Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 2

Morgunblaðið - 14.01.1997, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bikarkeppnin í handknattleik Liðin sem leika í undanúrslitum 22.-26. jan. KONOR; Valur - KR 25. janúar Stjarnan - Haukar 26. janúar KARLAR: KA-ÍR 22. janúar Haukar- FH 23. janúar Stjarnan, 2 sinnum S? KR: einu sinni Valur: einu sinni Haukar hafa aldrei orðið bikarmeistarar W KA IR hefur aldrei orðið bikarmeistari ■ HARALDUR Ingólfsson kom inná sem varamaður hjá Aberdeen í seinni hálfleik gegn Glasgow Rangers, sem vann stórsigur 4:0. ■ DANSKI miðheijinn Erik Bo Andersen skoraði tvö mörk fyrir Glasgow Rangers, sem er með ellefu stiga forskot á Celtic í Skot- landi. ■ ERIK Bo Andersen hefur skor- að ellefu mörk í sjö leikjum, þar af fimm mörk í síðustu þremur leikjum Rangers. ■ EINNAR mín. þögn var fyrir leikinn, til minningar um George Young, fyrrum fyrirliða Rangers og Skotlands, sem dó á föstudag- inn, 74 ára. Hann lék 53 landsleiki fyrir Skotland. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson meiddist lítilsháttar á hné í leik með Bochum á innanhússmóti um helgina. ■ GUÐMUNDUR Bragason átti mjög góðan leik með BCJ Ham- borg í þýsku 2. deildarkeppninni í körguknattleik - skoraði sextán stig þegar liðið vann Salzkotten 89:82. BCJ er með fjögurra stiga forskot í deildinni og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið fari upp í 1. deild. ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans hjá Herthu Berlín hafa fengið góðan liðsstyrk. Uwe Weid- ermann er kominn frá Schalke og þá er Ungveijinn Pal Dardi kom- inn í herbúðir Berlínarliðsins. ■ ROMA er á höttunum eftir Brasilíumanninum Paul Sergio, leikmanni hjá Bayer Leverkusen. Ef Sergio fer, er næsta víst að Ruud Völler fái félaga sinn Thomas Hassler frá Karlsruhe, en samningur hans við liðið rennur út eftir þetta keppnistímabil. ■ BLACKBURN hafnaði tilboði frá Man. Utd. í Norðmanninn Hanning Berg. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, bauð fimm millj. punda í Berg. ■ SÆNSKA liðið Degerfors lán- aði Derby leikmanninn Marino Ramberg í gær. ■ ARNOLD Palmer, hinn þekkti kylfingur, sem er orðinn 67 ára, tilkynnti um helgina að hann hefði greinst með krabbamein í blöðru- hálskirtli og myndi ekki keppa op- inberlega fyrr en læknar hefðu komist fyrir meinið. ■ SIGURÐUR Eyjólfsson, knattspyrnumaður, sem leikur með UNCG Norður-Karolínu í Bandaríkjunum, hefur staðið sig vel og var vaiinn í úrvalslið há- skólakeppninnar fyrir áramótin. Sigurður, sem leikur sem fram- heiji, var á lista yfir fimm bestu, bæði hvað varðar fjölda marka og einnig í stigagjöfinni. Hann gerði 23 mörk í jafn mörgum leikjum og lagði að auki upp sjö þannig að hann fékk 53 stig. ■ LIÐ Sigurðar, UNCG, sigraði í 21 leik en tapaði aðeins tveimur. Þjálfarar liðanna gefa einkunn eft- ir hvern leik og síðan þegar búið er að leggja saman einkunnir allra leikja er úrvalsliðið valið. Valin eru þijú lið og var Sigurður í öðru lið- inu. Þess má geta að skólaliðin sem leika í fyrstu deild eru 191 talsins. ■ SIGURÐUR, sem lék með Vík- ingum í sumar, hefur ákveðið að leika með Þrótti í Reykjavík næsta