Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Fj andsemi í garð hins sjálfskyggna tóns... ? BOKMENNTIR Þýdd skáldsaga ÓHUGGANDI eftir Kazuo Ishiguro. Elisa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Útg. Bjartur, Reylqavík 1996-453 bls. HÉR á landi er Kazuo Ishiguro án efa þekktastur fyrir skáldsög- una Dreggjar dagsins sem hefur komið út í íslenskri þýðingu og vakti mikla athygli. Ishiguro er japanskur að þjóðerni en hann hefur alið sinn aldur í Bretlandi og skrifar á ensku. Ég las í kynn- ingu um hann að hann liti á sig sem alþjóðlegan höfund og skil- greinir það svo að alþjóðlegur höf- undur geti fjallað um líf sem komi öllum við og skrifað um manneskj- ur sem geta búið hvar sem er og lesendur geti auðveldlega skilið kjör þeirra og tilfinningar. Þessi bók gæti þó vafist fyrir ýmsum lesendum: Ishiguro leiðir lesanda um þvílík völundarhús og rangala með útúrdúrum upp á tugi blaðsíðna að stundum stóð ég uppi gersamlega áttavillt og ringluð og spurði mig í angist hvað þessi alþjóðlegi höfundur væri eiginlega að segja við mig. Kazuo Ishiguro í ÞESSARI BOK MAGIMAR ISHIGURO 'SEIÐ SEM GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ MAÐUR VERÐUR AÐ LESA ÞESSA BÓK, HÚN FANGAR MANN OG ÞREYTIR í SENN. En að svo búnu hélt ég áfram að lesa, það er ógerningur að leggja bókina frá sér nema stund í einu. Söguþráðinn er erfitt að rekja nema hafa nokkrar blaðsíður til umráða. En þó má reyna. Ryder nokkur kemur til borgarinnar til að halda tónleika. Þessi borg er sennilega í Þýskalandi en gæti þó verið hvar sem er. Hún er stundum glæsileg stórborg, á næsta augna- bliki þrúgandi smábær og áður en við er litið dularfullt dreifbýli og Ryder fær að kynnast því að það er ekki einfalt að rata á þessum slóðum enda færast hús og heilu hverfin til á örskotsstund ef því er að skipta. Ryder virðist vera einhver mesti píanósnillingur í heimi og nú er hann kominn eftir langa mæðu og allir íbúarnir hafa beðið þessa at- burðar í ofvæni. Strax eftir að Ryder kemur á hótelið fær les- andinn forsmekk af því sem bíður hans. Lyftuvörðurinn Gústaf fylgir honum til herbergis og heldur yfir honum langa ræðu um metnað sinn að bera töskur en þó umfram allt biður hann Ryder að hitta dóttur sína að máli og dótturson. Þegar Ryder er kominn til her- bergis síns finnst honum hann þekkja þetta herbergi. Veit ekki hvers vegna. Gæti verið að hann hefði komið hér áður? Gæti verið að hann þekki Gústaf? Gæti verið að hann þekki í raun alla þá mál- glöðu menn og konur sem leita til hans á næstu dögum og sé bara búinn að gleyma því. Kannski dótt- ir Gústafs sé kona hans og þau eigi þennan son en það eins og fleira hefur dottið úr honum. Ryder veitist einnig erfitt að átta sig á til hvers er ætlast af honum en augljóst að það er ekk- ert smáræði. Hann hefur engan tíma til að búa sig undir hina stór- kostlegu tónleika því hann er allan tímann á ringluðum þönum að hitta fólk sem hann virðist eiga að þekkja en man ekki svo gjörla eftir. Allir virðast búast við því að þau orð sem hann á að mæla fyrir tónleikana skipti sköpum fyr- ir hag þessa samfélags sem ramb- ar á heljarþröm. Viðamikill er þáttur Brodskys í sögunni, sá er snillingur eða róni og hinn ágengi hótelstjóri Hoff- mann hefur tekið hann upp á arma sína. Vonir borgarbúa eru ekki síður bundnar við það að Brodsky fái loks uppreisn æru á áðurnefnd- um hljómleikum þar sem hann á að stjóma hljómsveitinni. Þegar hundurinn hans drepst kvöldið áður er áhorfsmál hvernig þær lyktir verði og kannski lætur Brod- sky bugast. Og hvernig fer þetta eiginlega með hljómleika Ryders sjálfs. Og hver er á endanum nið- urstaðan. Hefur Ryder