Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1997, Blaðsíða 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ GARÐl JR S. 562-1200 562-1201 Skipholti 5 2ja herb. Kleppsvegur. 2ja herb. 55,6 fm fb. á 1. hæð. Krummahólar. 2ja herb. 54,6 fm mjög góð íb. á 1. hæð. Parket. Verð 4,5 millj. Auðbrekka. 2ja herb. 50 fm ágæt íb. á 2. hæð. Sérinng. Suðursv. Hlíðarhjalli. 2ja herb. 65,1 fm íb. á 2. hæð í lítilli blokk. 24,6 fm bilsk. Laus. Áhv. byggsj. 4,7 millj. Ath. 23.700 kr. á mán. Sléttahraun. 2ja herb. 64,8 fm íb. á efstu hæð. Stórar svalir. Þvherb. innaf eldh. Laus. V. 5,2 m. Hraunbær. 2ja herb. 54 fm björt og góð íb. á 3. hæð. Laus. V. 5,1 millj. Áhv. 2,4 m. byggsj. Laus. Smárabarð - Hf. 2ja herb. snot- ur nýl. 53,5 fm íb. með sérinng. Laus. Verð 4,9 millj. Húsbr. 2,7 millj. Engjasel. 2ja-3ja herb. 62 fm íb. á efstu hæð. Stæði í bílgeymslu. Verð 5,2 millj. 3ja herb. Langholtsvegur - bílskúr. 3ja herb. 82 fm mjög góð kjíb. Sérhiti og -inng. 28 fm bílsk. Laus. Áhv. byggsj. 3 millj. Verð 7 millj. Reykás. 3ja herb. 95,3 fm falleg og vönduð íb. á 2. hæð í litilli blokk. Falleg eikarinnr. (fulningahurðir) i eldhúsi, þvottaherb. í íb. Tvennar svalir. Bílskúrsréttur. Mikið útsýni. Langamýri - Gbæ. 3ja herb. gullfalleg 83,7 fm endaíb. á 2. hæð (efri) í góðu sambýlishúsí. Sérinng. Innb. bil- skúr fylgir. Vönduð eign á eftirsóttum stað. Verð 9,5 millj. íbúð fyrir aldraða. 3ja herb. íb. á 10. hæð í nýju húsi við Gullsmára. Hafðu samband og við sýnum þér góðan kost. Engjasel. 3ja herb. 85,6 fm íb. á 1. hæð i 3ja hæða blokk. Góð ib. með stóru svefnherb. Verð 6,2 millj. Lindasmári. 3ja herb. vel Skiþul. íb. á jarðh. Selst tilb. til innr. og afh. strax. Verð 6,5 millj. Eyjabakki. 3ja herb. 79,6 fm íb. á 1. hæð í blokk. Verð 6,2 millj. Hraunbær. 3ja herb. 86,5 fm'íb. á 3. hæð, efstu. Góður staður. Suðursv. Húsið er klætt að utan. Verð 6,5 millj. Fífurimi. 3ja herb. nýl. falleg íb. á efri hæð i tvíb. Sérinng. Innb. bilskúr. Laus. Verð 7,9 millj. Lækjarkinn. 3ja herb. góð fb. 'a efri hæð í fjórbýlishúsi. Verð að- eins 6,3 millj. Áhv. 4,3 millj. Álfhólsvegur - KÓp. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Bíjskúr. Þvherb. innaf eldh. Mikið útsýni. Áhv. 3,4 millj. Verð 6,3 millj. Æsufell. 3ja herb. rúmg. ib. á 2. hæð. Sérl. vel um gengin og falleg íb. Mikið útsýni. Laus fljótl. Verð 6 millj. Kársnesbraut. 3ja herb. 72 fm íb. á 2. hæð. Sérinng. Verð 5,5 millj. Garðhús. 3ja-4ra herb. 99,1 fm endaíb. á 2. hæð. Góð ibúð. Þvotta- herb. í íb. Ath. áhv. byggsj. 5,3 millj. Hringbraut. 3ja herb. 69,6 fm íb. á 2. hæð i steinh. Verð 4,9 millj. Rauðarárstígur. 3ja herb. rúmg. falleg nýl. íb. á 2. hæð. Stæði í bílg. Verð 8,5 millj. 4ra herb. og stærra Grettisgata. 4ra herb. 108,5 fm góð íb. á 4. hæð. Nýl. stórt eldhús og baðherb. Tvennar svalir. Verð 7,7 millj. Engihlíð. 