Morgunblaðið - 15.11.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 B 5
DAGLEGT LÍF
lagerhúsnæði í hjarta borgarinnar þar sem þau hafa jafnframt búið sér heimili
'örðum glugga er vestanmegin í
aðskilja sturtu og salernið.
ika liðtækan í blómaskreytingum.
Morgunblaðið/Halldór • fi
GAMLI hafnar-
garðurinn og reyk-
háfurinn gera
kjallarann svolítið
„hráan“ og sveita-
legan en jafnframt
rómantískan og
hlýlegan.
fyrirkomulag kveðjuhófs fyrir félaga
í íþróttafélagi. Hann sagði að sonur
sinn væri þvílíkur snillingur í matar-
gerð að hið hálfa væri nóg og ekki
væri tengdadóttirin síðri í skreyting-
arlistinni. Maðurinn afréð að láta á
þetta reyna, veislan var haldin og
tókst svo vel að á eftir önnuðum við
varla eftirspum,“ segir Hermann.
Edda segir að einstaklingar og
fyrirtæki leiti í auknum mæli til
blómaskreyta með ýmis verkefni.
„Fólk er smám saman að gera sér
grein fyrir gildi blómaskreytinga í
auglýsingum og innréttingum. Mér
finnst mjög gaman að spreyta mig
á fjölbreyttum verkefnum og hef
ekki þurft að kvarta yfir skorti á
þeim. Ég er nýbúin að leggja síðustu
hönd á Verslun Villeroy og Boch í
Kringlunni og er með ýmislegt í sigt-
inu þótt núna taki jólaskreytingarnar
hug minn allan. Ég kappkosta að
fylgjast vel með nýjungum og tísku-
straumum til að staðna ekki í fag-
inu.“
Ný sýn á listina
Edda fór gagngert á námskeið hjá
Guy Martin til að tileinka sér nýja
hugsun og nýjar aðferðir í gerð jóla-
skreytinga. Þar segir hún að sér
hafí opnast ný sýn og sér hafí í raun-
inni fyrst orðið ljóst hversu stórfeng-
leg listaverk mætti búa til úr blómum
og tijám í bland við ýmiss konar
skraut.
„Verk Guy Martins eru engu lík,
enda maðurinn heimsfrægur fyrir
list sína. Mig skortir orð til að lýsa
þeim en ef til vill mætti segja að þau
væru framúrstefnuleg, efnismikil en
þó yfirleitt gagnsæ. Hann notar
glitrandi og glansandi perlur, borða,
víra og steina í öllum regnbogans
litum og allskonar skraut f jóla-
skreytingar sínar. Ég var, líkt og
margir blómaskreytar hérlendis, svo-
lítið föst í birki og jarðarlitum í
skreytingum mínum. Núna hef ég
snúið við blaðinu og er allsendis
ófeimin við litríkt skraut í bland.
Mér virðist fólk yfirleitt hrifið af
slíkri samsetningu, sem ég kalla
nýju Parísarlínuna."
Trúlega gætir áhrifa frá París í
allmörgum jólaskreytingum í ár því
Edda ætlar að búa til margar og
miðla listinni til þeirra sem vilja.
Þegar húmar að kvöldi blika borgar-
ljósin í kjallaragluggunum austan-
megin I Grófinni 1. Af og til glittir
í fætur vegfarenda en myndirnar í
gluggunum eru eins og hreyfimál-
verk því ekkert heyrist hljóðið. Ekk-
ert truflar Eddu og Hermann við
vinnu sína - ekki einu sinni sjónvarp-
ið. ■
Jólaskreytingar
með frönsku ívafi
#§
i
„FRAKKAR standa framarlega í skreytingarlistinni
og Guy Martin er þar í broddi fylkingar. Margar
blómaskreytingar eftir hann eru skúlgtúrar, sem
prýða ýmsar stofnanir víða um heim. Óneitanlega
varð ég fyrir miklum áhrifum þegar ég stundaði
nám hjá honum nú í haust. Eg lærði nýjar aðferðir,
tækni og efnismeðferð, sem ég nýti óspart í jóla-
skreytingar mínar ásamt ýmsu efni sem ég hef not-
að undanfarin misseri,“ segir Edda.
