Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR MUSSO er vel búinn að innan. Limited útfærslan er með leðursætum og kostar 4.175.000 kr. BÍLLINN er rúmgóður og með stækkanlegu farangursrými. VÉLIN er 6 strokka með tveimur yfirliggjandi knastásum, 220 hestafla. Kraftmikill og fágaður Ökumaður situr hátt í Musso og hefur góða yfirsýn yfir veginn og umferðina. Allt eins og vera ber í jeppa. Þegar farið er að aka bíln- um koma í ljós aðrir eiginleikar sem verða jeppaeiginleikunum nánast yfirsterkari. Hann er lipur í bæjarumferðinni, tannstangar- stýrið er nákvæmt og ekki of létt og bfllinn rífur sig upp úr kyrr- stöðu í venjulegan aksturshraða á tíma sem myndi sóma flestum venjulegum fólksbílum. Auto Motor und Sportgeiur upp 10,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða sem hlýtur að teljast þokka- legt fyrir tæplega tveggja tonna þungan bíl. Vel fer um ökumann og farþega SSANGYONG Musso jepp- inn kom á markað hérlendis síðastliðið sumar. Bíllinn kom með eftirtektarverðum hætti inn á markaðinn og sýnilegt var að umboðsaðil- inn, Bílabúð Benna, ætlaði sér stóran hlut, ekki síst á grundvelli hagstæðs verðs. Fyrstu ellefu mánuði ársins seldust 67 SsangYong Mus- so, flestir 602EL, með fimm strokka, 2,9 lítra dísilvélinni frá Benz. Nú býðst einnig SsangYong Musso E 32, með sex strokka, 3,2 lítra bensínvél með 24 ventlum og tveimur yfir- liggjandi knastásum, töluvert dýr- ari en dísilbfllinn. Vélin skilar 220 hestöflum við 5.750 snúninga á mínútu og snúningsvægið er 307 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Þessi bíll var prófaður á dögunum. Um búnað og ítarlegri upplýsing- ar um Musso vísast í grein um Musso 620EL sem birtist í Bílum 29.,september síðastliðinn. í Musso E 32 er sama vél og í Mereedes-Benz 320E. Staðalbún- aður í bílnum er sjálfskipting, sí- drif, ABS-hemlalæsivöm og ABD spólvöm. Spólvömin er í raun nýjasta útspil Mercedes-Benz í tæknikapphlaupi bílaframleið- enda. Lesendur hafa eflaust áður rekist á þetta orð þegar búnaði bíla hefur verið lýst. Þá hefur yfir- leitt verið um að ræða spólvöm i sjálfskiptingu bílsins sem virkar í raun þannig að bíllinn tekur af stað í öðrum gír í stað fyrsta og skiptir sér fyrr upp ef hálka er á vegum. ABD spólvömin virkar þannig að hún nýtir sér nema ABS læsivamarinnar og dregur úr afli til þess hjóls sem er við það að fara að spóla. Sjálfskiptingin er frá Mercedes- Benz, fjögurra þrepa og með sport- og spamaðarrofa. Lítill munur fannst þar á milli en skipt- ingin er mjúk og þægileg. Inn- byggt mismunadrif er í millikass- anum sem færir vinnsluátak vélar sjálfvirkt milli hjóla. Fólksbílaeiginleikar V) í Musso. Bíllinn er rúmgóður og glæsilegur í senn að innan. Leður og viður setur sinn brag á innan- rýmið. Viðarlisti umlykm- hljóm- tæki og miðstöð og nær út á hurð- ir. Sætin em með fjölbreytilegum stillingarmöguleikum. Hægt er að leggja þau niður og mynda svefn- rými í bílnum og eins og er hægt að halla aftursætisbökum sem get- ur verið þægilegt á lengri leiðum. Gott er að setjast inn í bílinn og fara út úr honum og vel fer um aft- ursætisfarþega. Þar er líka nóg fótarými þótt framsæti séu í öft- ustu stöðu. Það vantar ekkert upp á í búnaði og stjómtækjum til þess að setja Musso E 32 í hóp með þeim bestu. Musso E 32 er nánast hrað- brautarbfll, hann liggur vel á vegi og virðist alltaf eiga nóg eftir af afli og hámarkshraðinn er um 190 km á klst. en við þann hraða gríp- ur rafeindastýrður hraðatakmörk- unarbúnaður inn í. Meðaleyðslan er nálægt 15 lítmm í blönduðum akstri. Jeppi og götubíll Sumir hafa velt vöngum yfir því hvemig Musso reynist utan vega og