Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 5

Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 C 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli SHAWN Smith hjá Haukum var illviðráAanlegur í Seljaskóla á sunnudag- inn. Hér reyna Gísli Hallsson og Daði Slgurþórsson að stöðva hann. Rodman kom endumærður Chris Webber náði þrefaldri tvennu er Washington Bullets lagði Golden State 110:102 á sunnu- dagskvöldið. Hann skoraði 19 stig, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsend- ingar. Rod Strickland gerði 22 stig auk þess að eiga 15 stoðsendingar og Juwan Howards gerði 20 stig. „Eg fékk góða aðstoð,“ sagði Web- ber að leikslokum. Latrell Sprewell var stigahæstur í liði Golden State með 43 og hefur aldrei gert fleiri stig í einum leik á ferlinum. „Yið studdum ekki nógu vel við bakið á Sprewell í leiknum,“ sagði Chris Mullin. „Við lékum ekki eins góðan varnarleik og við getum best,“ bætti hann við. í Portland sigraði Houston liðið í sínum 21. leik á leiktíðinni og breytti engu þó Charles Barkley væri ekki með. Hakeem Olajuwon og Clyde Drexler fundu sig vel og bættu upp missi Barkleys. Lokatölur 99:89 og skoraði Olajuwon flest stig Houstons 26 og tók 10 fráköst og Drexler gerði 22 stig. Kenny Anderson var stigahæstur heimamanna með 26 stig auk þess að senda tíu stoðsend- ingar og Arvydas Sabonis var með 18 stig og 9 fráköst í fimmta tap- leik Portland í röð. Robert Horry gerði 19 stig er Phoenix lagði Vancouver 103:84, en þetta var sjötti sigurleikur Phoenix í röð. Kevin Johnson var með 16 stig og 12 stoðsendingar. Lið Vancouver hefur ekki náð sér að strik, en þetta var 12 tapleikur þess í síðustu 13 Ieikjum. Shareef Abdur-Rahim var atkvæðamestur hjá Vancouver með 28 stig og 14 fráköst. Seattle engin hindrun Lið Seattle var Houston lítil fyrir- staða er félögin mættust á sunnu- dagskvöldið. Að þessu sinni lék Charles Barkley stórt hlutvek í sigr- inum, gerði 26 stig og tók 15 frá- köst. Clyde Drexler skoraði 23 stig. Hakeem Olajuwon var fremur róleg- ur gerði aðeins 9 stig og tók 10 frá- köst. Þetta var um leið fyrsti sigur Houston á Seattle síðan 17. apríl 1993. „Við lékum vel og þetta var mikilvægur áfangi á tímabilinu," sagði Barkley. Shawn Kemp var stigahæstur í liði Seattle með 28 stig og tók jafnframt 10 fráköst og Gary Payton var með 16 stig og 5 stoðsendingar. Dennis Rodman kom endurnærð- ur til leiks á ný á sunnudagskvöldið eftir tveggja leikja hvíld vegna aga- vandamála og tók 23 fráköst er Chicago lagði Charlotte 87:82 á heimavelli. Eins og svo oft áður fór Michael Jordan fyrir sínum mönnum og skoraði 29 stig. Matt Geiger fór mikinn fyrir Charleotte í ijórða leik- hluta og gerði þá 18 af 20 stigum sínum í leiknum. „Við vorum heppn- ir að þessu sinni. Engu mátti muna að Geiger ynni leikinn fyrir þá,“ sagði Jordan að leikslokum en hann var ánægður að hafa fengið Rodman til baka í góðu formi. „Hann lék vel og hafði góð áhrif á liðið auk þess sem hann hélt Anthony Mason vel niðri,“ sagði Jordan ennfremur. ÍR fór of fljótt í jólafrí IR-ingar voru ekki með sjálfum sér er þeir tóku á móti Haukum í 11. og síðustu umferð fyrri umferðarinnar í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Það var eins og æsispenn- andi leikur á fimmtu- daginn við Keflavík sæti enn í leikmönnum, eða þá að jóla- Skúli