Aðventukransinn á efstu myndinni er ætlaður til
að gagnast sem vegleg Ijósakróna yfir borðstofu-
borð. Sex arma kertastjakann til vinstri segist Edda
hafa skreytt samkvæmt dæmigerðri „Guy Martin-
línu“ og haft appelsínugula litinn mest áber-
andi, enda segir hún hann tískulitinn í jóla-
skreytingum í ár. Uppistaðan í skreyting-
unni á myndinni til hægri er úr steypu-
styrktaijárni, sem Edda lét smíða
fyrir sig fyrir mörgum árum. Neðst
er metrabreið aðventuskreyting
með fínlegum vírum, borðum
og allskonar smágerðu
skrauti. ■
Skilnaður
getur líka haft
jákvæð áhrif á konur og börn
SKILNAÐUR og að verða einstætt
foreldri getur gert móður mun ör-
uggari með sjálfa sig og valdið því
að barni finnist það fá mun meiri
ást en áður. Þetta kom fram í ný-
legri rannsókn sem kynnt var á
málþingi í Oxford
á dögunum og var
unnin af dr. Ann
Woollet, kennara
við háskólann í
Austur-Lundún-
um. Woollett tók
viðtal við þrjátíu
og fimm fjölskyld-
ur í þeim tilgangi
að finna út hvernig
það væri að vera
fráskilin.
Hingað til hafa
flestir rannsókn-
armenn einblínt á
neikvæð áhrif
skilnaðar á for-
eldra og börn. En
í áðurnefndri rann-
sókn kom hins
vegar fram að jafnvel þótt einstætt
foreldri þyrfti að glíma við fleiri
vandamál, en þeir sem væru í sam-
búð eða giftir, þá hefðu fráskildar
mæður skýrt frá því að þær fínndu
fyrir mun meiri árangri bæði í starfi
og leik heldur en þegar þær voru
giftar, jafnframt því sem börn
þeirra fyndu fyrir meiri ást og ör-
yggi. Woolett skýrir þetta á þann
hátt að þótt einstæðir foreldrar
þurfi að fást við fleiri erfiðleika í
lífínu, heldur en þeir sem eru gift-
ir, hefðu þeir tilhneigingu til að
nota slíka reynslu á mun jákvæðari
hátt en ella.
Börnln finna fyrir
ákveðnu Jafnvægi
Woollett segir ennfremur að með
niðurstöðum rannsóknarinnar sé
hún ekki að halda því fram að skiln-
aður sé af hinu góða. „Það er alveg
ljóst að börn geta átt við ýmis
vandamál að stríða sem rekja má
til skilnaðar foreldranna," segir
hún. „Þrátt fyrir það getur skilnað-
ur líka haft jákvæð áhrif og hvatt
konur til þess að taka fulla ábyrgð
á sínu lífi. Eftir hjónaskilnað verður
móðir til dæmis að takast á við
ýmsa hluti sem hún hefur ekki þurft
að hafa áhyggjur af áður og að
leysa smá verkefni eins og til dæm-
is að fara með bílinn í viðgerð get-
ur fyllt hana sjálfstrausti," segir
hún.
Woollett segir að í rannsókninni
hafi einnig komið fram að böm ein-
stæðra foreldra hafi oft og tíðum
talað um að þau finni fyrir ákveðnu
jafnvægi á heimilinu. „Auk þess
sögðust þau finna fyrir einstakri
ást og hlýju í sinn garð,“ segir
hún. „Skýringin er ef til vill sú að
foreldrum finnst þeir hafi vanrækt
börnin meðan á skilnaðinum og stóð
og því reyni þeir að bæta fyrir það,
svo um munar, eftir skilnaðinn."
Woollett tekur þó fram að síð-
ustu að það sé einkar mikilvægt
að börn hafi gott samband við það
foreldri sem ekki búi heima. ■
Þýtt og endursagt úr The
Independent.
Skilnaður
getur hvatt
konur til að
taka fulla
ábyrgð á lífi
sínu.
Qiómtyiidaitofa
Qmmars iJitgiiHarssonar
Suðurveri, simi 553 4852
■
I