Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 B 5 HANDKIMATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Þjálfari Dana hristi höf- uðið ÞEGAR Julian Róbert Duranona var kynntur í fyrsta landsleik sínum á íslandi, brutust út geysi- leg fagnaðarlæti í Laug- ardalshöllinni - áhorf- endur stóðu á fætur og fögnuðu. Leikmenn danska liðsins litu við og þjálfari danska liðsins, Ulf Schefvert, hristi höf- uðið, hann vissi hvaða leikmann hans menn áttu eftir að glíma við. Duranona fiskaði Kasp- er af velli DURANONA fiskaði einn leikmann danska liðsins af leikvelli í byijun seinni hálf- leiksins — Kasper Nielsen braut á Duranona og var rek- inn af leikvelli í þriðja sinn í leiknum, var útilokaður frá frekari þátttöku. Gottveganesti ÍSLENDINGAR sigruðu Dani nokkuð auðveldlega ífyrri leik þjóðanna í 5. riðli undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Laugardalshöll ígær- kvöldi. Eftir fremur slakan fyrri hálfleik, þar sem alltaf vantaði eitthvað til að allt virkaði eins og það átti að virka, breyttist leikur íslenska liðsins til hins betra og þegar flauta tímavarðar gall höfðu íslendingar gert 27 mörk en Danir 21. Oruggur sigur sem ætti að vera íslensku leikmönnun- um gott veganesti fyrir síðari leikinn sem verður íÁlaborg á sunnudag- inn. Isienska liðið hefur nú níu stig í efsta sæti riðilsins og dugar jafntefli á sunnudag til að komast á HM í Japan í maí. Liðinu gætu einnig dugað níu stig til að komast áfram sem það lið sem bestan árangur hefur í öðru sæti. En landsliðið á auðvitað að halda til Danmerkur ífyrramálið fullt sjálfstrausts og ieggja frændur vora á þeirra heimavelli. Kristinn bætti sig í stórsvigi Danir byrjuðu með boltann og fengu fljótlega opið mark- tækifæri en Bergsveinn gaf félög- um smum tóninn og Skúli Unnar varði vel. Valdimar Sveinsson gerði fyrstu fjögur skrifar mörk Islands, þrjú úr vítakasti og eitt eftir hraðaupphlaup. Sókn íslend- inga var hálfkraftlaus og einskorð- aðist allt of mikið við hægri væng- inn, boltinn kom varla yfir á þann vinstri, hvað þá í vinstra hornið á Konráð. í vörninni var hins vegar hægri vængurinn alls ekki nógu sannfærandi. Danir nýttu sér það, löbbuðu inn úr horninu og gerðu þijú mörk þeim megin, með því að skjóta á stöngina nær, og fengu að auki dæmd þijú vítaköst þeim megin. Eftir að Valdimar hafði gert þijú mörk kom kafli þar sem fimm sókn- ir nýttust ekki. Sem betur fer voru Danir lítið skárri og gerðu aðeins eitt mark úr sex sóknum þannig að staðan var 3:4. Valdimar jafnaði og þegar 14 mínútur og 33 sekúnd- ur voru liðnar af leiknum skoraði Dagur með langskoti og var það fyrsta mark liðsins utan af velli. Duranona kom inn á og hans fyrsta skot var af gólfinu sem er mjög óveijulegt en ef til vill lýsandi fyrir vandræðaganginn í sókninni í fyrri hálfleik. Hann byijaði með hörkugóðu marki í síðari hálfleik og Konráð skoraði tvö falleg mörk loksins þeg- ar boltinn kom í vinstra hornið. Þá misstu íslendingar tvo leikmenn út af og léku fjórir um tíma en Ólafur fékk glæsisendingu frá Degi inn í hægra hornið og skoraði gott mark. Júlíus kom í vörnina hægra meg- in og þá loks sást alvöruvörn, bæði hægra og vinstra megin. Danir breyttu úr flatri vörn í 4-2 til að loka á Duranona en Þorbjörn brá á það ráð að senda tvo inn á línuna og við það neyddust Danir til að færa vörn sína aftar. íslensku leik- mönnunum líkaði það vel og gerðu fimm mörk gegn tveimur frá Dön- um. Gestirnir reyndu að taka Dag og Duranona úr umferð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 22:20, þegar sjö mínútur voru