Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Leiðsögn um Þórsmörk BOKMENNTIR Þjódfræði ÞÓRSMÖRK LAND OG SAGA eftir Þórð Tómasson. Ritstjóri: Hálf- dan Ómar Hálfdanarson. Mál og mynd, Reykjavík 1996,304 bls. FRÆÐAHÖLDURINN Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum varð 75 ára snemma á þessu ári. Þeim æviáfanga er þessi bók helg- uð. Fremst í bókinni er í samræmi við það löng Tabula gratulat- oria, enda hygg ég að Þórður sé vinmargur maður og margir hafí viljað tjá honum hlý- hug og þakklæti með þessum hætti. Texti þesarar bókar er Þórðar sjálfs að undanteknum kaflan- um Ríki náttúrunnar. Þar skrifar Hálfdan Ómar Hálfdanarson um jurta- og dýraríkið og Haukur Jóhannes- son um steinaríkið. Aðeins lítill hluti bókarinnar er nýskrif- aður (Leið til Langaness). Að öðru leyti var handrit fullmótað í árs- byrjun 1985. Af einhveijum ástæð- um dróst útgáfa úr hömlu. Því má fagna nú, þar sem prenttækni, mynda- og kortagerð og öllum frá- gangi bóka hefur fleygt svo fram að tvímælalaust hefur þessi bók notið þess. Og kjörgripur er hún hvernig sem á hana er litið. Þórður gerist leiðsögumaður um þetta merka og vinsæla lands- svæði. Ferðin hefst við Seljaland og endar í ijöllum norðan Þórs- merkur. í þessari ferð hef ég hú verið með Þórði í nokkra daga og vil þakka honum frábæra leipsögn og raunar ógleymanlega. Ég er þess fullviss að aðrir sem sömu ferð eiga eftir að fara með honum munu taka undir þau orð. Við Þórður fórum hægt yfir, því að margt var að sjá og skoða og frá mörgu að segja. Örnefni voru á hveiju strái og fylgdu mörgum þeirra sögur, búskaparsaga. Landslag, breytingar á því, forn- leifar, þjóðsögur, þar á meðal magnaðar draugasögur, fjallferðir, skógarnytjar, gróðurfar á ýmsum tímum, sumarbeit fjár og útiganga og hvað á ég að nefna? Allt vissi Þórður, fræðaþulurinn einstaki. Hér fléttaðist saman landið, þjóðin, sagan, „þrenning sönn og ein“. Frásögnin á gulltærri íslensku, sem bar með sér keim aldanna allt frá Landnámu og Njálu, svo að unun var á að hlýða. Hér er þá komin leiðsögn um Þórsmörk, þennan stórbrotna og fagra stað og nágrenni hans, sem er svo vönduð og altæk að á betra verður ekki kosið. Enginn á hér eftir að vitja Þórsmerkur án þess að hafa bók Þórðar með til fylgdar. Af lítillæti sínu segir Þórður að hálft gildi bókarinnar, svo ekki sé meira sagt, iiggi í mörgum og fögr- um ljósmyndum. Satt er það að myndir bók- arinnar, hátt á þriðja hundrað og langflest- ar litmyndir, frábær- lega vel gerðar, auka gildi bókarinnar til mikilla muna. Þar hafa margir af fær- ustu ljósmyndurum landsins lagt hönd á plóg. Ekki má gleyma örnefnakortum, sem eru mörg og góð, gerð af Sigurgeiri Skúla- syni. Þessi bók skiptist í átta kafla auk inn- gangs og eftirmála. Þeir eru Afréttir norð- an Eyjaflallajökuls sem teljast íjór- ar (kvk. að norðlenskum hætti) - Langanes, Suðurafréttir, Þórs- mörk og Almenningar -, Búseta í skjóli jökla, Gögn og gæði lands- ins, þ.e. beitar- og skógarnot, Ríki náttúrunnar (ritað af öðrum), Fjall- ferðir og smölun, einkar áhuga- verðar frásagnir, Friðun Þórs- merkur og nálægra afrétta, Ferða- öld gengur í garð og loks Sögur og sagnir. Þar kennir margra grasa og sumra fáséðra. í bókarlok er ritaskrá Þórðar Tómassonar samantekin af Sig- mundi Böðvarssyni. Þar sést svart á hvítu, hafi menn ekki vitað það áður, að framlag Þórðar til þjóð- legra fræða er mikið og gott. En þar kemur auðvitað ekki fram mesta verk hans: Byggðasafnið á Skógum. Að ritaskrá lokinni fara miklar skrár: Nafnaskrá, Örnefna- skrá, Heimildir og Myndaskrá. Forlagið Mál og mynd hefur lagt metnað sinn í að gera þessa bók einstaklega vel úr garði, svo að á betra verður ekki kosið. Ritstjórinn Hálfdan Ómar Hálfdanarson hefur bersýnilega kostað sínu besta til. Þá kann ég ekki bók að