Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1997 C 7 ÍÞRÓTTIR ÚRSLIT TENNIS Sampras sér framástríð við Muster Pete Sampras og Thomas Muster mætast í undanúrslitum Opna ástralska mótsins í tennis á morgun en í gær báru þeir sigurorð af mót- heijum sínum í átta manna úrsiitum. Sampras vann Albert Costa 6-3, 6-7, 6-1, 3-6, 6-2 en Muster vann Goran Ivanisevic 6-4, 6-2, 6-3. Sampras þurfti að hafa mikið fyr- ir sigri sínum eins og tölurnar gefa til kynna en reynslan skilaði sér í lokin. Costa gaf ekkert eftir en hann átti í erfiðleikum með uppgjafir mót- herjans í lokarimmunni. „Hann er fljótur, góður og bakhandai-högg hans eru með þeim bestu sem ég hef séð,“ sagði Sampras um Costa. „Ótrúlegt var að sjá hvernig han náði suraum boltum á ferðinni. En nú á ég frí í einn dag og svo er það Thomas. Það verður stríð.“ Muster átti ekki í erfiðleikum með Ivanisevic. Króatinn er í flórða sæti á styrkleikalistanum en lék eins og taugaóstyrkur, minni spámaður og var mjög mistækur. „Ég fékk mörg tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði hann. „Ef menn grípa ekki gæsina þegar hún gefst er þetta búið spil.“ Ivanisevic hefur verið á meðal 10 bestu í meira en fimm ár en aldrei fagnað sigri á einu af fjórum stóru mótunum. Hann átti aldrei mögu- leika á móti Austurríkismanninum, sem virtist kunna vel við sig á hörð- um vellinum undir þakinu en því var rennt yfir vegna mikillar rigningar. Auðvelt hjá Hingis Martina Hingis, sem er aðeins 16 ára, átti ekki í erfiðleikum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum kvenna, vann Irinu Spirlea frá Rúme- níu 7-5, 6-2 í 70 mínútna leik. Sviss- neska stúlkan hikaði reyndar aðeins í byijun en bætti það þegar upp. Hingis þakkaði fyrir rigninguna og sagðist hafa beðið um hana. „Mér hefur gengið vel í mótum innanhúss og er öruggari inni.“ Mary Joe Fernandez, sem er í 14. sæti á styrkleikalistanum, leikur í undanúrslitum stórmóts í fyrsta sinn í fjögur ár en mótheiji hennar í átta liða úrslitum, Dominique van Roost, varð að hætta leiknum þegar hæst stóð vegna meiðsla en náði lengra en Belgi hefur áður komist í stór- móti. „Margir halda að Belgía sé Frakkland og stundum er landið ekki á korti en ég held að fleir viti meira um Belgíu eftir það sem á undan Reuter hefur gengið í keppninni," sagði belgíska stúlkan og var hin ánægð- asta. leika á að verða yngsti meistari í einliðaleik kvenna á Opna ástralska mótinu I tennis en hér fagnar hún sæti í undanúrslitum. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Jordan med 51 af 88 stigum Chicago Michael Jordan er ótrúlegur leik- maður og sýndi yfirburði sína enn einu sinni í fyrrinótt þegar Chicago vann New York 88:87 í NBA-deildinni í körfuknattleik. Jord- an skoraði 51 stig, sem er met í ein- um leik á tímabilinu, en hann hefur áður verið með 50 stig í vetur og rofið 50 stiga múrinn 36 sinnum á ferlinum. „Þetta var eins og leikur í úrslitakeppninni, andrúmsloftið var þannig og við gerðum ráð fyrir því,“ Olson tek- ur við Ajax DANINN Morten Olsen tekur við af Louis van Gaal, þjálf- ara Ajax, fyrir næsta tímabil, að sögn hollenska dagblaðs- ins Algemeen Dagblad í gær. Olsen, sem er 47 ára, lék 102 landsleiki fyrir Dan- mörku og er það met. Hann var þjálfari Bröndby í tvö ár og fór síðan til Kölnar þar sem hann var látinn fara 1995 eftir að hafa þjálfað liðið í fjögur ár. Olson byijaði að spila með Vordingborg og fór þaðan til Nyköping en síðan