eftir. Lokakaflinn nýttist vel og ísland gerði fimm mörk gegn einu marki dönsku leik- mannanna sem játuðu sig sigraða. í heild lék íslenska liðið vel þó svo menn væru heldur lengi í gang. Það sem mátti betur fara í fyrri hálfleik var lagað og heildarsvipur liðsins var góður. Bergsveinn varði vel, Duranona lék mjög vel, Geir var traustur á línunni sem endra- nær og Dagur gerði fá mistök og óx er á leið. Ólafur skoraði snagg- araleg mörk, Valdimar byijaði vel en var síðan á bekknum til leiksloka og Bjarki tók stöðu hans og stóð sig ágætlega. Konráð nýtti færi sín vel og lék vel í vörninni eins og Patrekur en sá síðarnefndi fann sig ekki í sókninni að þessu sinni. VALDIMAR Grimsson skoraði fjögur fyrstu mörk íslendlnga - hér skorar hann þríöja marklð, eftir hraðaupphlaup. Islendingar skoruöu fjögur mörk eftir hraðaupphlaup. Ulf Schefert, þjálfari Dana, vonaðist eftir sigri Á einhver tromp uppi í erminni Við lékum illa í leiknum og það er ljóst að það verður að leika mun betur gegn íslendingum en þetta eigi sigur að ivar nást gegn þeim,“ Benediktsson sagði Ulf Schefert, skrifar þjálfari Dana, að leikslokum og kvaðst vera mjög óánægður með hvað sínir menn hefðu gert mikið af tæknilegum mistökum. „Á því féllum við fyrst og fremst auk þess sem markvarslan var mun betri all- an tímann hjá íslendingum, en var aðeins í lagi hjá okkur í fyrri hálfleik.“ Hann sagðist hafa gert sér miklar vonir um sigur í leiknum. „Sigur hefði gert að mestu út um vonir ís- lendinga í keppninni og við hefðum getað verið mun afs- lappaðri í síðari leiknum á sunnudag. En þegar ljóst var að við hefðum ekki möguleika á sigri hefði ég kosið að mínir menn hefðu barist til enda og sloppið með tveggja marka tap.“ Schefert sagði að nú ætti hans lið einn möguleika enn og hann yrði að nýta til fulls en það væri ljóst að það yrði við ramman reip að draga. „Eg hef ekki trú á að heimvöllur vegi þungt þegar út í þann leik verður komið, færri mis- tök eru lykilatriðið. Ég vonast til þess að eiga einhver tromp upp í erminni til að spila út í Alaborg. Eitt þeirra vita allir hvert er en það er Frank Jörgensen, sem leikur með Teka á Spáni, og gat ekki verið hér í kvöld vegna þess að hann var að leika með sínu félagsliði. Hann styrkir okkar lið þegar þjóðimar mætast á sunnudaginn." Ekkert kom í leik íslendinga kom þjálfaranum. „íslenska liðið lék af sínum kunna krafti en einnig af útsjónarsemi og gerði færri mistök í sókninni en við. Lélegur sóknar- leikur varð okkur fyrst og fremst að falli.“ Schefert segist vera mátulega bjartsýnn á framhaldið í Álaborg. „Síðar hálfleikur er eftir en fyrst og fremst verðum að leika betri sóknarleik og gera mikið færri mis- tök. Takist það eigum við mögu- leika.“ Duranona kom á óvart „íslenska liðið lék of vel í leiknum til þess að við ættum möguleika," sagði Nikolaj Jacobsen, vinstri hornamaður Dana, eftir leikinn. „í fyrri hálfleik tókst okkur að halda í við þá en þegar kom var í síðari hálfleik lékum við illa í sókninni og var refsað fyrir vikið.“ Jackobsen segir að sér hafi kom- ið mest á óvart hversu mikið Julian Duranona hafi leikið með. „Við höfðum séð myndir af íslenska lið- inu og þar hafði hann ekki verið að leika veigamikið hlutverk. Við reiknuðum frekar með að Patrekur léki í skyttustöðunni allan leikinn og hann þekkjum við mætavel og vitum hvernig á að verjast hon- um.“ Hann sagðist vera óánægður með eigin frammistöðu í leiknum, fyrri hálfleikur hafi veið Jiokkalegur en sá síðari afleitur. „Eg er of mikil- vægur danska liðinu til þess að mega leika illa. En síðari leikurinn er eftir og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð.