Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996 B 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR KEILA Olajuwon afturá ferðinni Reuter HAKEEM Olajuwon lék með á ný og skoraðl 27 stig í 102:101 sigri á Portland eftlr framlengdan leik. Þórey og Bjarki bestíEyjum Þórey Jóhannsdóttir og Bjarki Þór Smárason voru krýnd sunddrottn- ing og sundkóngur Vestmannaeyja að loknum Vestmannaeyja- mótinu í sundi um síðustu helgi. Þau náðu bestum árangri í kvenna- og karlaflokki. Góður árangur náðist á mótinu og er greinilegt að miklar framfarir eru að eiga sér stað hjá sundfólki í Eyjum. Er jafn- vel dæmi um að einstaklingur hafi bætt sinn fyrri árangur um 20 sekúndur á mótinu. Þórey náði lágmörkum í þremur greinum fyrir Innanhússmeistara- mót íslands og Eva Lind Ingadóttir sett nýtt félagsmet í 100 m bak- sundi í stúlknaflokki er hún synti á 1.16,19 mínútum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hakeem Olajuwon missti af þrem- ur leikjum með Houston í NBA-deildinni vegna veikinda en lék á ný í fyrrinótt, spilaði í 41 mínútu og var með 27 stig í 102:101 sigri á Portland eftir framlengdan leik. Þriggja stiga karfa Clydes Drexlers 39 sekúndum fyrir leikslok var það sem þurfti og er Houston með sama árangur og Chicago í deildinni, 13 sigra og eitt tap á tímabilinu. „Allt er í besta lagi,“ sagði Olajuw- on, sem var með óreglulegan hjart- slátt og þurfti þess vegna að vera undir læknishendi undanfarna daga. „Ég var frekar þungur í byrjun en fann ekki fyrir þessu.“ Camby á sjúkrahús Marcus Camby hjá Toronto datt skyndilega í gólfið í upphitun fyrir leik Toronto og Sacramento og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Talið var að einhver taugatruflun hefði átt sér stað en sérfræðingar sögðu að allt væri eðlilegt og hann myndi ná sér að fullu. „Ég fékk tak í bakið og verð frá í að minnsta kosti viku,“ sagði Camby. Sacramento var með 11 stiga for- ystu eftir fyrsta leikhluta og vann 98:87 en þetta var sjötta tap Tor- onto í röð. Mahmoud Abdul-Rauf var með 18 stig fyrir gestina, þar af 11 í fyrsta leikhluta, og Corliss William- son skoraði 12 stig og þar af 10 í fyrsta leikhluta. Atlanta átti ekki í erfiðleikum með Vancouver og vann 101:80 eftir að staðan hafði verið 37:19 að loknum fyrsta leikhluta. Fimm leikmenn gestanna gerðu 10 stig eða meira og var Christian Laettner stigahæst- ur með 18 stig. Anthony Mason nái fyrstu tvöföldu þrennu sinni á ferlinum þegar Charl- otte vann Seattle 97:89. Laettner skoraði 14 stig fyrir heimamenn, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar. San Antonio fór til Dallas og tap- aði sjötta leiknum í röð en heima- menn unnu 105:101. George Mc- Cloud skoraði 22 stig fyrir Dallas og Jim Jackson 21 stig en Dominique Wilkins var með 32 stig fyrir Spurs. Ekkert gengur hjá Phoenix og að þessu sinni tapaði liðið 117:108 í Denver. Dale Ellis skoraði 28 stig fyrir heimamenn og Brooks Thomp- son setti persónulegt met þegar hann gerði 26 stig. Shaquille O’Neal fór á kostum í Philadeiphia, skoraði 23 stig og tók 20 fráköst fyrir Los Angeles sem vann 100:88. „Seinni hálfleikur var frábær hjá okkur," sagði Del Harris, þjálfari Lakers, en liðið var 10 stigum undir í hálfleik. „Ég hafði áhyggjur í hléinu því Philadelphia var með gott veganesti." ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Sacramento..........87:98 Atlanta - Vancouver..........101:80 Charlotte - Seattle...........97:89 Philadelphia - LA Lakers.....88:100 Houston - Portland..........102:101 ■ Eftir framlengingu. Dallas - San Antonio........105:101 Denver - Phoenix............117:108 Golden State - Miami.........88:107 Miami sótti Golden State heim og sigraði í fimmta leiknum í röð, að þessu sinni 107:88. Alonzo Mourning skoraði 22 stig fyrir gestina og Tim Hardaway 17 en Joe Smith var með 24 stig fyrir heimamenn, Chris Mull- in 17 og Mark Price 12 stig. Jordan á kunnum slóðum Michael Jordan gerði 40 stig fyrir Chicago Bulls sem vann LA Clippers 88:84 á útivelli og var þetta í 147. sinn sem hann gerir 40 stig eða meira í deildarleik. Toni Kukoc var með 13 stig fyrir Bulls og Scottie Pippen 15 stig og gerði 10 þeirra í fjórða leikhluta. Dennis Rodman tók 14 fráköst í leiknum og Pippen 11. Bulls, sem lék án Luc Longley sem er meiddur, hefur nú unnið 13 af fyrstu 14 