einkum bent á að stýrisbúnað- urinn, sem á svo stóran þátt í að gera bflinn fólksbflalegan í akstri, þoli varla mikið hnjask. Ekki var bíllinn reyndur að ráði utan vega í stuttum reynsluakstri að þessu sinni en benda má á að veghæðin er um 20 sentimetrar. Umboðsað- ilinn hefur heldur ekki vflað fyrir sér að setja undir bfl- inn allt að 38 tommu stór dekk. Bfllinn kemur á markað hérlendis frá umboðsaðila á 31 tommu dekkjum. Sjálfstæð fjöðmn er að framan og gormafjöðmn að aftan með gashöggdeyfum. Drifbúnaðurinn er afar þægileg- ur og einfaldur í meðhöndlun. Við allan venjulegan akstur er bfllinn alltaf með drifi á öllum fjómm hjólum. 65% aflsins fer beint tii afturhjólanna en 35% til framhjól- anna. Ef hjólin á öðmm öxlinum missa veggripið sér mismunadrifið um að færa aflið til hins öxulsins. Til að setja bflinn í lága fjórhjóla- drifið verður að stöðva hann en drifið er rafeindastýrt með hnappi í mælaborði í stað hefðbundinnar stangar í gólfi. SsangYong Musso E 32 er geysilega skemmtilegur bfll með sérkennilegri blöndu af akst- urseiginleikum. En fyrst og fremst situr eftir að um leið og þetta er jeppi með sídrifi, sem gagnast vel við íslenskar aðstæð- ur, er Musso E 32 frábær götubfll, lipur og hraðskreiður og ekki síst fágaður. Verðið fyrir bflinn sjálf- skiptan með sjálfvirkri miðstöð og loftkælingu er 3.925.000 kr. en Limited útfærslan, sem er með leðursætum kostar 4.175.000 kr. Guðjón Guðmundsson. SsangYong Musso E 32 i hnotskurn Vél: 6 strokkar, 24 ventlar, 220 hestöfl. Drifbúnaður: Aldrif, lágt drif. Fjögurra þrepa sjálf- skipting. Vökva- og veltistýri. Rafstýrðar rúðuvindur. Rafstýrðir útispeglar. Þjófnaðarvarnakerfi. Leðurstýri. Viðarklæðning í mæla- borði og hluta af hurðum. Útvarp og geislaspilari. Skriðstillir. Fjarstýrðar samlæs- ingar. Fjölstillanleg framsæti. Hæðarstilling á fram- sætum. Stillanlegt bak aftur- sætum. Spólvöm. ABS-hemlalæsivörn. 2 líknarbelgir. Hemlaljós í aftur- glugga. Lengd: 4,64 m. Breidd: 1,90 m. Hæð: 1,73 m. Hjólhaf: 2,63 m. Þyngd: 1.930 kg. Umboð: Bílabúð Benna, Reykjavík. Vélin VÉLIN í Musso E 32 er 3,2 lítra með tvo yfirliggjandi knastása og raf- stýrða Bosch innsprautun. I vélinni er 12 ganga soggrein sem skiptir úr löngum göngum í stutt þegar snún- ingshraði eykst og opnar þar með nýjan öndunarveg þegar vélin er á háum snúning. Með þessari tækni næst fram liámarks snúningsvægi á báðum sviðum. Ný ventlatækni, svo- nefnd fjögurra ventla tækni, er í vél- inni þannig að heildarfjöldi ventla er 24. Þjöppunarhlutfall í strokkum er hátt, 10 á móti 1. í vélinni er búnað- ur sem breytir innri tímasetningum hennar, þ.e. knastástíma, kveikju- fiýtingu og fleira. Venjulega hefur þessi búnaður í för með sér að hæga- gangur verður skrykkjóttur og bensíneyðsla mikil. Þetta vandamál leysti Mercedes-Benz með því að setja vökvastýrðan tímabreyti á knastásinn fyrir sogventlana, sem á ensku nefnist „variable valve tim- ing“. Búnaðurinn seinkar knastásn- um í hægagangi en flýtir honum á meðalháum snúningi. Þegar komið er yfir 5.00 snúninga tekur búnaður- inn að seinka ásanum aftur til að hafa áhrif á mengun og bensíneyðslu á hásnúningi. Hver sti’okkur í vélinni er búinn titringsnema sem mælir og afstýrir hættu á skemmdum sem oft hljótast af kveikjuglamri í háþrýst- um vélum. Búnaðurinn vinnur þannig að hann skynjar kveikju- glamur eða forkveikingu sem ekki heyrist utan frá. Þegar hann skynjar þennan smávægilega titring sendir hann frá sér viðvörunarmerki til tövlu sem seinkar kveikjunni og af- stýrir þar með skemmdum á stimpl- um eða ventlum. MIISSO E 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.