Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 3

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 B 3 DAGLEGT LÍF Dagbækur frá 18. öld eru frá embættis- og menntamönnum og allar ópersónulegar og háðar hefð- bundinni menningu menntamanna. Þær fjalla um hið opinbera og al- menna. „En fljótlega eftir aldamót- in 1800 fer að fjölga alþýðumönn- um í flokki dagbókarritara," segir Davíð, „og eru þær sem skrifaðar eru eftir miðja 19. öld oft persónu- legar.“ Davíð telur vísbendingar í dag- bókum og almanökum Málið er að láta vcni ^rir stjórnast af Þv.í,.að fyrir tímanum eða að mlðJa l9; skapa tímann í 9l lra. hafl lífi sínu Islendingar upphfað tímann sem hringrás, en að einstaklingshyggj- an hafði breytt skynjuninni í línu. Aður var það maðurinn í umhverf- inu gagnvart náttúrunni en svo einstaklingurinn og sjálfið. Davíð segist fljótlega hafa beint sjónum sínum að tímatalsritum og almanökum við upphaf dagbókar- skrifa. En þar ber mikið á veður- spádómum. „Veðurspádómar og dagbækur tengjast ótjúfanlega á átjándu öld,“ segir hann. Meðal upplýsinga er veðurspá fyrir hveija viku eða mánuð kom- andi árs. En hvemig var það hægt? Hér gildir hugmyndin um tíma- hringinn. Tunglöld stóð í 19 ár í senn og virðist sem almenningur hafí talið að sama veðrið kæmi aftur á 19 ára fresti. Þórður Tóm- asson safnvörður skrifaði eitt sinn að veðurspádómar byggðust á 19 ára gömlum dagbókum og þeirri trú, „að veðurreynd yrði hin sama 19. hvert ár. Nefndist það tímabil Tunglöld." Davíð segir að íslendingar hafi jafnvel þýtt 18 ára gömul almanök til að spá um veður á komandi ári. Jónas berst gegn hlndurvltnl Davíð bendir á að vísindamenn- imir hafi barist gegn þessu hindur- vitni sem birtist í veðurspánum og nefnir Jónas Hallgrímsson sem lagði til í Hinu íslenzka bók- menntafélagi að hafín yrði skrán- ing reglulegra veðurbóka um allt land, „því oss hefír að kalla gjör- samlega vantað réttar sagnir um veðráttufar vort“. Davíð Ólafsson situr nú á hand- ritadeild og getur skynjað í gegn- um dagbækurnar hvemig upplifun á tímanum hefur breyst með áherslunni á hið einstaka í stað þess almenna, einkalíf í stað hins opinbera úr hring í línu. Þetta gerist fyrir áhrif upplýsingarinnar sem meðal annars fól í sér að skynjun veruleikans væri einstakl- ingsbundin. Skilur þú klukkuna afi, spurði Álfur í Brekkukotsannál. ■ Helga Sigbjörnsdóttir Elísabet Davíðsdóttir Stormur tímans í fangið Enginn tími til að hugsa VINKONA mín lagði fyrir löngu fyrir mig spurn- inguna: „Hvernig finnst þér tíminn Iíða?“ og ég upp- götvaði að mér fannst tíminn vera eins og stormur i fangið,“ segir Helga Sigbjörns- dóttir frá Rauð- holti í Hjaltastað- arþinghá og fyrr- verandi kennari í Reykjavík. „Ég uppiifi tím- ann sem beina línu og þegar ég var yngri fannst mér hann sem sterkur straumur eða vindur á móti sem ég þurfti að stand- ast en gat um leið notið,“ segir hún. „Tíminn hrekur mig ekki áfram, heldur geng ég inn í hann. Hinsvegar ef ég horfi á eilífðina utan frá er ekki bara um lífs- strauminn að ræða, möguleik- arnir eru fleiri," segir hún og segist geta séð fyrir sér hring- formið. „Menning rís og fellur, stefnur og straumar fara í hringi, sem merkir samt ekki hreina endurtekningu. Spirall er ef til vill form timans gagnvart mannkynssögunni." „Með aldrinum hef ég fengið óljósan grun um hringinn. Mér finnst sem ég fari beint áfram en hef grun um hring. Alveg eins og ef ég keyrði hringinn í kring- um landið." Helga hefur lagt spuminguna um timann fyrir aðra og fengið ólík svör. Sumum finnst þeirra tími vera eins og lítill hringur, öðrum eins og trekt eða svelgur. Hún minnist sérstaklega vinnu- konu fyrr á öldinni sem fannst sem samtíðin færi fram úr henni og hún sjálf sæti eftir. Helga velt- ir því fyrir sér hvort orð Jónasar „Tíminn vill ei tengja sig við mig“ merki þjáningu hans um að sam- tiðin hafi ekki skilið hann. „Mér finnst styttra nú en áður þegar ég horfi til baka,“ segir Helga. „Það er minna um nýja reynslu