Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 B 5 + 1“ DAGLEGT LÍF starfað saman eins og einn hugur og ein hönd í smiðju sinni í Bergvík á Kjalarnesi. I funhita frá glerbræðsluofninum og öðrum ofnum fylgdust Valgerður Þ. Jónsdóttir og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari með hvernig glas verður til. GLER hefur lengi tengst dag- legu lífí manna á svo hvers- dagslegan og sjálfsagðan hátt að því er alla jafna lítill gaumur gef- inn. Um 3.500-3.000 f.Kr. er talið að menn hafí kunnað að búa til gler og vitað er að árið 100 e.Kr. var þekkt aðferð til að móta glerið og laga á allra handa máta með munnblæstri. Til eru margar gerðir af gleri en að- aluppistaðan er hvítur kvartssand- ur. Slíkur sandur í hlutfallinu tveir þriðju á móti ákveðinni blöndu af alkalíefnum og kalki er notaður í gler til munnblásturs. Þótt gerð munnblásinna glergripa hafí smám saman lotið í lægra haidi fyrir verksmiðjuframleiddu gleri eftir iðnbyltinguna á seinni hluta átjándu aldar lagðist gamla tæknin aldrei með öllu af. Aðferðin sem glerlistamennirnir og einu glerblás- ararnir hérlendis, Sigi’ún Ó. Einars- dóttir og Soren S. Larsen, nota er hin sama og forvera þeirra rétt eftir Krists burð auk þess sem verkfærin hafa lítið breyst í aldanna rás. Þau kynntust í Danmark Design skolen, sem þá hét Skolen for Brugskunst, árið 1978. „Gamla sag- an um ástir nemanda og kennara ...,“ útskýrir Sigrún, fyrrum nem- andi. Soren kenndi leirlist, en hafði lagt drjúga hönd á plóg við að setja upp glerverkstæði skólans, en þar segist Sigrún hafa „tapað sér“ þegar hún og aðrir nemar á þriðja ári í leirlist fengu tækifæri til að spreyta sig á hráefninu. Eftir burtfararpróf úr glerdeildinni vann Sigrún á ýms- um glerverkstæðum í Skandinavíu og kynnti sér glerblástur í Hollandi og Bretlandi. Unnustinn varð eftir í Danmörku þar sem hann lagði drög að búferlaflutningum með son sinn til Sigrúnar og dóttur hennar á ís- landi. „LítilQörlegur“ veikleiki „Við vorum með háleita drauma um að opna glerverkstæði og fram- leiða munnblásna nytjamuni, skrautgripi og skúlptúra. I rauninni kunnum við varla að blása gler þótt við hefðum ekki hugmynd um þann „lítilfjörlega" veikleika okkar. Barnalega bjartsýn og óhemju dug- leg héldum við ótrauð áfram og tókst að láta drauminn rætast árið 1982,“ segja Sigrún og Soren. Til að draga björg í bú kenndi Soren leirlist í Myndlistarskólanum í Reykjavík á meðan Sigrún puðaði ein í smiðjunni á Kjalarnesi, þar sem þau höfðu gamalt fjárhús og íbúðar- hús til afnota. Þau fengu gamlan kennara Sigrúnar nokkrum sinnum í heimsókn til að leiðbeina sér auk þess sem Soren nam listina af Sig- rúnu hvenær sem færi gafst. Hún segist aðeins hafa lært grunnhand- tökin í skólanum og verkstæðunum Sren: Konungsgjöf Sren: Bifröst Sögur og skúlptúrar SIGRÚN og Sren hafa tekið þátt í glerlistasýningum víða um heim. Verk þeirra eru afar ólík; Sigrúnu finnst gaman að segja sögur með myndum á vösum, skálum og disk- um, en Sren leikur sér með gagn- sætt form glersins í skúlptúrum sínum. Sigrún: Garðlíf SJÓÐANDI heitt glerið veitt út glerbræðsluofninum. YFIRBORÐ glersins kælt og mótað um leið í tré klossa. arofn til að hægja á kólnun. Ef fyllstu nákvæmni er ekki gætt lekur sjóðandi heitt glerið niður af pípun- um eins og sírópsleðja og stirðnar á leiðinni. „Þetta er