Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 4

Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 B 5 DAGLEGT LÍF ASTA AIMTOIMSDOTTIR, 71 ARS Yoga-æfingar og streitan hverfur TUTTUGU ár eru liðin frá því Asta Antonsdóttir fór í fyrsta yogatímann sinn. „Þá tók líf mitt stakkaskiptum því streitan hvarf eins og dögg fyrir sólu.“ Yoga er besta leikfimin sem völ er á, sérstaklega fyrir fullorðið fólk, telur Asta. „Astand likamans batnar til muna en yoga er einn- ig andlega nærandi. Þess vegna myndi ég aldrei þora að hætta enda kæri ég mig svo sem ekk- ert um það.“ Ásta, sem er fyrrverandi tann- smiður, stundar Hatha Yoga tvisvar í viku en það felst í teygjuæfingum og djúpri öndun. Hver tími byggist á 50 mínútna æfingum og 10 mínútna hvíld á eftir.„Við byijum á því að slaka á og svo teygjum við smátt og smátt og tökum allra handa snúninga en því fylgir enginn hasar. Þannig verður maður aldrei þreyttur nema á notalegan hátt.“ Mysudrykkur og félagsskapur Hvað mataræði varðar kveðst Ásta borða allan mat en er ekki mikið fyrir „nýmodern" rétti, pasta, pitsur og annað þess hátt- ar. Fyrir og eftir yogatímann fær hún sér mysusopa. „Iðulega mæti ég töluvert snemma, spjalla við fólkið og fæ mér mysu sem er afskaplega svalandi drykkur." Frá upphafi hefur Ásta æft í Yogastöðinni Heilsubót og ber staðnum vel söguna. „Mér líður ljómandi vel þar, andinn er góð- ur, fólk er á öllum aldri bæði karlmenn og konur. Meira að segja eru nokkuð margir á mín- um aldri sem hafa stundað íþróttina jafnlengi og ég.“ Alla tíð hefur Ásta verið mjög heilsu- hraust, „hvort sem það er nú góðum genum eða yoganu að þakka en annars er ég í eðli mínu afar lítil íþróttakona held- ur ósköp venjuleg manneskja." Enn sem komið er hefur Ástu ekki tekist að draga eiginmann- inn með sér í yogatíma. „Hann hefur ekki áhuga enda er mjög misjafnt hvað hentar hveijum og einum.“ Af og til lætur Ásta sig dreyma um að fara til Indlands, þar sem íþróttin hennar er upprunnin. „Ætli verði nokkuð af því í þessu lífi en kannski í því næsta.“ ■ ÞORSTEIIMIM EINARSSOIM, 86 ARA Utvarpsleikfimi alla morgna að hætti Halldóru „LÍKT og selur á skeri, ligg ég á grúfu á gólfinu og anda djúpt. Þá rek ég upp álkuna, geri höfuðæfing- ar og hvessi augun.“ Þannig lýsir Þorsteinn Einarsson leikfimi sinni en kl. 9,50 hvem dag hlýðir hann kalli Halldóru Björnsdóttur sem kennir morgunleikfimi hjá Ríkisút- varpinu. Þorsteinn sem var íþróttafulltrúi ríkisins í um 40 ára skeið, er mað- ur hraustlegur útlits og líflegur, nánast eins og unglingur svo frár er hann á fæti. Því þakkar hann aðallega hollri hreyfingu en frá fermingu hefur hann iðkað allra handa íþróttir og var meðal annars sem ungur maður methafi í kúlu- varpi nokkur ár í röð. „í þá daga stundaði ég meðal annars róðra, handknattleik, leikfimi og glímu en glíman er talin frumíþrótt hins upp- rétta manns. Nú sakna ég þess helst að geta ekki hlaupið." Þorsteinn kveðst borða allan mat, m.a. hákarl, skyr og græn- meti en vikulega útbýr hann fjalla- grasasúpu og söl snæðir hann reglulega. Afkomendur orðnir 54 Æfingakerfi Halldóru íþrótta- kennara reynir smátt og smátt á alla vöðva líkamans, að sögn Þor- steins. „Ég var slæmur í öxl en hef ekki fundið fyrir verkjum lengi og því fínnst mér vissara að stunda morgunleikfimina. Æfingarnar eru flestar hægar og henta því vel öllum aldurshópum. Stundum biður Hall- dóra hlustendur um að sitja á stól og gera æfingar fyrir kviðinn og reglulega gerum við æfíngar fyrir ljósop og vöðva augnanna með því að horfa langt út í bláinn og hvessa svo augun á ákveðna hluti. Alltaf eru gerðar axlaræfíngar svo sum- um fínnst nóg um en ekki veitir af þvi axlarvöðvar vilja bindast í hnút og því fylgir höfuðverkur.