Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1997 C 3 FERÐALÖG FISKIMAÐUR við Tortuguero þorp. svo besta „dansarann" sem föður unga sinna. Spendýrafána Spendýrafána landsins er fjöl- breytt og telur um 100 tegundir dýra. Um helmingur eru leðurblökur af öllum stærðum og gerðum. Um þessi náttdýr ríkir töluverð fáfræði og margir halda að leðurblökur séu allar einhvers konar drakúlur skóg- arins. Af um 50 tegundum leður- blaka eru 2 sem nærast á blóði ann- arra dýra, hinar 48 eru flestar ávaxtaætur og nokkrar flinkar við fískveiðar. I návígi eru þetta falleg dýr, atferli þeirra um margt sérstakt og félagsgerð þróuð. Apar em dýr sem allir sem koma til Costa Rica sjá og heyra í. Stund- um sjást heilu fjölskyldurnar saman í trjánum að snyrta sig, kúra sig saman eða á fleygiferð í ætisleit í skóginum. Fjórar tegundir apa fínn- ast í landinu og em þrjár þeirra al- gengar nánast um allt landið. Kattardýr em á ferli en stærst þeirra er hinn glæsti jagúar sem talsverða heppni þarf til að koma auga á. Tapírar eru ekki óalgengir sem og beltisdýr, dádýr, mauraætur og letidýr. Margar tegundir af ættkvísl hálf- bjarna finnast í Costa Rica og era þetta flest frekar lítil rándýr, mörg mjög falleg og sum nokkuð sérkenni- leg. Þetta eru algeng dýr sem flestir ferðamenn sem koma til landsins sjá. Ásfæða fjölbreytninnar Ástæðan fyrir svo mikilli fjöl- breytni í Costa Rica er m.a. lega landsins. Mikið af fuglum sem ferð- ast á milli vetrarstöðva í Suður Am- eríku og varpstöðva í Norður Amer- íku koma við í Mið Ameríku í ætis- leit. Önnm- ástæða er hve ólíkt landið er frá einum hluta til annars. Lofts- lag er breytilegt eftir landshlutum og í landinu era skógar á láglendi, aðrir í meiri hæð yfir sjávarmáli og enn aðrir í fjalllendi. Mikil fjöl- breytni finnst því í gróðri og dýralífi á tiltölulega litlu svæði. Hæsti tindur landsins er innan þjóðgarðs og er hann tæplega 4000 m hár. Sæskjaldbökutegundir munu vera um átta talsins í heiminum öllum og sex þeirra veipa eggjum við strendur Costa Rica. Skjaldbökukjöt og egg hafa um langan aldur verið eftirsótt fæða alls staðar í Karabískahafmu, úr skelinni hafa verið unnir listmunir og eru allar tegundirnar því í útrým- ingahættu vegna ofnytja. Víða hafa heimamenn nú atvinnu af því að sýna þær ferðamönnum þegar þær koma á ströndina til að verpa í stað þess að drepa þær og selja kjötið og skelina. Slík breyting er og nauðsynleg til að koma í veg, fyrir algjöra útrýmingu stofnanna. Á þennan hátt hafa heima- menn líka tekjur af ferðamönnum. Á öðrum mikilvægum varpstöðvum skjaldbakanna hafa heilu sti-endm-n- ar verið stranglega friðaðar fyiir ferðamönnum og aðeins vísindamenn hafa aðgang að dýrunum til athugun- ar og merkingar á þeim. Önnur neikvæð þróun sem átt hef- ur sér stað í Costa Rica er þegar stór fyrirtæki og auðugir kaupsýslumenn hafa keypt land af heimamönnum til að reisa hótel á ströndinni. Skógur- inn er ruddur og búnar til grasflatir, gistinætur seldar dýru verði og heimamenn fá í sinn hlut mengaða strönd og átroðning ferðamanna. Slíkir