tekist að veita íbúunum þessa hjálp sem þeir sárlega þurfa? Ishiguro varpar fram milljón spurningum í þessari bók, um minnisleysi, að spyija spurninga, að svara þeim eða svara þeim ekki, hver er snillingurinn og hvað veldur ágengninni og hvað er á ferðinni í bænum. Eiginlega af hverju allt. Og hann gefur svörin. Það má hann eiga. En út í það skal ekki farið nánar hér. Því eftir að spurningum hefur verið varpað fram og svörin gefin þá má einnig velta fyrir sér hvort þau breyti einhveiju um hina furðulegu niðurstöðu sem Ryder og höfundurinn komast að í sam- einingu. Ég var um margt ósátt við þýð- ingu Elísu B. Þorsteinsdóttur, allt- of mikil notkun atviksorða; hrein- lega, greinilega, vissulega. Of enskuskotnar setningar, auka- setningum þvælt innan um aðal- setningar, orðaröð óíslenskuleg. En beinar málvillur sá ég ekki og bókin virtist vandvirknislega próf- arkalesin. í þessari bók magnar Ishiguro seið sem gerir það að verkum að maður verður að lesa þessa bók, hún fangar mann og þreytir í senn. Bókin heldur áfram í hugskotinu löngu eftir að lestri er lokið. Jóhanna Kristjónsdóttir Nýjar bækur ADDA kemur heim. Mynd- skreyting Erlu Sigurðardóttur. Afmælisár • • Oddubóka Jennu og Hreiðars BARNASAGA Jennu og Hreið- ars, Adda kemur heim, er komin í fimmtu útgáfu með myndum eftir Erlu Sigurðardóttur. Adda kemur heim er fjórða bókin í sívinsælum flokki um Öddu. Bækurnar hafa margsinnis verið gefnar út og jafnharðan selst upp. í Adda kemur heim er því lýst þegar Adda kemur aftur heim til íslands frá Ameríku og hittir góða vini, Braga, Lísu og Lóu. „Margt skemmtilegt gerist í leik og starfi, í bæ og sveit, en ýmislegt reynir einnig á söguhetj- urnar“, segir í kynningu. Öddubækurnar eiga fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Sú fyrsta, Adda, kom út hjá Æskunni fyrir réttri hálfri öld. Útgefandi erÆskan. Adda kemur heim er 110 bls. Hagprent- Ingólfsprent ehf. sá um umbrot ogprentun, Flateyhf. um bók- band. Leiðbeinandi verð er 1.596 kr. í MERG OG BEIN BÆKUR Þýddar smásögur BEINT AF AUGUM eftir Raymond Carver. Sigfús Bjartmarsson íslenskaði. Bjartur, 1996.140 bls. Að MATI einnar sögupersónu Raymonds Carvers er „tvennt ör- uggt: 1) fólki er orðið sama um hvað hendir annað fólk; og 2) ekk- ert skiptir neinu raunverulegu máli lengur“. í þessari skilgrein- ingu kristallast helstu umfjöllun- arefni skáldsins: afskiptaleysi og skilningsleysi manna í millum og fáránleiki hérvistar. Beint af augum, eða Short Cuts, er safn þeirra níu smásagna og eins ljóðs sem Robert Aitman sótti innblástur í við gerð samnefndrar kvikmyndar frá 1993. Efnið er misgamalt, elstu sögumar frá sjö- unda áratugnum en þær yngstu frá þeim níunda. Raymond Carver (1938-1988) er álitinn einn helsti áhrifavaldur í smásagnagerð síðari ára í Banda- ríkjunum. Hann er talinn meðal upphafsmanna minimalisma eða naumhyggju í smásögunni. Allt er skorið við nögl: söguþráður með stysta móti, frásögnin nánast flöt, stíllinn beinaber, líkingar varla notaðar og póesía í algjöru lág- marki. Setningar eru einfaldar, stuttar, beinskeyttar og forðast undirskipun og margræðni. Carver hafði að markmiði að skera utan af textanum ekki eingöngu inn að beini, heldur inn í merg, eins og hann sagði sjálfur. Sumir gagn- rýnendur hafa kallað texta Car- vers kaloríusnauðan og jafnvel kennt hann við lystarstol. Persónur Carvers eru lang oft- ast „venjulegt fólk“, í lægri milli- stétt, með alla sína lesti og bresti. Þetta fólk er í meira eða minna mæli fangar aðstæðna sem það ætlaði sér aldrei að festast í og þrátt fyrir fróman ásetning um að breyta til, „öðlast nýtt líf“, veit það, innst inni, að ameríski