Unnar Sveinsson skrifar spenningurinn hafði náð tökum á IR- liðinu. Haukar léku reyndar ágætlega, nokkuð fast á köflum, og átti ekki í minnstu erfiðleikum með að sigra. Hafnfirðingar gerðu 95 stig gegn 78 stigum heimamanna. Það var strax ljóst í hvað stefndi. ÍR-ingar voru heinlega ekki með. Skot þeirra voru hræðileg og mörg hver langt frá körfuhringngum. Ekki tók betra við þegar boltinn kom úr spjaldinu eða af körfuhringnum því þar voru Haukar allsráðandi, tóku 50 fráköst en ÍR aðeins 25. Þegar staðan var 6:15 og fimm mínútur liðnar af leiknum fór Sigfús Gizurarson útaf með fjórar villur, sum- ar hveijar ansi ódýrar, og töldu menn að þá vænkaðist hagur IR því Sigfús er góður varnarmaður og hafði séð til þess að Tito Bakar hafði ekki gert eitt einasta stig. Baker fór að skora en aðrir leikmenn voru við sama hey- garðshornið og fyrr. Hittu aldrei. Síðari hálfleikur var mun betri en sá fyrri, a.m.k. jafnari og forystan sem Haukar höfðu náð fyrir hlé, 36:57, dugði til leiksloka. ÍR saxaði örlítið á forskotið en allt kom fyrir ekki. Jól- afríið var tekið of snemma. Baker var allt í öllu hjá ÍR, Eggert hitti vel og hefði mátt skjóta mun meira og Márus kom sterkur inn, hefði að ósekju mátt koma fyrr inná. Hjá Haukum var Smith illviðráðanlegur í annars mjög jöfnu liði. Smith lék í 16 mínútur í fyrri hálfieik og tók þá 12 fráköst og gerði 21 stig. Skalla- grímur sterkarí íbotn slagnum Breiðablik eitt án án stiga á botninum Við erum á grænni grein ef við höldum áfram að leika eins og við gerðum hér í kvöld," sagði Terry Robert Upshaw, Theodór þjálfari Skaliagríms Þórðarson eftir 94:65 stiga sig- skrifar ur heimamanna yfir liði Breiðabliks. „Mér finnst liðið vera á réttri ieið núna og það er gott að fara heim í jólafríið með sigur í farteskinu. Eg vona bara að við höldum áfram á þessari braut og þá verðum við erfið- ir andstæðingar fyrir hvaða lið sem er í deildinni,“ sagði þjálfarinn „Þetta er erfiður völlur heim að sækja og þeir tóku fast á okkur“, sagði Birgir Guðbjörnsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum án tveggja okkar bestu manna í kvöld og það var því kannski ekki við miklu að búast. Það er bara að vona að við náum að endurskipu- leggja okkar hluti fyrir seinni um- ferðina og koma sterkari til leiks eftir jólafríið,“ sagði Birgir. Heimamenn byijuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega yfir- höndinni. En erlendi leikmaður Blik- - anna, Andre Bowain, sá þó til þess að halda Blikunum inni í leiknum. Var hann allt í öllu hjá liðinu og skoraði alls 20 stig í fyrri hálfleik og 13 í þeim síðari. Var það honum að þakka að munurinn var ekki nema 13 stig, 44:31 fyrir heima- menn í leikhlé. Eftir leikhié tókst Sigmari Egils- syni að taka Andre Bowain nánast úr umferð og þó að leikmennirnir, Einar Hannesson og Einar Bjarna- son tækju við sér í seinni hlutanum hjá Blikunum nægði það engan veg- inn til að jafna metin. Hjá heimamönnum áttu þeir Curtis Raymond, Bragi Magnússon og Tómas Holton mjög góðan leik. Alls skoraði Curtis Raymond 37 stig í leiknum og þar af tróð hann boltan- um margoft í körfuna við mikil fagnaðarlæti áhorfenda sem voru orðnir langeygir eftir sigri sinna manna. Ekkert lið taplaust í riðlakeppninni Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik lauk í síðustu viku og fimmtudaginn 