Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 C 3
ÍÞRÓTTIR
SUND
KNATTSPYRNA
—
Völker fékk fimm
gullverðlaun
ýska stúlkan Sandra Völker
sigraði í fimm greinum á Evr-
ópumótinu í 25 metra laug sem
lauk í Rostock í Þýskalandi á
sunnudaginn. Síðasta gullpening-
inn fékk hún þegar hún tryggði
þýsku kvennasveitinni sigur í 4x50
metra fjórsundi og synti sveitin á
besta tíma sem náðst hefur í heim-
inum. Þjóðveijar sigruðu í 14 grein-
um af 38, hlutu einnig 14 silfur-
verðlaun og 11 brons, eða alls 39
verðlaunapeninga og eru óneitan-
lega sigurvegarar enda komu Bret-
ar næstir með tiu verðlaunapen-
inga.
Marcel Wouda, Hollendingurinn
hávaxni, hlaut einnig fimm gull-
verðlaun, krækti í þau síðustu með
öruggum sigri í 400 metra fjór-
sundi, var rúmum fjórum sekúnd-
um á' undan næsta manni. „Ég
hélt mig væri að dreyma," sagði
hann eftir sigurinn.
Hin átján ára gamla sænska
stúlka Johanna Sjöberg stóð sig
vel á mótinu en varð að játa sig
sigraða í 200 metra flugsundi er
Barbara Franco frá Spáni kom
fyrst að bakkanum og varð fyrst
spænskra kvenna til að sigra í ein-
staklingsgrein á EM. Sjöberg setti
tvö Evrópumet, í 50 og 100 metra
flugsundi.
Breska stúlkan Susan Rolph
synti 200 metra fjórsundið mjög
vel og jafnaði tíma Petru Schneider
frá því í janúar 1982. Hún fær
árangur sinn samt ekki skráðan
sem Evrópumet þvi árangur
Schneider er ekki talið Evrópumet,
heldur kallað „staðlaður tími“, og
því verður ekkert Evrópumet skráð
í greininni fyrr en einhver syndir
á betri tíma. Sem sárabót var
árangur Rolph talinn besti árangur
konu á mótinu, þrátt fyrir frábæran
árangur Völker, og fékk hún leður-
jakka að gjöf frá mótshöldurum.
Rolph sagði við verðlaunaaf-
hendinguna að hún hefði „stolið"
jakkanum frá Völker en sú þýska
sagðist hafa keypt sér Ieðuijakka
áður en hún kom á mótið og þyrfti
ekki annan og því mætti Rolph eiga
þennan.
Islandsmet
í Rostock
FJÖGUR íslandsmet voru sett á
Evrópumeistaramótinu i sundi i
25 m laug, í Rostock á sunnudag-
inn. Hjalti Guðmundsson setti
met í 200 m bringusund, synti á
2.18,4 mín. Gamla metið átti
Eðvarð Þór Eðvarðsson, 2.18,23,
mín., sett í Aberdeen 1987. Hjalti
var 0,4 sek. frá meti í 100 m
bringusundi, synti á 1.03,95 sek.
Ríkharður Ríkharðsson setti met
í 50 m skriðsundi, 23,51 sek.
Gamla metið átti Magnús Már
Ólafsson, 23,54 sek., sett í Bonn
1991. Eydís Konráðsdóttir setti
met í 50 m baksundi, 30,37 sek.
Hún átti sjálf gamla metið, 30,83
sek., sett í Finnlandi 1995. Eydís
var aðeins einni sek. frá því að
setja met í 100 m baksundi, synti
á 1.05,17 mín. Henni mistókst í
fyrsta snúningi, þannig að metið
féllekki.
Örn Arnarson setti piltamet í
50 m baksundi, 28,13 sek. Örn
átti sjálfur gamla metið, sem
hann setti á föstudaginn — 28,30
sek. Hann setti metið í 4x50 m
fjórsundi - sveitin synti á 1.47,15
mín., sem er landsveitamet.
Gamla metið var 1.47,90 mín.,
sett 1987 í Aberdeen.
Helgi aftur í Fram en
ísland ekki endastöð
Helgi Sigurðsson er hættur hjá
Borussia Berlin í 3. deild í
Þýskalandi og kom heim um helg-
ina í þeim tilgangi að æfa með
Fram og spila með liðinu næsta
tímabil. Hann lék með því 1994 og
fór til Þýskalands eftir það. „Mér
leið vel í Fram og ég veit að hverju
ég geng þar,“ sagði Helgi. „Ég er
spenntur að leika hér heima í sum-
ar og reyni að standa mig.“
Helgi sagði við Morgunblaðið að
hann hefði verið óánægður með
nýja þjáifarann hjá Berlin. „Ýmis-
legt kom upp á en útslagið gerði
að hann vildi láta mig leika á miðj-
unni en ég vildi það ekki, vildi ekki
drepa hæfileikana sem miðheiji og
fórna þannig ferlinum. Liðið er
ekki í baráttu um að komast upp
og því var ekkert mál að losna
undan samningnum sem annars
gilti út tímabilið 1998. Besta lausn-
in í stöðunni var að koma heim en
ísland er engin endastöð og ég gef
atvinnumennsku ekki upp á bát-
inn.“
Popescu með þrennu
fyrir Rúmena í Skopie
GHEORGHE Popescu skoraði
þrjú mörk þegar Rúmenar
lögðu lið Makedóníu að velli í
Skopje í Makedónfu í undan-
keppni HM, 0:3. Rúmenar réðu
gengi leiksins og ekki kom að
sök þó að þrír lykilmenn léku
ekki, Gheorghe Hagi, llie Dumi-
trescu og Adrian llie.
