Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1996 B 7
DAGLEGT LÍF
HÓPURINN gisti í vlrðulegum kastala í Alden Biesen í Belgíu.
á móti okkar frumvarpi, en okkur
tókst með kænsku og góðum rökum
að fá það samþykkt án nokkurra
mótatkvæða," segja þau ennfrem-
ur, og leggja áherslu á að það sé
í fyrsta skipti sem stofnlögum sam-
bandsins hafi verið breytt. Kannski
sé þetta byijunin á því að önnur
lönd innan Evrópusambandsins fái
skilning á því hve fiskurinn er ís-
lendingum mikilvægur.
Nemendurnir segjast hafa undir-
búið frumvarpið mjög vel, en hafi
samt ekki haft eins langan tíma
og önnur lönd. „Danir voru til
dæmis átta mánuði að undirbúa
sitt frumvarp, sem fjallaði um vist-
væna orku. En þrátt fyrir það náði
það ekki fram að ganga,“ segja
þau.
Þetta var ekki í eina skiptið sem
þau þurftu að tala máli sínu á ráð-
stefnunni. Fyrr höfðu þau til dæm-
is haldið fyrirlestur um mengun í
hafinu og hvemig megi minnka
hana auk þess sem þau svöruðu
fyrirspurnum þar um. Þá tóku þau
með sér smá-sýnishorn af dæmi-
gerðum íslenskum mat og sælgæti
og er skemmst frá því að segja að
íslenski maturinn vakti mikla lukku
annarra þátttakenda. „Það var bið-
röð að okkar matarborði, en nánast
autt hjá hinum,“ segja þau svolítið
montin.
Evrópusambandið
er mikið bákn
Nemendurnir voru á einu máli
um það að þetta hefði verið afskap-
lega skemmtileg og lærdómsrík
ferð. „Það kom okkur til dæmis á
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
NEMENDURNIR sem tóku þátt í samstarfsverkefni ESB og EES ásamt Guðjóni land- og
jarðfræðikennara, sem stendur Iengst til hægri.
óvart hve Evrópusambandið er
stórt og mikið bákn og hve langan
tíma það getur tekið að koma
málum í gegn,“ segja þau og benda
á sem dæmi að einn þriðji af
starfsliði Evrópusambandins sé
fólk sem vinni við þýðingar.
Þá segja segja þau að stærsti
vandinn á þessari ráðstefnu hafi
verið tungumálaerfiðleikarnir, en
það hafi þó ekki alltaf komið að
sök. „Við kynntumst mörgum
krökkum, en héldum okkur þó
mest í hóp með Dönum, enda náð-
um við betur saman við þá en
Belga og Þjóðveija, sem aftur á
móti voru meira saman,“ segja þau
og bæta því við að þau hafi lært
heilmikið um samskipti á milli
þjóða og hve þær séu ólíkar.
Boðið aftur að ári
„Við vorum líka ötul við að
kynna land okkar og þjóð, enda
virtust margir ráðstefnugestir ekki
vita margt um lifnaðarhætti okkar
íslendinga," segja þau.
Guðjón segir að hópurinn hafí
fengið ýmsa styrki til fararinnar
og því hafí þau ekki þurft að borga
mikið úr eigin vasa. Hann segir
einnig að búið sé að bjóða Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti að
taka aftur þátt í samstarfsverkefn-
inu að ári, því krakkarnir hafi stað-
ið sig svo vel. „Væntanlega verður
svipaður áfangi settur á laggimar
fyrir þá ferð, eins og nú, sem
metin verður til jafns við aðra
raungreinaáfanga,“ segir hann.
„Aðeins tólf manns geta farið í
ferðina að ári og því gæti hugsan-
lega þurft að velja úr hópi þeirra
sem skrá sig í áfangann. Líklega
verður miðað við að viðkomandi
sé með góða mætingu og stundi
námið af kappi, auk þess að hafa
ágæta tungumálakunnáttu. Þá er
það skilyrði að viðkomandi sé átján
til nítján ára og þori að standa upp
og tjá sig á ensku fyrir framan
hóp af fólki,“ segir Guðjón að síð-
ustu. ■
Arna Schram
ÍSLENSKAR matvörur voru
kynntar á ráðstefnunni og lík-
uðu vel.
vaknaðu!
á undan frunsunni...
...með því að bera á hana Zovir krem sefur hún áfram
Hafir þú fengið frunsu þekkir þú eflaust fyrirboöa hennar,
sting, sviða eða æðaslátt. í kjölfarið láta fyrstu blöðrurnar
á sér kræla. í Zovir kreminu er virka efnið acíklóvír sem
kemur T veg fyrir fjölgun frunsuveirunnar. Berðu Zovir
kremið á um leið og þú finnur fyrir fyrstu einkennum og þá
getur þú náö að svæfa hana strax. Berðu á sýkta svæðið 5
sinnum á dag í 5 daga.
ZOVIR kremið fæst nú einnig með pumþu
sem er auðveld í notkun og skammtar
kremiö á þægilegan og hreinlegan hátt.
ZOVIR kremið 2 g fæst án lyfseðils í apótekum.
Kynnið ykkur vel leiðbeiningarnar
sem fylgja lyfinu.
OVIR'
o
GlaxoWellcome • Þverholti 14 • 105Reykjavík • Sími 5616930