Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 4

Morgunblaðið - 24.11.1996, Page 4
4 D SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NISSAN Almera er nú fáanlegur sem fimm hurða hlaðbakur. Morgunblaðið/Ásdís Nissan Almera hlaðbakur í hnotskurn Véh 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 100 hestöfl. Framdrifinn - fimm manna. Vökvastýri - veltistýri. Líknarbelgur í stýri. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnir hliðarspeglar. Höfuðpúðar við aftursæti. Útvarp með segulbandi. Helmaljós í afturglugga. Lengd: 4,12 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,39m. Hjólhaf: 2,53 m. Þvermál beygjuhrings: 9,6 m. Þyngd: 1.225 kg. Stærð farangursrýmis: 340 I. Stærð bensíntanks: 501. Eyðsla: 9,5 lá 100 kmí þéttbýli; 5,71 í þjóðvegahraða. Hámarkshraði: 168 Staðgreiðsluverð kr.: 1.545.000. Umboð: Ingvar Helgason, Reykjavík. liðugur og röskur Almeru hlaðbakur NISSAN Almera er nú fáanlegur í hlaðbaksútgáfu, þ.e. fimm hurða bíll með 1.400 eða 1.600 rúmsenti- metra vélum, hand- eða sjálfskiptingu og með all- ríkulegum staðalbúnaði. Verðið er á bilinu 1.438.000 til 1.545.000 eftir búnaði. Almera kom á markað fyrir rúmu ári og er nú fáanlegur þriggja, fjögurra og fimm hurða, hann er framdrifinn fimm manna og frekar laglegur fólksbíll. Við skoðum í dag fimm hurða útgáfuna með sjálfskipt- ingu og stærri vélinni. Almera er stefnt sérstaklega á Evrópumarkað enda fór tækni- hönnun bílsins að mestu fram í tæknideild Nissan í Belgíu. Þar starfa 70 manns og fara þar fram ekki síst margháttaðar markaðsrannsóknir áður en megin línur eru lagðar fyrir hönnun. Bíllinn er hins vegar framleiddur í sömu verksmiðju í Japan og útgáfan fyrir heima- markað er framleidd í. Almera er sem kunnugt er arftaki Nissan Sunny, hefur nánast sömu mál en hjólhafið er rúmum 10 em lengra sem gefur heldur meira rými. Almera er ágætlega heppnað- ur bíll í útliti, fimm hurða útgáf- an hefur lítill auka hliðarglugga aftast og minnir þessi svipur dálítið á Citroen ZX sem kom fram fyrir nokkrum árum og hefur reyndar ekki náð hingað. Almera er ekki um of ávalur á homum og framendinn er tiltölu- lega láréttur. Rúður eru stórar og góðar og stuðarar hæfilega umfangsmiklir. Góðír framstólar Almera hefur skemmtilegan svip að innan og hann er sæmi- lega rúmgóður. Afturí er tæpast nógu gott rými fyrir fullskipaðan bfl fullorðnum farþegum og nema í stuttum ferðum og séu framstól- amir hafðir aftarlega verður fóta- iými afturí heldur lítið. Framstólar fara vel með ökumann og farþega og þar er rýmið ágætt. Hæð öku- VEL er frá öllu gengið í mælaborði og er ökumaður fljótur að ná góðum og öruggum tökum á Almera. RÝMI fyrir farangur er þokkalegt, 340 lítrar. Hægt er að leggja fram bak aftursætis til að drýgja það. mannssætis er stillanleg á gerð- inni sem prófuð var, þ.e. með stærri vélinni. Mælaborð er með nokkuð kant- aðri umgjörð um mælana sjálfa en bogadregið eða kúpt sem snýr beint að ökumanni og farþega. Allt er frekar aðgengilegt og skýrt og ökumaður er ekki lengi að átta sig á öllum staðháttum. Hann nær jafnframt góðum tökum á allri stjóm. Almera SLX hefur talsverðan staðalbúnað, m.a. fjarstýrða saml- æsingu, líknarbelg í stýri, höfuðp- úða við aftursæti, útvarp, rafdrifn- Rými í affur- sætum FRAMSÆTIN eru góð og er hæð ökumannssætis stillanleg. Staöal- búnaður Vinnsla ar rúður og útispegla og fleira. Vilji menn frekari búnað má fá vindkljúf, geislaspilara og fleira. Dugmikil vél Vélin er 1.600 rúmsentimetr- ar, fjögurra strokka, 16 ventla og 100 hestöfl með beinni innsp- rautun. Þetta er ágætlega rösk og dugmikil vél og hún er jafn- framt hljóðlát og sparneytin, eyðir 9,5 lítmm í bæjarakstri og 5,7 lítrum á þjóðvegi. Hámarks- hraðinn er 168 km/klst. og hröð- un úr kyrrstöðu í 100 km tekur 12,9 sekúndur. Almera er lipur og ljúfur í akstri. Viðbragðið og vinnslan em með ágætum og sjálfskipt- ingin fer liðlega á milli þrepa jafnvel í hranalegustu inngjafír. Hún er með yfirgír og getur vélin því snúist léttilega þegar ferðast er á mesta leyfilegum hraða á þjóðvegi. Fjöðrun er sér- lega góð í Almera og heldur bíln- um vel rásföstum á mölinni. Að framan er sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun og að aftan fjölliða gormafjöðrun og er greinilegt að hér hefur verið hugsað bæði til aksturs á malbiki sem á óslétt- um vegum því Almera virðist jafnvígur á hvort tveggja. Með þessari rösku vél og sjálf- skiptingu er Almera kjörinn borgarbíll í hvers kyns snúninga. Gott er að umgangast hann að öllu leyti og má endurtaka það sem áður er sagt að ökumaður er fljótur að átta sig á öllu varð- andi bílinn og taka hann í full- komna sátt. Sæmllegt verð Verðið á Nissan Almera hlað- bak með þessari stærri vél og sjálfskiptingu er kr. 1.545.000. Sé hann tekinn með fimm gíra handskiptingu er verðið kr. 1.496.000 og með minni vélinni, sem er 87 hestöfl, kostar bíllinn kr. 1.438.000. Er hann aðeins fáanlegur með handskipting- unni. Telja verður þetta verð all- sæmilegt enda er bíllinn vel bú- inn og er óhætt að segja að mun betri kaup séu í gerðinni með 1,6 lítra vélinni. Menn fá þar frísklegri bíl og skemmtilegri og rafdrifnar rúður og líknarbelg að auki. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.