Nokkrir leikir voru leiknir í und-
ankeppni HM og var leikur
nágrannana Belgíu og Hollands í
sviðsljósinu. Hollendingar voru
ósparir á yfirlýsingar fyrir leikinn
- sögðust vera með betra lið en
Belgíumenn og ætluðu sér sigur.
Þeir stóðu við stóru orðin, skelltu
Belgíumönnum í Brussel, 0:3.
Dennis Bergkamp kom þeim á
bragðið á 25. mín., þegar rang-
stöðuleikaðferð Belga brást. Clar-
ence Seedorf þrumaði knettinum
upp undir þaknetið á marki Belga,
aðeins fjórum mín. síðar. Þriðja
markið skoraði Wim Jonk á loka-
mín. leiksins, úr vítaspyrnu, sem
dæmd var á Philippe Albert.
Belgíumenn léku tíu nær allan
seinni hálfleikinn, þar sem Pascal
Renier var rekinn af leikvelli eftir
brot á Ronald de Boer á 49. mín.
Hollendingar gátu hæglega unnið
stærri sigur, þeir fóru illa með
nokkur upplögð marktækifæri.
„Belgíumenn eru með sterkt lið,
við náðum að skora á réttum tíma
- tvö mörk með stuttu millibili,"
sagði Guus Hiddink, þjálfari Hol-
lands. „Með þessum sigri höfum við
stigið mikilvægt skref í áttina til
Frakklands, þar sem heimsmeist-
arakeppnin fer fram 1998,“ sagði
Ronald de Boer, miðheiji Hollands.
Guardiola hetja Spánverja.
Josep Guardiola, sem hefur háð
harða baráttu um að halda sæti
sínu í liði Barcelona og spánska
landsliðinu, var hetja Spánveija í
Valencia, þar sem þeir unnu Júgó-
slava, 2:0. Hann skoraði fyrra mark
Spánveija úr vítaspyrnu og lagði
upp seinna markið, sem Raul Gonz-
alez skoraði.
Guardiola fékk tækifæri til að
leika með Spánveijum þegar ljóst
var að Fernando Hierro léki ekki
vegna meiðsla. „Þetta var góður
sigur, en við eigum eftir að leika í
Júgóslavíu," sagði Javier Clemente,
landsliðsþjálfari Spánveija, sem eru
nú komir til Möltu, þar sem þeir
leika á morgun.
Jafnt í Lissabon
Portúgal og Þýskaland gerðu
jafntefli í Lissabon, 0:0. Þjóðveijar
voru sterkari til að byija með, en
í seinni hálfleik forðaði Andreas
Köpke þeim frá tapi, er hann varði
meistaralega skot frá Joao Vieira
Pinto. „Við lékum mjög vel í seinni
hálfleik, en náðum ekki að nýta
okkur það,“ sagði Artur Jorge,
þjálfari Portúgals. tjóðveijar áttu
að fá vítaspyrnu - ungverski dóm-
arinn Sandor Puhl sá ekki ástæðu
til að dæma vítaspyru, er Carlos
Secretario braut á Fredi Bobic inn-
an vítateigs.
„Ég er ánægður með jafnteflið,"
sagði Berti Vogts, þjálfari Þjóð-
veija. „Við fengum tækifæri til að
skora í fyrri hálfleik, en í seinni
hálfleik sýndu Portúgalar að þeir
eru með sterkt lið.“
Krassimir Balakov, leikmaður
með Stuttgart, skoraði tvö mörk
fýrir Búlgaríu sem vann Kýpur, 3:1.
Ian Dowie skoraði bæði mörk
N-írlands gegn Albaníu í Belfast,
2:0. Dowie, sem hefur ekki náð að
skora fýrir West Ham í vetur, var
óheppinn að bæta ekki þriðja mark-
inu við - átti skalla, sem hafnaði
á stöng. „Þetta var sigur liðsheild-
arinnar. Það var mjög þýðingarmik-
ið fyrir okkur að skora fljótlega í
leiknum," sagði Dowie, sem skoraði
fýrra markið eftir tólf mín. og bætti
síðan marki við níu mín. síðar.
MANNVIRKI / LAUGARDALSVÖLLUR
Jóhann
ráðinn
JÓHANN G. Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Fram, var í gær ráðinn umsjónar-
maður Laugardalsvallar og tekur
hann við starfinu 1. janúar nk.
en þá yfirtekur KSÍ rekstur vall-
arins.
Sérstök rekstrarnefnd sér um
reksturinn en í henni eru Eggert
Magnússon formaður, Elías Her-
geirsson gjaldkeri og Eggert
Steingrímsspn frá KSÍ, Omar Ein-
arsson frá ÍTR og Reynir Ragn-
arsson frá ÍBR. Eggert Magnús-
son sagði að ráðningin hefði verið
fyrsta verk nefndarinnar enstarf-
ið félli undir skrifstofu KSÍ. „Jó-
hann hefur haft mikil samskipti
við Laugardalsvöll sem fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Fram í fjöldamörg ár og þekkir
þessa starfsemi út og inn.“
Jóhann hefur verið hjá Fram
undanfarin 13 ár. „Ég hcf þjón-
ustað grasrótina en þetta er á
svolítið öðrum vettvangi þar sem
um þjónustu við hreyfinguna er
að ræða,“ sagði Jóhann. „En þetta
er spennandi starf og gaman
verður að takast á við það.“
Morgunblaðið/Golli
JÓHANN G. Kristinsson og Eggert Magnússon í Baldurshaga
á Laugardalsvelli eftir aA gengið var frá ráðningunni.