Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 8
KNATTSPYRNA
Robbie Fowler braut
100 marka múrinn
ÞEGAR Robbie Fowlervar
ungur drengur átti hann sér
þann draum að leika í blárri
peysu Everton og skora mikið
af mörkum. Nú er Fowier 22
ára og draumurinn um að
skora hefur orðið að veruleika
- hann hefur skorað yfir
hundrað mörk, en ekki fyrir
Everton, heldur í rauðri peysu
Liverpool. Fowler var heldur
betur á skotskónum gegn
Middlesbrough. Hann skoraði
fjögur mörk í 5:1 sigri, það
fyrsta eftir aðeins 27 sek. og
annað markið hans var 100.
markið fyrir Liverpool. Þessi
mikli markvarðahrellir hefur
skorað 102 mörk fyrir Mersey-
liðið í 165 leikjum.
Steve MeManaman, sem lagði
upp þriðja mark Fowlers, var
einnig aðdáandi Everton á yngri
árum. Þeir voru keyptir til Liver-
pool er þeir voru skólastrákar og
eru lykilmenn í liði Roy Evans,
knattspymustjóra, sem vonast til
að geta stýrt Liverpool til sigurs í
meistarabaráttunni, þannig að
Englandsmeistaratitlinn komi til
Anfíeld Road í fyrsta skipti í sjö
ár, síðast varð liðið meistari 1990.
Fowler var þá skólastrákur. Þess
má geta að Fowler sló met Ians
Rush, sem náði að skora hundrað
mörk fyrir Liverpool í 166 leikjum.
Fowler skoraði fyrsta markið
eftir sendingu frá Stan Collymore,
sem lék með liðinu á ný þar sem
Tékkinn Patrik Berger var veikur
- með flensu. Collymore gerði bet-
ur, hann átti þátt í fjórum af fimm
mörkum Liverpool. „Það eru fáir
betri en Collymore, þegar hann er
f essinu sínu. Hann hefði ekki leik-
ið í dag, ef Berger hefði ekki verið
veikur. Collymore lék gegn Midd-
lesbrough, eins og hann lék best
fyrir okkur í fyrra,“ sagði Evans.
Leikmenn Wimbledon, sem hafa
leikið 19 leiki í röð án taps, lögðu
Blackbum að velli, 1:0, á Selhurst
Park. Blackburn hafði ekki tapað
fímm leikjum í röð fyrir leikinn.
Það var varamaðurinn Dean
Holdsworth sem skoraði sigur-
markið fimm mín. fyrir leikslok.
Gengi Wimbledon-liðsins, sem hef-
ur leikið mjög góða knattspymu í
vetur, er frábært. Wimbledon, sem
er stofnað 1889, varð ekki deildarl-
ið fyrr en 1977. 1983 lék liðið 22
leiki í röð án taps í 4. deild og nú,
1995, er Wimbledon með í meist-
arabaráttunni.
Leeds og Tottenham gerðu jafn-
tefli á Elland Road, 0:0. Tottenham
var nær sigri - tvisvar hafnaði
knötturinn á tréverkinu á marki
Leeds, eftir skalla frá Ruel Fox og
David Howells.
Chelsea, sem hefur leikið fimm
leiki án sigurs, mátti þola tap fyrir
Sunderland, 3:0. Chelsea fagnaði
síðast sigri 2. nóvember, á Man-
chester United á Old Trafford.
ÞEIR þóttust vera aft horfa
á úr sín, til aft sjá hvaft það
tók Fowler langan tíma tll
aft skora.
Reuter
ROBBI Fowler fagnar eftlr aft hann skoraðl sitt fjórða mark.
Á litu myndinni bergftur hann og Steve McManaman á leik,
eftir aft Fowler skoraði fyrsta marklft - eftlr afteins 27 sek.
■ GUÐNI Bergsson skoraði fyrir
Bolton gegn Ipswich, en það dugði
ekki tii sigurs, þar sem leikmenn
Ipswich skomðu tvö mörk, sigur-
markið tveimur mín. fyrir leikslok.
Bolton tapaði fyrsta leik sínum á
heimavelli í vetur. Bolton hefur
leikið sjö leiki í röð án sigurs.
■ MARTIN Aldridge skoraði þtjú
mörk fyrir Oxford á fimmtán mín.
þegar liðið lagði Sheffield Utd. 4:1.
■ ROBERTO Baggio hefur hug
á að yfírgefa herbúðir AC Milan.
Baggio er ekki yfír sig hrifínn af
þjálfaranum Arrigo Sacchi, sem
setti hann út úr ítalska landsliðinu
fyrir EM í Englandi sl. sumar.
■ ÞEGAR Sacchi var spurður um
yfírlýsingar Baggio, að hann væri
á förum frá AC Milan, sagði hann:
„í þau 23 ár sem ég hef verið þjálf-
ari, hef ég ekki lagt það í vana
minn að munnhöggvast við leik-
menn. Vinátta okkar Roberto verð-
ur áfram sú sama.“
■ SÆNSKI þjálfarinn Sven Gor-
an Eriksson verður næsti knatt-
spyrnustjóri Blackburn. Eriksson,
sem er þjálfari Sampdoria, tekur
við stjórninni í júlí. Tony Parkes
mun stjórna liðinu út þetta keppnis-
tímabil.
■ ERIKSSON skri/aði undir
þriggja ára samning. Árslaun hans
hjá Blackburn verða um 176 millj.