4ra herb. 89,2 fm íb. í kj. í þríbh. Verð 6,0 millj. Heiðarhjalli - Kóp. em sérhæð 122,3 fm ásamt 26 fm bíl- skúr. (búðin er skiþul. sem 4ra-5 herb. en ýmslr mögul. á skiþtingu. Einstakt útsýni. Selst í núverandi ástandi til innr. Hús frág. utan. Mjög góður valkostur t.d. fyrir þá sem eru að minnka við sig og marga aðra. Verð 9,8 milij. Heiðarhjalli - Kóp. Neðn sér- hæö 122,3 fm ásamt 41 fm bílskúr. Selst til innr. Miklir mögul. í skipulagi. Mikiö fallegt útsýni. Verð 9,3 millj. < ........... ......... Efstasund. Efrl hæð I tvibhúsi, 5 herb. 127 fm. Innb. bílskúr. fb. er öll ný- standsett, falleg og til afh. núna. Verð 11,7 millj. Efstasund. Sérhæð, þ.e. 1. hæð og kj. í tvíbhúsi, samtals 162 fm. Sgenn- andi ib. fyrir þann sem þarf mikið rými. Verð 8,9 millj. Álfheimar. 5 herb. endaíb. á 4. I hæð í blokk. Góður staður. Húsið klætt að hluta. Lyngbrekka. 4ra herb. snotur (b. á jarðh. Sérinng og sérhiti. Verð 7,5 millj. Hólabraut. 4ra herb. 86,9 fm ib. á 2. hæð. Nýtt eldhús o.fl. Verð 6,9 millj. Hrísmóar. 6 herb. stórgl. íb„ hæð og ris, í 3ja hæða blokk. Innb. bílsk. Stærð samtals 174,3 fm. fb. er með nýju eldhúsi, gólfefnum, innihurðum o.fl. Tvennar stórar svalir. Laus. Áhv. 4 millj. Verð 11,9 millj. Ásbraut. 4ra herb. 90,8 fm endaíb. á 3. hæð/efstu. Góð lán. Verð 6,4 millj. Lyngbrekka. 5 herb. 110,6 fm íb. á jarðh. í þríb. Allt sér. Góð íb. Verð 7,5 millj. Nýbýlavegur. 4ra herb. 100 fm íb. á miðh. fb. er ný, ónotuð, fullb. án gólf- efna. Tvennar svalir. Útsýni. Þvherb. í ib. Áhv. húsbr. Verð 8,4 millj. Nýbýlavegur. 4ra herb. 100 fm miðh. í nýju 5 íb. húsi. Hagst. kaug fyrir t.d. smið. ATH: Verð 7 millj. Nýbýlavegur. Ný, stór og falleg ib. á jarðhæð. fb. er stofur, 2 rúmg. svefn- herb., eldh., baðherb., þvherb. og útfrá fremri forstofu er litil einstaklíb. Bilskúr. Mjög góð aðkoma fyrir hreyfihamlaða. Verð 10 millj. Lundarbrekka. 4ra herb. 92,7 fm góð endaíb. á 2. hæð. Hús og sameign í góðu ástandi. Laus. Verð 7,5 mlllj. Fal- leg íb. Bæjarholt. Ný 4ra herb. 96,5 fm endaíb. til afh. strax. Verð 8,6 millj. Vesturhús. 4ra herb. neðri hasð í tvíbýlish. Bílsk. Góð lán. Verð 8,5 millj. Álfheimar. 4ra herb. íb. á 2. hæð. Nýl. eldh. og þarket. tvær iþ. á hæð. Hjallabraut - Hf. Endaíb. 139,6 fm á 1. hæð. Góð ib. Þvherb. i ib. 4 svefnherb, Verð 8,5 millj. Sjávargrund - Gbæ. Rúmg. 5- 7 herb. ib. á tveimur hæðum ásamt stæði i bílskýli. 4 svefnherb. Þvherb. f ib. 2 svalir. Góð sameign. Stærð 190 fm samtals. Verð 12,9 millj. Raðhús - einbýlishús Stekkjarhvammur. Raðhús 219,9 fm ásamt 25,2 fm bilskúr. Fullb. hús. Skiþti möguleg. Holtasel. Vorum að fá i einka- sölu vandað einbýlishús með innb. bílskúr, samtals 274,6 fm. Á hæð- inni eru eldhús, fjölskyiduherb., 2-3 svefnh. snyrting, forstofa og þvottahús. I risi eru falleg sérstök stofa, hjónaherb. m. baðherb. innaf og 1 herb. Niðri er 2ja herb. íb. með sérinng., bilskúr o.fl. Fallegur garð- ur. Mikið útsýni. Mjög rólegur stað- ur við Oþið friðlýst svæði. Verð 17,5 millj. Unufell. Raðhús ein hæð. Gott hús, m.a. nýtt eldhús, bílskúr. ATH. Skipti möguleg. Hagst. verð. Bakkasmári. Parhús 182,7 fm með innb. bílsk. Selst tilb. til innr. Til afh. strax. Góð staösetn. og fallegt útsýni. Verð 10,8 millj. Breiðholt. Parhús 172,5 fm með innb. bilsk. Mjög fallegt og gott hús. Fallegur garður. Verð 12,8 millj. Lindasmári - Kóp. Raðh., hæð og ris 174,1 fm m. innb. bilsk. Selst í nú- verandi ástandi þ.e. tilb. u. trév. Til afh. strax. V. 10,8 m. Ártúnsholt. Einbhús með tvöf. bílsk. Ib. er stofur, 4 góð herb., eld- hús, baðherb., þvherb. og fallegur garðskáli. Kj. með miklum rnögu- leikum. Fallegt hús á eftirsóftum stað. Fallegur garður. Skipti mögu- leg. Viðarrimi. Einbhús á einni hæð með bílsk. Húsið ertimburhús og erfull- frág. að utan. Hagst. verð. Klukkuberg - Hf. Parhús, tvílyft, fallegt hús með miklu útsýni. Innb. bilsk. 