núna. Einnig er eins og Morgunblaðið/Ásdís HELGA Sigbjömsdóttir sumarið sé lengra í minningunni en veturinn vegna þess að það geymir fleiri atburði. Ungum finnst all- ur timinn vera framundan og auðvelt að ætla sér að gera margt. Aftur á móti finnst gömlum spuming hverju þeir geti lokið og afrekað á þeim tima sem eftir er, og möguleik- amir á að byija á nýju ekki miklir." Tíminn gagnvart göml- um mótast af að minnsta kosti tvennu að mati Helgu, annarsveg- ar að fátt er nýtt og spennandi og hinsvegar hugsuninni um það sem ekki var gert á ákveðnum tímaskeiðum í lífinu. „Fyrstu tutt- ugu ár ævinnar era svo viðburða- rik að þau jafnast á við næstu 60 ár, en það em einmitt atburðimir sem ráða huglægri lengd tímans," segir Helga að lokum. ■ „TIMINN líður líkt og hraðklippt músikmynd á MTV,“ segirEl- ísabet Davíðs- dóttir, fyrirsæta og nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Tími fólks er takmark- aður og lítill timi gefst til að sinna fjölskyldunni og mörgu öðra mik- ilvægu.“ Elísabet segist upplifa hvert ár sem dýrmætan tíma sem þurfi að nýta sem best. Hún er því að flýta sér á skóla- göngunni og lýk- ur stúdentsprófi á þremur og hálfu ári. „Það er nauð- synlegt að for- gangsraða því sem maður ætlar sér,“ segir hún. „Ég ætla í há- skólanám en það má bíða, því áður ætla ég að starfa sem fyrir- sæta í nokkur ár. Fyrir- sætustarfið spannar aðeins stuttan tíma. Ég er tví- tug og jafnvel í eldri kantin- um í brans- anum.“ Hraðinn í fyrirsætu- starfinu er mikill og tískuheim- urinn breyt- ist hratt og því brýnt að fylgjast vel með. Elísabet hefur hugsað sér að stunda það í 1-2 ár og j»ess vegna er hún að flýta sér. „Eg var að hugsa um að ljúka prófum á tveimur brautum í MH, en ég komst að þvi að það er ekki eins mikilvægt og að klára stúdentinn strax.“ Þannig forgangsraðar hún í lífi sínu. Hinsvegar kann hún ekki alls- kostar við hraðann í samfélag- inu. „Það er svo margt í boði og ekki timi til að gera allt, þess Morgunblaðið/Kristinn Elísabet Davíðsdóttir vegna þarf að skammta sér tíma. Pressan er mikil og takturinn í tónlistinni núna hraður. Tónlist Bítlanna er hæg í samanburði," segir hún. Elísabet segist upplifa tímann sem línu, alltaf sé eitthvað nýtt að gerast og hraðinn aukist jafnt og þétt. „Mér finnst eins og þetta muni taka enda, vegna þess að tæknin er of hröð, upplýsinga- streymið of mikið. Fólk þolir þetta ekki til lengdar, því kröf- urnar era of miklar. Þetta endar með tímasprengju." Hún segist upplifa að hraði nútimans valdi streitu og þunglyndi fólks. Sjálfstæð hugsun deyr „Það er ekki tími til að hugsa. Heimildaflóðið er svo mikið, til dæmis við ritgerðarsmíð, að timinn til að vinna úr því er of skammur. Sjálfstæð hugsun kviknar ekki, því allt kemur úr alnejtinu." „Ég tek einn dag í einu,“ segir hún. „Áður reyndi ég að horfa langt inn í framtiðina en núna ekki nema 2-3 mánuði. Mér finnst að hver maður þurfi að finna sinn hraða og lifa í takt við hann,“ segir Elísabet að lokum. ■ við einvala lið þýðenda, sem flestir hafa viðkomandi tungu að móður- máli og semja nýja texta eftir sinni máltilfinningu og smekk. Smám saman hafa gjafa- og jóla- kort orðið veigameiri þáttur í út- gáfustarfsemi fyrirtækisins. Kortin eru bæði með myndum eftir Krist- ínu og Hörð en einnig með ljós- myndum eftir marga færa ljós- myndara. „Ein helsta nýjungin í ár eru jólakort með áföstum bóka- merkjum. Þau eru hugsuð sem lítil gjöf um leið og kort,“ segir Kristín. Vfðurkenn- Ingar Af ljósakri hlaut verð- laun íslenska markaðs- klúbbsins þegar það kom fyrst út og var út- nefnt til menningarverðlauna DV í grafískri hönnun fyrir tveimur árum. Fyrirmyndir flestra vatnslita- mynda Kristínar eru sóttar í nátt- úru íslands. Kristín segir að fram- leiðsla fyrirtækisins hafí mælst vel fyrir á erlendri grund og vakið áhuga útlendinga á að sækja landið heim og skoða með eigin augum fyrirmyndir ljósmyndanna og vatns- litamyndanna. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.