var hann með Cercle Briigge, Molenbeek og Anderlecht í Belgíu. Hann lauk knatt- spyrnuferlinum með Köln í Þýskalandi. Van Gaal tiikynnti fyrr í vetur að hann ætlaði að hætta hjá Ajax og gaf til kynna að hann væri með starf utan Hollands í sigtinu. Á meðal líklegra arftaka voru nefndir Johan Cruyff, Marco van Basten og Kevin Keegan. sagði Jordan. „Strákarnir stóðu sig frábærlega." Chicago hefur haft tak á New York í áratug og virtist ekki koma að sök þó Dennis Rodman og Ron Harper væru ekki með. Patrick Ewing skoraði 19 stig fýrir gestina og tók 14 fráköst. Glen Rice setti persónulegt met á tímabilinu þegar hann setti niður 42 stig í 114:108 sigri Charlotte á Houst- on. Liðin hafa mæst 20 sinnum og var þetta í þriðja sinn sem Charlotte hafði betur. „Þetta var átakaleikur og við vildum láta finna fyrir okkur,“ sagði Rice sem tók átta fráköst og hefur verið stigahæstur liðs síns í síð- ustu 13 leikjum. Dell Curry skoraði 23 stig og Anthony Mason 19 stig auk þess sem hann tók níu fráköst en skotnýting heimamanna var 50%. Clyde Drexler fór fyrir gestunum með 39 stig og Hakeem Olajuwon var með 26 stig. Reuter „Ég hef séð marga skora en hann bætti við þessu sem þarf til að sigra," sagði Rick Adelman, þjálfari Golden State, um Latrell Sprewell, sem gerði 16 af 46 stigum sínum í ijórða leik- hluta og var maðurinn á bak við 105:93 sigur á Dallas. Miami vann Atlanta 94:91 eftir að staðan hafði verið 74:64 fyrir gestina eftir þriðja leikhluta. Tim Hardaway, sem skoraði 24 stig og átti 11 stoð- sendingar, var með þijár þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútunum, sem riðu baggamuninn. Atlanta hafði sigrað í 10 leikjum í röð. Indiana gerði góða ferð til Mil- waukee og vann 92:89. Rik Smits skoraði 25 stig, sem er persónulegt met á tímabilinu, og tók níu fráköst en Derrick McKey og Reggie Miller skoruðu sín 14 stigin hvor. Glenn Robinson var stigahæstur heima- manna með 29 stig en Vin Baker skoraði 22 stig og tók 14 fráköst. Milwaukee fékk þijú tækifæri til að jafna eða komast yfír á síðustu 3,2 sekúndunum en það átti ekki fyrir liðinu að liggja. Ekkert gengur hjá Washington þessa dagana en liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum, að þessu sinni 93:88 í Orlando. Rony Seikaly skoraði 26 stig fyrir heimamenn og varði mikilvæg skot undir lokin. Penny Hardaway var með 19 stig og Derek Strong 14 en hann tók níu fráköst. Cliff Robinson setti niður 23 stig fyrir Portland sem vann LA Clippers 100:82. Kenny Anderson skoraði 15 stig og átti 12 stoðsendingar. „Til tilbreytingar lékum við vel frá byijun en þetta lið [Clippers] má ekki fá sjálfstraustið í upphafí leiks ætli mót- heijarnir sér sigur," sagði P.J. Carle- simo, þjálfari Portland. Toronto fékk Minnesota í heimsókn og vann 118:106. Walt Williams skor- aði 20 af 32 stigum sínum í fyrri hálfleik, Carlos Rogers var með 24 stig, nýliðinn Marcus Camby 23, Doug Christie 17 og Damon Stoud- amire 12 stig auk þess sem hann átti 17 stoðsendingar fyrir heima- menn. MICHAEL Jordan var óstöðv- andi á móti New York og gerði 51 stig en hér tekur hann sporið fyrir Alan Houston. Fjögurra þjóða mót í Ástralíu Ástralía - Suður-Kórea...........2:1 Matthew Bingley 37., Alistair Edwards 72. - Ha Seok Ju 76. Noregur - Nýja-Sjáland...........3:0 Bent Skammerlsrud 60., Chris Zoricich 79. sjálfsm., Havard Flo 84. Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Minnesota..........118:106 Charlotte - Houston..........114:108 Miami - Atlanta................94:91 Orlando - Washington...........93:88 Chicago - New york.............88:87 Milwaukee - Indiana............89:92 Portland - LA Clippers........100:82 Golden State - Dallas.........105:93 Íshokkí NHL-deildin ■ NY Rangers - Edmonton.......4:4 ■ Philadelphia - Dallas.......3:3 Pittsburgh - Calgary............4:2 ■ Tampa Bay - Colorado........3:2 Los Angeles - New Jersey........1:4 Tennis Opna ástralska mótið Átta manna úrslit einliðaleiks karla 5-Thomas Muster (Austurríki) vann 3-Gor- an Ivanisevic (Króatíu) 6-4 6-2 6-3 1-Pete Sampras (Bandarikjunum) vann 10-Albert Costa (Spáni) 6-3 6-7 (5-7) 6-1 3- 6 6-2 Átta manna úrslit einliðaleiks kvenna 14-Mary Joe Fernandez (Bandaríkjunum) vann Dominique van Roost (Belgíu) 7-5 4-0 (hætti) 4- Martina Hingis (Sviss) vann 8-Irina Spirlea (Rúmeníu) 7-5 6-2 Undanúrslit tvíliðaleiks kvenna 3-Lindsay Davenport (Bandaríkjunum) og Lisa Raymond (Bandarikjunum) unnu 2- Larisu Neiland (Lettlandi) og Helenu Sukova (Tékklandi) 7-5 6-3 Keila 1. deild karla Keilulandssveitin - KR-b.............6:2 Keiluböðlar - Úlfarnir...............8:0 PLS - Lærlingar......................2:6 KR-a - Stormsveitin..................8:0 ET - Keilugarpar.....................2:6 Keflavík-a - Þröstu..................8:0 Staðan (leikir, stig) Lærlingar..........................56 88 Stormsveitin.......................56 72 KR-a...............................56 68 PLS................................56 66 Keilulandssveitin..................52 62 Keiluböðlar........................52 60 Keilugarpar........................52 58 Keflavík-a.........................52 52 Þröstur............................56 52 KR-b...............................56 28 ET.................................56 26 Úlfarnir...........................56 24 1. deild kvenna Tryggðatröll - Flakkarar.............0:8 Bombumar - Afturgöngurnar............2:6 Keilusystur - Keiluálfar.............6:2 Staðan Afturgöngurnar.....................52 88 Flakkarar..........................52 76 Bomburnar..........................52 50 Tryggðatröll.......................52 38 Keilusystur........................52:36 Keiluálfar.........................52 24 FELAGSLIF Herrakvöld Fylkis HERRAKVÖLD Fylkis verður föstu- daginn 24. janúar og hefst kl. 19 í Fylkishöllinni. Ræðumaður verður Séra Gunnar Sigurjónsson og þeir Hallgrímur Helgason og Jóhannes Kristjánsson skemmta. Þorrablót Keilis KEILISMENN halda þorrablót sitt á Bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar og hefst það kl. 19.30 í golfskálanun- um. Gestur kvöldsins verður Jón Bald- vin Hannibalsson. ÞorrablótVals HIÐ árlega þorrablót Valsmanna verð- ur að Hlíðarenda laugardaginn 25. janúar og verður húsið opnað kl. 19. Ingibjörg Sóirún Gísladóttir borgar- stjóri og Hjörleifur Sveinbjörnsson verða heiðursgestir en Þorsteinn Har- aldsson veislustjóri. Aðalfundur Blikaklúbbsins AÐALFUNDUR Blikaklúbbsins, stuðningsklúbbs knattspymudeildar Breiðabliks, verður í Smárar.um kl. 20.30 föstudaginn 24. janúar. í Kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: ...20 Grindavík: Grindavík - Þór ...20 Njarðvík: UMFN - Haukar ...20 Sauðárkrókur: Tindastóll - KFÍ... ...20 Seljaskóli: ÍR - Skallagrímur ...20 Smárinn: Breiðablik - KR ...20 Handknattleikur Bikarkeppni karla, 4-liða úrslit: KA-heimili: KA-IR ....20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.