erfið verkamannavinna á daginn, en þá framleiðum við nytjagripina og blásum glerið í gríð og erg. Við vöknum klukkan hálfsjö á morgnana, tæmum afrakstur vinn- unnar frá deginum áður úr afspenn- ingsofninum og hitum hann aftur í 500°. Þá er glerbræðsluofninn búinn að malla við 1.350° hita um nóttina og bræða hráefnið, sem við mokuð- um inn í skömmtum kvöldið áður. Klukkan átta erum við yfirleitt byrj- uð að blása og erum að til hálfþrjú. Þá fáum við ókkur að borða, leggj- ÁKVEÐIÐ magn af seigfljótandi glerinu er klippt á bikarinn þannig að hægt sé að móta stilkinn. ÞEGAR stilkbitanum hefur verið dýft í litað glerduft og endurhitað ur er liann mótaður með töng. Lengd stilksins skiptir máli til að glös sömu gerðar verði jafnhá. TIL að opna bikarinn verður að flytja glasið frá glerpípunni yfir á járn- stöng. Þetta er gert með því að festa járnstöngina við botninn með litlum glerbita, svokölluðum nafla. ytra en hana hafi skort alla þjálfun. Þeim er núna fyrirmunað að skil- ja áræðni sína, þrautseigju og ofur- trú á mátt sinn og megin á þessum árum. „Við unnum myrkranna á milli og urðum vitaskuld fyrir ýms- um skakkafollum, enda höfðum við ekki nægilegt vald á tækninni. Von- brigðin voru oft mikil þegar við eyðilögðum einhvern hlut á síðari stigum framleiðslunnar, til dæmis kviðum við lengi framan af alltaf fyrir að setja fót á glas eða opna glas, sem er mikið vandaverk." Þótt þau telji fyrstu afurðir sínar ekki á heimsmælikvarða frá list- rænu sjónarhorni eru þau þakklát landanum fyrir að hafa tekið þeim vel, keypt af þeim glös og aðra nytjahluti og gert þeim þannig kleift að þróa framleiðsluna. „Leikni í glerblæstri fæst aðeins með stöð- ugri þjálfun í langan tíma. Núna finnst okkur fyrstu glösin sem við settum á markaðinn svolítið hjákát- leg en þó falleg í ófullkomleika sín- um. Ekkert fát og fum SÍÐASTA mótunarstigið er nokkuð vandasamt en þá er bikarinn hitaður aftur og opnaður. Að þessu loknu er glasið látið í afspenningsofninn. Á verkstæðinu fara ekki mörg orð á milli þeirra hjóna. Þau eru eins og einn hugur og ein hönd, enda löngu búin að tileinka sér ákveðið vinnu- lag. Ekkert fát og fum. Með ótrú- lega markvissum og samhæfðum hreyfingum sveifla þau og snúa hvort sinni glerpípunni, skara þeim í eldinn til skiptis, veiða upp seigfljót- andi glerið, snúa og blása, veiða, snúa og blása, klippa, móta og laga. Mótanlegt gler er 700°-1.000° en þar sem hitastigið lækkar hratt um leið og efnið er veitt úr 1.170° heitum bræðsluofninum verður að hafa hröð handtök og stinga glerpípunni öðru hverju í svokallaðan innhitun- alls konar gerðum og litasamsetn- ingum. Soren býr til mismunandi lagaða skúlptúra, þar sem hin gagn- sæja fegurð glersins fær notið sín í bland við ýmis konar óregluleg lita- mynstur. Þau hafa tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis og eru í stöðugu sambandi við glerlista- menn víða um heim. „Auk áhuga á framgangi glerlistarinnar eiga gler- blásarar margt sameiginlegt. Oft snúast umræðurnar jafnmikið um listina og ýmsa kvilla eins og sigg, brunasár og vöðvabólgu, sem hrjá okkur flest. Okkur fínnst við vera þjáningasystkin „stritandi við eld- inn alla daga,“ segir Sigrún og bætir við að fyrir tveimur árum hafi þau hjónin verið orðin svo slitin og lúin að hörmung hefði verið að sjá þau. „Við erum miklu unglegi’i