“ Eiginkona Þorsteins heitir Ásdís Jesdóttir, þau eiga 10 börn og 44 barnabörn og barnabarnaböm. Daglega fara þau í göngu niður í Laugardal. „Þar göngum við um grasagarðinn og gefum brauð; önd- um, gæsum og einni álft, mörgum þröstum og störrum." Félag áhugafólks um íþróttaiðk- anir aldraðra hefur starfað í nokkur ár og Þorsteinn er virkur í því starfí. „Félagsmenn eru um 200 og saman förum við á dansæfíngar, stundum holugolf, bocchia sem er ítalskur knattleikur og margt fleira.“ ■ + má rækta á margan hátt OLAFUR HAIMD, 28 ARA * I tae kwon-do hoppar enginn hærra en hann hugsar „TAE kwon-do er 2000 ára göm- ul þjóðaríþrótt Kóreubúa og hef- ur náð mikilli útbreiðslu um allan heim. Hérlendis er þessi einstak- lingsíþrótt, sem stundum er nefnd sjálfsvarnarlist, iðkuð reglulega af um 250 manns,“ segir Ólafur Hand sjálfstæður auglýsingateiknari sem æft hef- ur tae kwon-do hjá íþróttafélagi Reykjavíkur undanfarin 6 ár. Hann segir íþróttina snúast um að ná andlegu jafnt sem líkam- legu jafnvægi. „I tae kwon-do felst góð hreyfing og góðar teygjur en jafnframt öðlast iðk- andinn víðari sýn á lífið og tilver- una. Æfingakerfið byggist á íhug- un en jafnframt tækniæfingum sem fela í sér há spörk út í loft- ið eða í púða og kröftugum hand- arhöggum." Markmiðið er að verða betri einstaklingur en grunnhugsunin er að allir séu jafnir. „Hver og einn setur sér takmark enþað tekur tíma að ná árangri. I tae kwon-do hoppar enginn hærra en hann hugsar. Takmarkið er fyrst að verða örlítið liðugri og sparka aðeins hærra en með tím- anum förum við að reyna við erfiðari og andlegri hluti.“ ívið fleiri karlmenn en konur stunda íþróttina. „Konur eru um 40% iðkenda en alla jafna eru þær fljótari að ná tökum á henni þar sem þær eru liðugri og opn- ari fyrir andlegum málefnum." íþróttin nýtur einnig mikilla vin- sælda meðal barna og unglinga. „Þetta er sannkölluð fjölskyldu- íþrótt en þeir foreldrar sem æfa hjá IR æfa á sama tíma og börn- in en í öðrum sal.“ Lærir að forðast illindi Tae kwon-do útleggst á ís- lensku „leið handa og fóta“, að sögn Ólafs. „Heimspeki hennar felst í að læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfinu. Þótt um sjálfsvarnarlist sé að ræða, kennir hún að forðast skuli deilur sem geta leitt til slags- mála. Besta sjálfsvörnin er að beita orðum en ef þau duga ekki er farsælast að ganga á brott.“ Ólafur æfir í einn og hálfan klukkutíma i senn að jafnaði þrisvar í viku. „Eftir tveggja ára þjálfun komst ég fyrst að raun um að íþróttin er miklu meira en líkamsæfing og keppni. Tae kwon-do er lífsstill sem maður tileinkar sér og er alla ævi að læra. Ég fæ mikla útrás á æfing- um og líður jafnan mjög vel á eftir.“ Ólafur borðar allan mat sem er á boðstólum. „Ekki er lagt uppúr sérstökum fæðutegundum og því borða ég allan mat en allt er gott í hófi.