Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 4

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 4
Landsliðin íalbláa búninga Landsliðin í knattspymu leika framvegis í albláum búningum, bláum peysum með svörtu mynstri, buxum og sokkum. Knattspymusam- band íslands og Sportey ehf., um- boðsaðili Reusch íþróttafatnaðar á íslandi, hafa gert þriggja ára sam- starfssamning, sem metinn er á 21,7 millj. kr. og er stærsti samningur sinnar tegundar á íslandi fram til þessa. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri sambandsins, og Jón Erlends- son, eigandi Sporteyjar, heimsóttu stjórnendur Reusch í Metzingen í Þýskalandi á dögunum, þar sem sam- komulag var innsiglað og íþrótta- fatnaður valinn. 011 sjö landsliðin, sem keppa undir merkjum KSÍ, keppa í búningum frá þýska fyrirtækinu næstu þrjú árin. Landsliðin verða þau fyrstu í heimin- um til að æfa og keppa í íþróttafatn- aði frá Reusch. Fjölmörg mál hjá KSÍ ÁRSÞING Knattspyrnusambands ís- lands, það 51. í röðinni, verður sett á Hótel Loftleiðum í dag kl. 17. Fjöl- mörg mál liggja fyrir þinginu og þau ef til vill helst að til stendur að breyta nafni efstu deildar í karlaflokki úr 1. deild í 0. deild. Einnig er tillaga um að fjölga í deildinni og breyta fyrirkomulagi 1. deildar kvenna. Einnig liggur fyrir þinginu mikið skjal þar sem lagðar eru línurnar fyrir félagaskipti leikmanna og er þar tekið tillit til Bosnam-málsins svokallaða. Þingið stendur allan morgundaginn og er áætlað að því ljúki um kl. 16 á sunnudag. Guðni og félagar komnir í jólaskap „ÞAÐ var Ijúft að leggja gömlu félagana að velli. Sigur okkar var auðveldur og stór, eftir leik- inn braust út mikil gleði - það var létt yfir mönnum, sem kom- ust í jólaskap," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, eftir stórsigur í deildarbikarkeppn- inni, 6:1. „Eins og mfnir menn léku, eiga þeir ekki skilið að klæðast búningi félagsins," sagði Terry Francis, knatt- spyrnustjóri Tottenham. Guðni og samheijar hans, sem eru efstir í 1. deild, mæta Wilbledon heima í 8-liða úrslitum. „Heimavöllur okkar hefur verið happasæll - við höfum lagt tvö Lundúnalið hér að velli, Chelsea og Tottenham, nú er það þriðja á leið- inni,“ sagði Guðni. Gangi Boltons hefur verið miklu betra en menn áttu von á, þar sem tveir sterkir leikmenn fóru frá liðinu eftir sl. keppnistímabil, Alan Stubbs til Celtic og Júgóslavinn Sasa Curc- is til Aston Villa. „Það kemur mað- ur í manns stað. Það er meira jafn- vægi í leik liðsins heldur en síðast- liðið keppnistímabil, sem hefur gert liðið sterkara. Við stefnum að sjálf- sögðu að því að endurheimta úrvals- deildarsætið. Keppnin er þó rétt að byija og við eigum marga erfiða leiki eftir, eins og gegn Barnsley á laugardaginn." Þegar Guðni var spurður hvort að hann hafi sent fyrrum félögum „létt skot“ eftir leikinn, sagði hann: „Ég vildi ekki vera að strá salti í sárin, það var nægilegur skammtur fyrir leikmenn Tottenham að hafa fengið sex mörk á sig. Mörkin gátu verið sjö, þar sem knötturinn fór yfír marklínu hjá Tottenham rétt fyrir leikslok. Ætli dómarinn hafi ekki hugsað, að nú væri nóg komið og því ekki dæmt mark,“ sagði Guðni. Leikirnir í 8-liða úrslitum deildar- bikarkeppninnar eru: Ipswich - Leicester, Bolton - Wimbledon, West Ham eða Stockport - Sout- hampton eða Oxford og þá stórleik- urinn Middlesbrough - Liverpool. KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND KNATTSPYRNA Þrír lykilmenn aftur í landsliðshóp Vogts MATTHIAS Sammers, varn- arleikmaðurinn sterki hjá Dortmund, er kominn á ný í landsliðshóp Þýskalands, eftir meiðsli. rír af lykilmönnum Þjóðveija, sem urðu Evrópumeistarar í Englandi í sumar, eru á ný komnir í landsliðshóp Bertis Vogts lands- liðsþjálfara sem hann hefur valið fyrir leik gegn