Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 C 3
Zola byijaði vel
með Chelsea
Gianfranco Zola byijaði vel með
Chelsea og aðeins hárfín snert-
ing Gianluca Viallis kom í veg fyrir
að hann skoraði á móti Newcastle á
Stamford Bridge. Zola tók auka-
spymu um miðjan fyrri hálfleik og
boltinn var á leið í netið framhjá
Pavel Srnicek, markverði gestanna,
en Vialli fylgdi á eftir og fagnaði
sjöunda marki sínu á tímabilinu. „Eg
snerti boltann en vil ekki rífast um
það,“ sagði Vialli. „Ég tæki aldrei
mark frá Gianfranco og alls ekki í
fyrsta leik hans ef það væri ekki
rétt.“ Zola tók landa sinn trúanleg-
an. „Hann sagðist hafa komið við
boltann og ég trúi honum en ég
ætlaði að skora. Ég hef gert mörg
svona mörk á Ítalíu.“ Ruud Gullit,
knattspyrnustjóri og leikmaður
Chelsea, sagði að mikilvægt hefði
verið að skora en ekki hver skoraði.
„Ef til vill snerti Vialli boltann með
eina hári sínu,“ sagði þessi hárprúði
maður um krúnurakaðan samheija
sinn.
Markið örvaði Newcastle til dáða
og Alan Shearer jafnaði eftir send-
ingu frá Faustino Asprilla skömmu
fyrir hlé, níunda mark hans á tímabil-
inu. Aukin harka færðist í leikinn.
David Ginola og Phiiippe Albert voru
bókaðir og David Batty var vikið af
velli fyrir brot á Mark Hughes.
Chelsea sótti stíft til sigurs, Dennis
Wise átti skot í slá og Srineck varði
glæsilega frá Dan Petrescu.
Stan Collymore var í byijunarliði
Liverpool í fyrsta sinn síðan 12. októ-
ber og skoraði þegar á fyrstu mínútu
á móti Wimbledon. Norðmaðurinn
Öyvind Leonhardsen jafnaði í seinni
hálfleik og hefur Wimbledon aðeins
tapað einu sinni í síðustu sjö leikjum
á Anfíeld.
Manchester United náði tvisvar
forystu á Ríverside-velli Middles-
brough en heimamenn jöfnuðu í
bæði skiptin og úrslit urðu 2:2. Roy
Keane og David May skoruðu fyrir
gestina en Ravanelli gerði fyrra
mark Boro og Hignett átti síðasta
orðið úr vítaspyrnu sjö mínútum fyr-
ir leikslok. Arsenal vann Tottenham
3:1 og skaust upp í 2. sætið. Ian
Wright gerði fyrsta markið úr víta-
spyrnu um miðjan fyrri hálfleik, 16.
mark hans á tímabilinu, en Andy
Sinton jafnaði eftir hlé. Allt stefndi
í jafntefli en fyrirliðinn Tony Adams
breytti stöðunni tveimur mínútum
fyrir leikslok og Dennis Bergkamp
gerði þriðja markið á síðustu sekúnd-
unum. Þetta var fyrsti sigur Arsenal
á Tottenham síðan í ágúst 1993 og
fyrsti heimasigurinn á nágrönnunum
síðan í desember 1991 en Gerry
Francis, knattspymustjóri Spurs,
hafði ekki áður tapað sem stjóri
Arsenal.
Mikil harka var í leiknum og voru
fjórir leikmenn bókaðir, þar á meðal
franski vamarmaðurinn Patrick Vi-
era hjá Arsenal en hann var heppinn
að fá ekki rauða spjaldið. „Hann var
heppinn og slapp með skrekkinn en
hefði honum verið vikið af velli hefði
það getað gert út af við okkur,“ sagði
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal.
Dverglið
á toppnum!
Vicenza hefur undanfarin ár ekki
verið í hæstu hæðum ítalskrar
knattspyrnu og má kallast dverglið.
Liðið hefur hinsveg-
EinarLogi ar leikið geysilega
Vignisson agaðan og árang-
skrifar frá ursríkan fótbolta í
haust og náði um
helgina efsta sæti ítölsku deildar-
innar með traustum 2:0 sigri á hinu
skelfilega slaka liði Reggiana með
tveimur mörkum frá Ambrosetti.
Árangurinn er aðallega þakkaður
þjálfaranum Francesco Guidolin
sem hefur náð ótrúlega miklu útúr
leikmönnum þessa litla félags, í lið-
inu em engar stórstjörnur þó
Úragúvæmaðurinn Marcelo Otero
sé að komast í hóp betri leikmanna
deildarinnar.
Inter gaf toppsætið eftir með því
að gera jafntefli við nágranna sína
í AC Milan í risaslag helgarinnar.
