Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Magnús Leópoldsson
lögg. fasteignasali.
Opið virka daga 9-12
og 13-18.
Athugið!
Á söluskrá FM er
mikill fjöldi sumar-
húsa, bújarða og ann-
arra eigna úti á landi.
Fáið senda söluskrá.
Einbýlishús
SMÁRARIMI
Mjög fallegt timburhús á einni hæð með
innb. bílskúr, stærð samt. 192 fm Húsið er
vandað á allan hátt m.a. klætt með 34 mm
bjálkaklæöningu. 5 svefnherb. frág. lóð.
120 fm verönd. Hellulögð stétt með hita-
lögn. Glæsilegt útsýni. Akv. 5,0 m. húsbr.
Skipti vel möguleg á minni íbúð. 7701
Hseóir
SKÁLAHEIÐI
Glæsil. útsýni. Sérinng. 111 fm sérhæð
ásamt rúmgóðum bílskúr. Fallegt eldhús.
Parket á gólfum. Laus fljótlega. 5394
KIRKJUTEIGUR
Falleg sérhæð á eftirsóttum stað, íbúðin er
117 fm ásamt rúmg. bílskúr. 3 svefnherb.
og tvær saml. stofur. Mikið endurnýjuð.
5390
FÁLKAGATA
Óvenju glæsil. íbúð á 2. hæð í nýl. litlu fjölb.
Stærð 101 fm, 2 svefnh. stórt hol, bað-
herb., eldhús, borðstofa og stofa. Glæsil.
innr. Eldhúsinnr. úr eik, vönduð tæki. Hurð-
ir og parket úr beyki sem gefa ib. sérlega
glæsilega heildarmynd. 5389
HVERFISGATA
Um er að ræða 5 herb. íbúð á efstu hæð I
góðu húsi. (b. er um 130 fm með góðu eld-
húsi og baðherb. (b. með mikla möguleika.
5363
4ra herb. og stærri
SKÓGARÁS-ÚTSÝNI
Vorum að fá í sölu glæsil. 137 fm íb. ásamt
25 fm bilsk. 5 svefnherb. Sérþvottahús.
Góðar Innr. Suðvestursv. Mögul. skipti á
stærri eða minni eign. 4154
VESTURBERG
4ra-5 herb. íb. í litlu fjölb. til sölu. Stærð 97
fm 3 góð svefnh., öll með skápum. Rúmg.
og björt íb. með fallegu útsýni. Verð 6,9 m.
4111 m
NEÐSTALEITI-BÍLSKÝLI
Glæsil. 122 fm 4ra herb. íbúð á efstu hæð.
Ein íbúð á hæð. Tvennar svalir. Glæsil. innr.
Eldhúsinnr. og gluggakistur eru massífar.
Pvottahús í íbúð og sameign. Allir skápar
og gólfefni úr fallegu beyki. Mjög góð
sameign. Glæsil. útsýni. 3658
ÆSUFELL
Stór 4ra herb. íbúð á 1. hæð í stóru fjölb.
Stærð 105 fm fbúðin þarfnast lagfæringar.
Ágæt sameign. Verð 5,7 m 3647
ENGJASEL
Til sölu 4ra herb. 101 fm íb. á 2. hæð. (b.
skiptist í forst., stofu, borðst., eldhús, hol
eða sjónvarpsrými og 3 svefnherb. Þvhús
í íb. Stæði í bílskýli. Áhv. byggsj. kr. 2,6
m. Verð aðeins 6,7 m. 3645
HÁALEITISBRAUT
Góð 102 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð í góðu
fjölb. 23 fm bilsk. fylgir. Fráb. útsýni. Laus
fljótlega. Verð 7,3 m. 3566
RAUÐARÁRSTÍGUR
Nýl. 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð. íb. er á
tveimur hæðum og skemmtil. innr. Parket
á gólfum. Btlskýli. Góð sameign. 3565
KAPLASKJÓLSVEGUR
Mjög góð 4ra herb. ibúð 96 fm ásamt 10 fm
herb. í kjallara. Gott útsýni. Suðursvalir. Park-
et á gólftrm. Hús nýlega tekið í gegn að utan.
Góð sameign. Áhv. 4,6 m. húsbréf. 3545
3ja herb. íbuðir
LAUGAVEGUR
Góð 3ja her.b íbúð á 3. hæð í góðu húsi.
