Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 7

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 B 7 ÞORKELL SIGURLAUGSSON framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips Morgunblaðið/Golli ÞORKELL Sigurlaugsson Sjálfstýrðir vinnuhópar og tölvutenging við heimilin „ERFITT er að meta hvort lausn Bridges sé að öllu leyti raunhæf, en vert er að skoða allar hug- myndir sem leitt geta til betra fjölskyldulífs starfs- manna,“ sagði Þorkell þegar rætt var við hann um hugmyndir Bridges. „Það eru fjölmargir aðil- ar erlendis, sem hafa mikið hugmyndaflug og at- vinnu af því að finna upp og þróa nýjar sljórnunar- kenningar. Oft er það gamalt vín á nýjum belgj- um. Margt af því er ágætt, en flest þarf að aðlaga aðstæðum á hveijum stað. Ég get ekki fullyrt um það hvort störf og starfsheiti hverfi og þess í stað komi verkefni og samkeppni um starfstitla hverfi. Því síður er hægt að átta sig á hvort það breyti einhveiju um vinnuálag og fjölskyldulíf. Á íslandi eru fá fyrirtæki af þeirri hagkvæmnisstærð, sem við sjáum erlendis. Minni fyrirtæki getaþví ekki tekið að sér verkefni fyrir stærri fyrirtæki hvort sem það eru hugbúnaðarfyrirtæki, mötuneyti eða prentsmiðjur svo dæmi séu tekin. Ég er heldur ekki viss um að starfsmenn hafi þar meiri tíma til að sinna fjölskyldunni. Þar getur verið mjög hörð samkeppni og erfið lífsbarátta." Þorkell kvað ýmsar leiðir þó færar til að auka sveigjanleika vinnutímans eins og að koma á gæða- starfi í fyrirtækjum og jafnvel sjálfstýrðum vinnu- hópum. „Vinnuhópar gætu þannig sjálfir skipulagt verkefnin, jafnvel borið aukna ábyrgð á öllu sem snýr að daglegum störfum og ákveðn- um verkefnum og vinnuferl- um. Starfsmenn gætu því tekið meira tillit hver til þarfa ann- ars og gengið hver í annars störf. Hugarfar sfjórnenda ræður hér miklu og sá fyrir- tælgabragur sem ríkir á hveij- um stað.“ Þorkell nefndi annan möguleika en hann væri sá að taka upp sveigjanlegri vinnutima. Tók hann dæmi úr fiskvinnslunni og sagði að hægt væri að nýta betur tækjabúnaðinn með því að lengja vinnu- tímann en taka þess í stað upp vaktavinnu. Ávinn- ingnum, sem fælist í aukinni framleiðni, mætti síðan skipta milli fyrirtækis og starfsmanna. Ávinningurinn yrði allra en skort hefði á að aðil- ar vinnumarkaðarins næðu saman um þetta mál. Jafnframt væri hægt að leysa hluta vandans með því að nýta upplýsingatæknina betur, tölvu- tengja heimili starfsmanna við vinnustað. Ef börn veiktust, gætu starfsmenn farið heim og unnið þar að hluta. Þorkell sagði að ekki hefði verið rætt um það sérstaklega hjá Eimskip, hvernig og hvort yrði tekinn þar upp sveigjanlegri vinnutími. Það væri aftur á móti áhugi á því að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum, og þá væri Jjóst að sýna þyrfti sveigjanleika, til dæmis varðandi barneignafrí og fleira. „Það á ekki að vera meira vandamál að skipuleggja barneignafrí, en þegar til dæmis starfsmenn flytja timabundið í önnur störf erlend- is. Meðgöngutími slíkra ákvarðana er oft styttri en níu mánuðir. í þekkingarþjóðfélagi er mikil- vægt að halda í góða starfsmenn og þróa þá áfram í starfi með langtímasjónarmið í huga. Þá þarf að skipuleggja ýmsa hluti meira fram í tímann og taka í auknum mæli tillit til fjölskylduað- stæðna.“ Vert er að skoða allar hugmyndir sem geta leitttil betra fjöl- skyldulífs ________DAGLEGT LÍF MAGNÚS INGI ÓSKARSSON hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ Morgunblaðið/Golli MAGNÚS Ingi Óskarsson Þróun hugbún- aðar sem gerir fólk óháðara staðsetningu MAGNÚS Ingi sagði að sú hugmynd að hægt væri að reka fyrirtæki án þess að eiga eða gera alla hluti sjálfur, hefði verið að þróast víða um heim á undanförnum árum. Fyrirtækin ættu vörumerkin en gætu boðið út næstum því alla hefðbundna starf- semi. „En það þarf einhver að vinna verkin og þessi breyting þýðir ekki endilega neitt tjölskyldu- vænlegra vinnuumhverfi fyrir þá sem það gera. Það er frekar að álagið aukist þegar fólkið á fyrir- tækin sjálft, það er tilbúnara til að leggja meira á sig og veita betri þjónustu til að standa sig í sam- keppninni við önnur fyrirtæki sem veita sömu eða svipaða þjónustu," sagði Magnús Ingi. Sagði hann að þróunin hefði verið sú að fram- leiðslustörfum hefði verið