Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUNDRAÐ og þrír íbúar á sautján heimilum bjuggu í nýja kaupstaðn- um Reykjavík árið 1786. Bessi Árnason vefari, Þóra Guðbrands- dóttir spunakona og Gísli Brands- son vaktari voru meðal íbúa, en fjórði hluti Reykvíkinga var á heimili eins manns, Sunchenberg kaupmanns. Kaupstaðarlóð Reykjvíkur var mæld út 12. febrúar 1786 og var í Kvosinni. Hún markaðist af Gtjótabrekkunni að vestan, Tjörn- inni að sunnan og læknum að austan. Borgin óx og þrátt fyrir skæðar pestir fjölgaði íbúum alltaf aftur, hús risu og götur bættust við. Tíminn leið og margt gleymdist, en fyrir nokkrum árum var tillaga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sam- þykkt í borgarráði um merkingu húsa á gömlu kaupstaðarlóðinni. Þróunarfélagi Reykjavíkur í sam- vinnu við Árbæjarsafn var falið að útfæra tillögurnar, sem voru samþykktar í borg- arráði 7. janúar síð- astliðinn. Næsta sumar getur fólk því farið í göngutúra í gömlu Reykjavík og reynt að lifa sig inn í fortíðina. Nikulás Úlfar Másson arki- tekt hefur haft um- sjón með þessu verkefni fyrir hönd Árbæjarsafns, en sett verða upp um 50 skilti með fyrrverandi og núverandi götuheitum sem marka munu hina upphaflegu kaupstað- arlóð. Bryggjuhúsið var borgarhlið, hornsteinn Reykjavíkur Skiltin verða múrsteinsrauð að lit, emeleruð og í stíl við gömlu merkingarnar með gamaldags letri. Alþekkt nöfn eins og Lækjar- gata og Aðalstræti verða á skiltun- um með upphaflegum nöfnum og upgnefnum. Á spjaldi með merktu Suður- götu verða þrjú önnur heiti sem gatan gekk áður undir; Skildinga- nesgata, Kirkjugarðsstræti og Kærleiksstígur. Kærleiksnafnið er í líkum dúr og nafn Ástarbrautar- innar við JL-húsið en þangað fóru pör áður á bíium sínum til að horfa á fagurt sólsetrið. Nikulás Úlfur kann kvæði um stíginn sem kennd- ur var við kærleikann um síðustu aldamót: Kærleiksstíg þá sól er sest sveinar og fljóðin ganga þar hefur röðull reifað best rós um meyjarvanga. Grær þar oft í aftanró ástarblómið rauða en sá vegur endar þó út við gröf og dauða. Kærleiksstígurinn lá um kirkju- garðinn, en hann var eitt sinn vin- sæll samkomustaður elskenda með ólgandi lífsþrá í æðum. En hversvegna hét Aðalstræti áður Klúbbgata? „Þar sem hús Hjálpræðishersins stendur núna var áður veitingahús sem Reykja- víkurklúbburinn hafði aðstöðu í, en það var félagsskapur heldri kaupmanna í bænum,“ svarar Nikulás Úlfar, „í kringum 1850 var húsið rifið og ann- að byggt sem hlaut nafnið Nýi klúb- burinn, þess vegna var gatan kölluð Klúbbgata.“ Árið 1848 gaf stiftamtmaðurinn Rósenör út tilskip- un um að götur og hús yrðu merkt í Reykjavík og í kjölfarið festust nöfnin sem enn eru notuð. Árið 1888 var svo samþykkt í bæjar- stjórn að númera hús og að Bryggjuhúsið á homi Hafn- arstrætis og Aðalstrætis yrði viðmiðunin, Vesturgata 2, en nú er veitingastaðurinn Kaffi Reykja- vík starfræktur í því. í samþykkt- inni stendur að „Hafnarstræti og Aðalstræti séu aðalstofninn og allar aðrar götur kvíslast þaðan, jafnar töiur til hægri handar en oddatölur til vinstri, talið frá Bryggjuhúsinu." „Af þessum sök- um kalla sumir Bryggjuhúsið hornstein Reykjavíkur,“ segir Nik- ulás Úlfar. Bryggjuhúsið var einskonar borgarhlið því erlendir ferðamenn komu til bæjarins um Bryggjuhús- ið. kærleiRans í kaupstaðnum gleymist ei Reykjavík hin gamla geymir sögu sína í hús- um, stígum og götu- nöfnum eins og Læknis- götu og Löngustétt Gunnar Hersveinn gekk um götur tvö- hundruð og tíu ára kaupstaðarlóðar og fræddist um söguna á bak við gömlu götunöfnin. Hverjir bjuggu í Heilagsandastræti? Vesturgata var áður kölluð Læknisgata og Hlíðarhúsastígur, Túngata var Landakotsstígur og Fischersund Götuhúsastígur. En hvers vegna var Lækjargata kölluð Heilagsandastræti? BRYGGJUHÚSIÐ eins og það leit út fram til 1907. Það hefur bæði verið kallað borgarhliðið og hornsteinn Reykjavíkur. Núna telst það til Vesturgötu 2. „Það er skemmtilegt nafn,“ svarar Nikulás „en það var uppnefni gárunganna. Helgi Thordersen biskup keypti Lækjargötu 4 árið 1856 og fjórum árum síðar kaupir Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur Lækjargötu 2 og eftir það fannst íbúum eðlilegt að kalla götuna Heilagsandastræti.