“ Tuttugu trébyssur, sex rýtingar og stökkhest- ur með sessu voru meðal örfárra tælga sem nemendur Lærða skólans í Reykjavík notuðu til leikfímisæfínga árið 1857. Með tímanum fjölgaði möguleikum til líkamsræktar og íþróttaiðkun varð almennari en áður. Hrönn Marinósdóttir og Arni Sæberg ljósmyndari hittu karlmenn og konur á ýmsum aldri sem farið hafa ólíkar leiðir sér til heilsubótar. GUÐRIÐUR ASGEIRSDOTTIR, 36 ARA Skylmist til að hvíla hugann frá daglegu amstri UNDANFARIN fímm ár hefur Guð- ríður Ásgeirsdóttir æft skylmingar með höggsverði hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Áhuginn á íþróttinni hefur þó blundað í henni frá barns- aldri. „Frændi minn æfði íþróttina og sem barn horfði ég oft og tíðum aðdáunaraugum á sverðin hans. Um tíma æfði ég hlaup og fór í sund en flosnaði fljótlega upp úr því. Loks lét ég til skarar skríða og fór á fyrstu skylmingaæfinguna. Nú mæti ég að meðaltali tvisvar í viku, einn og hálf- an tíma í senn.“ Guðríður starfar hjá íslenskum textíliðnaði og á átta ára gamlan son. „Skylmingar eru skemmtileg íþrótt, þær krefjast mikillar einbeit- ingar en eru jafnframt góð leið til að hvíla hugann frá daglegu amstri." Um 30 manna hópur mætir reglu- lega á æfíngar hjá félaginu en færri konur en karlar hafa heillast af skylmingunum enn sem komið er, að sögn Guðríðar. „Nauðsynlegt er að fá fleiri konur en bót í máli er að breiddin í aldurshópnum er mikil, allt frá unglingum til fólks um fímm- tugt og það gerir æfingarnar allar mun skemmtilegri.“ Undir handleiðslu Nikolai Mateev frá Búlgaríu æfir hópurinn ýmiss konar viðbragðs-, árásar- og vamar- æfingar. „Töluverður tími fer einnig í góða upphitun en loks pörum við okkur saman og skylmumst i um 30 mínútur." Nikolai hefur þjálfað hóp- inn í fimm ár. „Hann hefur háleit markmið og stefnir á að fara með hóp á næstu Ólympíuleika.“ Þrjár tegundlr sveröa Búnaður til skylminga kostar allt að 80.000 krónum að sögn Guðríðar. „Ekki er nauðsynlegt að koma sér upp fullkomnum búnaði til að byija með því félagið lánar allt sem þarf. Fyrst í stað er best að æfa í venjuleg- um íþróttagalla og í vattvesti en seinna má kaupa hvítan hlífðarbún- ing, grímu, hanska, skylmingaskó og sverð." Þijár tegundir af sverðum eru vana- lega notaðar til skylminga; stungu- sverð, lagsverð og höggsverð. „Hér- lendis er mest kennt á höggsverð þar sem þjálfarinn er sérhæfður í því en nokkrir nemendur læra einnig að fara með stungusverð.“ ■ DAGLEGT LÍF Skokkar með Skugga á hverjum degi HUNDURINN Skuggi og húsbóndi hans, Guðmundur Magnússon pró- fessor í hagfræði við Háskóla ís- lands skokka daglega um vest- urbæinn sér til heilsubótar. „Fyrir vinnu á hveijum morgni er það fastur liður hjá okkur Skugga en á sumrin þegar veðrið er gott, kýs ég fremur að hjóla en hundurinn hleypur ótrauður með.“ Guðmundur segir gott að byija daginn á hálf- tíma útiveru en þannig er hann Dóra-leikfimi í Vesturbæiarlaug HÓPUR árrisulla borgarbúa hef- ur haft það fyrir sið í háa herr- ans tíð að hittast hvern morgun í Vesturbæjarlaug og iðka svo- kallaða Dóra-leikfimi. í blind- öskubyl jafnt sem blíðalogni standa þau eins og klettar við sundlaugarbakkann klukkan 7.33, tilbúin í æfingarnar. í hópnum eru um 15 karlar og konur á aldrinum 35 til 75 ára. Leiðbeinandi þeirra heitir Halldór B. Þorvaldsson en hann byggir æfingakerfi sitt á Mull- ers-æfingunum sem nutu mikilla vinsælda fyrr á öldinni og gera enn. Æfingar Halldórs grund- vallast eins og þær á teygju- og öndunaræfingum. Lára Hjartardóttir skrifstofu- stjóri í Álfabakkaútibúi Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis er ein örfárra kvenna í klíkunni. „Dóra-æfingarnar og sundlaug- mun betur í stakk búinn til að tak- ast á við dagsins önn. „Skuggi hef- ur einnig gott af hreyfingu en hann er af Schaeffer kyni og er sex ára gamall.