9. janúar hefst næsta stig keppninnar, sem er einnig riðla- keppni þar sem fyrri riðlum er blandað saman. Keppnin í ár hefur verið spenn- andi og jöfn og athygli vekur að ekkert lið komst taplaust í gegnum riðlakeppn- ina. Keppt var í fjórum riðlum, A, B, C og D, og á næsta stigi verður einnig keppt í fjórum riðlum. Þrjú efstu liðin í A-riðli fara í E-riðil ásamt þremur neðstu liðum B-riðils. í F-riðil fara þijú efstu lið B-rið- ils og þijú neðstu úr A-riðli. Á sama hátt verður liðum úr C og D-riðli raðað í G og H-riðil. Hvert lið í riðlinum leikur sex leiki, heima og að heiman við þau þijú lið sem koma úr hinum riðlinum, en úrslitin úr leikjum liðanna sem koma úr sama riðli eru látin standa. Þetta er nýtt kerfi í keppninni og virð- ist það ætla að gefast vel því þó lið telji sig „óheppin“ með riðil fær það annað tækifæri til að sanna sig og þegar upp er staðið ættu bestu liðin að komast í lokakeppni fjögurra liða í Róm í april. í E-riðli leika því Stefanel Milan frá Ítalíu, CSKA Moskva frá Rússlandi, Maccabi Tel Aviv frá ísrael, Alba Berlín frá Þýskalandi, Olympiakos frá Grikk- landi og Charleroi frá Belgíu. Ef við tökum dæmi þá mun Milan leika heima og heiman við Álba Berlín, Olymp- iakos og Charleroi en úrslit leikja liðsins við CSKA Moskvu og Maccabi Tel Aviv úr A-riðlinum standa. F-riðill verður skipaður Teamsystem Bologna frá Ítalíu, Estudiantes Madrid frá Spáni, Cibona Zagreb frá Króatíu, Ulker Spor frá Tyrklandi, Limoges frá Frakklandi og Panionios frá Grikklandi. í G-riðli verða Panathinaikos frá Grikk- landi, Ljubljana frá Slóveníu, Villeur- banne frá Frakklandi, Pau-Orthez frá Frakklandi, Sevilla frá Spáni og Dynamo Moskva frá Rússlandi. H-riðill verður því skipaður Efes Pilsen frá Tyrklandi, Partizan Belgrad frá Júgó- siavíu, Kinder Bologna frá Italíu, Barcel- ona frá Spáni, Split frá Króatíu og Bayer Leverkusen frá Þýskalandi. A-RIÐILL Stefanel Milan (Ítalíu).......................10 7 3 17 CSKA Moskva (Rússl.)..........................10 6 4 16 Maccabi Tel Aviv (ísrael).....................10 6 4 16 Ulker Spor (Tyrkl.)...........................10 4 6 14 Limoges (Frakkl.).............................10 4 6 14 Panionios (Grikkl.)...........................10 3 7 13 B-RIÐILL Teams. Bologna (Ítalíu)......................10 7 3 17 Estudiantes Madríd (Spáni)...................10 6 4 16 Cibona Zagreb (Króatíu)......................10 6 4 16 Alba Berlin (Þýskal.)........................10 6 4 16 Olympiakos (Grikkl.).........................10 5 5 15 Charleroi (Belgíu)...........................10 0 10 10 C-RIÐILL Panathinaikos (Grikkl.)......................10 8 2 18 Ljubljana (Slóveníu).........................10 7 3 17 Villeurbanne (Frakkl.).......................10 7 3 17 Barcelona (Spáni)............................10 4 6 14 Split (Króatíu)..............................10 4 6 14 Leverkusen (Þýskal.).........................10 0 10 10 D-RIÐILL Efes Pilsen (Tyrkl.)..........................10 8 2 18 Partizan Belgrade (Júgósl.)...................10 6 4 16 Kinder Bologna (Ítalíu).......................10 5 5 15 Pau-Orthez (Frakkl.)..........................10 5 5 15 Sevilla (Spáni)..............................10 4 6 14 Dynamo Moscow (Rússl.).......................10 2 8 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.