núna, enda ákváðum við að drífa okkur í sund á hverjum degi og stunda lík- amsrækt." Kókflöskur og rúðugler Sigrún og Soren bræddu og blésu rúðugler í fjögur ár þar til þau hófu innflutning á hráefni frá verksmiðju í Belgíu. I stað rúðuglersins bræða þau nú litlar, hvítar kúlur, samsett- ar úr sandi og öðrum efnum í réttu hlutfalli. Þau segja að rúðuglerið sé mun vandmeðfarnara hráefni því það stirðni fljótt auk þess sem fram- leiðslan verði með grænleitum blæ. „Upp úr 1960 fengu listamenn í auknum mæli áhuga á að nota gler sem efnivið í listaverk og nytjahluti. Þar sem þeir vildu jafnframt vinna með glerið sjálfir í stað þess að láta verkamenn í glerverkstæðum bræða og blása komu margir sér upp ofnum og bræddu sjálfir kók- flöskur og rúðugler, sem þá var eina handbæra hráefnið. Smám saman var hráefni til glerbræðslu þróað og núna er hægt að fá það í handhægu formi. Lítil glerverkstæði hafa sprottið upp eins og gorkúlur út um allt og glerlistadeildir þykja ómis- sandi í flestum listaskólum. Glerlist- in hefur aftur verið hafin til vegs og virðingar og munnblásnir og hand- gerðir glermunir hafa orðið æ eftii’- sóknarverðari á síðari árum,“ segja Sigi’ún og Soren, sem strita í smiðj- unni sinni til að anna síaukinni eftir- um okkur í klukkutíma og synd- um áður en við förum aftur í verkstæðið til að undirbúa næsta dag og sinna því skemmtilegasta sem er hönnun og listmunagerð." Þótt hver dagurinn sé öðrum líkur segjast Sigrún og Soren hafa ómælda ánægju af vinnu sinni, sem jafnframt sé aðaláhugamálið. Þau eru bundin við fyrirtækið nótt sem nýtan dag og verða alltaf að hafa vakandi auga með ofnunum sínum. Um níuleytið, þegar þau hafa fyllt bræðsluofninn, geta þau loks slakað á eftir líkamlegt erfiði dags- ins og gefið sig á vald listagyðjunni. Aðspurð hvaða áhrif stöðug sam- vera allan sólarhringinn, ár eftir ár, hafi á hjónabandið svara þau að dæmið verði bara að ganga upp hvað sem tauti og rauli. „Við ákváð- um að útkljá öll vandamál strax í stað þess að fara í fýlu. Okkur finnst of mikið vera í húfi til að láta misklíð og leiðindi spilla því sem við erum búin að eyða mörgum árum í að byggja upp.“ Slitin og lúin Daglega vinnan í verkstæðinu felst í að framleiða nokkur stykki af glösum og öðrum nytjahlutum mörg sömu gerðar. Slíka hluti vinna þau sameiginlega og virðast þá sem einn maður. Á kvöldin gegnir öðru máli, en þá vinna þau hvort að sínu hugð- arefni og búa til gripi sem enga eiga sér líka. í galleríinu, sem þau byggðu yfir verkstæðið, má sjá að verk þeirra eru afar ólfk. Sip- rúnu finnst gaman að segja sögur og bera vasar, diskar og skálar hennai’ þess glögglega merki með ýmiss konar fígúrum og skreytingum í Morgunblaðið/Ingó ÞÓR Jósefsson mun taka þátt f keppninni um titilinn herra Evrópa í Stavangri í Noregi á morgun. Fyrirsætustörf heilla marga karlmenn s og þeirra á meðal er herra Island Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur æ meira borið á fegurðarsam- keppni karla hér á landi. Skemmst er að minnast fyi-irsætukeppninnar „Herra Model Look '96“ sem hald- in var á vegum skóla Johns Casa- blancas á Islandi í október síðast- liðnum. Keppnin um herra ís- land virðist einnig vera að festa sig í sessi og ætlar að verða æ viðameiri og metnað- arfyllri með hverju árinu. Um það vitnar herra Island 1996, Þór Jósefsson, 24 ára