Byggt 1928. Góðar innréttingar. Gifslistar í
loftum, fallegar fulningahurðar. Góð sam-
eign . (búð með mikla möguleika. Áhv. 2,4
m. byggsj. Verð 5,5 m. 2896
HAMRABORG
Björt 3ja herb. íbúð á 2. hasð, 70 fm Ágætar
innréttingar, parket og dúkur. Sameiginl. bíl-
skýli. Áhv. 1,2 m. byggsj. Verð 5,8 m 2895
MÁVAHLÍÐ
Stór 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinn-
gangi í fallegu húsi, sem nýlega hefur verið
tekið í gegn að utan. Stærð 101 fm, Eikar-
parket og grástelnn. Falleg eign. 2894
FRAMNESVEGUR
Falleg 3ja herb. endaíbúð á 3. hæð í góðu
fjölb. á hornl Framnesv. og Grandav. Stærð
95 fm Áhv. byggsj. og húsbr. 5,2 m 2893
KRUMMAHÓLAR
Óvenju rúmgóð 3ja herb. 88 fm ibúð á 2. hæð
ásamt bílskýli. (búðin hefur verið mikið endur-
nýjuð m.a. allt nýtt á baði. Stórar svalir. Mjög
góö sameign. Góð eign á góðu veröi. 2891
EIÐISTORG
Mjög falleg (búð á 2 hæðum með vönduð-
um innréttingum. Á neðri hæð er eldhús,
stofa, borðstofa, sólstofa, svalir og gesta-
wc. Á efri hæð eru 2 svefnherb., baðherb.
og geymsla. Gólfefni: parket og flísar.
Þvottahús á hæðinni. Skipti á minni eign
koma vel til greina. 2890
KÓNGSBAKKI
Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Nýviðgert
hús. Merbau parket á stofu, holi og eld-
húsi. Flísalagt bað. Þvottahús í íbúð. Áhv.
3,1 m. húsbr. Verð 6,5 m. 2889
MARÍUBAKKI
Áhugaverð 3ja herb. Ibúð á 3. hæð í snyrti-
legu fjölbýli. (búðin er ágætlega skipulögð.
Stærð 80,4 fm Gólfefni aðallega
beykiparket. íbúðin er laus. Áhv. veð-
deild 1,6 m. Verð 6,3 m. 2885
HRINGBRAUT
Mjög góð 3ja herb. 79 fm björt endaíbúð á
4. hæð + aukaherb. í risi. (búðin er töluv.
endurn., m.a. nýtt rafmagn og parket. Góð
bílastæði. Áhv. 4,2 m. Verð 6,1 m. 2855
LAUGARNESVEGUR
Rúmgóð 3ja herb. íb. á jarðh., ekki niður-
gr., m. sérinng. Nýl. standsett m. góðum
innr. Bílskúrsréttur. Húsið nýl. viðg. og mál.
að utan. Áhv. 4,0 m. Verð 5.950 þús. 2851
FRÓÐENGI
87 fm 3ja herb. (b. í nýju fjölb. á fráb. út-
sýnisstað. (b. skilast tilb. til innr. Verð að-
eins 5,9 m. 2743
ÍRABAKKI
Mjög falleg vel innr. 3ja herb. 63 fm Ib. á 3.
hæð. Góð staðsetning. Fráb. sameign.
2676
2ja herb. íbúöir
MÁNAGATA
2ja herb. einstaklingsíb. í kjallara. Sérlnn-
gangur. Góð staðsetning. Verð 3,1 m.
1648
HVERFISGATA
Tveggja herb. einstaklingslbúð I kjallara í
þrlbýli. Snyrtileg ibúð, laus strax. Áhv.
langtímal. 1,0 m. Verð 2,0 m. 1646
HÁHOLT
Mjög góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð með
sérlóð fyrir framan íbúð. íbúðin er parket-
lögð meö fallegum innréttingum, lagt fyrir
þvottavél á baði. Geymsla I íbúð. Stutt I
skóla. Laus nú þegar. 1645
MIÐLEITI-BÍLSKÝLI
2ja herb. íbúð með sérgarði. íbúðin er öll
hin vandaðasta með góðum innréttingum.
Parket á gólfum og glæsil. flísalögðu bað-
herb. Gott aðgengi fyrir fatlaða. 1644
HÁALEITISBRAUT
Mjög rúmgóð 70 fm 2ja herb. íbúð á jarð-
hæð. Sérinng. Nýtt parket, falleg baðherb.
Laus strax. íb. er nýmáluð. Allt sér. Áhv.
3,7 m byggsj. 1639
BERGÞÓRUGATA
Kjallaraíbúð sem skiptist I hol, eldhús,
svefnherb. og stofu. Sérgeymsla, sam.
þvottahús. Verð 3,9 m. 1637
BLÖNDUHLÍÐ
Vorum að fá í sölu 2ja herb. kjallaraíb. með
sérinng. (búðin er um 50 fm. Parket. End-
urnýjað gler. Verð 3,9 m. 1631
Atvinnuhúsnæði
FAXAFEN
Til sölu 829 fm lagerhúsn. með góðum
innkdyrum. Um er að ræða kj. I nýl. húsi.