Portúgal í undan- keppni HM. Það eru þeir Matthias Sammer, Dortmund, Thomas Hel- mer og Christian Ziege, Bayern Munchen, sem léku ekki með þegar Þjóðveijar gerðu óvænt jafntefli heima gegn Norður-írlandi, 1:1. Vogts hefur valið 28 manna hóp fyrir leikinn sem verður í Lissabon 14. desember. Mario Basler, miðvallarleikmað- ur hjá Bayern, getur ekki leikið með vegna meiðsla og þá verður Thomas Hassler ekki með - hann meiddist á ökkla í leik með Karls- ruhe á dögunum og verður frá keppni í þijá mánuði. Portúgalir eiga feitletraðar línur í knattspyrnusögu Þýskalands þar sem þeir eru þeir einu sem hafa lagt Þjóðveija að velli í undan- keppni HM - gerðu það í Stuttgart 1985, 0:1. Síðan þá hafa Þjóðveijar ekki tapað fyrir Portúgölum, unnu þá síðast 1:2 í vináttulandsleik í Porto í febrúar. Landsliðshópur Vogts er þannig skipaður: Markverðir: Oliver Kahn (Bayern Miinchen), Andreas Köpke (Mar- seille), Oliver Reck (Werder Brem- en) Varnarmenn: Markus Babbel, Thomas Helmer (Bayern), Jurgen Kohler (Dortmund), Stephan Passlack (Mönchengladbach), Stef- an Reuter, Matthias Sammer (Dort- mund), Christian Wörns (Bayer Leverkusen) Miðjumenn: Mario Basler (Bay- ern), Marco Bode, Dieter Eilts (Werder Bremen), Thorsten Fink (Karlsruhe), Matthias Hagner (Stuttgart), Jörg Heinrich (Dort- mund), Sven Kmetsch (Hamburg), Andy Möller (Dortmund), Thomas Strunz (Bayern), Michael Tarnat (Karlsruhe), Dariusz Wosz (Boc- hum), Christian Ziege (Bayern) Sóknarmenn: Oliver Bierhoff (Udi- nese), Fredi Bobic (Stuttgart), Heiko Herrlich (Dortmund), Ulf Kirsten (Leverkusen), Jurgen Klins- mann, Alexander Zickler (Bayern). Sundlið Ragnars í 5. sæti SÍÐARI hluti dönsku bikar- keppninnar í sundi fór fram í Kastrup um helgina. ís- landsmethafinn í 400,800 og 1500 m skriðsundi Ragn- ar Guðmundsson starfar sem aðalþjálfari sundfélagsins S 681 Hjörring í Jótlandi. Karlalið S 68 var í 6. sæti af 12 liðum í 1. deild, eftir fyrri hluta keppninnar, sem haldin var í Álaborg fyrir tveimur vikum. Sundmenn félagsins syntu vel í siðari hluta keppninnar og unnu sig upp í 5. sætið. Það er besti árangur sem félagið hefur náð til þessa. Sigur- vegarar í dönsku 1. deildar- keppninni urðu SGI frá Es- bjerg í karlaflokki og KVEK í Kastrup í kvennaflokki. SGI hlaut alls 50.200 stig úr báðum umferðum keppninn- ar. Aldrei hafa fleiri stigum verið náð í þessari keppni. Meðalstigafjöldi er um 830 stig fyrir hvert sund, sem er mjög góður árangur. Einn af sundmönnum Ragnars í S 68 setti eina danska metið sem slegið var í kariaflokki á mótinu. Það gerði Jacob Rasmussen er hann synti 200 m skriðsund á 1:47.32 mín. Hann sigraði Jacob Carstensen með 17/100 úr sekúndu, en Carst- ensen synti í A-úrslit í 400 m skriðsundi á Ólympíuleikun- um í Atlanta. Jacob Carst- ensen sigraði hins vegar í 400 m skriðsundinu með yf- irburðum, synti á 3:47.17, en annar varð Frank Byskov fráS 68 á 3:54.00 ogbætti sig mn rúmar 4 sek. Jacob Rasmussen keppti hér á landi á opna Reykjavíkur- mótinu árið 1995. Edda vann tvöfalt Edda Blöndal varð í fyrra- kvöld tvöfaldur íslands- meistari i shotokan karate er hún sigraði bæði í kata og kumite, en fslandsmótið var haldið í Valsheimilinu á miðvikudagskvöldið. í kum- ite karla sigraði Gunnar Júl- íusson og Asmundur f sak Jónsson sigraði í kata karla. í liðakeppninni sigraði A-lið Þórshamars en í liðinu voru auk Ásmundar fsaks þeir Helgi Jóhannesson og Jón Ingi Þorvaldsson. Björk Ásmundsdóttir varð í öðru sæti i kumite og í því þriðja í kata en þar náði Ingibjörg Júlíusdóttír öðru sætínu og Sólveíg Krista Einarsdóttír varð þriðja í kumite. Jón Ingi Þorvaldsson varð í öðru sæti, bæði í kata og kumite. Haukur Jóhannes- son varð þriðji í kumite en Helgi Jóhannesson í kata.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.