“ FOLK MARCO Negri, miðheiji Per- ugia á Ítalíu, er sennilega á leiðinni til Espanyol á Spáni fyrir 3,5 millj- ónir dollara (um 231 millj. kr.). Spænska félagið hefur boðið miðheij- anum samning til þriggja ára sem tryggir honum um 66 millj. kr. á ári. ■ HELDER Cristovao, miðvörður Benfica og portúgaiska landsliðs- ins, vonast til að skrifa undir samn- ing til fímm ára við Deportivo La Coruna á Spáni eftir læknisskoðun í dag. Ef af verður er talið að kaup- in kosti félagið um 330 millj. kr. ■ GARETH Southgate, miðvörður Aston Villa og enska landsliðsins, meiddist á ökkla í deildarbikarleikn- um við Wimbledon í fyrrakvöld og verður frá æfingum og keppni í a.m.k. fjórar vikur. ■ VINNY Samways hjá Everton hefur æft með Las Palmas á Spáni undanfamar tvær vikur og vill ganga til liðs við félagið. Joe Royle, knatt- spyrnustjóri Everton, greiddi Tott- enham 2,2 millj. punda fyrir Samways í ágúst 1994 og vill fá 650.000 pund fyrir hann nú en Las Palmas er tilbúið að greiða helmingi minna. ■ JOSE Luis Villarreal, miðju- maður hjá Montpellier í Frakk- landi, hefur verið í viðræðum við argentínskt félag og má fara þó samningurinn sé ekki útrunninn en hann hefur verið hjá Montpellier í eitt og hálft ár. ■ ENSKA knattspyrnusambandið, landsliðsmennirnir og þjálfarar hafa ákveðið að gefa munaðarleysingja- hæli í Moldóva rúmlega 2,2 millj. kr. til að hægt sé að bæta aðbúnað- inn en í fyrravetur dó 31 bam úr vosbúð á heimilinu. ---------------------------------------------------------------- Island - Danmörk 27:21 Laugardalshöll, undankeppni HM í handknattleik, fyrri leikur þjóðanna, miðvikudaginn 27. nóvember 1996. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 3:4, 6:4, 9:7, 11:8, 12:10, 13:10, 15:12, 18:14, 20:15, 22:19, 23:21, 27:21. Mörk íslands: Julian Róbert Duranona 5, Dagur Sigurðsson 4, Geir Sveins- son 4, Ólafur Stefánsson 4, Valdimar Grimsson 4/3, Bjarki Sigurðsson 3, Konráð Olavson 2, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot. Bergsveinn Bergsveinsson 14/1 (þar af 5 til mótherja) - lang- skot 6, gegnumbrot 1/1, lína 1/1, horn 5/3, víti 1. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Danmerkur: Christian Hjermind 6/3, Nikolaj Jacobsen 6/2, Morten Bjerre 4, Jan Paulsen 2, Jan Fog 1, Kasper Nielsen 1, Klaus Bruun Jörgens- en 1. Varin skot: Peter Nörklit 10 (þaraf 3 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Miguel Amigo og Rodrigo Costas frá Spáni, dæmdu mikið og vel. Áhorfendur: 3.000. KRISTINN Bjömsson, skíða- kappi frá Ólafsfírði, keppti í stórsvigi í Geilo í Noregi í gær og bætti stððu sina á FlS-listanum (styrkleikalista Alþjóða skíðasambandsins) töluvert. Hann hafnaði í 10. sæti og var 1,40 sek. á eftir sigurvegaranum Thobias Helmann frá Svíþjóð. Fyrir árangur sinn hlaut hann 21 styrldeikastig (FlS-stig) en hann var skráður með 29 FlS-stig fyrir mótið. Kristinn sagðist ekki hafa búist við svo góðum árangri í upphafí keppnistímabilsins, sérstaklega vegna þess að hann er að ná sér eftir meiðsli sem hann hlaut í fyrra. „Þessi árangur hleypir góðu og jákvæðu lífí í æfing- arnar sem framundan eru,“ sagði Kristinn. URSLIT Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bolton - Tottenham................6:1 Leicester - Manchester United.....2:0 Liverpool - Arsenal...............4:2 Middlesbrough - Newcastle.........3:1 West Ham - Stockport..............1:1 Ðráttur Dregið var ( gærkvöldi í 8-liða úrslit: Ipswich - Leicester. Middlesbrough - Liverpool. Bolton - Wimbledon. West Ham eða Stockport - Southampton eða Oxford. 