sumar. KÖRFUBOLTI Forráðamenn Körfuknattleiks- sambandsins hafa haldið því fram undanfarin ár að körfu- knattleikurinn sé í mikilii sókn og má það til sanns vegar færa, í það minnsta til skamms tíma. En svo virðist sem uppgangurinn sé að minnka. Síðasta keppnistímabil var fremur tíðindalítið, landsliðið stóð sig illa en náði að rétta aðeins úr kútnum í vor þegar það tryggði sér sæti í Evrópu- keppninni. Slakt gengi liðsins í Danmörku á miili hátíð- anna hefur einnig vakið spuming- ar, en þar tapaði liðið þriðja sinni á einu ári fyrir Dönum þrátt fyr- ir að frændur vorir væru ekki með sitt sterkasta lið. Danir virð- ast vera að sigla hægt og bítandi fram úr íslendingum og hafa sumir bent á að ein af ástæðunum sé að hér á landi æfí menn mun minna en þar og víðast í Evrópu. Sumir hafa einnig nefnt að þjálf- arar í körfunni hér séu ekki nægi- lega menntaðir og því komi að því að við drögumst meira aftur en þegar er orðið. Menn hafa velt talsvert fyrir sér þeirri ákvörðun KKI að ráða landsliðsþjálfara sem er að ieika með liði í úrvalsdeildinni. Jón Kr. er vanur þjáifari og kann ýmis- legt fyrir sér en trúlega er það einsdæmi á síðari árum að lands- liðsþjálfari spili í efstu deild. Jón sagði í viðtali í Morgunblaðinu fyrir skömmu að hann hefði kom- ist á eina tólf leiki í deildinni í vetur, fyrir utan þá sem hann leikur. Hann reynir sem sagt að vinna sína vinnu eins samvisku- samlega og unnt er, en það breyt- ir ekki þeirri staðreynd að lands- liðsþjálfarinn leikur í úrvalsdeild- inni. Annað sem menn hafa hugað að er leikstíli íslenska iiðsins. Undanfarin ár hefur íslenska landsliðið leikið mikið uppá að ljúka sókninni hjá einhverri af þriggja stiga skyttunum og hefur það gengið svona og svona. Það er oft sagt að leikir vinnist ekki með stökkskotum, en þrátt fyrir það hefur íslenska iiðið stílað á slíkt. Það skal reyndar viður- kennt að ekki er mikið um ipjög hávaxna leikmenn á íslandi þannig að hægt sé að byggja sóknina að mestu á því að spila inn í teiginn, en við eigum vel frambærilega ieikmenn í þessar stöður o g því mætti byggja sókn- ina meira á þeim. Áhorfendum hefur fækkað á íþróttaviðburðum að undanförnu og þrátt fyrir að leikjafyrirkomu- laginu hafí verið breytt ti! hins betra í körfunni fyrir þetta tíma- bil hefur áhorfendum líklega fækkað heldur meira en í hand- boltanum. Oft er rætt um dómara í Sþrótt- um og ef tii vill of oft með nei- kvæðum formerkjum. Nokkrir frammámenn körfuknattleiks- íþróttarinnar telja að dómarar séu hrokafull klika sem taki allri gagnrýni illa og snúi uppá sig sé reynt að ræða við þá. Sömu menn hafa réttilega bent á að í dómaranefnd KKI séu aðeins starfandi dómarar, sem dæmi í úrvalsdeildinni. Þama hefur karfan einnig sérstöðu því hjá hinum stóru sérsamböndunum eru dómaranefndimar að mestu skipaðar mönnum sem eru hætt- ir að dæma. Skúli Unnar Sveinsson Dregid hefur úr upp- gangi körfuknatt- leiksins hér á landi Hver er hann þessi FRIÐRIK STEFÁNSSOIM körfuboltamaðurínn efnilegi hjá KFÍ? Ætlaði að hætta aðæfa FRIÐRIK Stefánsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs KFÍ frá ísafirði, hefur vakið athygli fyrir góðan leik í