Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 D 3 BILAR Mazda RX-7 árgerð 1994 ð.I n' n- i k- >a 1300 vél skilar 255 hestöflum ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta framleiðslu á Mazda RX-7 sem telja má einn af frægari sportbílum sög- unnar. Þar með hverfur eini fjölda- framleiddi bíllinn af markaði sem hefur verið með Wankel vél, sem einnig þekkist undir heitinu rotary- vél, og lýtur allt öðrum lögmálum en venjuleg strokkavél. Hér á landi eru til a.m.k. fjórir Mazda RX-7. Einn þeirra er í eigu Sævars Hlöðverssonar bifvélavirkja í Kópa- vogi. Bíllinn er af árgerð 1994 og keypti Sævar hann skemmdan eftir árekstur í Boston í Bandaríkjunum síðastliðið sumar. Sævar keypti allt nýtt á bílinn framanverðan þótt skemmdin hefði afmarkast við ytra og innri bretti vinstra megin á bílnum og er hann nú kominn í toppstand. Sævar sagði að hagkvæmara hefði verið að kaupa allt nýtt á bílinn framanverð- an heldur en að kaupa brettin ein og sér. Hann var í samfloti með tengda- syni sínum í Bandaríkjunum og réði hann því að miklu leyti að Sævar keypti þennan bíl sem hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Tvær forþjöppur Blaðamanni gafst kostur á því að aka bflnum lítillega á dögunum. Það sem er eftirtektarverðast við bflinn, fyrir utan sportlegar línurnar, er vélin. Hún er aðeins 1.300 rúmsentí- metrar að stærð en skilar engu að ÞRÍHYRNINGSLAGA snúður snýst í sprengi- rýminu en engir stimpl- ar, stimpilstangir og ventlar eru í rotary vélinni. WANKEL vélin er ekki nema 1300 rúmsentí- metrar en skil- ar engu að síð- ur 255 hestöfl- um og aflið fer allt tíl afturhjól- anna. AÐINNAN er bíllinn leðurklæddur og með öllum helsta bún aði, eins og skriðstilli, tveimur líknarbelgjum, ABS og fleiru. síður 255 hestöflum. Tvær forþjöpp- ur sjá um að dæla sem mestu lofti inn í brunahólfin og til þess að minnka rúmmál þess er það kælt í millikæli. Þegar við lágan vélar- snúning, þ.e. yfir 3.000 snúningum á mínútu, knýr útblástursloftið fyrri forþjöppuna og eykur þannig strax loftflæðið til brunahólfanna og við- bragð bflsins. Þegar vélin snýst hraðar opnast að nokkru leyti fyrir útblástursloftið til seinni forþjöpp- unar og hún tekur að snúast án þess þó að auka loftflæðið til vélarinnar. Segja má að hún sé í viðbragðs- stöðu. Við mjög háan vélarsnúning opnast alveg fyrir útblástursloft til forþjöppunar og hún fer einnig að dæla lofti inn í brunahólfin. Þetta finnst strax í akstri því bfllinn togar í öllum gírum og virðist alltaf eiga nóg inni. í 10O km hraða á 5 sekúndum Hins vegar þarf að gæta að því að reyna ekki mikið á vélina fyrr en hún er farin að hitna. Samspilið milli forþjappanna tveggja byggir á hitaskynjurum í vélinni og því þarf að láta hana ganga í dálítinn tíma áður farið er að spretta úr spori. Sömuleiðis vildi Sævar láta vélina kæla sig dálítið niður áður en drepið væri á henni. Vélin er því sem næst alveg laus við titring og er merki- lega hljóðlát. Aflið fer allt til afturhjólanna og vissulega væri það kostur við svo kraftmikinn bfl að hann væri fjór- hjóladrifinn. Bíllinn vildi rása dálít- ið að aftan á malbikinu þegar hraustlega var gefið inn en reyndar var ekki alveg laust við hálku þegar tekið var í bflinn. Við bestu aðstæð- ur er bíllinn sagður ná 100 km hraða úr kyrrstöðu á fimm sekúndum sléttum og hámarkshraðinn er um 280 km á klst. Bfllinn er með fimm gíra handskiptum kassa með yfir- drifi. Torsen mismunadrifslæsing í afturöxli sér um að dreifa aflinu til- tölulega jafnt milli afturhjóla. Fjöðrunin er slagstutt og sportleg og bfllinn klettliggur í öllum venju- legum akstri. Sævar hyggst selja bílinn og hef- ur sett á hann 3,6 milljónir króna. Hann segir að nýr bfll af þessari gerð kosti um 6 milljónir króna. Sævar telur líklegt að innflutningur á notuðum sportbílum muni aukast mikið á næsta ári. Búið sé að flytja mikið inn