ísl á ári
■ ERIKSSON hóf þjálfaraferil
sinn hjá IFK Gautaborg, síðan
hefur hann þjálfað Benfica (tvisv-
ar), Roma og Fiorentina. Hann
hefur þjálfað Sampdoría sl. fímm
ár.
■ SEBASTIAN Rozental, lands-
liðsmiðherji Chile, hefur gert
þriggja ára samning við Glasgow
Rangers. Liðið borgaði Uni-
versidad Catolica 402 millj. ísl.
kr. fyrir þennan 20 ára leikmann,
sem kemur til Rangers fyrir jól.
■ MEHMET Scholl, miðvallar-
spilari hjá Bayem Miinchen, hefur
fengið lokaaðvörðun hjá liðinu, eftir
að hann gekk berserksgang í næt-
urklúbbi í Austurríki, þar sem
hann var á skíðaferðalagi með
nokkrum leikmönnum Bayern.
■ SCHOLL hefur átt í persónuleg-
um vandræðum að undanfömu,
verið mikið í sviðsljósinu í næturlíf-
inu. Eiginkona hans fór frá honum
í byrjun október, með sex mánaða
son þeirra - hún sagði að hann
væri aldrei heima. Hún flutti inn
til mans sem átti heima skammt
frá þeim hjónum.
Stórieikur Del Piero
Juventus hefurtekið örugga forustu á Italíu
ALESSANDRO Del Piero skoraði tvö mörk þegar Juventus vann
Verona 3:2. Juventus hefur náð fimm stiga forskoti á Vicenza og
sjö stig á Inter, AC Milan og Bologna. Inter mátti þola tap fyrir
Sampdorfa á San Siro-leikvellinum í Mílanó, 3:4, eftir að hafa
verið yfir 3:1. Mancini skoraði sigurmark Sampdoría rétt fyrir leiks-
lok og var það mark svar hans við ummælum Roy Hodgson, þjálf-
ara Inter. Hodgson spurði fyrr í vetur: „Hvaða Mancini?“ þegar
Massimo Moratti, forseti Inter, reyndi að fá Mancini til liðsins.
Leikurinn á San Siro var söguleg-
ur. Það voru gestirnir sem byij-
uðu á því að skora, Vincenzo Mont-
ella eftir sjö mín. Marco Branca, sem
skoraði tvö mörk, og Nicola Berti
■* svörðuðu fyrir heimamenn - örugg-
ur sigur þeirra virtist í höfn. Svo
var ekki, því að Montella bætti við
marki á 56. mín. og Marco Francesc-
hetti jafnaði, 3:3, á 85. mín. Manc-
ini skoraði síðan sigurmarkið, 3:4, á
88. mín. Eftir leikinn brutu reiðir
stuðningsmenn Inter rúður á San
Siro. „Eg skil vel hvers vegna menn
urðu reiðir. Þetta voru mjög slæm
úrslit fyrir okkur. „Ég er ekki reið-
ur, vonbrigðin eru mikil,“ sagði
Hodgson.
Leikmenn Juventus sýndu ákveð-
inn styrk á Stadio delle Alpi leikvell-
inum í Torino, þar sem þeir voru
undir gegn Veróna, 0:2 - unnu
fimmta leikinn í röð. Felippo Mani-
ero skoraði mörk gestanna á 25. og
44. mín. Sergio Porrini minnkaði
muninn fyrir Juventus rétt fyrir leik-
hlé og Del Piero jafnaði fljótlega
eftir leikhlé, þegar hann skoraði úr
vítaspyrnu og á 72. mín. skoraði
hann sigurmarkið með frábæru skoti
af 20 m færi. „Munurinn á liðunum
var snilldarleikur Del Piero,“ sagði
Luigi Cagni, þjálfari Veróna.
Demetrio Albertini skoraði öll
mörk AC Milan, tvö úr vítaspyrnum,
þegar liðið lagði Reggiana, 3:0.
„Þessi sigur er leikmönnum mínum
og fyrrverandi þjálfara [Oscar Was-
hington Tabarez] að þakka. Enginn
þjálfari setur mark sitt á lið á aðeins
tíu dögum,“ sagði Sacchi, þjálfari
AC Milan.
■ Úrsllt / C6
■ Staðan / C6
Cesare Maldini
tekur við af
Sacchi
Cesare Maldini hefur verið ráðinn
þjálfari italska landsliðsins í
knattspymu, tekur við starfí Arrigo
Sacchi. Maldini, sem er faðir Paolo,
fyrirliða landsliðsins, hefur verið
þjálfari ungmennaliðs Ítalíu, skipað
leikmönnum undir 21 árs aldri. Mald-
ini, sem er 64 ára, mun stjóma ít-
alska landsliðinu í fyrsta sinn í leik
gegn Englendingum á Wembley 12.
febrúar í undankeppni HM. Hann er
ekki ókunnugur á Wembley, þar sem
hann tók við Evrópubikarnum 1963
sem fyrirliði AC Milan, sem lagði
Benfíca. Maldini, sem var einn af
aðstoðarmönnum Sacchi er hann tók
við ítalska landsliðinu 1991, var einn-
ig aðstoðarmaður Enzo Bearzot,
fyrmm landsliðsþjálfara, þegar ítalir
urðu heimsmeistarar á Spáni 1982.
„Ég óska félaga mínum góðs geng-
is,“ sagði Sacchi, þegar hann frétti
að Maldini yrði eftirmaður hans.
Marco Tardelli, einn af ieikmönn-
um heimameistaraliðs Ítalíu 1982,
verður aðstoðarmaður Maldini.
GETRAUNIR: 11X2X1 121 1211 LOTTO 6 11 22 27 + 13