Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 22.12.1996, Síða 1
Djásn og demantar í Antwerpen CARTIER-höfuðdjásnið sem eiginkona Winston Churchill skartaði. ÁHUGAMENN um djásn og demanta ættu að leggja leið sína til Antwerpen í Belgíu á næsta ári. Dagsetningin er ekki ákveðin, en samtök manna í demantaiðnaðinum í borg- inni ætla að standa fyrir glæsilegri sýningu en nokkru sinni hefur verið haldin á demönt- um. Ometanlegir dýrgripir verða fengnir hvaðanæva að úr heiminum, þ.á m. úrval Kremlin og Cartier kórónan, sem eiginkona Churchills skartaði, demantsskreyttir bikarar frá Vatíkaninu og hringur Píusar páfa IX - með mynd af hans heilagleika - í demöntum. Núna eru 80% allra óslípaðra dem- anta i heiminum og 40% slípaðra seld í Andwerpen, en borgin hefur í meira en fimm aldir verið mikil demantamiðstöð. Viðskiptin blómstra aðallega í þröngri götu, Hoveniersstraat, bak við aðaljárnbrautar- stöðina. Þeir sem vilja sjá meira af demöntum geta heim- sótt Provinciaal Diamant-safnið við Lange Herentalse- straat 31-33. SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 BLAÐC Erlendir ferðamenn koma í sérstaka jólaferð til Islands á vegum Flugleiða British Á annað hundrað í fyrstu tilraun A ÞORLAKSMESSU er búist við vel á annað hundrað erlendra farþega á vegum Flugleiða hingað til lands, en félagið stendur nú í fyrsta skipti fyr- ir skipulögðum ferðum til íslands á þessum árstíma. Flestir jólaferðalang- anna koma frá Hollandi, Bretlandi og Frakklandi, en einnig koma nokkr- ir frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. Að sögn Steins Lárussonar for- stöðumanns söluþjónustu Flugleiða er hér um samstarfsverkefni að ræða milli sölusvæða Flugleiða erlendis, Kynnisferða, Hótel Loftleiða og Hót- el íslands, en gestimir munu gista á tveimur síðamefndu hótelunum. Hann segir að gestunum verði boðið upp á sérstaka hátíðardagskrá þar sem þemað verði um það hvernig íslendingar fagni jólunum. „Til dæmis verður boðið upp á verslunarferð á aðfangadagsmorg- unn, en seinnipart sama dags verður farið í skoðunarferð um bæinn, þar sem meðal annars verður keyrt niður að Reykjavíkurhöfn og suður í Kópa- vog og litið yfir Fossvogskirkjugarð- inn og horft á kertaljósin og mannlíf- ið sem þar er á þessum tíma. Þá verður boðið upp á tvo valmöguleika á jóladag; annað hvort að fara í út- sýnisferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis eða í Bláa lónið.“ Steinn segir ætlunina að hafa ferð- ina persónulega og skemmtilega, til dæmis með því að taka á móti ferða- löngunum með jólaglöggi og pipar- kökum og með því að láta jólasveina útdeila jólagjöfum. „Aðaluppákom- urnar byggjast hins vegar á því að borða kvöldmat á Hótel Loftleiðum á aðfangadagskvöld og á Hótel ís- landi ájóladagskvöld. íslenskur gest- gjafi mun fylgja hópnum mest allan tímann en það verður Ásta Sigurðar- dóttir, fararstjóri. Marglr fara gjarnan að helman um jólln Steinn segir að miðað við gott gengi áramótaferðanna hingað til lands undanfarin ár, megi búast við Morgunblaðið/Ásdís Á ÞORLÁKSMESSU koma hátt á annað hundrað erlendra ferðamanna til Reykjavíkur. að jólaferðir sem þessar gangi líka núna mun örugglega verða boðið upp vel. „Við vitum að margir fara gjarn- á svipaðar jólaferðir að ári. Og svo an aðheimanumjólinoghversvegna er bara að vona að veðurguðirnir ekki að reyna að fá þá hingað?" seg- verði hliðhollir okkur um jólahátíð- ir hann. „Og ef þetta gengur vel ina,“ segir hann að síðustu. ■ GOÐ EINKUNN ► í NÝBIRTRI árlegri skoðana- könnun tímaritsins Business Trav- eller völdu lesendur British Airwa- ys heimsins besta flugfélagið, bæði í innanlands- og utanlandsflugi, og Heathrow í London besta flugvöll- inn. Þar þótti þeim vegabréfsskoð- un, tollskoðun, fríhafnarverslunin og leiðakerfið til fyrirmyndar. Tímaáætlanir, stundvisi, öryggi og hraða afgreiðslu við skráningu nefndu lesendur sem helstu aðals- merki British Airways. Að frumkvæði The Financial Times í samvinnu við virt ráðgjaf- arfyrirtæki var um svipað leyti gerð könnun á viðhorfum fjórtán hundruð sijórnenda stórfyrirtækja viðsvegar í Evrópu til flugfélags- ins. Niðurstöðurnar voru British Airways n\jög í vil. Félagið þótti standa fremst í þjónustu við við- skiptavini auk þess að vera valið virtasta fyrirtæki Bretaveldis og næstvirtasta fyrirtæki Evrópu. Flugfélagið fékk jafnframt hæstu einkunn á sviði fólksflutninga í Evrópu. í heildina var British Airways í næstefsta sæti, ABB, sænsk/svissneska verkfræðifyrir- tækið var í fyrsta, Nestlé í Sviss í þriðja og BMW í fjórða sæti. ■ 562 4433 Sóltúni 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.