Snyrtii. húsnæði. 4 m lofthæð. 9256
ÍÞRÓTTASALIR
Til sölu um 870 fm húsnæði m. 2 íþrótta-
sölum, gufubaði, búningskl. o.fl. Ýmsir aðr-
ir notkunarmögul. Teikn. á skrifst. 9224
SUÐURLANDSBRAUT
Til sölu á hagst. verði um 900 fm húsnæði
á 2. hæð v. Suðurlandsbr. Húsn. þarfnast
lagf. en gefur ýmsa mögul. Góð staðsetn-
ing. 9205
Landsbyggðin
BERGSSTAÐIR-A-HÚN.
Á jörðinni er gott íbúðarhús og útihús. Jörð
með mikla möguleika. Verð 7,5 m. Mögu-
leg skipti á eign í Rvík. 10441
BORGARFJÖRÐUR
Áhugaverð jörð i Borgarfirði. Á jörðinni eru
m.a. ágætt fjárhús og gamalt (bhús. Land-
stærð rúmir 800 ha. Töluverð veiðihlunn-
indi. Jörðin er án framleiðsluréttar og ekki í
ábúð en tún hafa verið nytjuð. Verð 11,5
m.10419
BISKUPSTUNGUR
Til sölu garðyrkjubýli í Laugarási. Gott
íbúðarhús. 100 fm verkstæðishús ásamt
gróðurhúsum. Nánari uppl. á skrifst.
10068
JÖRÐ í GRÍMSNES!
Reykjanes ( Grímsneshr. Byggingar: 1400
fm fokh. hús sem gefur ýmsa nýtingar-
möguleika. Heitt vatn. Nánari uppl. gefur
Magnús. Verð 16,0 m. 10015
HOLTAHREPPUR
Sumarhús. Útsýni. Eignarland. Fallegt
sumarhús í landi Þjóðólfshaga. Panelklætt
að utan sem innan. Verönd. Glæsileg kam-
ína. Skipti á íbúð í Rvík. koma vel til greina.
13323
HÖFN - HORNAFJÖRÐUR
Rúmgóð 4ra herb. (b. ca. 110 fm í góðu
fjölbýli. Glæsilegt útsýni til jökla. Skipti t.d.
á Ib. á höfuðborgarsv. Áhv. hagst. lang-
timalán. 14208
Fánar á
baðherbergi
SÁ sem hannaði þetta baðher-
bergi hefur skilið nauðsyn þess
að þekkja hina ýmsu þjóðfána. Á
fáum stöðum gefst betra tæki-
færi til þess að virða vandlega
fyrir sér hluti en einmitt í bað-
herberginu.
---» » 4--
Veður
hamlar
fram-
kvæmdum
vestanhafs
Washington. Reuter.
SLÆMT veður á vesturströnd
Bandaríkjanna dró úr byggingu
nýrra húsa og íbúða í desember að
sögn stjómvalda þannig að besta
ári greinarinnar síðan 1988 lauk
illa.
Vinna við smíði nýrra íbúðar- og
fjölbýlishúsa minnkaði um 12,2%
miðað við nóvember í 1,33 milljónir
nýrra íbúða í desember að sögn
viðskiptaráðuneytisins í Washing-
ton. Það er lélegasta útkoma í 18
mánuði, eða síðan í júní 1995, þeg-
ar hafíst var handa um smíði 1,3
milljóna íbúða.
A árinu 1996 í heild var grunnur
lagður að 1,47 milljónum nýrra
íbúða, sem er 8,9% aukning miðað
við 1995 þegar byijað var á 1,35
milljónum íbúða. Var þetta besta
útkoma síðan smíði var hafin á 1,49
milljónum nýrra íbúða 1988.
Nauðsyn á meiri
samvinnu
Lagnafréttir
Með rör-í-rör kerfínu er um mikla breytingu
á lagnaaðferð að ræða, segir Sigurður
Grétar Guðmundsson. Pípulagningamenn
vinna svipað og rafvirkjar hafa gert í áratugi.
Pexrör í bylgjuðu kápuröri, þetta er
kjarninn í rör-í-rör kerfinu.
skeiðið en að allir væru ánægðir
í NORSKA tímaritinu „Rörfag",
sem er gefið út af samtökum
norskra pípulagningameistara, var
sagt frá allsérstæðu námskeiði sem
haldið var í bænum Drammen þar
í landi.
að sérstæða við námskeiðið var
að kennarar voru pípulagn-
ingameistarar, en nemendur tækni-
fræðingar og verkfræðingar, menn
sem flokkast í þann starfshóp sem
við í daglegu tali nefnum hönnuði
á íslensku og allajafna sitja við
teikniborð og tölvur. í Drammen
er lagnakerfamiðstöð, svipuð þeirri
sem nú er unnið markvisst að að
rísi hérlendis. í slíkri miðstöð eru
flest þau lagnakerfí sem fyrir koma
í húsbyggingu, hvaða nafni sem hún
nefnist. Þar er iðnnemum kennt en
ekki síður þeim sem komnir eru út
á vinnumarkaðinn en flestum, því
miður ekki öllum, er orðið ljóst hve
endurmenntun er mikil nauðsyn.