staðir eru þó enn sem af menningarlegum toga og oft boð- ið upp á tónlistarviðburði, listdans: sýningar og aðra skemmtan. I Monte Verde er margt að skoða utan misturskógarins, m.a. Kóli- bríufuglasafn og fiðrildagarður. Þurrir hítabeltisskógar í vesturhluta landsins eru skógar þar sem árstíðabreytinga gætir og eru þeir kallaðir þurrir hitabeltis- skógar. Þeir eru ekki alveg eins þurrir og nafnið bendir til því þar skiptast á regluleg þun’katímabil og regntímabil. Dýrin sem lifa í slíku vistkerfi eru aðlöguð breytilegu um- hverfi. Það reynist oft auðvelt að sjá dýrin á þurrkatímabilinu sem stend- ur frá desember fram í júní vegna þess að trén fella laufin mörg hver og oft safnast dýrin í kringum vats- bólin í skóginum. í heOdina eru færri teg- undir í þurrum skógum en auðveldara að koma auga á þær. Á þurrkatímabilinu eru skordýr eins og moskítóflugur í minna mæli sem telst þó nokkur kostur fyrir ferðamenn. Paradfs fuglaskoðara Það er sérstök ástæða fyrir fuglaskoðara að gleðjast þegar þeir heimsækja Costa Rica. Alls hafa um 850 tegundir fugla gre- inst í landinu en það er um 10% allra fugla- tegunda í heimi. Piparfuglar eða Túkanar (ætt Ramphastidae) setja mikinn svip á fuglafánu Costa Rica og auðvelt er að koma auga á þá. Ætla mætti að hinir ofvöxnu goggar fuglsins sliguðu hann en þeir eru í raun físléttir vegna innri gerðar, en gogg- urinn að innan er ekki samfelldur massi heldur gerður úr þráðkenndum efnum. Kólibríufuglar eru algengir alls staðar, pínulitlir en ótrúlega fallegir með glitrandi áferð á fjaðraham sínum og mikilvægir frjóberar. Páfagaukar af mörgum stærð- um og gerðum skreyta trén, en stærstur allra tegunda er Arnarpáfagaukurinn sem er til í tveimur litaafbrigðum í Costa Rica. Þeir hárauðu eru einkar glæsilegir og há- vaðasamir, sérstaklega þegar allt upp í 100 fuglar safnast saman í einu tré í ætisleit. Græna afbrigðið er mun sjaldgæfara og erfiðara að koma auga á þar sem liturinn fellur meira inn í umhverfið. Þá sjást spör- fuglar í Costa Rica í miklum fjölbreytileik, m.a. Dansarar (Pipridae), fallegir algengir fuglar í Mið Ameríku sem hafa verið rann- sakaðir vegna sérstaks atferlis í tilhugalíf- inu. Karlfuglarnir gera sér leikvang í skógarrjóðri, hópast þar saman og „dansa“ og kvenfuglinn situr á grein, fyl- gist með og að sýningu lokinni velur hún PÍNULITLIR kólibríufuglar eru algengir Ljósmynd/Leifur Orn Margt ber að varast þegar ferðast er um snjóflóðasvæði. Almenningur sækir í fiallaferðir að vetrarlagi Snjóflóðaýlir nauðsynlegur búnaður ALLIR sem ferðast um fjalllendi að vetri til ættu að hafa snjó- flóðaýli meðferðis, að mati Leifs Arnar Svavarssonar yfirkennara hjá Björgunarskóla Landsbjargar. „Ýlarnir eru enn sem komið er ekki notaðir af almenningi sem sækir í auknum mæli í fjallaferðir, m.a. í vélsleðaferðir eða til snjó- brettaiðkunar. Snjóbrettamenn til að mynda, sækjast eftir bröttum og ótroðnum brekkum en þar get- ur skapast hætta á snjóflóðum. Notkunin er hins vegar almenn hjá björgunarsveitamönnum en mörgum er sjálfsagt enn í fer- sku