Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BILAR ÁRIÐ 1896 mörkuðu Duryea bræð- ur tímamót í bandarískri sögu þeg- ar þeir smíðuðu fyrsta gangfæra ameríska bílinn, rétt um áratug eft- ir að Karl Benz fann upp þetta sér- stæða farartæki hinum megin Atl- antsála. Hvergi átti bfll- inn þó eftir að hafa eins mikil áhrif á eitt þjóðfé- lag og vestanhafs, þar sem umgjörð mannlífs- ins er að stórum hluta sniðið fyrir bflinn og er bílaiðnaðurinn enn sá þýðingarmesti fyrir efnahagskerfi þjóðar- innar. Tvöfalt afmæli Árið 1946 var banda- ríski fornbflaklúbbm’inn (AACA) stofnaður svo stuðla mætti að varð- veislu elstu bflanna sem þá voru óðum að hverfa. Síðan hefur klúbb- urinn vaxið stórum, telur nú tugi þúsunda félaga og hefur á stefnu- skrá sinni varðveislu allra fornbfla og sögu þeirra. Árlega heldur AACA varahlutamarkað og forn- bflasýningu í Hershey borg í Penn- sylvaníuríki, sem að þessu sinni var óvenju glæsileg í tilefni af aldaraf- mæli bandaríska bflsins og hálfrar aldar afmæli klúbbsins. Tíu fulltrúar Fornbílaklúbbs Is- lands voru mættir til að taka þátt í dýrðinni og segja má að enginn þeirra hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fluttir í lokuðum vögnum Eftir þriggja daga varahlutamark- að hófst viðamikil bflasýning, en þá streymdu að þúsundir glæsilegra fombfla. Komu margir þeirra ak- andi úr nærliggjandi ríkjum en flestir voru fluttir á opnum bfla- kerrum eða í stórum lokuðum flutn- ingavögnum. Komu dýrustu bflarn- ir þannig á svæðið, enda margir þeirra metnir á hund- ruði þúsunda dollara, jafnvel milljón. Meðal þeirra voru glæsivagnar frá þriðja og fjórða ára- tugnum, Duesenberg, Packard og Pierce Ar- row, auk evrópskra bfla frá Mercedes Benz, Rolls Royce og Bugatti. Flestir bflarnir á sýn- ingunni voru þó amer- ískir alþýðuvagnar á borð við Ford, Chevro- let og Dodge auk allra hinna fjölmörgu teg- unda sem framleiddar hafa verið fyrir bflaþjóðina í gegn- um áratugina. Erfitt hlutskipti dómnefndarmanna Ólíkt öðrum fornbílasýningum sem greinarhöfundur hefur skoðað voru flestir bflarnir nær óaðfinnan- legir og engu líkara en að þeir hafi verið settir beint í geymslu að smíði lokinni. Pví fer þó fjarri, þar sem flestir þeirra hafa fengið að finna fyrir mikilli notkun við ýmsar að- stæður og síðan verið niðurlægðir í bakgörðum og vökuportum, en að lokum fengið uppreisn æru í óað- finnanlegri uppgerð hagleiksmanna og eldsmiða. Pað kom svo í hlut dómnefndarmanna að grandskoða bílana jafnt að utan sem innan, m.a. með hliðsjón af því hversu uppruna- Bílaiðnað- urinn er enn sá þýð- ingarmesti fyrir efna- hagskerfi Bandaríkj- anna GLÆSIBÍLAR fjórða áratugarins komu í flutningavögnum. CHEVROLET blæjubíll frá DÓMNEFNDARMENN skyggnast um í vélarhúsum fornra pallbíla. MEÐ stöðluðum úttökum gætu bíleigendur útbúið bfla sína nýjasta tölvubúnaði. Stöðluð úttök fyrir tæki BÍLAFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum hafa tekið sig sam- an um að hanna stöðluð úttök frá tengilínu milli bfltölvunnar og skynj- ara í hjólabúnaði og vélarbúnaði bfls. Verði þetta að veruleika mun það auðvelda mjög birgjum á sviði raf- einda- og tölvutækni að framleiða tæki sem auðvelt yrði að setja í hvaða bfl sem er. Eins og málum er háttað í dag hannar hver bflafram- leiðandi sína sérstöku tengilínu í sína bfla og framleiðendur rafeinda- búnaðar þurfa að aðlaga sína fram- leiðslu að þeim. Verðstríð hugsanlegt Unnt er að ímynda sér að ef stöðl- uð tengilína yrði í öllum bflum gætu bflkaupendur útbúið bíl sinn á svip- aðan hátt og heimili sín t.d. tölvum, hljómtækjum og öðrum búnaði. Þeir festu fyrst kaup á grunngerð bfls frá framleiðanda og síðan yrði stefn- gn tekin á næsta sölustað rafeinda- tækja og þar yrði bfllinn útbúinn frekar. Þar væri hægt að velja sér