1. deild: Manchester City - WBA.............3:2 Ítalíu Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Lazio - Napoli....................1:1 @ Napoli vann samtals 2:1. Vicenza- Milan....................0:0 • Vicenza vann á marki skoruðu á útivelli, 1:1. Ikvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild kl. 20:00 Borgarnes: Skallagr. - Keflavík Grindavík: Grindavík - ÍA Sauðárkrókur: Tindastóll - KR Seljaskóli: ÍR - Njarðvík Morgunblaðið/Golli JULIAN Róbert Duranona fór á kostum gegn Dönum, hér er hann að brjótast í gegn til að skora. Á lltlu myndlnn! fyrir ofan sést Þorbjörn Jensson, þjálfari, fylgjast með Duranona, sem skor- aði fimm mörk. Dagur Sigurðsson, skoraði falleg mörk Viðerum betri en Danir SÓKNAR- NÝTING Laugardalshöll 27. nóvember 1996 ; ÍSLAND MSrk Sóknir % DANMORK Mörk Sóknir % 12 24 50 F.h 10 25 40 15 24 62 S.h 11 24 46 27 48 56 Alls 21 49 43 9 langskot 5 3 Gegnumbrot 3 4 Hraðaupphlaup 3 4 Horn 4 1 4 Lina 1 3 Víti 5 Dagur Sigurðsson lék vel í vörn- inni og skoraði fjögur falleg mörk. „Það er alltaf jafn gaman að leika hér í Höllinni og að sigra Dani gefur manni mikið. Ég held að við séum með betra lið en þeir og eigum alveg að geta unnið þá á útivelli. Ef við náum upp sömu baráttu í vörninni og markvarslan verður eins og í þessum leik óttast ég ekki Dani. Þeir iéku eins og ég átti von á en við höfðum Duranona sem leynivopn og hann var kannski eina stærðin í þessum leik sem var ekki þekkt. Við erum búnir að mæta Dönum oft og það eru alltaf jafn spennandi leikir á milli þjóð- anna og þessi var engin undan- tekning þar á,“ sagði Dagur. STAÐAN 5. RIÐILL ísland........5 4 1 0 137:98 9 Danmörk.......5 4 0 1 136:101 8 Grikkland.....4 0 1 3 73:114 1 Eistland......4 0 0 4 78:111 0 Var orðinn hungraður Bergsveinn Bergsveinsson stóð í markinu lengst af og varði vel, 14 skot og þar af eitt vítakast. „Ég fann mig vel og sjálfstraustið er til staðar. Eftir að hafa verið utan við landsliðið í nokkra mán- uði var ég orðinn hungraður í að sýna hvað í mér býr. Það var al- veg meiriháttar að spila þennan leik því stuðningurinn frá áhorf- endum var frábær," sagði Berg- sveinn. „Við förum í síðari leikinn til að sigra, hugsum ekki um jafn- tefli. Við ætlum okkur að komast á heimsmeistaramótið í Japan.“ Morgunblaðið/Golli Baráttan í fyrirrúmi ÍSLENSKU leikmennirnir sýndu mikla baráttu í lelknum. Hér stökkva Geir Sveinsson og KonráA Olavson báðir inn af línunni til að freista þess að ná til boltans á undan markverðl Dana. íslenska hjartað sló hratt Julian Róbert Duranona stóð sig mjög vel og gerði fimm glæsileg mörk með langskotum. Hann kunni vel að meta stuðninginn sem hann fékk í Höllinni. „Það var skemmtiiegt að taka þátt í þessum leik. Um leið og ég kom inn á í fyrsta sinn klöppuðu áhorfendur og eins þegar ég skoraði klöppuðu þeir enn meira. íslenska hjartað í mér sló þá hratt. Þetta er mikilvæg- asti landsleikur sem ég hef spilað á ferlinum og stemmningin í liðinu og á áhorfendabekkjun- um var engu lík,“ sagði Duranona. „Þessi leikur hafði líka mikla þýðingu fyrir handboltann á íslandi. Við vissum það fyrirfram og því gáfum við okkur alia í þennan leik. Ég gaf mér tíma í byijun til að komast inn í leikinn en síðan fann ég mig vel og sjálfstraustið jókst. Ég hef aldrei tekið þátt í svona leik áður fyrir landslið og því er hann ný upplifun fyrir mig. Nú þurfum við að fylgja þessum sigri eftir með því að vinna Dani í Alaborg. Ég hef trú á því að við getum gert það.“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.