Hvað var gert?
Menn tóku sér góðan tíma, nám-
skeiðið stóð í 3 daga, 5 tímar fag-
legt nám og 18 tímar í verklegu.
Nemarnir fengu að æfa sig í ólíkum
verklegum þáttum svo sem að
leggja frárennslislagnir í grunn,
hita krumpmúffur og leggja innan-
hússlagnir úr mismunandi efnum.
Unnið var eftir teikningum og töldu
menn sig læra mest af því að vinna
eftir „lélegum" teikningum, þar
kom í ljós að ýmislegt sem var sjálf-
sagt og einfalt á teikniborði var
nánast óframkvæmanlegt á vinnu-
stað.
Farið var í gegnum lagnaefni og
lagnakerfí frá ýmsum framleiðend-
um og opnaði það augu margra
fyrir því að í lagnaheiminum eru
líka til „lödur“ og „bensar". Það
kom þeim sem áttu hugmyndina
að námskeiðinu skemmtilega á
óvart hve áhugasamir hönnuðir
voru fyrir því að setjast á skólabekk
hjá iðnaðarmönnum.
Ekkert slíkt námskeið hefur ver-
ið haldið hérlendis og því ekki vitað
hvernig lagnamenn myndu bregð-
ast við því.
En eina vísbendingu höfum við
og hún virðist ekki vera jákvæð.
Margumtalað rör-í-rör kerfí er
að halda innreið sína á íslandi. Hér
er um mikla breytingu á lagnaað-
ferð að ræða, pípulagningamenn
vinna svipað og rafvirkjar hafa
gert í áratugi. Plaströrið sem flytur
vatnið, er dregið inn í annað plast-
rör, þetta hefur tvo höfuðkosti; í
fyrsta lagi er hægt að velja sér stað
þar sem vatn frá hugsanlegum leka
kemur fram og í öðru lagi er hægt
að draga skemmt rör út úr kápurör-
inu og draga nýtt inn í staðinn,
ekki þarf að bijóta gólf
eða veggi.
En þetta krefst nýrr-
ar þekkingar og nýrra
viðhorfa bæði pípulagn-
ingamanna og hönnuða.
Taka þarf tillit til
margra nýrra þátta svo
sem efniseiginleika
plasts, burðarþols húss-
ins og fleira mætti
nefna.
Rör-í-rör kerfið kom
fyrst fram í Sviss fyrir
•tæpum tveimur áratug-
um og þar sem það hef-
ur verið notað mest, svo
sem í Noregi, má heyra
raddir um að farið hafi verið of
geyst í sakirnar, framkvæmd hafi
farið á undan þekkingu.
Yfirgipsmikið námsefni
Hérlendis voru allir, sem málið
varðaði, ákveðnir í að slíkt skyldi
ekki gerast. Sjö lagnamenn sökktu
sér ofan í verkefnið og yfírgripsmik-
ið námsefni var samið og er til efs
að annarsstaðar hafí verið staðið
betur að undirbúningi notkunar á
þessu nýja lagnakerfi en hérlendis.
Fræðsluráð bygginga- og tréiðn-
greina var framkvæmdaaðili nám-
skeiðanna og var ákveðið að þau,
sem hvert er 20 tímar, skyldu vera
fyrir alla lagnamenn; verkfræðinga,
tæknifræðinga, byggingafulltrúa,
eftirlitsmenn og pípulagningamenn
og í lok námskeiðanna tækju menn
próf undir eftirliti Rannsóknastofn-
unar byggingaiðnaðarins. Ekki var
annað að heyra eftir fyrsta nám-
og ekki síður með það að ólíkum
stéttum væri blandað saman.
En fyrsta námskeiðinu var tæp-
lega lokið þegar Háskóli íslands,
eða réttara sagt Endurmenntunar-
deild háskólans, hleypti af stokkun-
um eigin námskeiði í rör-í-rör kerf- j
inu. Tæplega er þó hægt að tala
um „eigið" námskeið því kennarar |
eru þeir sömu og námsefnið það
sama og hjá Fræðsluráði bygginga-
og tréiðngreina að því undanskyldu ,
þó að allt verklegt er fellt út og
einnig þeir sem kenndu það.
Þannig fór um fyrstu tilraun þess
hérlendis að fá alla lagnamenn til
að setjast á skólabekk saman, hvort
sem þeir eru úti á vinnustað í vinnu-
galla eða sitjandi við tölvu og borð
í hreinlegra umhverfi og það var
æðsta menntastofnun landsins, j
Háskóli íslands, sem skildi hafrana I
frá sauðunum.