4 stór og góð svefnherb. Laust. Brekkubyggð - Gb. Endaraöh., 2ja herb. 75,8 fm íb. Falleg íbúð. Ib. er stór stofa, svefnherb., eldhús, baðherb. og þvherb. Verð 7,7 millj. Kðri Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali, Axel Kristjánsson hrl. Þvingunarúrræði í fjöleignar- húsalögunum Útburðargerðin byijar á þeim stað, þar sem hún á að fara fram, segir Sandra Baldvins- dóttir lögfræðingur. Sýslumaður skorar á hinn brotlega að yfírgefa fasteignina. Við gróf og ítrekuð brot eigenda eða annarra íbúa húss eða afnotahafa getur húsfélagið og ein- stakir eigendur gert honum að flytja úr húsinu og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn. Þegar hinn brotlegi flyst ekki á brott fúslega, eða selur eignarhluta sinn, er nauðsynlegt að eigendur hafi heimild til að fá hinn brotlega á brott eða selja eign hans gegn vilja hans. Úrræðin ná ekki tilgangi sínum nema hægt verði að fá hann á brott og selja eignarhluta hans gegn vilja hans. Því er nauðsynlegt að til séu leiðir til að framfylgja úrræðunum. í fjöleignarhúsalögunum segir að ef hinn brotlegi sinni ekki kröfum húsfélagsins um brottflutning og sölu er unnt að framfylgja þeim með lögsókn, eftir atvikum lögbanni eða útburði án undangengins dóms. Á grundvelli dóms um skyldu hins brotlega til sölu eignar er unnt að krefjast þess að hún verði seld nauðungarsölu. Lögsókn Húsfélagið getur höfðað almennt einkamál um kröfu sína og aflað þannig dómsúrlausnar eða dóms- sáttar um skyldu viðkomandi til að flytja á brott eða selja eignarhlut- ann. Húsfélagið getur síðan stutt kröfu sína um útburð eða nauðung- arsölu við dómsúrlausnina eða dómssáttina. Rekstur almenns einkamáls er hin örugga og vandaða leið húsfé- lagsins til að ná fram rétti sínum. Það er hins vegar mikill annmarki á þeirri leið vegna hinnar vönduðu málsmeðferðar, hversu seinfarinn slíkur málarekstur er. Lögbann Húsfélagið getur framfylgt kröfu sinni eftir atvikum með lögbanni. Lögbann getur komið til greina sem bann við að búa í húsinu, þar til dóms er aflað um skyldu hins brot- lega til að flytja á brott. Þá getur lögbann komið til álita í ýmsum tilvikum að uppfylltum skilyrðum laga, til að koma í veg fyrir einstök eða viðvarandi brot eiganda, t.d. með því að fá lagt lögbann við at- höfn sem brýtur gegn rétti sameig- enda. Þar sem í lögbanni felst bann við athöfn kemur það ekki að gagni til að fullnægja kröfu um sölu eign- arhluta. Þegar hinn brotlegi sinnir ekki kröfu um að selja er um at- hafnaleysi hans að ræða, en með lögbanni er ekki hægt að banna athafnaleysi og þvinga viðkomandi til athafnar, þ.e. selja eignina. Lögbann verður ekki lagt við athöfn ef réttarreglur um refsingu fyrir röskun hagsmuna þess sem beiðist lögbanns tryggja þá nægjan- lega. Þannig er hugsanlegt að að- gerðir lögreglu geti komið að sama haldi og lögbann. Sem dæmi má nefna