minni þegar snjóflóðaýlir bjargaði lífi björgunarsveitar- manns við Esjuna í janúar sl.' Björgunarskólinn hefur undanförnum áram staðið fyrir fræðslu björgunarsveitamanna og almennings um mat á snjó- flóðahættu og kynnt þau örygg- istæki sem í boði era, m.a. notk- un snjóflóðaýla. Snjóflóðaýlir er lítið sendi- tæki sem gengur fyrir rafhlöð- um en með einu handtaki er unnt að breýta því í móttöku- tæki til að miða út staðsetningu frá öðram snjóflóðaýli. „Best er að bera hann innanklæða þan- nig að ekki sé hætta á að hann slit- ni af, ef háska ber að höndum." Ylirinn kostar um 15v000 kr. í verslunum hérlendis. „I saman- burði við útivistarbúnað almennt er það ekki dýrt en til að mynda kostar snjóbretti allt að 60.000 kr. og brettaskór era seldir á um 25.000 kr. Ýlirinn á að vera jafn sjálfsagður ferðabúnaður og góður skófatnaður." Snjóbrettamenn oft fórnarlömb Leifur Örn segir rannsóknir hafa sýnt að lífslíkur manns sem lendir í snjóflóði minnki mjög hratt. „Ef ferðafólk grefst í snjó- flóði, sýnir reynslan að yfir 90% þeirra sem grafnir eru upp innan 15 mínútna eftir að flóð fellur era á lífi. Að 45 mínútum liðnum er hins vegar aðeins fjórðungur þeirra sem finnast enn á lífi. Best er að lenda ekki í snjóflóði en ef það ger- ist verða félagarnir að vera færir um að finna fórnarlambið á sem skemmstum tíma. Þess vegna er snjóflóðaýlir mjög mikilvægur." Rannsóknir í Bandaríkjunum og Kanada hafa sýnt að ferðamenn í frístundum og þá sérstaklega ung- menni sem iðka snjóbrettaíþrótt- ina eru í ört vaxandi mæli, fórnar- lömb snjóflóða. „Stjórnvöld í við- komandi löndum gripu strax til forvamaraðgerða og með mark- vissri fræðslu var unnið að því að upplýsa almenning um hættu sem stafar af ferð um fjalllendi að vetr- arlagi". Snjóflóðahættur leynast víða Ferðamenn sem halda til fjalla hérlendis að vetri til eru mjög mis- jafnlega útbúnir og þekking þeirra á þeim hættum sem leynast er oft takmörkuð, að mati Leifs Arnar. „Sem betur fer hafa enn sem kom- ið er fáir lent í snjóflóðum en síðast lést norskur skíðamaður í Bláfjöll- um fyrir tveimur áram.“ „Hætta á snjóflóði er mest í hlíð- um sem era hlémegin við vindátt, sérstaklega úr hlíðum sem eru um 30-45 gráðu brattar. Hengjur era einnig mjög varasamar en þær era merki um að skafið hafi fram af brúninni og snjór safnast saman í hlíðinni þar undir. Hvilftir og gil eru einnig talin vera dæmigerð upptakasvæði snjóflóða." Leifur Örn leggur áherslu á að fylgjast þurfi vel með veðri á ferða- lögum. „Skafrenningur og mikil of- ankoma eru hættulegustu snjó- flóðaveðrin en oft þarf ekki annað en lágarenning til að snjóflóð fari af stað. Á fjöllum er öraggast fyrir ferðafólk að fylgja hryggjum í landslagi því þar er minnst hætta á snjóflóði. Vélsleðamenn og göngu- skíðamenn ættu varast bratta sem er meiri en 25 gráður. Mikilvægt er einnig að skáskera ekki brattar hlíðar og brött árgil með þröngum botnum, geta verið miklar snjó- flóðagildrar.“ HM Morgunblaðið/Þorkell LEIFUR Örn með snjóflóðaýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.