San Siro leikvangurinn var troðfull-
ur og virtist leikurinn ætla að verða
mikil skemmtun fyrir hina 80 þús-
und áhorfendur er tvö mörk litu
dagsins ljós á fyrstu 11 mínútunum.
Fyrst skoraði Roberto Baggio fyrir
Milan eftir stungusendingu frá
Marcel Desailly en Youri Djorkaeff
jafnaði fyrir Inter úr víti sem Paolo
Maldini fékk dæmt á sig fyrir að
skella Ivan Zamorano kylliflötum
er hann var að komast aleinn inn
fyrir vörnina. Eftir þetta róaðist
leikurinn og varð að taktísku ein-
vígi þar sem bæði lið lögðu áherslu
á að stífla sóknarrásir andstæðing-
anna. Milan stjórnaði leiknum og
hefði getað sigrað ef Baggio og
Boban hefðu ekki farið illa með
upplögð færi.
„Við áttum að klára þetta,“ sagði
Tabarez þjálfari Milan eftir leikinn.
„Við vorum betri og erum yfirhöfuð
betri en Inter og eigum ekki að
vera fjórum stigum á eftir þeim.“
„Baggio olli mér áhyggjum fyrir
þennan leik og hann sýndi að þær
áhyggjur voru réttmætar með góðu
marki og almennt ógnandi leik,“
sagði Roy Hodgson þjálfari Inter
sem var ánægður með að ná stigi.
Bologna er í öðru sæti ásamt
Inter, stigi á eftir Vicenza. Liðið lék
skínandi vel á móti Atalanta og
sigraði með þremur mörkum gegn
einu. Fallegásta mark leiksins átti
þó markahrókurinn Filippo Inzaghi,
þrumuskot hans beint úr auka-
spyrnu var áttunda mark hans í
vetur og er hann markahæstur
ásamt Abel Balbo hjá Roma sem
ekki náði að setja mark frekar en
aðrir leikmenn í markalausu jafn-
tefli Parma og Roma.
„Þú náðir þó alltént að skora,
skrattakollur, það er meira en ég
gerði,“ sagði Enrico Chiesa við fyrr-
um samheija sinn hjá Sampdoria,
Roberto Mancini, í sjónvarpsþætti
þar sem að Mancini var að barma
sér yfir því að hafa misnotað færi
á snilldarlegan hátt gegn Lazio í
Róm. Mancini hafði náð forystunni
fyrir Samp með góðum skalla en
brenndi illa af síðar og átti einnig
þátt í að Lazio náði að jafna undir
lok leiksins.
Reuter
PAUL Gascoigne var hatja Rangers í úrslitaleik delldarblk-
arkeppninnar; skoraðl tvívegis og fagnar hér að lelkslokum
ásamt Archie Knox, þjálfara.
Gascoigne
slökkti á Hearts
Paul Gascoigne gerði tvö mörk á 90 sekúndum og slökkti á Hearts i
úrslitaleik skosku deildarbikarkeppninnar. Ally McCoist kom
Rangers í 2:0 en Steve Fulton og John Robertson jöfnuðu og Hearts virt-
ist líklegt til að sigra í keppni í fyrsta sinn i 34 ár. En Gascoigne eyddi
þeirri von um miðjan seinni hálfleik og mark David Weirs á síðustu mín-
útu breytti engu þar um.
„Þetta hjálpar mér í einkalífinu,“ sagði Gazza sem hefur átt í erfíðleik-
um utan vallar. „Vonandi verður þetta til að snúa blaðinu við.“ Walter
Smith, þjálfari Rangers, fagnaði 11. titlinum og McCoist, sem er 34 ára,
varð meistari í níunda sinn en hann hefur gert átta mörk í úrslitaleikjum
deildarbikarkeppninnar.
Arnar
meiddist
SOHAUX vann LC 2:012.
deild í Frakklandi og er í 5.
sæti með 30 stig, sjö stigum
á eftir efsta liði. Araar Gunn-
laugsson kom inná hjá Soc-
haux í byrjun seinni hálfleiks
en fór meiddur af velli 20
mínútum síðar. „Ég tognaði á
lærvöðva og ætli ég verði
ekki að loka mig inni það sem
eftir er ársins,“ sagði Araar
við Morgunblaðið en þetta var
fyrsti leikur hans með aðallið-
inu í mánuð nema hvað hann
lék bikarleik fyrir skömmu.
