Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 1
 JA FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 BLAÐ B [Q . >_r. í I e; Ife tiií iíi lij ¦ t_ ni ! ¦ HVERNIG LÍÐUR TIMINN í HUGA MANNSINS7/2 ¦ NÝJAR VÍPPIR KYNNA LANP OG ÞJÓÐ/3 ¦ LISTAVERK BLÁSIN í GLER/4 ¦ FYRIR- SÆTUSTÖRF HEILLA/5 ¦ FJÖLSKYLPUVÆNT VINNUUMHVERFI/6 ¦ GLAS VERÐUR TIL EITT hundrað árum eftir Krist var þekkt aðferð til að móta gler með munnblæstri. Gler- listamennirnir Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og Soren S. Larsen eru einu glerblásararnir hérlendis, en þau beita sömu aðferðum og forverar þeirra og nota svipuð verkfæri og tiðkuðust til forna. Saman hafa þau unnið eins og einn hugur og ein hönd í fjórtán ár. Daglegt lif sótti þau heim og fylgdist með hvernig glas verð- ur til. ¦ Langar neglur með litlum skartgripum Morgunblaðið/Kristinn SIGRÚN og Seren í smiðju sinni í Bergvík á Kjalarnesi. LÍTILii og nettur skartgripur hangandi í langri nöglinni, er nokkuð sem á kannski eftir að verða algeng sjón á næstunni. Þetta kemur fram í máli Gnár Guðjónsdóttur, annars eiganda naglastofunn- ar Neglur og list á Suðurlandsbraut 52. „Margar konur hafa verið mjög hrifnar af því að undan- förnu að láta festa litla skartgripi í neglurnar," segir hún, og bætir því við að hingað til hafi hún keypt slíkt skart frá útlöndum. „Nú höfum við hins vegar hafið samstarf við skartgripaverslun Jens Guðjónssonar um að framleiða litla skartgripi í neglur," segir hún. Gná segir að það geti verið mjög fallegt að hafa skartgripi í nöglum, séu þeir nettir. „Karl- mönnum fínnst það meira að segja fallegt," segir hún og heldur áfram: „Skartgripirnir eru aðallega settir í gervineglur. Það er gert þannig að við borum gat í gegnum nöglina með litlum handbor og setjum hring í gegn og síðan fallegan skartgrip á hringinn," segir hún. Krossar og annaö skart Haukur Valdimarsson gullsmiður hjá skartgripaverslun Jens segir að þeir séu þegar byrjaðir að hanna og framleiða silf- urhlekki sem fara í gegnum nöglina og agnarlitla krossa og aðra skartgripi úr messing eða kopar. „Þá höfum við líka verið með lítil demantsbrot í pínulítilli gullfattningu, sem eru límd á nöglina," segir hann. Haukur segir ennfremur að þar sem þeir séu alltaf að huga að nýrri framleiðslu í skartgripum hafi þeir ákveðið að prófa þetta. „Þetta er þó meira til gamans gert, frekar en að við höldum að það sé einhver stór markaður fyrir þetta," segir hann. Gná segir að reynsluna sýna að best sé að setja Morgunb\aðið/Go\\\ NAGLASKRAUT er að verða æ vinsælla. naglaskartgripinn í hlið naglarinnar. Hún hefur sjálf prófað að ganga með slíkt naglaskraut og segir að það sé ekki óþægilegt, því það sé svo lít- ið. Skartgripirnir í neglurnar kosta frá 2.700 krón- um til 3.500 króna. ¦ V| - - u_nm ' \ f JV Þú færð allt í t > IdiJujyilí - Gíyj]_íi_75 yojj jjj u flm i - No juúibi'új'í - J__h____ - í>TJibí'Aúíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.