“ „Ég hef alla tíð stundað ein- hveija líkamsrækt en hún hefur færst í aukana með árunum. Ég æfí körfubolta með gömlum félög- um þrisvar í viku í hádeginu og tvo eftirmiðdaga í viku sæki ég tíma í blakíþróttinni. Fastur kjarni mætir á æfingarnar en alltaf eru að bæt- ast nýir félagar í hópinn. Á sumrin þegar íþróttahúsið er lokað gríp ég í tennisspaðann frekar en að sitja aðgerðarlaus. Sem strákur æfði ég handbolta og körfubolta og þegar ég hélt utan til náms hélt ég því áfram.“ „íþróttirnar hafa ekkert gert mér nema gott,“ segir Guðmundur. „Ég er bæði hressari og skapbetri og hvort sem það er því að þakka eða einhveiju öðru verður mér sjaldan misdægurt. Samtals hef ég ekki misst meira en hálfan mánuð úr vinnu vegna veikinda og umgangs- pestir heija sjaldnast á mig.“ Allt er hægt ef vlljinn erfyrlr hendl Aðspurður um hvemig gefist tími til svo mikillar íþróttaiðkunar svar- ar Guðmundur að allt sé hægt með góðri skipulagningu. „Þetta er spurning um vilja. Stundum vakna ég aðeins fyrr á morgnana eða læt einfaldlega annað síður mikilvægt víkja.“ Að eigin sögn borðar Guðmundur allt sem tönn á festir. Ég tek lýsi á hveijum degi, meira að segja þau tíu ár sem ég dvaldi erlendis en nú er ég í stjóm Lýsis hf. svo ekki er annað hægt en að halda því áfram.“ Á bannlista Guðmundar er áfengi, kókdrykkir og vindlingar. „íþróttunum fylgir mikill félags- skapur og ég hef ráðlagt mínum nemendum að fara í íþróttir eða kór til að ná betri tengslum við skólafélagana. Sjálfur held ég varla lagi svo ég hef haldið mig við líkamsræktina.“ ■ arferðirnar eru mér ákaflega nauðsynlegar. Yfirleitt mæti ég um kl. sjö á morgnana og byrja á því að synda 500 metra, þá fer ég og hitti karlana mína í heita pottinum, við spjöllum saman um landsins gagn og nauðsynjar en nákvæmlega 3 mínútur yfir hálf- átta byija æfingarnar. Þá stönd- um við á sundlaugarbakkanum og Halldór leiðbeinir okkur í um 10 mínútur.“ Slæm frðh varfselnkennl í tíu ár hefur Lára iðkað íþrótt sína og fær slæm fráhvarfsein- kenni ef hún getur ekki mætt af einhveijum ástæðum. „Það tók mig töluverðan tíma að bind- ast sundferðunum en nú er ég ómöguleg ef ég kemst ekki. Auk þess er félagsskapurinn nijög skemmtilegur en árlega förum við saman á Vínartónleika Sin- fóníuhyómsveitar íslands og allt- af drekkum við saman jólakaffi á Kaffivagninum.“ Lára segir aukakílóin stundum vera fleiri en hún hefði óskað sér. „En það skiptir ekki eins miklu máli og andleg og líkamleg vellíðan." Eln stór fjölskylda Stemmningin er mjög sérstök í Vesturbæjarlaug á morgnana að sögn Láru. „í rauninni erum við eins og ein stór fjölskylda því alltaf mætir sami mannskap- urinn. Margir nota ætíð sömu skápana og hver og einn syndir náttúrulega alltaf á sinni braut. Til dæmis verð ég hálffúl ef ein- hver ókunnugur syndir þvert í veg fyrir mig,“ segir Lára skelli- hlæjandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.