Reyk- víkingur. „Það var mjög vel vandað til Herra Island keppninnar að þessu sinni. Skipulögð leit var gerð að karlmönnum í keppnina og til mikils var að vinna,“ segir Þór og vísar til þess að vegna sigurs í Herra Island keppn- inni hefur hann öðlast þátt- tökurétt í keppninni um herra Evrópu, sem haldin verður í Stavanger í Noregi á morg- un, laugardag. Þetta er í þriðja skiptið sem sú keppni er haldin en jafnframt í fyrs- ta sinn sem íslensk- ur þátttakandi verður meðal keppenda. Verð- launin verða vegleg því sigurvegarinn hlýtur árs samning við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu karla í París, PH-One. Miklar væntingar til keppninnar í samtali við Daglegt líf segist Þór gera sér miklar vonir um aukna möguleika á fyrirsætustörf- um vegna þátttöku í keppninni í Stavanger á morgun. „Þetta er næststærsta fegurðarsamkeppni karla í heiminum og mun því ör- ugglega vekja athygli í tískuheim- inum. Fjölmargir munu fylgjast með keppninni á staðnum, en ein- nig mun sjónvarpstöðin Eurosport gera henni skil,“ segir hann og bætir því við að sigurvegari keppn- innar verði ekki einungis valinn eft- ir útliti, heldur líka eftir líkams- hreysti. „Eg er mjög vel búinn und- ir keppnina og hef í raun lagt allt undir til að ná góðum árangri. Til að mynda hef ég æft; hlaupið og verið í léttum lyftingum tvisvar á dag undanfarna þrjá mánuði og tekið mér frí frá vinnu til að hafa meiri tíma til undirbúnings," segir hann. „Ég er í mínu besta formi og því er alveg rétti tíminn núna,“ seg- ir hann ennfremur. Þór mun einnig taka þátt í annar- ri keppni fyrir Islands hönd á næstunni, keppni sem ber heitið Mr. Men Hunt Int- ernational. „Hún verður haldin í Singapore næsta vor og fær sigurvegarinn um sjö milljónir íslenskra króna í sinn hlut,“ segir hann. Fyrirsætustörfin heilla Þór segist hafa mikinn áhuga á fyrirsætustörfum og stefnir að því að komast á samning erlendis. „Ég ÞÓR hefur mikinn áhuga á því að starfa sem fyrirsæta á erlendri grund. hef unnið sem fyrirsæta hér á landi síðastliðin ár en hef ekki haft lifi-t brauð af því einu saman því mark- aðurinn er svo lítill. Erlendis er hins vegar mun meira að gera fyrir karlfyrirsætur og launin eru mjög góð,“ segir hann og nefnir einnig að hann sé farinn að safna myndum í möppuna sína. Áðspurður telur Þór að mikill áhugi sé á fyrirsætustörfum meðal karlmanna hér á landi og er jafnvel ekki frá því að áhuginn sé að aukast. „Og í mínum huga er það engin spurning að fegurðarsam- keppni karla eigi allt eins rétt á sér og fegurðarsamkeppni kvenna,“ segir hann. „Konurnar eru alltaf að tala um að þær vilji fá að gera það sama og karlar og því ættu karlar ekki að fá að gera það sama og kvenmenn?" En skyldi Þór eiga einhver góð ráð í pokahorninu fyrir unga menn sem hafa áhuga á að gerast fyrir- sætur? „Jú, og það er í raun mitt lífsgildi,“ segir hann og heldur áfram. „Það er að lifa heilbrigðu lífi. Hugsa vel um heilsuna; borða hollan mat og hvílast vel,“ segir herra Island að lokum. as IAGMARK5 OFNÆMI ENGIN ILMEFNI HRÁEFNIÐ eru hvítur kvartssandur, sódi og kalk. HRAEFNINU mokað í glerbræðsluofninn. GLERIÐ mótað örlítið með töng áður en bikarinn er blásinn upp. Blásið í glerið * I fjórtán ár hafa glerlistamennirnir Sig- rún Q. Einarsdóttir og S0ren S. Larsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.