Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
4
DAGLEGT LÍF
Blómaskreytirinn Edda Bjarna og kokkurinn Hermann ísidórsson reka Galleríð Listflóruna í gömlu
HÁTT til lofts og vítt til veggja. Kjallarinn er 164 fm geimur, sem
að miklu leyti er í sinni upprunalegu mynd.
EITT sinn náði sjórinn að hafnargarðinum, sem núna er að hluta í
svefnherberginu hjá Eddu og Hermanni.
SKÆRGULT eldhúsið með járnv
húsinu, en dyrnar til hægri
STÓLL
sem
Hermann smíð-
aði, fæturnir eru úr
snjóflóðabirkitrjám
Langþráður
draumur
fagurkera
í KJALLARA hússins, sem nú er
Grófin 1, hafa þau hreiðrað um sig
og látið langþráðan draum um að
sameina heimili og vinnustofu ræt-
ast. „Þótt leigumiðlarinn segði að
húsnæðið gæti vart talist mannabú-
staður létum við ekki segjast, feng-
um að kíkja og heilluðumst af öllu
því hráa og upprunalega, sem hér
er að finna,“ segja Edda Bjarna
blómaskreytir og Hermann ísidórs-
son matreiðslumaður, fyrstu íbúar
kjallarans, sem er 164 fermetrar og
lengst af hýsti lager Verslunar
Björns Kristjánssonar, þess sem
byggði húsið árið 1914.
Edda og Hermann fluttu inn í
haust og hafa síðan verið að skúra,
skrúbba, mála, setja upp glugga-
tjöld, smíða og dytta að ýmsu smá-
legu. „Okkur fannst engin ástæða
tíl að hylja grófgerðu hitarörin í loft-
unum, enda hita þau ótrúlega vel
þrátt fyrir óvenju mikla lofthæð og
nánast enga milliveggi, auk þess sem
okkur finnst þau bara til prýði. Sem
betur fer hefur lítið verið hróflað við
húsnæðinu frá upphafí. Hluti af
gamla, hlaðna hafnargarðinum í
Reykjavík myndar suðurvegginn i
svefnherberginu og við erum í óða
önn að skafa málningu af reykháfn-
um til að steinahleðslan fái notið
sín. Við fundum upprunalegu úti-
hurðina og fannst tilvalið að gera
hana upp og koma henni fýrir að
innanverðu til skrauts yfír nýlega,
tekkútihurð."
Jólaskreytingar og rómantfk
Þegar gengið er í bæinn er fátt
sem minnir á að Edda og Hermann
búa í hjarta borgarinnar. Rammgerð-
ir útveggir koma í veg fýrir að há-
vaði berist inn þótt allt í kring sé
fólk á ferli og stöðugur umferðarnið-
ur að nóttu sem degi. Kertaljós á
borðum og hillum, íburðarmiklar
blóma- og jólaskreytingar í hveijum
krók og kima, gegnheil, sterkleg við-
arhúsgögn og alls kyns handverk
vitna um að þama búa hugmyndarík-
ir fagurkerar, sem bera skynbragð
á form og liti. Athygli vekur að
Edda og Hermann nota margbrotinn
efnivið náttúmnnar í ýmsa gripi til
gagns og skrauts.
Þeim hefur tekist að sveipa heim-
ili sitt og vinnustofu einhverjum róm-
antískum blæ; yfírbragðið er í senn
listrænt og hlýlegt, nýtískulegt að
Blómaskreytirinn Edda
Bjarna og kokkurinn og
þúsundþj alasmiðurinn
Hermann ísidórsson
hafa komið sér upp
vinnustofu og heimili í
164 fermetra kjallara í
Grófinni 1. Valgerður
Þ. Jónsdóttir fór í heim-
sókn og skoðaði hluta
af gamla hafnargarðin-
um í svefnherberginu,
nýstárlegar jólaskreyt-
ingar, ýmsa handgerða
muni og sitthvað fleira.
sumu leyti en þó svolítið „hrátt“ og
sveitalegt. Vinnustofan, afmörkuð
með hvítum gardínum með svokall-
aðri ömmuuppsetningu, er stór hluti
rýmisins. Þar heldur Edda blóma-
skreytingamámskeið og vinnur nú
að nýstárlegum jólaskreytingum.
Hún segir Hermann liðtækan við
skreytingamar en hann noti vinnu-
stofuna einkum til að smíða húsgögn
og ýmsa nytjahluti auk þess sem
hann dundi svolítið við að mála mál-
verk.
Ekkert sjónvarp
„Okkur hefur ekki þótt ástæða til
að tengja sjónvarpið. Við söknum
þess ekkert því við erum öllum stund-
um eitthvað að sýsla. Ef mikið ligg-
ur við skjótumst við til bróður míns,
sem býr í næsta húsi, og horfum á
fréttirnar," segir Hermann.