meta ef þessi er ekki afbragð annarra sem um land og sögu fjalla. Sigurjón Björnsson Þórður Tómasson Nýjar bækur Lífssaga listakonu Á FLUGSKÖRPUM vængjum er eftir Oddnýju Sen. Undir- titill bókarinnar er: Lífssaga Myriam Bat-Yosef. Myriam Bat- Yosef er kunn mynd- listarkona og hefur átt viðburðarríka ævi. „Segja má að Myriam sé holdgerð- ur „Gyðingurinn gangandi". Hún er fædd í Berlín en ólst upp í París, Palestínu og ísrael þar sem skuggi helfararinnar var í hveiju horni og mótaði allt mannlíf og viðhorf fólks,“ segir í kynningu. Myriam stundaði listnám í París og dvaldi í Flórens á Italíu þar sem hún kynntist ungum íslenskum lista- manni, Guðmundi Guðmundssyni, Erró, og gengu þau í hjónaband. í bókinni segir Myriam frá listaferli sínum, sætum sigr- um og beiskum ósigrum. Hún fjaliar um stormasamt hjónaband sitt og Erró sem lauk með skilnaði og kynnum sínum af öðrum mönnum - „ástsýki sinni“ eins og hún orðar það. Útgefandi erFróði. Á Flugskörp- um vængjum - Lífssaga Myriam Bat-Yosef er 372 bls. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Grafík sem einnig annaðist bókband. Kápuhönnun annaðist Helgi Sig- urðsson en á forhlið kápunnar er mynd af einu listaverki Myriam, Bæninni. Verð bókarinnar er 3.990 kr. m. vsk. Ljóð er aðferð til að muna ÚR HNEFA nefnist ný ljóða- bók Árna Ibsens sem hefur að geyma 31 ljóð ort á sex ára tímabili. „Eg held að meginþráður- inn sé vangaveltur um timann, skynjun okkar eða skort á skynjun á afsfe. ði hans og þann nauma tími. sem okkur er skammtaður héi “ segir Árni. „Ljóð er aðferó ÍI að muna. Það er mikilvægt að muna skynjun og kenndir en kannski er mikilvægast að muna þá sem deyja frá okkur og gleyma ekki þeim vinum sem maður týnir af einhverj- um ástæðum. Þetta er einn þéttasti strengurinn í bókinni. Á síðustu misserum hefur fólk tekið upp á því að deyja frá mér, nánir vinir, ættingjar og venslafólk. Slíkur missir kveikir hugrenningar um tím- ann. í bókinni er þannig að finna þrjú ljóð sem fjalla um tímann sem fyrirbrigði. Eitt þeirra fjallar um hið liðna, annað um framtíðina og það þriðja um núið. Ef til vill er bókin í aðra röndina tilraun til að kveða dauðann í kútinn með því að eiga samræður við þá sem eru farnir. Ef einhveija beina niður- stöðu er að finna í bókinni er hún kannski sú að okkur sé ófært að komast að endanlegri niðurstöðu fyrr en við deyjum. Lífið gengur út á það að finna ekki svörin en hins vegar er okkur áskapað að vera alltaf að leita þeirra. Engin svör eru endanleg. Það ber dauðann í sér að halda annað. í einu ljóð- anna tala ég til að mynda um haldgóðar spurningar sem eru óhultar fyrir deyðandi svör- um. Ljóðin orti ég á síðustu sex árum og vann ég að þeim í tveimur lotum, það er að segja fyrst á árunum 1991-92 og síðan aftur undan- farin tvö ár. Á þess- um sex árum hef ég mikið verið að skrifa fyrir leikhús þannig að ljóðagerðin hefur ýst ögn til hliðar. Eg væri alsæll ef ég þyrfti ekki að gera neitt annað en að yrkja ljóð en því mið- ur er ekki grundvöll- ur fyrir að helga sig ljóðlistinni. Ljóðabækur seljast ekki vel en þrátt fyr- ir það þekki ég eng- an sem ekki hefur einhvern tíma komist í tæri við ljóðlist og haft bæði gagn og gaman af. Eitthvert vinsæl- asta útvarpsefni nú um stund- ir er til dæmis ijóð dagsins á rás eitt. Það er óþarft að hafa áhyggjur af stöðu ijóðsins og jafnvel varasamt að leita ann- arra leiða til að ná til lesenda. Undir slíkum kringum- stæðum er hætt við að menn velji ódýr- ar Ieiðir sem eru ljóðinu ekki sam- boðnar. Það er ekkert séríslenskt fyrirbrigði að ljóðagerð og Ijóð- skáld hafi ýst út í jaðar vitundarlífs samfélagsins. Það er þróun sem átt hefur sér stað á þessari öld í öllum hinum vestræna heimi. Ég held að Ijóðið standi vel fyrir sínu eins og Matthías Johannessen segir í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur í Tíma- riti Máls og menningar: „Ef skáldskapurinn dugar þá hef- ur hann síðasta orðið.