af þýskum bflum, eins og Mercedes-Benz og BMW, og jepp- um. „Ég er viss um að sportbílarnir séu næstir. Það er að byrja núna innflutningur á sportbflum og það kæmi mér ekki á óvart ef það myndi aukast næsta vor, " segir Sævar. Morgunblaðið/Árni Sæberg SÆVAR Hlöðversson við Mözduna. Vélarhlífin er úr áli en að öðru leyti er bfllinn að mestu úr stáli. Skekkjan getur haft áhrif á rásfestu og hjól- barðar slitna mismikið sem hefur áhrif á veg- grip. Sérstök hætta í rigningu og hálku. Harður árekstur veld- ur mikilli tognun á bíl- beltum þannig að þau hætta að gegna tilætl- uðu hlutverki í kjölfarið. Alltaf á að klippa á ör- yggisbelti sem tognað hafa í árekstri. Við árekstur getur komið fram brestur í ör- yggisbúnaði t.d. í stýris- gangi sem síðar gefur sig úti í umferðinni t.d. við höggmótstöðu á vegi. Styrktarbitar úr há- styrktarstáli eru orðnir algengir í nýjum bílum. Bogni svona biti má alls ekki hita hann til og rétta því þá glatast styrkurinn. Bogna bita verður að skipta um eft- ir árekstur. í bíl með sjálfberandi yfirbyggingu er öll grind yfirbyggingarinnar hluti burðarvirkis. Öll sýnileg skekkja í slíkum bílum, t.d. að hurðir falla ekki í hurðargöt, bretti falla illa við hurðir, vélarhlíf við hvalbak og bretti, eða kistulok við undir- stykki afturglugga eða bretti, bend- ir til að skekkja sé einnig í undir- vagni. Hin tilvikin eru einnig mjög algeng þ.e. nær engin sýnileg skekkja á yfirbyggingu en jafnvel talsverð eða mikil skekkja á undir- vagni. I öllum tilvikum þarf sérþekk- ingu fagmanns, eigi viðgerð að vera fullnægjandi. I allt of mörgum til- vikum er verið að fúska við tjóna- bíla í skúrum og skúmaskotum með misjöfnum árangri. Skortur á eftir- liti er ógn við umferðaröryggi og skaðar neytendur. Innfluttir tjónabílar og nýjar verklagsreglur Til viðbótar við þá tjónabíla sem lent hafa í óhöppum hér á landi hefur talsvert borið á inn- flutningi bíla sem lent hafa í árekstrum erlend- is. Síðla sumars voru settar almennar verklags- reglur vegna tollmeðferðar notaðra ökutækja og sérstaklega tekið á skemmdum bílum.. Tjónaskoðunarferli og verklagsreglur varðandi viðgerð á skemmdum bíl liggja fyrir og innflutt- ir tjónabílar eru skráðir í ökutækjaskrá. Verk- lagið vegna innfluttu tjónabílanna má hæglega aðlaga og nota sem grunn varðandi aðra tjóna- bfla. Aukið hlutverk lögreglu I langflestum tilvikum þegar um alvarlega árekstra er að ræða, kemur lögregla á vettvang. Runólfur Ólafsson Lögreglan á að gegna lykilhlut- verki sem eftirlitsaðili ásamt starfsmönnum og samstarfsaðilum tryggingafélaga. Komi lögregla að bíl sem hún metur skemmdan er eðlilegast að lögreglan sendi til- kynningu til bifreiðaskrár um við- komandi ökutæki. Bfllinn fengi þá sérmerkingu í bifreiðaskrá. Auk til- kynningar mætti merkja bflinn með sérstökum límmiða á fram- rúðu þannig að alvara málsins færi ekki fram hjá eiganda eða forráða- manni ökutækisins. Næst þegar tjónabifreið kæmi til aðalskoðunar kæmi fram aðvörun um að bifreiðin hefði lent í tjóni og þyrfti tjóna- skoðunar við. Standist tjónabíll þá skoðun fellur tjónamerkingin nið- ur. Aðvörun kæmi einnig fram við fyrirspurnir í bifreiðaskrá og skráningu eigendaskipta. Sé bíll með tjónamerkingu á sölu veitir það væntanleg- um kaupendum öryggi að geta nálgast þær upplýsingar auðveldlega í gegnum bifreiðaskrá. Komi lögregla að mikið skemmdum bfl á það að vera vinnuregla að úrskurða bflinn í aksturs- bann og fjarlægja skráningarmerki. Bíl í akst- ursbanni yrði að skoða sérstakri tjónaskoðun eða afskrá sé hann ónýtur. Reglur Það liggur fyrir að tjónabílar eru á gráu svæði og það er ekki líðandi. Þarna fara neytenda- og öryggis- sjónarmiðin saman. Það er á ábyrgð fram- kvæmdavaldsins að settar séu sem fyrst reglur um auðkenni og skoðun tjónabíla í ljósi neyt- enda- og öryggissjónarmiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.