Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4
D SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 + MORGUNBLAÐIÐ BILAR HYUNDAI Coupé er snaggaralegur sportbíll. Knár og liðug- ur Hyundai Coupé sportbíll «a fA HYUNDAI Coupé FX er skemmtilega knár og liðugur sportbíll frá hinum kóreska framleiðanda sem Hyundai- umboðið, Bifreiðar og land- búnaðarvélar, hafa nú fengið en Coupé er nýr hið ytra sem innra. Verðið er tæpar 1,8 milljónir en bfllinn er bú- inn tveggja lítra og 138 hest- __ afla vél og margháttuðum ^ þægindum. Hann er fram- r^i drifinn og skráður fyrir /7« fjóra. Þegar eru þrír bílar af ^* þessari gerð komnir á göt- una og vonast og vænta má þess að fleiri slíkir seljist á næstunni en hér á eftir verður litið nánar á þennan áhugaverða bíl. Hyundai Coupé er rúmlega fjög- urra metra langur og því nokkurn veginn meðalstór. Hann hefur mjög skemmtilega lögun, næstum því eins og skip með perustefni eða fleygmyndaður að framan, því framendinn virkar ávalur og breið- astur við hjólaskálarnar en mjókk- ar svo bæði framan og aftan við þær. Afturendinn er einnig boga- dreginn og allar luktir eru spor- öskulagaðar. A hhðunum eru ein- nig skemmtilegar bylgjur. Stuðar- ar eru samlitir og yfirbyggingin er hallandi bæði fram- og afturrúðan. Naum lofthæð Innan dyra er sama skemmti- lega línan á ferðinni í mælaborði og rofum. Sætin eru góð, sérstak- lega framstólarnir því ökumaður og farþegi við hlið hans sitja vel skorðaðir með mjög góðan stuðn- ing af sætisbökum. Hægt er að hækka og lækka sæti ökumanns og veitir ekki af því lofthæðin er naum. Bfllinn sem var prófaður er reyndar með sóllúgu og því heldur lægra til lofts fyrir vikið. En sé sætið í neðstu stöðu sleppur þetta nokkurn veginn. Bfllinn er skráður fyrir fjóra og því geta tveir setið í aftursæti. Þeir geta þó ekki beint teygt mikið úr sér enda hafa þeir ekki miMð oln- bogarými, einn farþegi gæti sætt sig þokkalega við að hafa allt pláss- ið fyrir sig. Aftast er síðan dálítið farangursrými sem reynist furðu drjúgt. Afturhurðin opnast vel og afturrúðan með og því er auðvelt að umgangast farangursrýmið. Umgangur er hins vegar ekki eins auðveldur fyrir farþegana því bæði vegna þess hve setið er lágt og þess hversu lágur bfllinn er verða menn að sýna ákveðna lipurð til að komast inn og út. Það atriði er hins vegar mjög skfljanlegt þegar sportbfll er annars vegar, þar gera menn kröfur á öðrum sviðum og vita að ekki er allt fengið. Undrafljótur Eins og fyrr er getið er Hyundai Coupé búinn tveggja lítra, 16 vent- la og 138 hestafla vél með tvöfóld- um yfirliggjandi kambás. Þá er hann búinn fimm gíra handskipt- ingu. Þessi vél á ekki í neinum vandræðum með að knýja 1.230 kg þungan bílinn rösklega úr sporun- um. Segja má þó að bfllinn sýni ekki ofurviðbragð með rykkjum, þ.e. höfuðið eða búkurinn þrykkj- ast ekki sérstaklega ofan í sætið þótt vel sé gefið í. En bíllinn er undrafljótur að ná ferðahraða og kemst að hraðamörkum áður en ökumaður nær að telja margar sekúndur og verður því hreinlega að vara sig. Tekur 8,4 sekúndur að ná 100 km. hraða úr kyrrstöðu. Aksturinn er með öðrum orðum það sem Hyundai Coupé státar af enda verður hann ekki annað en skemmtilegur í svona bíl. Sjálf- stæð MacPherson gormafjöðrun á óllum hjólum og góð þyngdardreif- ing gera það að verkum að bfllinn liggur feikn vel. Þetta er ekki hinn LlNUR eru skemmtilegar hið innra. Morgunblaðið/Golli Hyundai Coupé FX í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, tvöfaldur yfirliggj- andi kambás, 138 hestöfl. Framdrifinn - fjögurra manna. Aflstyri-veltistýri, Rafknúnar rúðuvindur. Rafstilltir hliðarspeglar. Fjarstýrð samlæsing. Utvarp, segulbandstæki, 6 hátalarar, Snúningshraðamælir. Styrktarbitar í hurðum. Lengd: 4,34 m. Breidd: 1,73 m. Hæð: 1,31 m. Hjólhaf:2,47m. Þyngd: 1.230 kg. Hjólbarðastærð: :205/50 VR 15. Staðgreiðsluverð kr.: 1.778.000. Umboö: Bifreiðar og land- b^naðarvélar, Reykj&vík. Rásfastur Hljóðlátur Snöggur Nau lofthæð FURÐU drjúgmiklu af dóti er hægt að raða í farangursrýmið sem hægt er að opna upp á gátt. hefðbundni ferðabfll en eigi að síð- ur fer hann ágætlega yfir á malar- vegum og tekur mjúklega á móti holum og ójöfnum. Hann nýtur sín þó betur á malbikinu og má eigin- lega segja að Hyundai Coupé sé, rétt eins og aðrir sportbílar, hann- aðir til hraðaksturs á þar til gerð- um vegum og myndi jafnvel hækk- aður leyfilegur hraði á íslenskum þjóðvegum ekki duga til að gaman væri að láta gamminn geysa. Enda verður trúlega ekki af því. Mákvæmt stýri Gírskiptingin er liðug og hljóð- lát og fer mjög mjúklega á milli. Eiga bæði lipur skiptingin og ná- kvæmt stýri og hæfilega létt sinn þátt í því að ökumaður er fljótur að ná góðum og öruggum tökum á Coupé. Þá er vélin mjög hljóðlát og eyðslan er nokkuð þokkaleg. Hyundai Coupé er allvel búinn, með sjálfsögðum þægindum eins og samlæsingum, rafdrifnum rúð- um og rafknúnum hliðarspeglum, sætum fyrir drykkjarmál og hægt er að fá hemlalæsivörn sem auka- búnað. Verðið á þessum grip er kr. 1.778.000. Það er nokkuð eðlilegt fyrir þetta vel búinn bíl og skemmtilegan og ber þar hæst snaggaraleg vél, skemmtilegir aksturseiginleikar og gott öku- mannssæti. Bílar sem þessi eru hins vegar allt að því leikfang fremur en hagnýtur fjölskyldubíll og sem slíkur er hann áhugaverð- ur og veldur hvergi vonbrigðum. Fyrir þá sem vilja skemmtilegan bíl til að fá ökugleðinni útrás ætti Hyundai Coupé að vera góður val- kostur. Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.