leiðsögutæki, faxtæki, þjófavöm og kannski eitthvað fleira. Það tæki síðan ekki nema um fímmtán mínút- ur að stinga tækjunum í samband í sérstakt úttak í mælaborðinu. General Motors, Ford, Chrysler og japanskir bílaframleiðendur eru núna í nánu samstarfi við rafeinda- tækjabirgja um hönnun á stöðluð- um úttökum. Robert Denaro, yfir- maður leiðsögukerfa hjá Motorola, segir að þetta gæti haft byltingu í för með sér. Bflaframleiðendur leggja mikla áherslu á að það takist að hanna stöðluð úttök vegna þess að með þeim gætu þeir haldið í við tækni- framfarir í tölvubúnaði. Fram- leiðslulíftími flestra bfltegunda er á bilinu þrjú til sex ár, þ.e.a.s. að nýj- ar kynslóðir sömu bíla koma ekki á markað fyrr en eftir þann tíma, en framleiðslulíftími tölva er aðeins eitt til tvö ár. Af þessum sökum hafa bfl- aframleiðendur oft neyðst til þess að setja rafeindabúnað í bfla sína sem er orðinn úreltur áður en bfll- inn kemst á markað. Með stöðluðum úttökum fjölgar einnig framleiðendum rafeindabún- aðar sem gætu framleitt búnað fyrir bfla. Þetta gæti leitt til verðfalls á búnaðinum og það myndi gleðja bflaframleiðendur jafnt sem bfl- kaupendur sem greiddu lægra verð fyrir nýjustu gerðir af rafeindabún- aði. í leit að brettum og pílórum í Hershey BÍLAÁHUGINN tekur á sig margar myndir og sumar spaugi- legar í augum venjulegs fólks. Hver getur sett í fótspor fornbíla- mannsins sem ferðast yfir hálfan hnöttinn til þess að kaupa ryðguð bretti eða pflára í hjól og ber þau með sér heim í kössum eða tösk- um? Líklega enginn annar en hinn staðfasti fornbílamaður. Sævar Pétursson er einn þeirra og hefur hann gert upp fjöldann allan af merkilegum bflum. Hann fór með hópi annarra fornbflamanna á Hersey fornbílamarkaðinn í Pen- sylvania í Bandaríkjunum sem haldinn er á hverju ári. :“Þetta er stærsta fombílasýn- ingin sem haldin er í Bandaríkjun- um. Við vorum tíu saman, allt félag- ar í Fombílaklúbbi Islands. Til- gangurinn var sá að kaupa vara- hluti. Þetta er jafnt varahluta- sem bílamarkaður. Þarna er að fínna bíla frá upphafi bflaiðnaðarins allt fram til 1974 til 1975,,, segir Sævar. Sævar segir að á markaðnum hafi verið mikill fjöldi af Ford A bflum og alls konar öðrum bflum. „Það er nauðsynlegt fyrir þá sem em að gera upp fornbfla að fara á markaði af þessu tagi. Hérna heima er lítið að fá og hér er verið að endurfram- leiða varahluti. Það er frekar sóst eftir því að hafa hlutina uppmna- lega,„ segir Sævar. Tiltekt í bílskúrum Þetta var í fjórða skipti sem Sæv- ar fór á Hershey markaðinn og hann segist ekki vilja sleppa því að fara á hann fyrir nokkurn mun. Markaðurinn stendur í fjóra daga og er á fleiri tugum hektara svæði. Sævar keypti þarna varahluti í Ford árgerð 1930 sem hann er að gera upp. Nokkrir slíkir bflar em til hér á landi. Hann segir að best sé að kaupa varahlutina síðasta dag- inn sem markaðurinn er því þá sé yfirleitt hægt að ná verðinu niður, sérstaklega hjá þeim sem em með litla bása. Hins vegar geti verið varasamt að bíða fram á síðasta dag ef um er að ræða hluti sem ætlunin hafi verið að kaupa á markaðnum því þeir geti verið farnir. Hann seg- ir að það séu fornbflaeigendur sem em með bása á markaðssvæðinu og svo séu þarna líka menn sem hafi tekið til í bflskúmm sínum og fund- ið eitthvað sem nýst geti fornbfla- mönnum. Fengu trékassa hjá kokkinum Sævar segir að hægt sé að senda hlutina heim í frakt með skipi en smádótið sé tekið með í fluginu heim. „Við fengum þarna góðan trékassa frá kokkinum á hótelinu okkar. Við komum heilmiklu fyrir af dóti sem við keyptum, brettum, klæðningu og fleim, sem við send- um síðan heim með skipi,,, sagði Sævar. TILTEKT í bflskúrnum og allt selt á markaðnum í Hershey. BODDÍBÍLAR með pflárahjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.