“ Fuglar himins um vetur Það er hægt og brýnt að rjúfa þessa þögn og ýfa þetta hvíta kuldalín - Þú mylur brauð í skál, dýfir lófa í mylsnuna og dreifir á hjarnið - Allt í einu hrjóta smáfuglar ofan eins og guð væri að strá fiðruðu korni úr hnefa sínum. Fuglarnir fljúga upp á ný, hver með mola í goggi og leggja í lófa guðs, guðs - Árni Ibsen H er ofsalega hamingjusamur STAFAKARLARNIR nefnist ný bók eftir Bergljótu Arnalds ætl- uð börnum sem vilja læra að þekkja stafina. Söguna samdi Bergljót fyrir son sinn þegar hann fór að sýna áhuga á að læra staf- ina. „Það voru til bækur með myndum af hlutum sem ein- stakir stafir áttu en það vantaði iðulega að sögð væri einhver skemmtileg saga;“ segir Bergljót. „Eg fléttaði því eilítið ævintýri saman við stafakennsluna og þá varð námið bæði auðveldara og skemmtilegra hjá drengnum mínurn." Bókin er mynd- skreytt af Jóni Há- mundi Marínóssyni og segir Bergljót að ýmsar nýj- ar hugmyndir hafi kviknað í samstarfinu við hann. „Ég vildi hafa bókina sem auðugasta að orðum og hlutum. Ég las til dæmis Orðabók Menningarsjóðs spjaldanna á milli; ég vildi fá sem flestar hugmyndir sem hæfðu heimi barna og sögu- þræðinum. Sagan gerist á leikvelli. Ösp hefur dottað ofan í bókina sína og litla bróður hennar, Ara, hálfleiðist þegar dálítið skrýtið gerist; vindhviða feykir öllum stöfunum úr bók Aspar og út á leikvöllinn. Stafirnar fá hendur, fætur og haus og verða að litl- um körlum, stafakörlum sem taka að blaðra heilmikið og ærslast. Þeir vilja eigna sér allt; B vill eiga boltann, D vill eiga doppurnar á honum og svo framvegis. Stafakarlarnir ná aldrei að koma sér saman um neitt. Áður en yfir Iýkur átta þeir sig á því að það er betra að standa saman því að þannig geta þeir táknað öll heimsins orð og feykja sér með næstu vind- hviðu aftur inn í bókina." -Hver stafur hef- ur sín persónuein- kenni. „Já, H er til dæm- is ofsalega ham- ingjusamur þótt hann hafi hnerrað svo hátt að hann hent- ist í heljarstökki ofan af hús- þaki, missti hárkolluna og hatt- inn hátt upp í himininn og fékk óstöðvandi hiksta vegna þess hvað Iendingin var harkaleg. Og þótt X og Ð eigi það sameig- inlegt að eiga ekki neitt þá eru þeir mjög ólíkir; X er harður karl og maular kex í græðgi en Ð er voðalega lítill í sér, hann fær aldrei að taka þátt í neinum leikjum en laumar sér samt inn á síðurnar hér og þar. Gaman getur verið fyrir krakkana að reyna að koma auga á hann. Fleiri svona leiki er að finna í bókinni. Krakkarnir geta til dæmis reynt að finna fyrsta stafinn í nafninu sínu í bókinni eða prófað að taka í sundur orð eins og „stafakarlarnir“ og at- hugað hvað þau geta búið til mörg orð úr stöfunum í því. Leikirnir gera krökkunum nám- ið auðveldara og skemmti- Iegra.“ TÍU tússpennar, tuttugu tannburstar, triljón traktorar. Ég á sko allar tölurnar í tilverunni,“ tuldraði T og hélt áfram að telja. „Uss! Hvílíkt uppátæki!" urraði U svo undirhakan hristist til. „Ef þú ætlar að eiga triljón traktora, þá verður þú umsvifalaust að læra umferðarreglurnar.“ _ „Úff!“ andvarpaði Ú mæðulega. „T hefur tekið allar tölurnar af úrinu mínu og nú veit ég ekki hvað tímanum líður.“ En þá fór V að vola. „T er svo voðalega mikill töff- ari og ég er bara voðalega vit- laus. Bráðum kemur vetur og vont veður og ég á hvorki vindjakka né vettlinga. Ég á allan völlinn og ég veifa og veifa en enginn vill víkja af honum,“ vældi V van- sæll og beit sig í vörina. Hættu að kvarta,“ sagði X sem maulaði kex í græðgi. „Að minnsta kosti áttu allan völlinn. Við Ð eig- um ekki neitt. í íslensku hefjast engin orð á okkur.“ Bergljót Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.