Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Rúmgóður Rósfustur Þrengsli í ökumanns- sæti Land Rover Defender í hnotskurn Dísilvél með forþjöppu: 2,5 lítrar, 4 strokkar, 113 hestöfl. Ailstýri. Sítengt aldrif. Millikassí með læsingu. Fimm gira handskipting. Þjófavörn. Þurrka og spi-auta á aftur- rúðu. Níu manna. Lengd: 4,69 m. Breidd: 1,79 m. Hæð: 2,03 m. Hjólhaf: 2,79 m. Hæð undir lægsta punkt: 21,5 cm. Þyngd: 2.020 kg. Stærð oiíutanks: 801. Eyðsla: 9,71/100 km í þéttbýU og á jöfnum 90 km hraða. Staðgreiðsluverð kr.t2.690.000. Umboð: Bifreiðar og land- búnaðarvélar, Reykjavík. aldrifinu og gormafjöðrunin sem er önnur meginbreyting frá því í gamla daga gerir bílinn þýðan ásamt reyndar mjúkum og belg- miklum hjólbörðunum. Defender er heldur engin hraðaksturskerra, best fer um menn á venjulegum ferðahraða og þá er hávaðinn ekki of mikill, hvorki frá vél né vegi. Land Rover Defender er fyrst og fremst atvinnutæki og ferðabíll á fjallvegum. Þessi lengri gerð er níu manna en getur jafnvel fengist skráð 11 manna t.d. til skólaakst- urs. Fimm geta vel ferðast í Def- ender með alian tilheyrandi búnað í farangursgeymslunni en varla er mjög skemmtilegt að sitja til lengdar í hliðarbekkjunum aftast. Rýmið er þar alveg þokkalegt en þar eru engin þægilegheit og ekki spennandi að þurfa að horfa til hliðar út um fram- eða afturúðu til að fá eitthvert útsýni. En aftur má minna á að Land Rover Defender er hannaður sem atvinnutæki enda hafa björgunarsveitir sýnt honum áhuga hérlendis, þrjár þeg- ar ákveðið kaup og fleiri eru með málið í athugun. Þannig hefúr hann enda verið notaður erlendis í lögreglu, slökkvilið, sem sjúkrabíll á erfiðum slóðum og annars staðar þar sem not eru fyrir dugmikinn aldrifsbíl. Talsverð fjárfesting Verðið er frá 2,4 uppí rúmar 2,8 milijónir króna og er það talsverð fjárfesting. Bíllinn sem var prófað- ur heitir fullu nafni Defender Station Wagon og kostar kr. 2.690.000. Bæta þarf kr. 50 þús- undum við fyrir 32 þumlunga hjól- barðana sem komnir voru undir bílinn og er rétt að mæla hiklaust með því. Vilji menn örlítið meiri búnað, svo sem sóllúgu, þrep við hurðir og rendur á hliðum er verð- ið komið í kr. 2.840.000. Styttri gerðin kostar kr. 2.440.000 og 2.520.000 og lengri gerð pallbflsins einnig kr. 2.440.000. Allar gerðir af Land Rover Defender verður að sérpanta enda er oft um margs konar sérþarfir að ræða þegar menn velja sér atvinnutæki. Jóhannes Tómasson BÍLAR DEFENDER er nafnið á Land Rover í dag sem var árum saman vel kynntur til sveita hérlendis. Hann hefur ekki tekið miklum breytingum í útliti. Morgunblaðið/jt Land Rover Defender Ýmsar endurbætur en sama svipmót EKKI er langt í að Land Rover nái hálfrar aldar af- mæli en þessi vinsæli aldrif- sjeppi kom fyrst ffarn árið 1948 og barst fljótlega eftir það hingað til lands. Land Rover heitir í dag Defender og má segja að aðeins útlitið minni á upprunann, ýmsi- legt undir niðri hefúr tekið 8B víðtækum breytingum og endurbótum. Land Rover Ui Defender er sem fyrr fáan- BC legur í styttri og lengri gerð sem nefndar eru 90 