leikjunum í deildinni. Orlando mátti þola tap á heima- velli fyrir Milwaukee Bucks, 88:100. Glenn Robinson setti niður 23 stig fyrir gestina og Vin Baker 13, auk þess að taka 15 fráköst. Sherman Douglas og táningurinn Ray Allen komu næstir með 12 stig hvor. Þetta var í annað sinn í síðustu 11 leikjum liðanna sem Orlando tapar. Nick Anderson var með 25 stig fyrir heimamenn og Horace Grant kom næstur með 16 stig. Karl Malone var að venju at- kvæðamestur leikmanna Utah sem unnu New Jersey Nets 108:92 á heimavelli. Hann gerði 27 stig og tók 16 fráköst. Jeff Hornacek kom næst- ur með 19 stig í sjöunda sigurleik liðsins í röð. Kerry Kittles, Ed O’Bannon og Tony Massenburg voru með 12 stig hver fyrir New Jersey. Juwan Howard gerði 24 stig fyrir Washington sem vann Minnesota, 105:98, á heimavelli. Chris Webber kom næstur með 16 stig og 15 frá- köst fyrir Bullets sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tom Gugliotta var stigahæstur gest- anna með 25 stig og tók einnig 12 fráköst. SUND Íshokkí NHL-deildin Boston - Philadelphia...........2:0 Florida - Buffalo...............4:3 Toronto - Vancouver.............3:2 Phoenix - NY Rangers............1:3 Calgary - Edmonton.............1:10 Kátir sigurvegarar ELÍN Óskarsdóttir sigraði án forgjafar í Gull- og silfurmóti kvenna í keilu, Ragna Matthíasdótt- ir var í öAru sæti og Ágústa Þorstelnsdóttlr í því þrlðja. MeA forgjöf slgraAi Theódóra Ólafs- dóttir, Sirrý Hrönn Haraldsdóttir varA önnur og Halldóra Brynjarsdóttlr þriAja. Aftari röA f.v.: Sirrý Hrönn, Theódóra, Elín og Ragna. Fremri röA f.v.: Bára Agústsdóttir, Alda Harðardóttir, Halldóra, GuAný Hauksdóttir, Ágústa og Sólveig GuAmundsdóttir. Knattspyrnu- maður Evrópu valinn úr hópi 50 manna FRANSKA knattspyrnublað- ið France Football tilnefndi í gær 50 leikmenn sem koma til greina sem Knattspyrnu- maður Evrópu 1996.20 þeirra voru á sama lista í fyrra, þar á meðal Líberíu- maðurinn George Weah hjá AC Milan, sem var útnefndur, en reglunum var breytt og koma allir til greina sem leika með evrópskum liðum. 35 leikmenn á listanum voru með í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í sumar. Þjóðverj- ar eiga átta leikmenn, Frakk- ar sjö og ítalir fimm en 18 leikmenn af þessum 50 leika með itölskum liðum. Eftir- taldir koma til greina: Gabriel Batistuta (Fiorent- ina), Radek Bejbl (Atletico Madrid), Patrick Berger (Liv- erpool), Olivier Bierhoff (Udi- nese), Laurent Blanc (Barcel- ona), Zvonimir Boban (AC Milan), Alen Boksic (Juvent- us), Eric Cantona (Manchest- er United), Enrico Chiesa (Parma), Edgar Davids (AC Milan), Ronald de Boer (Ajax), Alessandro Del Piero (Juventus), Marcel Desailly (AC Milan), Didier Desch- amps (Juventus), Youri Ejorkaeff (Inter), Luis Figo (Barcelona), Robbie Fowler (Liverpool), Thomas Helmer (Bayern Mönchen), Trifon Ivanov (Rapid Vienna), Nwankwo Kanu (Inter), Jiirgen KUnsmann (Bayern Miinchen), Andreas Köpke (Marseille), Bernard Lama (Paris St. Germain), Brian Laudrup (Glasgow Rangers), Jiri Litmanen (Ajax), Paolo Maldini (AC Milan), Predrag Mijatovic (Real Madrid), Andreas Möiler (Borussia Dortmund), Pavel Neved (Lazio), Augustine Okocha (Fenerbahce), Karel Pob- orsky (Manchester United), Rai (Paris St. Germain), Raul Gonzalez (Real Madrid), Fabrizio Ravanelli (Middles- brough), Ronaldo (PSV Eind- hoven), Rui Costa (Fiorent- ina), Matthias Sammer (Bor- ussia Dortmund), Dejan Savieevic (AC Milan), Mehmet Scholl (Bayern Miinchen), David Seaman (Arsenal), Sergi (Barcelona), Alan Shearer (Newcastle United), Diego Simeone (Atletico Madrid), Davor Suker (Real Madrid), Kubilay Turkyilmaz (Grasshopper), Gianluca Vialli (Chelsea), George Weah (AC Milan), Javier Zanetti (Inter), Zinedine Zidane (Juv- entus) og Christian Ziege (Bayern Miinchen). Skylminga- landsliðið til Danmerkur ÍSLENSKA landsliðið í skylmingum tekur þátt í Norður-Evrópumótinu sem haldið verður í Kaupmanna- höfn um helgina. Keppt verð- ur bæði í einstaklings og liða- keppni. Landslið íslands er skipað eftirtöldum: Sigrún Erna Geirsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Ólafur Bjamason, Guðjón Ingi Gests- son, Ragnar Ingi Sigurðsson, Reynir Orn Guðmundsson, Davíð Þór Jónsson og Haukur Ingason. Þjálfari liðsins er Nikolay Mateev.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.