vetur og var valinn í landsliðshópinn fyrir leikina á mótinu f Danmörku milli hátíð- anna. Hann meiddist hins vegar á landsliðsæfingu og kom því ekki til greina f liðið sem fór til Danmerkur. Friðrik er tvítugur Vestmannaeyingur. Unnusta hans heitir Guðrún Astrid Elvars- dóttir og er frá Súðavfk. Friðrik, sem er 203 sentímetrar á hæð, byijaði að æfa körfu- knattleik í Vestmannaeyjum fyrir aðeins fjórum Eftir árum og þykir það pa/e undrun sæta lónatansson hversu skjótur frami hans hefur verið í körfuboltanum. „Ég byrjaði að leika mér í körfubolta heima í Vestmannaeyj- um þegar ég var 16 ára. Við strák- arnir úr Eyjum tókum þátt í móti í Njarðvík 1992 og þar kom Axel Nikulásson auga á mig og valdi mig í unglingalandsiiðið og eftir það fór boltinn að rúlla.“ Þú reyndir fyrst fyrir þér hjá KR í úrvalsdeildinni og síðan Þór. Fannstu þig ekki vel hjá þessum félögum? „Það gekk ekki nægilega vel hjá mér, ég var frekar reynslulít- ili í svona sterkt lið eins og KR og kunni einfaldlega ekki nægi- lega mikið. Það var því ekki skrýt- ið að_ég næði ekki að festa mig þar. Eg hef hins vegar spilað lykil- hiutverk hjá KFÍ í vetur og fengið við það aukið sjálfstraust og það hefur mikið að segja.“ Hvað kom til að þú ákvaðst að fara til Ísaíjarðar? „Guðjón Þorsteinsson, faðir körfuboltans á ísafirði, hringdi í mig og lagði hart að mér að koma og ég sló til. Ég var satt að segja að hugsa um að hætta í körfuboit- anum því það hafði gengið svo illa hjá mér síðustu tvö árin. Ég ákvað svo að gefa körfuboltanum eitt ár í viðbót og sjá síðan til. Mér líður mjög vel á ísafirði og þar býr gott fólk. Það hefur gengið mjög vel hjá mér í vetur og nú er hugs- unin um að hætta í boltanum ekki til staðar. Nú er stefnan sett á landsliðið." Morgunblaðið/Valur B. Jónalansson FRIÐRIK Stefánsson, leikmaður KFÍ, er einn efnilegasti miðvörður í íslenskum körfubolta um þessar mundir. Nú hefur gengi KFÍ komið á óvart í vetur. Hvert er markmiðið sem þið í liðinu setjið ykkur? „Við vitum hvað við getum og gerum aðeins það sem við ráðum við. Guðni þjálfari leggur áherslu á góðan varnarleik og við höfum farið langt á því. Fyrsta markmið hjá okkur er að halda sætinu í deildinni, en allt umfram það er bónus. Ég vona að við komumst í úrslitakeppnina. Það yrði frá- bært.“ Hve oft æfið þið í viku? „Við æfum fimm sinnum í viku og síðan eru yfirleitt tveir leikir á viku þannig að við erum að meira og minna alla daga vikunnar.“ Nú varst þú valinn í landsliðs- hóp Jón Kr. Gíslasonar fyrir mótið í Danmörku í desember. Það hlýt- ur að hafa gefið þér byr undir báða vængi? „Já, það var mjög gaman. En ég var óheppinn og meiddist á landsliðsæfingu og því kom aldrei til þess að Jón Kr. þyrfti að velja mig í liðið sem fór til Danmerkur." Hver eru helstu framtíðaráform þín. Verður þú áfram á ísafirði næsta vetur? „Ég hef hug á að mennta mig meira, ég er aðeins með grunn- skólapróf. Körfuboltinn tekur auð- vitað mikinn tíma, en menntunin má ekki sitja á hakanum of lengi og ég verð að fara að hugsa um þann þátt. Ég er með samning við KFÍ út þetta tímabil og það er allt opið eftir það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.