Morgunblaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 4
JHtftngtmMafrÍft FOLX ■ SVÍINN Olof MeUberg og Portúgaiinn Raul Oliverio æfa nú með Newcastle. Báðir eru vam- Síðasti harðjaxlinn Vamarmaðurinn snjalli Franco Baresi kominn með 700 leiki fyrir AC Milan Síðastliðinn sunnudag, í blíðskap- arveðri á eynni Sardiníu, skokk- aði 36 ára gamall unglingur út á völlinn og tók til við EinarLogi að hirða knöttinn af Vignisson ungum framlínu- skrifar' mönnum heimaliðs- frá Italiu jns j Cagliari sem voru flestir ennþá að dunda sér í leik- skóla þegar hann _hóf að leika með fyrstu deildinni á Ítalíu, Serie A. r Ekki var hægt að sjá að viðkom- andi „unglingur" - Franco Baresi - væri orðinn leiður á fótbolta þótt þetta væri 700. leikur hans fyrir AC Milan, glottið fræga var enn á sínum stað og sem fyrr mótmælti hann kröftuglega í hvert skipti sem dæmt var á hann leikbrot' og leit jafnan undrandi til áhorfenda, sem, þótt flestir væru á bandi andstæð- inganna gátu ekki annað en glott í -kampinn yfir ákafanum. Og þeir klöppuðu mikið fyrir honum í leiks- lok, enda Baresi fyrir löngu orðinn ’þjóðareign á Ítalíu. 20 ðr hjá Mllan Hann er að leika tuttugasta leik- tímabil sitt með AC Milan en lætur engan bilbug á sér fínna. Eftir að hafa átt í meiðslum í haust er hann kominn á fullt aftur og fékk, eins og svo oft áður, hæstu einkunn varn- armanna Milan fyrir leikinn gegn Cagliari. Fjarvera hans framan af tímabilinu er talin ein meginástæða slaks gengis Milan-liðsins og ef hann þvertæki ekki fyrir það sjálfur myndi Cesare Maldini landsliðsþjálfari eflaust stilla honum upp sem aftasta manni f leiknum mikilvæga gegn Englendingum 12. febrúar næst- - komandi. Þegar, eða á maður að segja ef, Franco Baresi leggur skóna á hilluna í vor lýkur ákveðnu tímabili í ít- alskri knattspyrnusögu. Hann ásamt Giuseppe Bergomi (33 ára) og Pietro Vierchowod (37 ára) eru síðustu „starfandi" dæmigerðu ítölsku harðjaxlamir sem sóknarmenn í Evrópu hafa óttast svo mjög síðustu áratugina. Baresi er reyndar mun ijölhæfari leikmaður en þeir tveir fyrrnefndu, en þessir kappar lærðu allir iðn sína af leikmönnum eins og Tarcisio Burgnich, Giacento Facc- hetti, Romeo Benetti, Gaetano Scirea og kannski frægasta slátrar- anum af þeim öllum, Claudio Gent- *'ile. „Það er eiginlega bara frí að mæta varnarmönnum andstæðing- anna eftir að hafa att kappi við Baresi á æfíngum alla vikuna," sagði hollenski sóknarmaðurinn Marco Van Basten fyrir nokkmm ámm, en bætti við: „Hinsvegar er hann ekki grófur leikmaður og þó hann kunni sín brögð er hann ekki einn af þeim sem beitir óþverraskap." Ennþá kallaður „guttinn" Baresi lék fyrsta leik sinn með Milan í apríl 1978 í 2:1 sigurleik gegn Verona. Hann var einungis 18 ára gamall, sem er kornungt fyrir varnarmann á Ítalíu, en þáverandi þjálfari Milan, sænska goðsögnin Nils Liedholm, sá mikið efni í Bar- esi og tímabilið á eftir er Milan varð mei8tari var hann fastamaður í lið- inu. Hann fékk viðurnefnið „II pisc- armenn. ■ BRUCE Rioch, fyrmm knatt- spymustjóri Arsenal, er nú sterk- lega orðaður við starf „stjóra" WBA. Einnig hefur Ray Harford, fyrrnrn stjóri Blackburn, verið nefndur í sambandi við starfíð. ■ MIKE Sheron, markahrókur Stokeer heldur betur eftirsóttur. West Ham og Nott. Forest em komin í hóp þeirra liða, sem vilja fá hann til sín. ■ DALIAN Atkinson, fyrram leikmaður Sheff. Wed. og Aston Villa, sem lék síðast með tyrk- neska liðinu Fenerbache, æfír nú með Man. City. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, var meðal áhorfenda á leik Italíu og N-írlands í Pal- ermo, 2:0. Hann sá að leikmenn ítalska iiðsins áttu í erfíðleikum upp við markið. ■ CESARE Maldini, þjálfari ítal- íu, sem stjórnaði liði sínu í fyrsta sinn, mun stjórna því næst í leik gegn Englandi á Wembley 12. febrúar. ■ „VIÐ vorum betri en Norður- írar, en áttum í vandræðum með sóknarleikinn - upp við mark þeirra. Við þurfum að skerpa á sóknarleiknum," sagði Maldini. ■ MALDINI lét fimm leikmenn leika í öftustu vamarlínu, Ciro Ferrara sem aftasta mann og son sinn, Paolo, fyrir framan hann. ■ FABRIZIO> RavanelU var ekki í byijunarliði Ítalíu, en kom inná sem varamaður. ■ ÍTALSKA Uðið var þannig: Angelo Peruzzi, Ciro Ferrara, Paolo Maldini, Amedeo Carboní, Alessandro Costacurta (Fabio Cannavaro 72.), Dino Baggio, Angelo Di Livio (Stefano Eranio 79.), Roberto Di