draumurinn gengur þeim sífellt úr greipum. Áherslan er ætíð á hinu hversdagslega en ógnin er aldrei langt undan. Sjónvarpið, skyndibitamatur, söluvaran en jafnframt atvinnuleysi, alkólismi, svik, angist. Ofantalið á vel við skáldskapinn í Beint af augum, þó yngstu sög- urnar séu heldur holdmeiri en þær eldri. Mergjaður texti Carvers miðlar óvissu og angist sem geng- ur í gegnum merg og bein. Blátt áfram og hlutlaus frásögn af því þegar ungur drengur verður fyrir bíl, þegar táningsstúlka er barin til bana með gijóti og þegar drukknaður sonur er fiskaður upp úr á í járnkló áréttar óhugnaðinn. Sögurnar enda flestar bratt, snögglega, óþægilega, og með því er lesandi á vissan hátt skilinn eftir með sömu óvissutilfinningu og sögupersónur. Þrátt fyrir að bjartsýni sé ekki fyrirferðarmikil hjá Carver eru sögurnar samt ákaflega skemmti- legar aflestrar. Tragíkómískur andi Becketts svífur yfir skrifun- um og harmrænir atburðir renna saman við hversdagslega og oft drepfyndna lágkúru. Sagan Rukk- arar gæti hæglega verið „her- bergiseinþáttungur“ eftir Pinter en í henni kemur berlega í ljós hvað tungumálið er margrætt og dugir, alla vega persónum Car- vers, skammt í samskiptum. Þýðing er yfirleitt létt og leik- andi. Sigfús Bjartmarsson kemst oft vel að orði og finnur prýðilegar lausnir. En því miður eru nokkrar, og því of margar, þýðingarvillur sem hefði mátt komast hjá með góðum yfirlestri. Oftast er um frekar léttvæg atriði að ræða: „To wink“ er „að blikka“ en ekki „veifa“ (,,vinka“); „fender“ á am- erískri ensku er „bretti“ á bíl en ekki „stuðari“ (,,bumper“); „to brace oneself“ er ekki að „haída utan um sjálfan sig“ heldur að búa sig undir skell, áfall, í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Slíkar villur eyðileggja svo sem ekki „heildaráhrif“ en eru engu að síð- ur hvimleiðar. Þýðandi er á stundum heldur djarfur og tekur sér það bessa- leyfi að auka í stílinn, ef svo má segja: hraðbraut er t.d. látin vera „eins og pífa á pilsfaldi bæjarins“ en á ensku er einfaldlega sagt „the highway skirts the edge of town.“ Þessi líkingarútvíkkun á alvanalegu orðalagi, þar sem orðið „skirt“ er notað í yfirfærðri merk- ingu, er óþörf auk þess að vera stílrof, samanber ofansagt um naumhyggju Carvers. Fyrir kemur að orðaval er ekki við hæfi: Tveir menn á kaffihúsi eru í „uppalegum fötum“ í þýðingu en eru klæddir „business suits“ á frummáli; þetta er óviðeigandi því ekkert í sam- hengi eða umgjörð sögunnar bend- ir til að þarna sé um „uppa“ að ræða. Þýðingu (eða túlkun) á niðurlagi eina ljóðsins er ég ekki sáttur við. Faðir hefur misst son sinn, finnur engan tilgang^ lengur og langar helst að deyja. í framhaldi af þessu eru tvær síðustu línur ljóðsins svona: „Og hann á ljúfar minning- ar frá þeim tímum þegar lífið var ljúft og svo ljúflega nú gefið ann- að líf til að lifa.“ Þessi þýðing, ef ég þá skil hana, býr yfir of marg: ræðri og of jákvæðri merkingu. í frumtexta eru skilaboðin allt önn- ur og mun skýrari: „And he rem- embers sweetness, when life was sweet, and sweetly he was given that other lifetime.“ Ég skil það svo að „the other lifetime“ sem föðurnum var gefið (í þátíð!) sé fæðing og líf hins látna sonar en við þá „gjöf“ endurnýjaðist hans eigið líf. Því hnykkja þessi lokaorð ljóðsins á söknuðinum en einkum tómleikanum sem hann er fram- vegis „dæmdur“ til að lifa við. Hann getur kannski á einhvern hátt ornað sér við „ljúfar minning- ar“ en honum er fráleitt „nú gefið annað líf“. Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í henni versu og alls ekki í versunni hans Carvers. Geir Svansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.