Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 D 3 BILAR lega þeir hafa verið gerðir upp. Vandasamt var starf þeiiTa því í augum leikmanna virtust allir bíl- arnir sem nýir og mikið augnayndi. Að lokum fengu fjölmargir þein-a verðlaun og viðurkenningar og það voru ánægðir ökumenn sem yfir- gáfu svæðið að afloknum sólríkum októberdegi, þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta í sveitum Pennsylvaníu. íslensku fornbílagestimir vora líkt og aðrir uppnumdir af dýrðinni og héldu aftur til síns heima með andlegu rafhlöðurnar fullhlaðnar, tilbúnir langan í vetrardvala á norð- lægum slóðum. Örn Sigurðsson + * + + + + ** + * + + + + + + + + + W< + +**** + * + * + + + + + + Ír*irirW k + + + + + + + + + + + + + + + + * m Hifm :i m im +++++++*+++++++*+++++*+*+*+++++++++++++++*++***+ TVEIR óaðfinnanlegir Pontiacbflar frá 1955. 1950 ásamt samtíðabflum. VÍGALEGUR Willys hcrjeppi frá árinu 1942. STÓRGLÆSILEGUR Cadillac með leðursætum og fullt af krómi. MARGIR vel varðveittir slökkvibflar voru sýndir í Hershey. lum voru stolt eigenda sinna. Audi S4 og S3 AUDI hleypir af stokkunum S4 út- færslu af A4 stallbaknum og lang- baknum um mitt næsta ár. S4 fær undirvagn quattro útfærslunnar og er sagt að hann verði með V6 vél sem skili um 260 hestöflum. Einnig er ráðgert að setja á markað S3 sem byggja mun á tækni í aldrifsút- færslu A3 sem er væntanlegur á markað. Sá bíll á að koma á markað 1998, eða um svipað leyti og fimm dyra A3. Lada gjald- þrota? STJÓRNVÖLD í Rússlandi hyggj- ast fara fram á gjaldþrotaskipti AutoVAZ verksmiðjanna í Togliatti sem framleiða um 500 þúsund Lada bíla á ári. Vladimir Potanin, aðstoð- arforsætisráðherra landsins, segir að stjórn AutoVAZ hafi neitað að eiga aðild að áætlun stjórnvalda til jess að bjarga fyrirtækinu. Fyrir- tækið er áttundi stærsti atvinnu- veitandi landsins en skuldirnar nema nú um tveimur milljörðum dollara. AZLK verksmiðjurnar sem framleiða Moskvich bfla á einnig yfir höfði sér beiðni um gjaldþrota- skipti en skuldir fyrirtækisins eru um 200 milljarðar rúblna. VW með skíðum VOLKSWAGEN í Bandaríkjunum fagnar velgengni sérstakrar út- færslu af Jetta árgerð 1996 en bíl- num fylgdi fjallahjól. Bfllinn seldist afar vel með þessum óvenjulega búnaði, svo vel að VW hefur nú gengið til samstarfs við skíðafram- leiðandann K2 um að bjóða sér- staka útfærslu VW Golf árgerð 1997 með annað hvort K2 skíðum eða snjóbretti í staðalbúnað. Annar staðalbúnaður verður toppgrind, þokuljós, upphitanleg framsæti og úrvals hljómtæki með átta hátölur- um. Chrysler skiptir um merki CHRYSLER hefur skipt út gamla stjömulaga merkinu sínu fyrir nýtt merki sem í raun er upprunalegt merki framleiðandans frá 1924. Það var á bílum fyrirtækisins allt frá þeim tíma til 1962 þegar því var skipt út fyrir stjörnuna. Hraðskreiðasti stallbakurinn BRABUS bílbreytingafyrirtækið þýska hefur sett á götuna Mercedes-Benz Brabus sem nú telst vera hraðskreiðasti fernra dyra stallbakur heims. Hámarks- hraðinn er 330 km á klst. og það er ekki vélinni að kenna að hann kemst ekki hraðar heldur hjól- börðunum sem ekki þola meiri hraða. Vélin er 7,3 litra útfærsla af 6 lítra, V12 vél Mercedes. Hún er 582 hestöfl og knýr bflinn á 100 km hraða úr kyrrstöðu á 4,9 sekúnd- um. 200 km hraða nær bfllinn á 16,2 sekúndum. Afsláttur af vörugjaldi bíla með ABS-hemla KOMIN er fram tillaga tfl þings- ályktunar um að Alþingi feli ríkis- stjórninni að vinna að því að veittur verði afsláttur af vörugjaldi bif- reiða sem búnar eru læsivörðum hemlum í öryggisskyni. I greinar- gerð með tillögunni segir að mikið hafi verið rætt um nauðsyn þess að spara í heflbrigðiskerfinu. Enginn afsláttur sé hins vegar veittur af búnaði sem er til þess fallinn að af- stýra umferðarslysum og spari augljóslega fé. Flutningsmenn til- lögunnar eru Rannvejg Guðmunds- dóttir, Ki-istín Astgeirsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Svan- fríður Jónasdóttir. Samhljóða tillaga var flutt á þingi í fyrra og er nú endurflutt óbreytt. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að þann 15. maí síðastliðinn sendi Félag íslenskra bifreiðaeig- enda frá sér tillögur um breytingar á vörugjaldi bifreiða. Til að fylgja tillögum sínum eftir skoraði félagið á fjármálaráðheira og Alþingi að beita sér nú þegar fyrir breytingu á vörugjaldi bifreiða þannig að verð stærri og öruggari bifreiða lækkaði. Það hefði í för með sér aukið öryggi í umferðinni, bættan hag stórra fjölskyldna, aukna hagkvæmni í rekstri bifreiða og stuðla að minni mengun frá bflum, svo og kæmi það til móts við þarfir þeirra sem búa í dreifbýli. Jafnframt skoraði FIB á sömu aðila að fella alveg niður vörugjald á þeim hlutum nýrra bfla sem stuðla að auknu umferðarör- yggi svo sem líknarbelgjum og læsivörðum hemlum. Afsláttur í grannlöndunum I greinargerðinni segir einnig að í grannlöndum okkar sé veittur af- sláttur af vörugjaldi bifreiða sem nemur þeim aukakostnaði sem fylg- ir öryggisbúnaði af þessum toga. Á liðnum árum hafi kastljósinu í vax- andi mæli verið beint að öryggi bif- reiða og þýðingu þess að afstýra umferðarslysum svo sem unnt er. Þess vegna hafi færst í vöxt að tek- ið sé tillit til öryggisatriða þegar ákvarðanir eru teknar um gjöld á bifreiðar. Norska stórþingið hafi ákveðið að breyta bifreiðagjödlum vorið 1994 með tilliti til öryggisat- riða og gefa afslátt af gjöldum ör- yggisbúnaðar eins og loftpúða, læsivarinna hemla og hárra hemla- ljósa. Afslátturinn af læsivörðu hemlunum í Noregi og Danmörku skipti tugþúsundum íslenskra króna. Þar sem útsöluverð þessa öryggisbúnaðar er mjög hátt hér á landi sé hann aðeins boðinn í dýrari gerðir bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.