að fækka en þekkingar- og þjónustustörfum að fjölga. „í þekkingarstörfun- um sé ég fyrir mér meiri möguleika á sveigjan- leika á vinnuumhverfinu. Með þekkingarstörfum á ég við til dæmis þróunar-, hönnunar -og verk- fræðistörf svo og stjórnunar- og skipulagsstörf. Tækniþróun hefur gert það kleift að vinna þessi störf heima að ákveðnu marki ef fólk kýs það. En menn þurfa einnig að vera á vettvangi til að skynja hvað er að gerast og halda persónulegu sambandi. Ég þekki konu sem stýrir hugbúnaðar- hópi þjá tölvufyrirtæki á vesturströnd Bandaríkj- anna. I hópnum eru tveir starfsmenn sem búa annars staðar í Bandaríkjunum. Hún segir þó að þetta gangi ekki upp nema fólkið hittist reglulega til að bera saman bækur sínar. Mér finnst þessi þróun mjög spennandi ekki síst fyrir það að hún gerir Island samkeppnisfær- ara. Islendingar geta tekið að sér verkefni fyrir erlend fyrirtæki, á launum sem tíðkast erlendis, en búið á íslandi. Það má segja að þetta sé fjöl- skylduvænt því að hér er gott umhverfi fyrir börn.“ Magnús sagði að verið væri að tala um langan vinnudag á íslandi en ef þeir hjá Oz bæru sig saman við svipuð fyrirtæki í Bandaríkjunum væri vinnuálagið ekkert minna hjá bandarísku fyrir- tækjunum. „Við erum í alþjóðlegri samkeppni og ef við ætlum að standa okkur þá þýðir ekki að bera sig eingöngu saman við Evrópu sem er með mjög flókna og takmarkandi vinnulöggjöf. Ef við gerum það verðum við bara jarðaðir. Ég verð að viðurkenna að við hjá Oz erum ekk- ert sérstaklega fjölskylduvænt fyrirtæki. Vöxtur- inn hefur verið mjög hraður. Við höfum ekki haft undan að ráða og þjálfa nýtt fólk, verkefnin eru alltaf meiri en mannaflinn sem hefur þýtt langan vinnudag. Á móti kemur að við erum með ungt fólk í vinnu þjá okkur og það er ekki margt af því barnafólk. Vinnan er skemmtileg, starfsfólk áttar sig á því hvaða kröfur eru gerðar til okkar og er tilbúið að leggja mikið á sig. Auðvitað er ekki hægt að keyra stöðugt áfram á svona miklu vinnuálagi. Við gerum okkur grein fyrir því að ef við ætlum að halda í jafngott fólk og er hjá okkur verðum við að koma til móts við einstakl- ingsbundnar þarfir hvers og eins. I framtíðinni sé ég fyrir mér sveigjanlegra vinnufyrirkomulag. Fyrir þekkingarstarfsmenn mun þá ekki skipta máli hvort menn búa í San Francisco eða á Sauðárkróki. Oz er einmitt að vinna að samskiptahugbúnaði sem mun gera fólk óháðara staðsetningu. Þetta er okkar framlag til þessarar þróunar." ■ Speglar klæddir í gamla pappakassa GAMLIR og veglegir pappakassar úr þykk- um pappa eru til ýmissa hluta nytsam- legir. Fæstir sjá þó notagildið eins og gra- físki hönnuðurinn Kristín Þ. Guðbjarts- dóttir, sem með tölu- verðri fyrirhöfn breyt- ir þeim í litríka um- gjörð utan um spegla. „Ég hirði góða pappakassa sem á að fleygja," segir Kristín, en hún leitar víða fanga og á það til að ganga út frá fyrir- tækjum sem hún á leið í, með fullt fangið. Síðan sker hún kass- ana til og límir papp- ann saman. Bók- bandskarton er notað til þess að fá sléttan flöt. Tímafrek aukavlnna „Pappinn er svo klæddur með pappír sem ég er búin að mála með akrílmáln- ingu. Ég blanda máln- inguna með hveitilími til þess að hún sé leng- ur að þorna og þá get ég krafsað í hana til þess að fá ákveðna áferð. Ég mála nokk- ur lög með mismun- andi Iitum og svo næ ég fyrri litunum í gegn með þessari að- ferð.“ Stundum vinnur Kristín reyndar ram- mana á þann hátt að hún sker út dúkristur og stimplar á papp- ann. Þegar umgjörðin er tilbúin eru spegl- amir klæddir. „Þetta er tímafrek auka- vinna,“ segir Kristín, „en ég gríp í þetta þegar rólegt er í vinn- unni hjá mér.“ Speglar Kristínar eru til sýnis og sölu í versluninni Smíðar og skraut á Skólavörðu- stíg. ■ Ljósmynd/SSJ AUK speglarammanna býr Kristín til öskjur úr sama efni. IJósmynd/SSJ KRISTÍN Þ. Guðbjartsdóttir býr til litríka ramma utan um spegla úr gömlum pappa- kössum. MARBERT ...ilmui« sem ((/)/) ti/fuviintjxm Við seljum Marbert: Nana, Hólagarði; libia, Mjódd; Spes, Hóaleitisbraut; Sandra, Laugavegi; Bró, Laugavegi; Evíta, Kringlunni; Bylgjan, Kópavogi; Snyrtihöllin, Garðabæ; Sandra, Hafnarfirði; Gollery Förðun, Keflavík; Krisma, Isafirði; Vöruhúsið, Akureyri; Apótek Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.