rekstur vínveitingastaðar í fjöleignarhúsi án tilskilinna skemmtana- og vínveitingaleyfa, sem raskar hagsmunum íbúa í hús- inu. Nágranni sem teldi rétt sinn brotinn þyrfti ekki að krefjast lög- banns á reksturinn, heldur væri að jafnaði nægilegt að kalla til lög- reglu til að stöðva hann. Útburður að undangengnum dómi Þegar fallist hefur verið á skyldu hins brotlega til að flytja á brott má géra aðför til fullnustu hennar samkvæmt þeim dómi. Sú aðfarar- gerð sem til greina kemur til fulln- ustu þeim dómi er útburður. Það felst hins vegar í eðli útburðargerða að það úrræði er ekki til þess fallið að fullnægja kröfu um söluskyldu. Skylda sem verður fullnægt með útburði verður beinlínis að vera orð- uð í dómi eða dómssátt, en ekki nægir að réttur gerðarbeiðanda sé viðurkenndur þar. Þannig væri ekki nóg að réttur um frið og ró væri viðurkenndur en ekki kveðið á um skyldu ófriðarseggsins til að flytja á brott. Utburðargerðin byrjar á þeim stað þar sem hún á að fara fram. Sýslumaður skorar á hinn brotlega að verða við skyldu sinni til að yfir- gefa fasteignina. Verði hann ekki við því getur sýslumaður kallað til lögreglu. Ef hinn brotlegi reynir að hindra framgang gerðarinnar með beinni mótspyrnu er hætt við að athæfi hans verði talið refsivert. Útburður án undangengins dóms Kröfu um brottflutning má eftir atvikum framfylgja með útburði án undangengins dóms. Meginreglan er eftir sem áður að undangengnum dómi. Heimilt er að beina til héraðs- dómara beiðni þess efnis að skyldu til brottflutnings verði fullnægt með útburði, þótt dómur liggi ekki fyrir. í þessum tilvikum gilda mjög strangar reglur um heimildir húsfé- lagsins til að sanna kröfu sína og eru miklar takmarkanir á þeim sönnunargögnum sem það getur lagt fram til stuðnings máli sínu. Vegna þessara þröngu heimilda til að leggja fram sönnunargögn væri húsfélagi erfitt um vik að sanna mál sitt. Má segja að héraðsdómari myndi sjaldnast fallast á kröfu um útburð án undangengins dóms þar sem allajafna þyrfti til úrlausnar víðtækari sönnunarfærslu en heim- ilt er í þessu tilviki. Yfirleitt verður að telja útburð að undangengnum dómi öruggari leið, vegna vandaðri málsmeðferðar og hætta á rangri niðurstöðu er ekki jafn mikil. Nauðungarsala Ef hinn brotlegi sinnir ekki kröfu um að selja íbúð sína er unnt að framfylgja henni með nauðungar- sölu. Húsfélagið verður fyrst að stefna hinum brotlega fyrir almenn- um dómstólum og ef þar er fallist á kröfu félagsins getur nauðungar- sala farið fram á grundvelli þess dóms. Bótaréttur eiganda Þegar eigandi hefur þurft að flytja á brott eða selja eignarhluta sinn getur tjón hans verið mikið, bæði fjárhagslegt og ófjárhagslegt. Ef krafan reynist ólögmæt getur hann átt rétt á skaðabótum. Með sama hætti geta aðrir en eigandi orðið fyrir tjóni, þ.e. íbúi eða afnota- hafí og geta þeir átt bótarétt með sama hætti. Tjón getur verið margvíslegt og má sem dæmi nefna missi leigu- tekna leigusala ef leigjandi hans hefur verið borinn út, lágt verð íbúðar við nauðungarsölu o.fl. Sá sem orðið hefur fýrir tjóni getur krafist bóta á ýmsum grundvelli, allt eftir atvikum hvetju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.