Matteo (Diego Fuser 58.), Pierluigi Casiraghi (Fabrizio Ravanelli 58.), De- metrio Albertini og Gianfranco Zola (Alessandro Del Piero 62.). ■ ZOLA skoraði fyrra markið, en Del Piero, sem kom inná sem vara- maður fyrir hann, það seinna á síð- ustu mín. leiksins. FRANCO Baresl, „guttlnn" elns og hann er oft kallaður, er virtastl knattspyrnumaður- Inn á Ítalíu. Hann hefur oft œtlað sár að leggja skóna á hllluna en jafnan látið tll lelðast að halda áfram eftlr áskoranir frá þjálfurum og lelkmönnum. ■: 8. maí 1960 í Travagliato, Hæð / þyngd: 1,76 m / 70 kg Fyrsti deildarleikur: 23. apríl 1978 (Verona - Milan 1:2) Fyrsti landsleikur: 4. desember 1982 (Italía - Rúmenía 0:0) Síðasti landsleikur: 7. september 1992 (Slóvenía - Ítalía 1:1) Opinberir leikir fyrir AC Milan: 700, þar af 453 í 1. deild. Landsleikir: 81 Titlar: ítalskur meistari: 1979, ’88, ’92, ’93, ’94, ’96. Meistari meistaranna á Ítalíu: 1988, ’92, ’93, ’94. Evrópumeistari: 1989, ’90, ’94. Meistari meisraranna í Evrópu: 1989, ’90, ’95. Heimsmeistari félagsliða: 1989, ’90. inin“ sem þýðir á mállýsku Lombar- díahéraðs „guttinn" og var það vegna ungs aldurs en meðal sam- heija hans í liðinu voru gamlar kempur á borð við Gianni Rivera og Fabio Capello, sem átti eftir að verða þjálfari Baresi hjá Milan síðar meir. Baresi heldur ennþá gælunafninu þótt hið hátíðlega „II principe di Milano", „prinsinn af Milano“ hafí verið meira notað í seinni tíð og þyki heldur virðulegra fyrir mann vel kominn á fertugsaldurinn! Eftir að Milan vann titilinn 1979 tók við erfítt tímabil. Liðið var dæmt niður í aðra deild 1980 vegna fjár- málaóreiðu og nokkrir lykilmenn hurfu á brott. Ónnur deildin var tek- in með trompi en liðið dvaldi einung- is eitt ár í fyrstu deild og féll á ný 1981. Baresi hafði lengi verið orðað- ur við landsliðið en það var erfítt að vinna sér sæti fyrir HM 1982 leikandi í annarri deild, sérstaklega þar sem ekki minni maður er Gaet- ano Scirea lék í sömu stöðu og Bar- esi. „Guttinn" var hinsvegar valinn í hópinn sem hélt í sigurför til Spán- ar sumarið 1982 en lék engan leik og fyrsti landsleikurinn kom ekki fyrr en í desember sama ár. Næstu árin var Baresi ævinlega varaskeifa fyrir Scirea en eftir að sá síðar- nefndi hafði átt fremur dapra leiki á HM í Mexíkó 1986 ákvað hann að láta gott heita og eftirlét Baresi hina mikilvægu stöðu fríheija sem hann hélt næstu átta árin og héldi enn ef hann vildi eins og áður sagði. Alltaf alveg aA hætta Baresi hefur margoft lýst því yfir að viðkomandi leiktíð sé hans síðasta en alltaf látið til leiðast að halda áfram eftir áskoranir frá þjálfurum og leikmönnum. Hann hætti að leika með landsliðinu 1992 en liðið var ekki sannfærandi í næstu leikjum og Arrigo Sacchi taldi Baresi á að hjálpa til við að koma liðinu í úrslitakeppn- ina í Bandaríkjunum 1994. Baresi leiddi þar liðið alla leið í úrslitin gegn Brasilíumönnum þar sem ítalir töp- uðu í vítakeppni. Þar brenndi Baresi ásamt Roberto Baggio af víti og gekk af velli grátandi við öxl Sacchi. Að loknum einum leik í viðbót, hans át- tugasta og fyrsta, ákvað Baresi að nóg væri komið með landsliðinu. Milan hélt hinsvegar áfram að njóta krafta hans og síðasta vor vann liðið sinn ijórða meistaratitil á fímm árum og þótti Baresi það viðeig- andi kveðjustund. En þjálfarinn Capello hélt á braut og nýi þjálfarinn, Oscar Washington Ta- barez, grátbað Baresi um að hjálpa sér við að halda liðinu á réttri braut, bara eitt tímabil einn! Tabarez stoppaði stutt við en Bar- esi heldur áfram og með hveijum leik bætir hann leikjamet Milan, en fyrra metið, 651 leik, átti Gianni Rivera. Rivera var ánægður með að fyrr- um samheiji sinn hefði bætt metið. „Ég hef misst metið til sanns meist- ara, leikmenn eins og Baresi eru afar sjaldgæfír," sagði Rivera. Ljóst er þó að Milan getur ekki endalaust stólað á Baresi og liðið verður að fara að leita að arftaka hans. Lengi hefur verið rætt um að Paolo Mald- ini leysi hann af, bæði hjá Milan og landsliðinu, en bakvörðurinn Maldini vill ógjaman missa það sóknarfrelsi sem hann hefur á kantinum og allt eins er víst að nýr leikmaður verði fenginn til félagsins. Baresi verður hinsvegar örugglega áfram í sviðs- ljósinu hjá AC Milan, hann gæti hugsanlega orðið þjálfari félagsins í framtíðinni eða tekið við annarri háttsettri stöðu. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.