Morgunblaðið - 07.02.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.1997, Qupperneq 1
■ GÖTUIMÖFN GEYMA SÖGU REYKJAVÍKUR/2 ■ EÐALSTEIMAR ÚR DJÚP- UM HAFSIIMS/3 ■ MÖGULEIKAR TIL LÍKAMSRÆKTAR ERU FJÖLMARG- IR/4 ■ VERÐIR DYRAIMNA OG HLUTVERK ÞEIRRA/6 ■ EGILSSAGA/8 ■ Ofurfyrirsætur í höndum íslensks ljósmyndara TRÚLEGA telja margir að ofurfyrirsætur hljóti alla jafna að klæðast rándýrum há- tískufatnaði frá heimsins frægustu hönn- uðum og fúlsa við fjöldaframleiddum föt- um, sem almúginn kaupir í stórum stíl. Að sögn Huggy eða Hugrúnar Ragnars- dóttur ljósmyndara er Claudia Schiffer ekki ein af þeim, því kápa frá Vero Moda er ein af uppáhaldsflíkum þess- arar þýsku þokkadísar, sem er ein hæstlaunaða fyrirsæta heims. Vor- og sumarauglýsingabækl- ing 1997 frá danska fataframleið- andanum Vero Moda rak nýverið á fjörur Daglegs lífs, en á síðum hans er Claudia Schiffer í aðalhlut- verki; andlit fyrirtækisins, eins og stundum er sagt. í smáa letrinu á baksíðunni seg- ir að Huggy Ragnarsson hafi tekið myndirnar. Blaðamanni þótti vel við hæfi að slá á þráðinn til þessa íslenska Ijósmynd- ara, sem á myndir jafnt á forsíðum sem innsíðum helstu tískutímarita heims. Myndatökur í Monte Carlo „Ég byrjaði að starfa með Claudiu þegar við unnum að jólabæklingi Vero Moda í september. Myndirnar í sumarbækl- inginn tók ég hins vegar á þremur dögum um miðjan desember í Monte Carlo í Frakklandi. Þetta voru einu góðviðrisdagarnir þar um slóðir þann mánuðinn, enda sögðu samstarfsmenn minir að ég hlyti að eiga vini í himnaríki. Claudia er afar einlæg og elskuleg og mér er minnisstætt hve hún var þakklát þegar hún fékk kápu að gjöf frá Vero Moda meðan á mynda- tökum stóð. Hún virðist hafa tekið ást- fóstri við kápuna, því ég hef oft séð hana í henni. Mér finnst óskaplega gott að vinna með Claudiu, við erum orðnar góð- ar vinkonur og hún hefur pantað mig í nokkrar myndatökur í viðbót,“ segir Hugr- ún, sem ólst upp í Bandaríkjunum, var hátt launuð fyrirsæta um árabil en söðlaði um og gerðist tísku- ljósmyndari. Hugrún býr í London, en starfs síns vegna er hún á stöðugum ferðalögum, enda eru fleiri ofurfyrirsætur en Clau- dia, sem óska sérstaklega eftir að Hugrún festi þær á filmu, þar á meðal Naomi Campbell, Linda Evangelista, Karen Mulder og fleiri. Með hækkandi sól er vænt- anlegt á markaðinn i Frakklandi Huggy eöa Hugrún Ragnarsdóttlr Ijósmyndarl starfar með helstu ofurfyrirsœtum helms. 57 mínútna myndband með þeirri síðastnefndu; Another beautiful day and another day to be beautif- ul, sem Hugrún leikstýrir og er jafnframt handritshöfundur að. Goldie Hawn fyrir Marie Claire Hugrún hefur mörgjárn í eldin- um. Innan skamms tekur hún myndir af Naomi og Claudiu fyrir tímaritið Ocean Drive, sem gefið er út í Flórída, en fer senn á al- þjóðamarkað í sex milljóna upp- lagi. Einnig hefur hún ver- ið beðin um að mynda kyikmyndastjömuna Goldie Hawn fyrir bresku útgáfu Marie Claire, en undanfarin ár hafa margar myndir Hugrúnar prýtt tímaritið, eins og reyndar Vouge-útgáfur víða um lönd, Elle og mörg fleiri slík tímarit. Þótt nafn ljósmyndar- ans sé jafnan í smáa letr- inu þykir engu minni upp- hefð fyrir þá en fyrirsæt- urnar að fá myndir sínar birtar á forsíðum eftir- sóttra tískutímarita. Fyrir Hugrúnu er slíkt orðið næstum daglegt brauð og þótt hún sé ekkert að hugsa um að söðla um langar hana að snúa sér í auk- um mæli að gerð myndbanda og sjónvarpsþátta. „Ég gæti vel hugs- að mér að gera íslenskan sjón- varpsþátt um tísku í nánustu fram- tíð,“ segir Hugrún. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.