“ Brattagata var áður kölluð Rósustígur eftir Rósu Grímsdóttur sem bjó að Bröttugötu 5, hún þótti atkvæðamikil kona og jafnvel sögð hafa stjórnað Gijótaþorpinu. Húsið hennar var kallað Rósuhús. Bólusett með banan KANNSKI verða ban- anar notaðir til bólusetn- ingar í fram- tíðinni. MARGIR vildu sennilega frekar verða bólusettir gegn ýmsum sjúkdóm- um með því að borða banana en vera stungn- ir með sprautu, eins og hingað til hefur tíðkast. Þó þessi möguleiki hljómi hálfundarlega svona í fyrstu, gæti slíkt bananaát orðið að veru- leika innan fárra ára, ef marka má bandaríska læknatímaritið New Scientísts. Þar kemur meðal annars fram að vísindamenn á Boyce Thompson Institute for Piant Research í New York séu að vinna að því að láta banana fram- leiða prótín sem er að finna í lifrarbólgu B-veiru. Ef likaminn innbyrðir þessi prótín eða mótefnisvaka myndar hann ónæmisvið- brögð þegar hann kemst í tæri við B-veiruna. í eldri rannsóknum hefur komið fram að kartöflur með fyrr- nefndum mótefnisvökum komi af stað ónæmisviðbrögðum í rott- um. Sá galli fylgir hins vegar gjöf Njarðar að kartöflur eru yfir- leitt soðnar áður en maðurinn borðar þær og því mun hitinn eyði- leggja bóluefnið. Af þeim sökum hefur athyglinni verið beint að banönum. Vísindamenn á jurtarannsóknastofnuninni í New York vinna því hörðum höndum að því að þróa banana sem hægt væri að nota til bólusetningar gegn ýmsum sjúkdómum, eins og til dæmis mislingum, lömunarveiki og gulusótt. I PERLUR hafa löngum verið taldar tákn um fegurð og frá örófi alda verið hafðar í hávegum. Til forna trúðu menn því að perlur hefðu fall- ið til jarðar frá tunglinu og væru því tákn til mannkynsins um hrein- leika og eilíft líf. Perlur verða til með náttúrulegum hætti í djúpum sjávar, en eru fyrst og fremst ræktaðar, ýmist í söltu vatni eða fersku. Eftirlíkingar af perlum eru algeng- ar og af ýmsum stærðum og gerðum. Þær eru miklu ódýrari en ekta perlur og einna algeng- astar munu vera svokall- aðar Majorica-perlur. Flest lindýr eða hryggleysingjar sem hafa skel geta framleitt perlur, en í bæklingi sem Félag íslenskra gullsmiða gaf út, kemur fram að þær perlur sem seldar eru í verslunum myndast í sér- stökum ostruskeljum. Myndun perlu er lýst þannig: „Þegar utanaðkom- andi hlutur kemst inn í himnu skelj- arinnar myndast um hann hjúpur. Frumurnar, sem framleiða skelina, setjast á aðkomuhlutinn og mynda mörg lög af perluhúð utan um hann. Það getur tekið um fjögur ár að mynda perlu af réttri stærð." Eftirlíkingar eru líkast til algeng- ari en ekta perlur og í bókinni The Pearl Buying Guide kemur fram að oft líkjast óekta perlur hinum ekta Perlur - eðalsteinar úr djúpum hafsins svo mjög að fagmenn geta vart greint á milli nema með því að nota lúpu. Ráðleggingar við kaup á perl- um eru allmargar í bókinni og er m.a. varað við að kaupa mjög ódýr- ar perlur, enda mestar líkur á að þær séu ekki ekta. Menn eru ekki á sama máli hvort rétt sé að kalla perlueftirlíkingar perlur. Heildsalan Niko selur svokall- aðar Majorica-perlur og auglýsir þær sem „ekta Majorica-perl- ur“. Hefur það farið fyrir btjóstið á sumum gull- smiðum og skartgripasöl- um sem selja ekta perlur. „Ekta perlur eru dýrar og ekta perlufesti kostar minnst 30 þúsund krónur. Þess vegna freistast margir til að kaupa óekta perlufestar. Það ætti að vera eftirsóknarvert fyrir konur að eign- ast ekta perlufestar því þær geta orðið ættargripir. Þær eyðast ekki og eru eilífar. Hægt er að líkja þessu við að hafa alvöru málverk á heimili sínu í stað eintómra eftirprentanna," segir Jón Siguijónsson gullsmiður. Að sögn Eddu Sigurðardóttur hjá Niko eru Majorica-perlur úr nátt- úrulegum efnum. „Fyrst er búinn til kjarni, sem er eins og perla í laginu, úr mulningi úr ópalsteinum. Kjarnar þessir eru settir á ptjón og eru síðan baðaðir margóft upp úr sérstökum vökva, sem unninn er úr fiskahreistri og líkist mjög perlumóð- ur. Milli þess sem hver kjarni er baðaður er hann þurrkaður og slípaður. Að þessu loknu tekur við mikil handavinna og skartgripagerð en í flesta skartgripina er notað silf- ur með 18 karata gullhúð. í perlu- festar er notaður nælon- og silki- þráður og milli perlna er hnýttur sérstakur Majorica-hnútur“. Erfitt að greina á milli ekta og eftirlíkingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.