsælli. Gott dæmi um slíkt er vinsælasti tölvuleikur seinni tíma, Quake, sem til er ótrúlega víða. Forveri Quake er leikurinn Doom, sem olli byltingu I tölvuheiminum þegar hann kom fyrst fram. Doom var byggður á enn öðrum leik sem hét Castle Wolfenstein. Sá sem leik- ur þann leik rankar við sér í fanga- klefa nasista með skammbyssu að vopni og ferðast um sífellt flóknari rangala að drepa scháfer-hunda og þýska hermenn af öllum stærðum og gerðum. Wolfenstein olli milli- ríkjadeilum milli Dana og Þjóðveija fyrir margt löngu, enda þótti þýsk- um yfirvöldum ekki gott að uppá- haldsleikur utanríkisráðherra Dana gengi út á það eitt að drepa Þjóð- veija. í Doom var óvinurinn öllu ókræsilegri, því í stað Þjóðverja voru djöfulóðir menn og allskyns ófreskj- ur sem urðu magnaðri eftir því sem lengra varð komist inn í leikinn. Mörgum þótti nóg um en hönnuðir Doom voru ekki fyrr búnir að setja hann á markað en vinna hófst við næstu kynslóð sem átti að verða enn raunverulegri og um leið hræðilegri. Ógeðfellt innihald Doom þótti frábær leikur þó inni- hald hans væri mörgum ógeðfellt, þrívíddarumhverfið var byltingar- kennt og auðvelt að komast inn í leikinn, það eina sem þurfti að vita var að skjóta átti allt kvikt. Um líkt leyti og Doom tryllti ungmenni um allan heim og hrinti af stað smíði á óteljandi eftirlíkingum átti önnur þróun sér stað á öðrum sviðum leikjaframleiðslu. Eftir því sem heimatölvur urðu öflugri fóru sumir framleiðendur þá leið að gera kvik- myndir og breyta í leiki, þ.e. tekin voru upp ýmis atriði í kvikmynd, oft með almennilegum leikurum, og þeim síðan snúið í tölvugrafík og vitanlega reynt að hafa allt sem eðlilegast. Þetta þýddi meira umfang leikjanna og dæmi eru um hryllings- leik sem fór á sjö geisladiska sam- tals, en á hvern slíkan disk má koma um 650 Mb af gögnum (þyrfti til á fjórða þúsund disklinga ef vel ætti að vera). Segja má að þá skilji bita- munur en ekki fjár kvikmynd og tölvuleik þegar sá sem leikur er orð- inn hluti af kvikmynd og spurning hvort ekki sé löngu orðið tímabært að fela skoðunaraðilum að fyigjast með því hvað sett er inn í slíka leiki. Dæmi er um leik sem var vinsæll á síðasta ári, en í honum var umdeilt nauðgunaratriði og annað sem fólst í því að pynta óvin til að afla upplýs- inga. Reyndar var hægt að afla upp- lýsinganna á annan og flóknari hátt, en sá sem beitti pyntingunum fékk umbun og stöðuhækkun, en ef við- komandi kaus að afla upplýsinganna heldur á mannúðlegri hátt var hon- um refsað fyrir. Dæmi um svo brenglað siðferðis- mat, sem beitt var til að gera njósna- leik eðlilegri, eru ljölmörg og mörg meira krassandi; í harðnandi sam- keppni freistast margir til að ganga lengra, vera rosalegri og hryllilegri en keppinauturinn, eins og sannast í kvikmyndagerð; ef ekkert væri eft- irlitið geta menn ímyndað sér hvaða viðbjóð boðið væri upp á í ijósi þess sem þegar er á markaði. Frægt dæmi er um þýskan leik fyrir nokkr- um árum sem gekk út á það að reka útrýmingarbúðir og því hærra skor sem fleiri létu lífið í gasklefunum og brennsluofnarnir voru afkasta- meiri, en það var þó textaleikur sem ekki byggðist á hryllingsmyndum og bióðslettum. Illþýði í skuggum og skúmaskotum Quake tekur leikanda þegar föst- um tökum, ekki síst ef viðkomandi er með heyrnartól á höfði í myrku herbergi, því hljóðrásin er sérdeilis áhrifamikil og hryliileg á köflum. Lýsing er notuð til að gera umhverf- ið ógurlegra og víða leynist illþýði í skuggum og skúmaskotum. Jafnan má heyra er eitthvað óhreint er ná- lægt á stunum eða urri, en hver skepna hefur sín hljóð; menn rymja, hundar urra, zombie sletta, riddarar klingja, en tröilin, sem eru með sprengjuvörpu í annarri hendi en keðjusög í hinni, eru hljóðlát þar til þau allt í einu birtast með sögina á lofti. Önnur hljóð sem heyrast eru skvamp í vatni, sprengjugnýr, skot- hvellir, og slettur þegar blóðið geng- ur í gusum. Leikurinn er svo raun- verulegur að þegar barist er á brú og einhver ófreskjan springur í tætl- ur heyrist skvampið þegar líkams- hlutar hennar lenda í vatninu sek- úndubroti síðar. Grafíkin í Quake er frábærlega vel af hendi leyst; ófreskjurnar hreyfa sig eðlilega og hratt og alltaf tekst vel að skapa Jþrívíddarum- hverfi á flötum skjá. Aður er getið drungalegrar lýsingar, en þó tekur steininn úr þegar menn eru farnir að synda í vatni, því það er sérdeilis- vel af hendi leyst með viðeigandi hljóðum og ljósbroti og útlínubjögun. í deilihugbúnaðarútgáfunni, sem er væntanlega til á öðru hveiju heim- ili, eru níu borð, hvert öðru ógeðfelld- ara og erfiðara, en I lokaútgáfunni bætist 31 borð við. Ófreskjurnar verða hryllilegri eftir því sem líður á leikinn og lokaófreskjan er sú erf- iðasta viðureignar sem vonlegt er, Shub-Niggurath; nafn sem minnir á bækur dellumakarans H.P. Love- crafts. Eitt af því sem gerði Doom-leikina jafn vinsæla og raun ber vitni var að margir gátu leikið samtímis og þannig gafst ungmennum færi á að murka lífið úr félögum sínum. Quake tekur stórt skref framávið í þeim efnum, því allt upp í sextán geta verið að spila samtímis og með nýrri tækni geta menn tengst um alnetið og þannig tekið þátt í drápsveislum víða um heim ef svo ber undir. Hér á landi er starfræktur Quake-þjónn sem hægt er að láta tölvuna hringjá í, en einnig er hægt að tengjast honum um alnetið, sem verður aldr- ei eins öflug tenging. Slíkir leikir eru aðeins forsmekkur að því sem kemur, því þegar eru menn farnir að tala um alnetsleiki þar sem hundr- uð eða þúsundir leikjafíkinna koma saman til að leika leiki sem ýmist ganga út á drápsæði eða hefðbundin mannleg samskipti. Ólíkar skoðanir Til gamans voru fengnir nokkrir ólíkir aðilar til að kynna sér leikinn; Oddi Erlingsson sálfræðingur, Gunnar Hersvein blaðamaður og heimspekingur, Sigurður Snæberg kvikmyndagerðarmaður og starfs- maður Kvikmyndaskoðunar og fjórt- án ára sonur greinarhöfundar, Ingvi Matthías, sem Iærði fyrstu orðin í ensku í tölvuleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.