og 110 og er boðin sama 2,5 lítra dísilvél- in með forþjöppu í öllum útgáfum. Verðið er frá 2,4 milljónum króna uppí rúmar 2,8 milljónir eftir bún- aði. Við skoðum í dag lengri gerð- ina sem kostar tæplega 2,7 millj- ónir. Grunnútlit Defender er mjög svip- að því sem var hjá Land Rover í upphafi og væri næsta auðvelt að villast á gömlum bfl og nýjum svona úr fjarlægð að minnsta kosti. Búið er að slípa til hom og kanta, framrúðan er heil en ekki tvískipt eins og var lengi, hliðar- rúður að aftan hafa smám saman farið stækkandi, vatnskassahlíf og allar luktir að framan hafa fengið nýjan svip en vélarhlíf, hliðar og afturendi eru með sama svipmót- inu. Af hverju líka að breyta hlut- unum ef þeir eru góðir til síns brúks? Afturhurðin opnast til hlið- ar, hefúr sama handfang og verið hefúr og á henni hangir varahjólið. “ðrum handfóngum hefur verið ireytt. Melri breytingar að innan Breytingamar era heldur meiri innan dyra en þó má segja að var- lega hafi verið farið í sakimar. Sé litið fyrst á sætin eru þau nú orðin stillanleg með hefðbundnum still- MEST er um breytingar innan dyra, þ.e. sætin eru orðin betri og mælaborðið heldur ríkulegar búið. ingum, en hægt er að fá bæði tvö sæti frammí eða heilan bekk eins og yfirleitt var. Mælaborðið er næstum þvi jafn fátæklegt og var og þar er ekkert prjál, enginn óþarfi. Snúningshraðamæli er sleppt en vel má hugsa sér að bæta honum við og að sumu leyti eru rofar ekki nógu vel staðsettir. Þannig lenda rofar fyrir afturrúðu- hitara, þokuljós og aðvörunarljós í hálfgerðu hvarfi vinstra megin við stýrið. Er ekki annað að sjá en þeir hefðu getað verið hægra megin, þar sem er t.d. rofi fyrir þurrku á afturglugga. Gírstöng er vel stað- sett, orðin lengri og snýr betur við ökumanni en á þeim gamla. Land Rover Defender er nú búinn 2,5 lítra, fjögurra strokka og 113 hestafla dísilvél með forþjöppu. Hún er þokkalega hljóðlát, hefur snerpu í meðallagi enda vegur bíll- in tvö tonn en vélin seiglast vel, togar 265 Nm í 1.800 snúningum og hún eyðir kringum 10 lítram á RÝMIÐ aftast nýtist hvort sem er fyrir fjóra farþega eða hell- ing af farangri. hundrað km, svipað í þéttbýli og á þjóðvegi. Meginbreytingin í Def- ender miðað við gömlu gerðina er að nú er bfllinn í sítengdu aldrifi. Er hann merkilega lipur sem slík- ur og virkar hreint ekki þunglama- legur. Það sem helst mætti bæta er að hann þyrfti að leggja betur á og kemur það helst fram í þrengsl- um í bflastæðahúsum sem vora dá- lítið notuð meðal á reynsluakstrin- um stóð. Ekki borgarbfll í heild má segja að Defender sé ekki beint borgarbfll. Hann er rétt um 4,6 m langur og þó að hann sé ekki þunglamalegur er hann ekki heldur léttleikandi eða liðugur sem snattbfll í þéttbýli. Þar trafla atriði eins og dálítið stirð læsing, sam- læsing er ekki fyrir hendi, heldur langt er í rúðuvinduna og raunar of þröngt fyrir ökumann, honum finnst hann dálítið aðkrepptur við aksturinn. Á þjóðvegi, sérstaklega á möl, nýt- ur Defender sín vel. Hann er ágætlega rásfastur í sítengdu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.