Góður sig-
ur hjá
Bjarka
BJARKI Gunnlaugsson og
samherjar í Mannheim stöðv-
uðu sigurgöngu Kaiserslaut-
ern í 2. deild í Þýskalandi og
unnu, 2:0. „Það var mjög
gaman hjá 30.000 áhorfend-
um og ekki síður hjá okkur
enda sigurinn mikilvægur,"
sagði Bjarki sem fór út af
stundarfjórðungi fyrir leiks-
lok. „Ég fann til í lærvöðva
og vildi ekki taka neina
áhættu. Við höfum verið að
spila ágætlega, sérstaklega á
heimavelli, en höfum ekki enn
unnið á útivelli og þurfum að
breyta því. Samt er munurinn
ekki svo mikill á liðunum og
við eram aðeins sjö stigum á
eftir Fortuna í 3. sæti en tveir
næstu Ieikir eru við lakari
iið.-
Eyjólfur og
Hertha á
góðri sigl-
ingu
EYJÓLFUR Sverrisson og
félagar I Hertha unnu Stutt-
garter Kickers, 2:1, á útivelli
og eru í 2. sæti með 25 stig í
2. deild í Þýskalandi en Kais-
erslautera er með 30 stig.
„Það er mikil og góð stemmn-
ing í liðinu og staða þess er
ekkitilvijjun,“ sagði Eyjólfur.
„ Við áttum allan leikinn í
Stuttgart og komumst í 2:0
en þeir minnkuðu muninn á
síðustu mínútunum.“
Skömmu áður fékk Eyjólfur
gult spjald öðru sinni og þar
með rautt. „Seinna spjaldið
var út í hött enda hlógu all-
ir,“ sagði Eyjólfur. „Félagið
ætlar að mótmæla en senni-
lega þýðir það ekkert svo ég
tek sennilega út leikbann um
helgina.“
Uli Stein héh hreinu í
500. deildaiieiknum
Uli Stein lék 500. leik sinn fyrir
Arminia Bielefeld á laugardag
en liðið vann Freiburg, 2:0. Þetta
var þriðji sigurleikur Bielefeld í röð.
Miðjumaðurinn Mario Baslergerði
bæði mörk Bayern í 2:1 sigri á botnl-
iði Hansa Rostoek. Fyrst skoraði
hann úr vítaspyrnu sem var dæmd
eftir að Jiirgen Klinsman var felldur
innan teigs eftir hálftíma leik og
síðan gerði hann glæsilegt mark af
löngu færi tveimur mínútum fyrir
hlé. Akpoborie minnkaði muninn um
miðjan seinni hálfleik og var það
fyrsta mark Hansa Rostock á móti
Bayern Múnchen á Ólympíuleik-
vanginum í Múnchen.
Giovanni Trapattoni, þjálfari Bay-
ern, var langt því frá að vera ánægð-
ur þó liðið færi í efsta sætið. „Ég
500
er aðeins ánægður með úrslitin. Við
lékum ekki vel, vorum taugaóstyrkir
og þvingaðir. Ég get aðeins sætt
mig við 20 mínútur af leiknum."
Frank Pagelsdorf, þjálfari
Rostock, sagði það óheppni að liðið
hefði ekki náð stigi. „Bayern átti
varla marktækifæri í fyrri hálfleik
en samt vorum við 2:0 undir. Engu
að síður gáfumst við aldrei upp og
sköpuðum okkur færi í seinni hálf-
leik.“
Meistarar Dortmund færðust upp
í þriðja sætið með 4:0 sigri á móti
slöku liði Werder Bremen. Svisslend-
ingurinn Stephane Chapuisat braut
ísinn að tveimur stundarfjórðungum
loknum og Heiko Herrlich bætti við
tveimur mörkum fyrir hlé. Heima-
menn áttu síðasta orðið þegar Heimo
Pfeifenberger gerði sjálfsmark um
miðjan seinni hálfleik.
„Við vorum heppnari en mótheij-
arnir,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálf-
ari Dortmund, en Paulo Sousa, Matt-
hias Sammer og Steffen Freund léku
ekki með vegna meiðsla. „Öryggið
kom með fyrsta markinu og eftir
það var erfitt fyrir Bremen að spila
vel.“
Besti leikur umferðarinnar var
viðureign Kölnar og HSV sem end-
aði með jafntefli, 2:2. Þetta var 300.
jafntefli HSV í sögu deildarinnar.
Antonio Ananyev, markvörður Köln-
ar, braut illa á mótheija á síðustu
mínútu og var vikið af velli. Enginn
markvörður var á bekknum og fór
miðjumaðurinn Sunday Oliseh frá
Nígeríu í markið.
Stuttgari tapaði 3:1 í Duisburg
og missti af efsta sætinu. Brasilíu-
maðurinn Giovane Elber skoraði fyr-
ir gestina eftir 38 sekúndur, 10.
mark hans á tímabilinu. Markus
Osthoff jafnaði á sjöundu mínútu,
Thomas Vana bætti marki við
skömmu eftir hlé og Michael Zeyer
innsiglaði sigurinn á 78. mínútu.