Edda var nýverið á tveggja vikna
námskeiði hjá einum fremsta blóma-
skreytingarmeistara Frakka, Guy
Martin, sem rekur Centre d’Art Flor-
al skólann í aldagömlu munka-
klaustri í útjaðri Parísar. „Eftir stúd-
entspróf vann ég í blómabúð á Akur-
eyri í eitt ár en fór þá í Beder Gatner-
um.“
Ást vlð fyrstu sýn
HERMANN fylgist grannt með handbragði Eddu, en hún segir hann lí
úr Vaglaskógi en bak
og sæti úr óhefluðu
timbri.
skolen, Jordbrugsteknik fagskole i
Danmörku þar sem ég lauk námi í
blómaskreytingum. Frá því ég man
eftir mér hef ég verið að föndra og
búa til hluti. Á æskuslóðunum í
Ljósavatnsskarði, rétt austan við
Akureyri, var fjölskyldan ævinlega
önnum kafin að safna hráefni úr
náttúrunni fyrir mömmu mína, Krist-
ínu Sigurðardóttur, sem býr til alls
kyns listaverk úr ólíklegustu hlut-
Náttúran er uppspretta
hugmynda
Edda kynntist Hermanni, sem var
á síðasta ári í matreiðslunámi, viku
áður en hún hélt til Danmerkur. Hún
segist varla hafa tímt að fara utan
svo vel hafí sér litist á piltinn. „Við
sáumst ekki í heilan vetur, síma-
reikningarnir fóru upp úr öllu valdi
og við skrifuðumst á í belg og biðu,“
segir Hermann, sem prúður og penn
beið unnustunnar.
Þau eru sammála um að gagn-
kvæm hrifning hafi gripið þau við
fyrstu sýn en Edda hafí átt frum-
kvæðið að kynnum þeirra. „Mér
fannst kokkurinn sem vann með
mömmu í eldhúsinu á Hótel Eddu á
Stóru Tjörnum sumarið 1994 óskap-
lega sætur og gerði mér upp erindi
við mömmu til að fá tækifæri til að
tala við hann. Fljótlega kom í Ijós
að við áttum mörg sameiginleg
áhugamál og gátum rætt endalaust
um veiði, útivist, hönnun og matar-
gerð,“ segir Edda, sem lét til skar-
ar skríða og mætti eitt kvöldið
uppábúin í lopapeysu og með
veiðistöngina í farteskinu.
„Mér leist strax vel á þessa
stelpu og bráðnaði gjörsam-
lega þegar hún kom þarna um kvöld-
ið,“ rifjar Hermann upp. Hann var
vanur að veiða í tjörnunum í kring
á hveiju kvöldi eftir vinnu og fannst
vitaskuld kjörið að bjóða ungfrúnni
með þar sem hún af „einskærri til-
viljun" átti leið um með veiðistöngina
sína.
Síðan hafa þau farið í ótal veiði-
ferðir og leiðangra upp um fjöll og
firnindi í jeppanum sínum. Þau segj-
ast nota hvert tækifæri til útivistar
og safna um leið tijágreinum, viðarb-
útum, lyngi, mosa, steinum og öllu
mögulegu, sem þeim dettur í hug
að nýta í skreytingar og smíðar.
„Ferðir af þessu tagi eru oft upp-
spretta hugmynda. Af nógu er að
taka þótt ekki sé gengið á náttúru-
auðlindimar. Við höfum nýtt ýmis-
legt sem komið hefur undan snjóflóð-
um og reynum alltaf að sá fræjum
þar sem við eigum leið um.“
Hermann smíðaði skrifborðið og
skrifstofustólinn í vinnustofunni að
hluta til úr snjóflóðabirkitijám úr
Vaglaskógi en keypti óheflað timbur
í borðplötu, bak og sæti. „Ég skóf
með spoijárni og slípaði með sand-
pappír. Eina nýtísku verkfærið sem
ég notaði við smíðina var borvélin
mín, sem raunar er hálfgerður ant-
kikgripur. Þetta var afar seinlegt en
ég hef gaman af svona dútli,“ segir
Hermann.
Matargeró og blómaskreytingar
„Hann er einn af þessum þúsund-
þjalasmiðum," útskýrir Edda og fer
nokkrum orðum um hæfileika Her-
manns í matargerð. Að sögn hans
er Eddu heldur ekki alls varnað í
þeim efnum. í fyrra tóku þau að sér
að sjá um fermingarveislur og aðrar
stórveislur. Þau segja afar skemmti-
legt að sameina þannig krafta sína,
en Edda sá um skreytingarnar, Her-
mann eldaði, saman reiknuðu þau
út kostnaðinn, keyptu inn hráefnið,
gengu um beina og að lokinni veislu
komu þau öllu í fyrra horf.
„Pabbi var eitthvað að
monta sig við kunningja sinn
sem var að vandræðast með